Morgunblaðið - 30.08.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.08.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 var bunki af fjölskylduvídeóum. Svona varst þú. Gerðir allt fyrir alla, og hugsaðir vel um alla. Nú verða ljúfu samverustund- irnar ekki fleiri. Við kveðjum þig, elsku Ragnar frændi, með söknuð í hjarta, en um leið með þakklæti fyrir allt það sem þú varst okkur. Minning þín mun lifa í okkur. Arnfreyr og Steinunn. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðard.) Hvíl í friði, elsku frændi. Þínar frænkur, Inga María, Hanna María, Birgitta Inga, Karen Mjöll og börn. Á einu augabragði breytist svo margt. Það sem var í gær er ekki lengur. Maður gæti eytt orku og tíma í að spyrja sig „af hverju?“ eða leyft reiðinni gagnvart ósann- girni heimsins ná tökum á sér. Það hins vegar hefði Ragnar ekki gert og á þann hátt viljum við ekki kveðja þennan hjartastóra mann. Ragnar frændi var einn besti maður sem við höfum kynnst. Hann var alltaf tilbúinn til að að- stoða og gefa góð ráð, ekkert var of lítið eða of stórt. Örlátari mann er erfitt að finna, en hann var ör- látur á sjálfan sig, elsku sína og hlýju, jafnt gagnvart stórum sem smáum, ungum eða gömlum. Ragnar var mikill fjölskyldu- maður og passaði ávallt upp á að fjölskyldan hittist reglulega, í jólaboðum, á ferðalagi eða bara við tækifæri. Hann var dáður og virtur af öllum fjölskyldumeðlim- um og kunni svo sannarlega að gefa af sér. Hverjum öðrum dett- ur í hug að gefa frænda sínum einkaútsýnisflug yfir Eyjafjalla- gosið í fermingargjöf. Það er nokkuð sem aldrei gleymist og lif- ir með ungum manni, lengur en nokkrir seðlar í umslagi. Ragnar vissi sannarlega að það sem skipti máli í lífinu er að njóta fjölskyldu og vina og það kunni hann svo sannarlega. Sem frændi var hann í uppáhaldi, sem ferðafélagi var hann í uppáhaldi og sem persóna var hann í uppáhaldi. Þó svo að okkur líði eins og ein- hver hafi grafið djúpa holu í hjarta okkar, þá lifir Ragnar í okkur öllum. Rebekka, Sigurður og börn. Elsku Raggi frændi Mikið rosalega er þetta órétt- látt, sárt og óraunverulegt að þú skulir vera farin frá okkur. Það er ótrúlegt að við sitjum hér og skrifum okkar lokaorð til þín eftir að hafa verið að fagna 55 ára afmæli þínu á Þingvöllum fyr- ir nokkrum vikum. Hjálpsemi er eitt af þeim lýs- ingarorðum sem lýsa þér best. Þegar við fluttum í Lyngbrekku þá ætluðum við að gera þetta hægt og rólega og taka bara alla helgina í þetta en þú hélst nú ekki, reifst mannskapinn af stað og nokkrum klukkutímum seinna var búslóðin komin í nýju íbúðina og þú stóðst uppi í stiga að hengja upp reykskynjarann og sagðir svo: Þetta er það fyrsta sem á að gera þegar maður flytur. Við höf- um flutt nokkrum sinnum eftir þetta og reykskynjarinn fer alltaf strax á sinn stað. Þú varst með eindæmum barn- góður maður og nutu drengirnir okkar hverrar mínútu sem þeir eyddu með þér. Spurningin hve- nær ætlum við að heimsækja Ragga frænda í sveitina kom ansi oft upp eftir að við eyddum ynd- islegri viku saman í fallega húsinu ykkar í Úlfstaðarskógi. Þekking þín á landinu var mikil og gaman var að ferðast með þér um hálendið þar sem þú gast þul- ið upp heitið á hverri þúfu. Þú varst kletturinn í fjölskyld- unni sem ekkert bjátaði á, þú sást alltaf til þess að fjölskyldan hittist t.d. í jólaboðum, ættarmótum og afmælum og að sjálfsögðu mynd- aðir þú allt svo minningarnar myndu aldrei glatast. Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir. Vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir – viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn krafti, sem kjarnann nærir, klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori, líkamsfagur. Lund þín og bragur er heiðskír dagur, frjálsborni fjallasveinn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Minning þín skilur eftir sig djúp og stór spor í hjarta okkar. Þorvaldur Gísli og Heiðdís. Fallinn er frá ástkær vinur okkar, Ragnar Heiðar Kristins- son. Það er svo óendanlega sárt að vita til þess að hann skuli ekki vera lengur á meðal okkar. Ljúfar hugsanir um góðan og yndislegan dreng fylla hugi okkar minning- um sem spanna hart nær þrjátíu og fimm ár. Kynnin hófust á gamla rúntin- um þar sem Habba, Elín og Dadý ásamt fleirum þeyttust um á app- elsínugulu Cortínunni úr Lauga- vegsapóteki og Raggi og Jónas keyrðu um á Willis-jeppa. Á þess- um tíma byrjuðu þau Dadý og Raggi að gjóa augum hvort á ann- að og að lokum byrjuðu þau sam- an og enduðu í farsælu hjóna- bandi. Á ungdómsárunum var farið í margar ógleymanlegar jeppaferðir, auk þess sem vina- hópurinn var saman öllum stund- um bæði við leik og vinnu. Vin- skapurinn hélt áfram að þroskast og þróast með árunum. Samband okkar við þau Dadý og Ragga hef- ur ávallt verið mjög náið. Þannig litu börnin frekar á þau sem frænku og frænda heldur en fjar- læga vini og minnast margra góðra stunda úr ýmsum lands- hlutum s.s. úr íbúðinni fyrir ofan Laugavegsapótek, úr Mosfells- bænum, utan af Álftanesi og héð- an af Seyðisfirði. Þá er að minnast heimsókna í Úlfsstaðaskóg þar sem jafnan var kátt á hjalla. Raggi var alltaf foringinn í okkar hópi, óumdeildur leiðtogi, sem alltaf var boðinn og búinn að hjálpa í stóru sem smáu. Var þá alveg sama hvort þurfti leiðbein- ingar við smíðar, bílaviðgerðir eða hvað eina, alltaf var Raggi tilbúinn að hjálpa og það jafnvel þótt endurnýja þyrfti heilu húsin. Í bók Kahlil Gibran, Spámann- inum, segir: „Vinur þinn er þér allt, hann er akur sál- arinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. Vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins.“ Fráfall Ragga skilur eftir djúp sár í hjörtum okkar, en eftir lifir minningin um góðan dreng. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Elsku Dadý og fjölskylda megi Guð styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Ingu og öðrum ætt- mennum Ragga sendum við okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Lárus, Hrafnhildur, Svava, Árni Geir og Ingibjörg. Fyrstu kynnin af Ragga voru þegar við vorum að undirbúa byggingu Setursins, skála Ferða- klúbbsins 4x4, árið 1988 en þar var Raggi byggingarstjóri. Það má segja að með elju sinni og ákveðni hafi hann gert nánast það ómögulega þ.a.s. að skálinn skyldi rísa á einu sumri en þessir eig- inleikar fylgdu honum alla tíð. Til að byrja með var vinskapur okkar og ferðamennska eingöngu tengd starfi 4x4 þá aðallega að vetri til en það breyttist fljótlega og næstu árin urðu ferðirnar og skúrakvöldin fleiri. Raggi var ein- staklega hjálpsamur og gafst aldrei upp hvernig sem veður og aðstæður á fjöllum voru eða ef um bilanir eða festur var að ræða. Hann var oft með verkfæri og varahluti meðferðis sem hefðu dugað til allra þeirra viðgerða sem geta komið uppá í svona ferð- um. Til dæmis í okkar fyrstu ferð páskana 1988, þegar skoða átti fyrirhugaðan byggingarstað Set- ursins, lentum við í leiðinda blöndungsbilun á einum jepp- anna. Þar sem við, einn bifvéla- virki og tveir vélvirkjar, stóðum yfir blöndungnum eftir að hafa tekið hann úr bílnum og veltum fyrir okkur aðgerðum þá fannst Ragga þetta ganga frekar hægt og ýtti okkur frá, tók blöndunginn í sundur, hreinsaði og stillti, rétti okkur hann síðan og lét okkur setja hann í. Það er skemmst frá því að segja að viðgerðin tókst fullkomlega. Það var ekki fyrr en seinna sem hann sagði mér að svona hlut hafði hann, húsasmið- urinn, aldrei tekið í sundur áður. Svona var Raggi hjálpsamur og úrræðagóður svo um munaði. Allir ferðahópar fá einhver nöfn og hópurinn okkar var fljót- lega kallaður Djöflagengið. Næstu árin ferðuðumst við talsvert og eru áramóta- og páskaferðirnar ógleymanlegar. Raggi átti á þessum árum Wil- lys jeppa mikinn á 44“ dekkjum og með átta sýlindra vél með keflablásara sem virkaði ógur- lega. Með Ragga í för var ávallt Dadý, eiginkona hans sem ekki hafði síður yndi af ferðamennsk- unni og saman voru þau hjónin máttarstólpar í félagsskapnum. Ragnar og vídeómyndavélin voru óaðskiljanleg og festi hann mörg gullin augnablik á filmu sem verð- ur sífellt ánægjulegra að skoða eftir því sem tímar líða. Þannig lifa um ókomna tíð fjölmargar samverustundir með Ragga og í huga okkar lifa enn fleiri minn- ingar um góðan dreng og félaga. Hvíl í friði, kæri vinur. Megi góður Guð styrkja Dadý, hennar nánustu í fjölskyldu Ragga. Þórarinn og Kristín. Elsku Ragnar okkar. Við sem eigum okkur svo langa sögu – vinskap yfir 30 ár. Viljum við þakka þér fyrir vin- skapinn, alltaf stutt í brosið, fé- lagsskapinn, tryggur ferðafélagi, aðstoðina, réttir alltaf hjálpar- hönd, velvildina við okkur og strákana okkar, trúmennskuna, stóðst eins og klettur. Upp í hugann kemur allt sem við brölluðum. Langar videonæt- ur með margar spólur og mikið nammi. Öll partíin og partíið sem við buðum óboðið til ykkar á Lauga- veginn. Allar jeppaferðirnar með há- punktinum á Hvannadalshnjúk við sólsetur. Allar áramótaferðirnar í Setr- inu, Hólaskjóli, Stóru Laxá og Geysi. Óteljandi ferðalög innanlands með strákaslagsmálum í sundi. Londonferð og skíðaferðir til Austurríkis, Ítalíu og Kanada. Allar stóru og smá afmælis- veislurnar með áherslu á strandp- artíið. Húsbyggingar á húsbyggingar ofan hjá okkur og Elvari. Kallaferðirnar með strákunum í eggjaferðir á Langanes. Heimboðin og alla matsölu- staðina sem við reyndum og röbb- uðum á. Og þakklæti, já Ragnar, þakk- læti fyrir ógleymanlegar stundir. Far þú í friði, vinur. Elsku hjartans Dadý, okkar dýpstu samúðaróskir til þín og allra þinna. Ægir og Herdís (Didda) Elvar, Rúnar, Steinar og fjölskyldur. Ragnar Heiðar Kristinsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, fóstursonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR MARKÚSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Sléttuvegi 17, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 22. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. september kl. 13.00. Ingiríður (Inga) Árnadóttir, Guðríður Guðbrandsdóttir, Guðríður St. Sigurðardóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Rannveig Pálsdóttir, Einar Sigurðsson, Elfa Lilja Gísladóttir, Antoníus Þ. Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar, mágkona, frænka og vinkona, SIGURBORG HJALTADÓTTIR frá Hólum, Hornafirði, sem lést sunnudaginn 21. ágúst, verður jarðsungin frá Bjarnaneskirkju, Hornafirði, laugardaginn 3. september kl. 14.00. Minningarathöfn fer fram í Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 1. september kl. 13.00. Jón Hjaltason, Steinunn B. Sigurðardóttir, Halldóra Hjaltadóttir, Þorleifur Hjaltason, Edda Lúðvíksdóttir, Hjálmar Kristinsson, Aðalheiður Geirsdóttir, Helga Karlsdóttir, Baldur Sigurjónsson og fjölskyldur. ✝ Okkar kæra MARÍA PÁLSDÓTTIR, Furulundi 11D, Akureyri, sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 21. ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Heima- hlynningar á Akureyri. Páll Jónsson, Kolbrún Björk Ragnarsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Óskar Þór Halldórsson, Steingrímur Jónsson, Árún K. Sigurðardóttir, Jón Árni Jónsson, Sigríður Stefánsdóttir, Stefán Jónsson, Yean Fee Quay, Þóra Jónsdóttir, Björn Halldórsson, barna- og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs ástvinar, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, ÓMARS KONRÁÐSSONAR tannlæknis. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar fyrir frábæra umönnun svo og tannlæknum sem sýndu honum virðingu sína með því að bera kistuna. Edda Eyfeld, Ásta Ómarsdóttir, Ómar Richter, Hrund Ómarsdóttir, Swaroop Pusala, Hafdís Huld Haakansson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RUTH GUÐMUNDSSON, Seljahlíð, Hjallaseli 55, lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á minningarsjóð Seljahlíðar, sími 540 2400. Guðmundur J. Axelsson, Arndís Axelsson, Dóra Axelsdóttir, Guðmundur R. Jónsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Okkar ástkæra HRUND HELGADÓTTIR hjúkrunarfræðingur lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi laugardagsins 27. ágúst. Hörður V. Sigmarsson, Eva Bjarnadóttir, Snorri Örn Arnarson, Hervör Hólmjárn og systkini hinnar látnu. ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, LÚÐVÍK INGVARSSON, fyrrum sýslumaður og síðar prófessor, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Karl Lúðvíksson, Borghildur Brynjarsdóttir, Margrét Lúðvíksdóttir, Ingimundur Friðriksson, Ari Már Lúðvíksson, Helga Guðrún Helgadóttir, Ágúst Lúðvíksson, Amei Hoffmann, Ingiríður Lúðvíksdóttir. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.