Morgunblaðið - 30.08.2011, Qupperneq 28
28 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
LÍSA KANN SKO
AÐ KISSA
HÚN ER
ÓTRÚLEGA GÓÐ ÓTRRRRRRRÚLEGA GÓÐ!
ÉG VISSI EKKI
AÐ ÉG VÆRI MEÐ
BLYGÐUNARKENND EN
HANN ER BÚINN AÐ
SÆRA HANA
ER
BÚIÐ AÐ
ÁKVEÐA HVAÐ
SYSTIR ÞÍN Á
AÐ HEITA?
HÚN Á
AÐ HEITA
SALKA SALKA?!
SALKA... SALKA BJARNA...
GAMLA GÓÐA SALKA!
EKKI SVO
SLÆMT
HVERNIG FINNST
ÞÉR ÞESSI NÝJI
RÉTTUR?
HANN
KEMUR MÉR
SPÁNSKT FYRIR
SJÓNIR
HVAÐ ER
Í GANGI?
MAMMA HRÆDDI
HRÆGAMMSUNGANN
OG HANN ÆLDI Á
FÓTINN Á HENNI
VERTU ALVEG
RÓLEGUR, ÉG ER BÚIN
AÐ ÞURRKA ÆLUNA AF,
ÞETTA ERU HÁTÍSKU-
SKÓR, ÞEIR EIGA AÐ
VERA SVONA
VILTU
GEFA MÉR
EITTHVAÐ
AÐ DREKKA?
SEGÐU
„VILTU VERA
SVO VÆN”
AF
HVERJU?
VEGNA
ÞESS AÐ ÞAÐ
ER MIKILVÆGT
AÐ VERA
KURTEIS VIÐ
AÐRA
AF
HVERJU?
VEGNA
ÞESS AÐ ÞAÐ ER
MIKILVÆGT AÐ
SÝNA ÖÐRU
FÓLKI VIRÐINGU
ÉG VISSI
AÐ ÞAÐ VÆRI
ENGIN GÓÐ ÁSTÆÐA
FYRIR MANNASIÐUM
*ANDVARP*
SVO
JAMESON
KOMST AÐ
ÞVÍ AÐ ÞÚ
SELDIR
MYNDIR Í
MIAMI?
JÁ, HANN
KOMST AÐ ÞVÍ
EN SABRETOOTH
MÁ EKKI KOMAST AÐ
ÞVÍ AÐ KÓNGULÓAR-
MAÐURINN ER Í MIAMI
ÞÚ
SLEPPIR
ÞVÍ BARA
AÐ KLÆÐ-
AST BÚN-
INGNUM
MÉR FINNST ÖMURLEGT
AÐ GET EKKI VERIÐ ÉG
SJÁLFUR ÚT AF ÞESSU DÝRI
ENDA ER ÞETTA
SPÆNSKUR KJÖTRÉTTUR!
ÉG HELD AÐ HÚN HAFI ELDAÐ
ÞETTA BARA TIL AÐ GETA
SAGT ÞENNAN BRANDARA
Tapað – fundið
Opel-bíllyklar með
N1-bensínlykli á,
gráum plasthlut og
lítilli fjarstýringu töp-
uðust 13. ágúst sl. á
Laugavegi, Klappar-
stíg eða Bankastræti.
Fullorðinsgírahjól
fannst 8. ágúst sl. í
Seljahverfi. Upplýs-
ingar í s. 897 0443 eða
567 0443.
Lýðræðið er
dýrmætt
Ég er mótfallin því að
Kínverjar fái að
kaupa hér landsvæði og hasli sér völl
á Íslandi. Munum framferði þeirra í
Tíbet þar sem margir voru myrtir og
aðrir fangelsaðir. Fjöldi fólks flýði
til Indlands. Margir létu lífið við
hörmulegar aðstæður á flótta yfir
fjöllin. Síðan fluttu þeir inn Kínverja
í stórum stíl í Tíbet. Við erum fá-
menn þjóð, það tæki okkur ekki
mörg ár að verða minnihluti í eigin
landi. Lýðræðið er dýrmætt, glutr-
um því ekki fyrir
stundarhagnað.
Guðrún Magnúsdóttir.
Hvaða þjóð vantar
land- og lífsrými
nú?
Erum við að láta sveit-
arstjórnir/stjórnvöld
selja yndislega landið/
auðlindir okkar án
þess að hugsa um af-
leiðingar fyrir börnin
okkar og þjóðina alla?
Munið hvernig reynt
var að útrýma menn-
ingu og trúarbrögðum
landsmanna og nú ríkja herlög Kín-
verja í Tíbet vegna kröfu lama-
munka um sjálfstæði landsins. Hafið
að minnsta kosti uppsegjanlega
samninga eða aðeins afnot af land-
kostum í einhvern tíma af eign okkar
allra Íslendinga!
Föðurlandsvinur.
Ást er…
… það sem vex og dafnar
með umhyggju og alúð.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vetrarstarfið hefst í
sept.: Útskurður 5. og 7.9. kl. 13, les-
hópur 6.9. kl. 13.30, postulín 6.9. kl. 13
og 7.9. kl. 9/13, myndmennt 8.9. kl. 13
og bókmenntakl. kl. 13.45. Skráning
hafin í spænsku fyrir byrjendur og
tölvufærni. Hláturjóga 17. okt. kl. 17.30,
bingó 9. sept. kl. 13.30, skartgripatorg
14. sept. og hausttískan kynnt og seld
28. sept. Skrán. og uppl. á staðnum og
í s. 411-2702.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9,
handavinna kl. 13.
Boðinn | Handavinna m/leiðbein. kl. 9.
Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, fé-
lagsvist kl. 14.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8-
16.
Félagsheimilið Gjábakki | Kynning á
fyrirhugaðri starfsemi í Gjábakka til
áramóta kl. 14. Félag eldri borgara í
Kópavogi, íþróttafélagið Glóð og hinir
ýmsu hópar kynna fjölbreytta dagskrá
vetrarins. Skráning á námskeið á sama
tíma. Heitt á könnunni.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður og myndlist kl. 9, ganga kl. 10,
kanasta kl. 13.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Kaffi-
spjall í krók kl. 10.30. Jóga Skólabraut
kl. 11. Opinn salur Skólabraut kl. 14.
Skapandi skrif í Gróttusal íþróttahúsi kl.
14.30.
Félagsstarf Gerðubergi | Opnað kl. 9,
m.a. perlusaumur f. hádegi. Stafganga
kl. 10.30. Vatnsleikfimi í Breiðholtslaug
hefst mán. 5. verður á mán. og mið. kl.
9.50. Fim. 1. sept. kemur Anna Jóna frá
Fél. heyrnarlausra til starfa. Unnið er að
gerð haust- og vetrardagskrár, ábend-
ingar óskast. S. 5757720.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
botsía kl. 10.30, Bónusbíll kl. 12.15.
Skráning hafin í félagsstarf, leikfimi,
myndlist, glerlist, postulín og tréskurð-
ur. Kynningarfundur á félagsstarfi verð-
ur 1. sept. kl. 13-16. Tímap. á hár-
greiðslustofu s. 8946856, tímap. hjá
Helgu fótafræðingi s. 6984938.
Hraunsel | Brids kl. 13, dagskrá vetr-
arins kemur í september, s. 555 0142.
Hæðargarður 31 | Hugmyndir í vetur:
Skapandi skrif, magadans, leirmótun.
tölvuleiðbeiningar, postulín, þrívídd-
arsaumur, framsögn, thai chi, glerlist,
refilssaumur, vikivaki, hláturjóga, blóm í
fóstur og Vínartónleikar 6. jan. 2012.
Félagsvist mán. kl. 13.30. Hausthátíð og
kynning 2. sept. kl. 14. Uppl. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa-
vogsskóla, hópur I kl. 14.40, hópur II kl.
16.10, hópur III kl. 17.40. Pútt á æf-
ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 17.
Uppl. í síma 554-2780.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Skrán. hafin
á námskeið í vetur. Bútasaumur, bók-
band, postulínsmálun, leirmótun og
glerbræðsla, uppl. í síma 411-9450.
Handavinnustofan opin, hárgreiðslu- og
fótaaðgerðarstofur opnar, félagsvist kl.
14.
Karlinn á Laugaveginum varmeð veiðitösku í hendinni,
þegar ég mætti honum. Hann sagði
að nú væri rétti tíminn til að renna
því að boðið væri til maðkaveislu í
mörgum af bestu laxveiðiám lands-
ins. Fluguveiðimenn væru góðir
með sig eins og sjá mætti af því sem
skráð væri í veiðibækurnar, – „en
ekki er allt sem sýnist,“ sagði hann:
Flugur eru fallegar og fært í letur
– en feitir maðkar bragðast betur!
Gamall skólabróðir minn og vin-
ur, Grétar Snær Hjartarson, sendi
mér tölvupóst út af vísu karlsins á
Laugaveginum, þar sem hann rifj-
aði upp „Í Möðrudal“ eftir Þorberg
Þórðarson og er ég þakklátur hon-
um fyrir það, því að margvíslegur
samgangur hefur í aldir verið milli
Grímsstaða og Möðrudals, sem að-
eins er á færi kunnugra að rekja.
Og víkjum nú sögunni að Þór-
bergi: „Þetta vísukríli er sönglað
fram í fólksflutningsbíl frá Akur-
eyri miðvikudaginn 4. ágúst 1937,
þegar við ókum frá Möðrudal á
Fjöllum á leið austuryfir öræfin.
Það var nálægt kl. 9.45 árdegis í
sólskini og suðvestanvindi. Höfðum
staðið við í Möðrudal í 10 mínútur.
Lesandinn er beðinn að reyna að
lifa upp með sjáandi augum ást-
meyjuna og tunglsljósið og kvöld-
stjörnuna. Lag kompóneraði ég við
kvæðið um leið og ég raulaði það
fram.
Í Möðrudal á Fjöllum er mánaljósið tært
og meyjaraugun fegri en himinsólin.
Og kvöldstjörnunnar ljós, það lýsir þar
svo skært.
Þar leiðast þau, sem elskast, bakvið
hólinn.“
Á hinn bóginn var það þessi vísa
úr Hallormsstaðaskógi eftir Hall-
dór Laxness sem varð kveikjan að
vísu karlsins á Laugaveginum ef ég
þekki hann rétt:
Máríuklukkan grær á grænum völlum
guðhrædd og prúð sem feimið barn í
saung;
og hún er best af blómunum mínum
öllum,
– það borðar hana dalakindin svaung.
Pósturinn gistir Grímsstaði á Fjöllum,
gaman er þar um sumarkvöldin laung.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Feitur maðkur bragðast betur