Morgunblaðið - 30.08.2011, Síða 29
Sigursæl Katy Perry landaði tveimur verðlaunum á verðlaunahátíðinni.
Reuters
MTV-tónlistarmyndbandaverðlaunahátíðin
var haldin með pomp og prakt vestanhafs í
fyrradag. Verðlaunin sjálf féllu allt að því í
skugga uppátækjasamrar popptónlistarelít-
unnar, sem mætti til leiks í sínu fínasta og
skrautlegasta pússi.
Af verðlaunum er það þó að segja að þau
helstu, fyrir myndband ársins, féllu söng-
konunni Katy Perry í skaut fyrir mynd-
bandið við lagið „Firework“ en hún var
einnig verðlaunuð fyrir samstarf sitt við
Kanye West fyrir myndbandið við lagið
„E.T.“
Lady Gaga, sem sló í gegn á hátíðinni í
gervi ofurgæjans Joes Calderones, vann til
tvennra verðlauna fyrir myndbandið við
lagið „Born This Way“, en það þótti besta
myndband kvenkyns listamanns og besta
myndbandið með boðskap.
Myndbandið við lag bresku dívunnar
Adele, „Rolling in the Deep“, var verð-
launað fyrir bestu listrænu stjórn, klipp-
ingu og myndatöku.
Poppguttinn Justin Bieber átti hins
vegar besta myndband karlkyns lista-
manns, við lagið „U Smile“, Nicki Minaj
þótti eiga besta hip-hop-myndbandið við
lagið „Super Bass“, besta popmyndbandið
átti Britney Spears við lagið „Till the
World Ends“, Foo Fighters áttu besta
rokkmyndbandið við lagið „Walk“ og
besta dansmyndbandið þótti myndband
Beyonce við lagið „Run the World
(Girls)“.
Konur sópuðu á MTV
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011
Gunnar Reynir Sveinssonvar einn helsti tónsnill-ingur Íslendinga á seinnihluta 20. aldar. Verk hans
spönnuðu sannast sagna allt litróf
tónlistarinnar um hans daga. Tón-
leikar Jazzhátíðar Reykjavíkur í
Hörpu, honum til heiðurs, báru yf-
irskriftina „Maður hefur nú“, sem
er nafn á einu þekktasta sönglagi
hans, sem flutt hefur verið af ekki
minni snillingi en Niels-Henning
Ørsted Pedersen. Lagið heyrðist
fyrst í kvikmyndinni „Bréfi til
Söndru“ sungið af Bubba Morthens,
en á Hörputónleikunum söng Ás-
gerður Júníusdóttir það með Sveit-
inni, er sá um allan hljóðfæraleik á
tónleikunum: Kjartani Valdimars-
syni píanista, Hauki Gröndal saxó-
fónleikara, Þórði Högnasyni bassa-
leikara og Pétri Grétarssyni
slagverksleikara. Eina bassasóló
Þórðar á tónleikunum var í þessu
lagi og sérlega flott kompónerað.
Ásgerður söng einnig „Nóttin er til
þess að gráta í“ úr leikriti Sigurðar
Pálssonar „Undir suðvesturhimni“,
en eignkona Gunnars, Ásta Thor-
stensen, söng það í rómaðri sjón-
varpsútsendingu á sinni tíð og
Gunnar sló þá víbrafóninn. Þriðja
lagið sem Ásgerður söng var „Fyrir
utan ystu skóga“ við ljóð Kiljans, en
hann var það skáld er Gunnar
Reynir tónsetti mest og best. Þarna
tókst söngkonunni vel upp í sveifl-
unni og kongótrommur Péturs
Grétarssonar voru seiðandi. Sveitin
lék þrjá kafla úr minningarkonsert
um Gunnar Ormslev, er skrifaður
var fyrir Sigurð Flosason, og fékk
tónlistin nýjan svip með nýjum
mönnum, ekki síst vegna rafeffekta
í anda „meistarans frá Utrecht“
(GRS).
Enn meiri fengur var í túlkun
K-tríósins, Kristjáns Tryggva Mart-
inssonar píanista, Andra Ólafssonar
bassaleikara og Magnúsar Trygva-
sonar Eliassen, á þremur verkum
Gunnars: „Nýtt bráðabirgðalag“
sem er fimmti kafli „Samstæðna“,
eins fremsta „þriðjastraumsverks“
evrópsks tónskálds, og Kiljanslög-
unum „Dans“ og „Haldið’ún Gróa
hafi skó“ þar sem norrænn tónn
hinnar heiðríku fegurðar ríkti öðru
ofar. Það er oft stutt í fúguna hjá
Gunnari Reyni, enda sagði hann
gjarnan að Johann Sebastian væri
„uppáhaldsdjasstónskáldið sitt“.
Flutningur K-tríósins var nokkuð
laus í sér í þessu verki en því fínni í
enn fúguskotnari ópusi, „Dans“:
„Ríður ríður hoffman í rauðan
skóg“ sem leiftraði í hugmyndaríku
sólói Kristjáns. Þetta hefði Gunna
Sveins líkað og sagt að „gæjarnir
svinguðu ad helvede til“.
Fjörutíu ár eru liðin síðan frum-
flutningur kantötu Gunnars Reynis
við ljóðaflokk Birgis Sigurðssonar,
„Á jörð ertu kominn“, var fyrirhug-
aður á Listahátíð í Reykjavík.
Ljóðaflokkurinn er í 22 köflum og
voru fjórir fluttir hér. Upphaflega
var verkið hugsað fyrir kór, lesara
og djasssveit. Kórnóturnar hafa
varðveist en hljómsveitarnóturnar
ekki. Kjartan Valdimarsson, píanisti
og tónskáld, hefur skrifað hljóm-
sveitarútgáfuna í anda höfundar og
tekist vel. Hann tengdi kaflana sam-
an og Haukur Gröndal spann listi-
lega í anda Ormslevs á „Sam-
stæðum“. Þetta brot úr verkinu er
við fengum að heyra er magnað og
tónskáldskapur Gunnars rímar vel
við ljóð Birgis, það besta sem ég hef
lesið frá hans hendi. Það var sterk
sveifla í upphafsljóðinu og einsöngv-
ararnir, Sigrún Hjálmtýsdóttir
sópran og Hafsteinn Þórólfsson
barítón, sungu vel „Sannleikurinn
er eins og barn“. Djassryþminn í
margbrotinni raddsetningu á „Ó
heyr þær raddir er æða um heim“
hreif hugann ekki síður en flott altó-
sóló Hauks Gröndals og síðan lauk
tónleikunum á „Í upphafi var eitt-
hvað“ í klassískum kórstíl Gunnars
Reynis.
Þetta var margbrotinn konsert,
en vonandi gefa þessar línur les-
anda einhverja hugmynd um þá
kraftbirtingu er tónleikagestir urðu
fyrir. Vonandi verður einhvern tíma
hægt að flytja kantötuna „Á jörð
ertu kominn“ í heild og ekki er úti-
lokað að einhverjar nótur af hljóm-
sveitarhlutanum komi í leitirnar, en
ljóðið mun birtast í öllu sínu veldi í
næsta hefti Tímarits Máls og menn-
ingar.
Hafi Jazzhátíð þökk fyrir fram-
takið ekki síður en hinn óþreytandi
stjórnandi Kammerkórs Suður-
lands, Hilmar Örn Agnarsson.
Stórtónskáld á djasshátíð
Norðurljós Hörpunnar
Verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson
bbbbn
K-tríóið, Ásgerður Júníusdóttir, Kamm-
erkór Suðurlands undir stjórn Hilmars
Arnars Agnarssonar, einsöngvarar og
Sveitin. Miðvikudaginn 24. ágúst 2011.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Morgunblaðið/Kristinn
Sveifla Þriðja lagið sem Ásgerður Júníusdóttir söng á tónleikunum var „Fyrir utan ystu skóga“ við ljóð Kiljans.
Tókst söngkonunni vel upp í sveiflunni og kongótrommur Péturs Grétarssonar voru seiðandi, að mati rýnis.
Galdrakarlinn í Oz – forsalan hefst á morgun
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fös 2/9 kl. 19:30 16.sýn Fös 9/9 kl. 19:30 18.sýn Fös 16/9 kl. 19:30 20.sýn
Lau 3/9 kl. 19:30 17.sýn Lau 10/9 kl. 19:30 19.sýn Lau 17/9 kl. 19:30 21.sýn
Listaverkið (Stóra sviðið)
Lau 1/10 kl. 16:00 2.sýn Sun 2/10 kl. 19:30 4.sýn
Lau 1/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 5.sýn
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Sun 18/9 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 2/10 kl. 19:30 8.sýn
Fös 23/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 30/9 kl. 19:30 6.sýn
Lau 24/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 1/10 kl. 19:30 7.sýn
Hreinsun (Stóra sviðið)
Fös 21/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 3/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 8. sýn
Fim 27/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 4/11 kl. 19:30 6.sýn
Fös 28/10 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/11 kl. 19:30 7.sýn
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Sun 4/9 kl. 14:00 32.sýn Sun 18/9 kl. 14:00 34.sýn
Sun 11/9 kl. 14:00 33.sýn Sun 25/9 kl. 14:00 35.sýn
Fálkaorður og fjör - sýning fyrir alla fjölskylduna!
Verði þér að góðu (Kassinn)
Fös 2/9 kl. 20:00 Sun 4/9 kl. 21:00 Sun 11/9 kl. 19:30
Lau 3/9 kl. 21:30 Lau 10/9 kl. 19:30