Morgunblaðið - 05.09.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.09.2011, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 5. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  207. tölublað  99. árgangur  GOTT GENGI Á NORÐUR- LANDAMÓTI SVIK, HARMUR OG DAUÐI ERU HÁLFGERÐIR SKÓGARÁLFAR Í HAUKADALSSKÓGI HAM VEX SKEGG 26 FELLA TRÉ, SAGA OG KURLA 10MET OG MEISTARAR ÍÞRÓTTIR Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Ég held að Ólafur Ragnar Grímsson ætti bara að stíga skrefið til fulls og fara bara í framboð til þings,“ segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, um ummæli sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét falla um Icesave-málið í fréttum Ríkisútvarps- ins í gær. Þar sagði Ólafur meðal annars að íslensk stjórnvöld hefðu beygt sig fyrir ofbeldi af hálfu Breta og Hollend- inga í málinu og að skynsamlegast hefði verið að bíða og sjá hvaða fjármunir fengjust fyrir eignir gamla Landsbankans í stað þess að „setja íslenska þjóð og sam- starf okkar við Evrópuríkin í þessa spennitreyju“. Ólafur sagði nýjasta matið á eignum bankans, þar sem gert er ráð fyrir að þær dugi ríflega fyrir forgangskröfum, staðfesta það að réttast hefði verið að standa að málum með þeim hætti. Álfheiður segir Ólaf einfaldlega eiga að snúa aftur í stjórnmálin þar sem hægt sé að svara honum á jafnréttisgrunni. „Hann langar það greinilega. Hann sér eftir því að hafa farið þaðan út og hann á bara að koma þangað aftur. Bjóða sig fram.“ »2 Vill forsetann í framboð Álfheiður Ingadóttir Ólafur Ragnar Grímsson  Þingmaður vill geta svarað Ólafi Ragnari á jafnréttisgrunni Góða veðrið á höfuðborgarsvæðinu í gær nýttu sér margir til að fara í berjamó. Sumir nýttu tækifærið til að fylla fötur af berjum og flytja heim í bíl en aðrir létu sér nægja að ganga um og beygja sig eftir beri af og til eins og þessar mæðgur sem ljósmynd- ari Morgunblaðsins rakst á í Heiðmörk. Morgunblaðið/Golli Brugðu sér í berjamó Björn Jóhann Björnsson Kristján H. Johannessen Mikill fjöldi lausra starfa er í boði um þessar mundir og virðist sem um aukningu sé að ræða frá því á sama tíma í fyrra. Ráðning- arstofur og vinnu- miðlanir eru ekki einhuga um hvort umsóknum um laus störf sé að fjölga eð- ur ei. Tölur frá Vinnumálastofnun, sem birtar voru fyr- ir síðastliðinn júlí- mánuð, gefa ágæta vísbendingu um stöðu mála á vinnu- markaðnum. Þar kom fram að laus störf voru um 350 talsins en einungis var um að ræða 43 staðfestar ráðning- ar í þeim mánuði. Síðan í lok júlí hefur lausum störfum tekið að fjölga á nýjan leik. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar, segir það áhyggjuefni hve mörg störf eru laus miðað við fjölda atvinnulausra. Kolbeinn Pálsson, framkvæmdastjóri job.is, bendir á að um 30 prósentum fleiri störf séu auglýst á job.is en á sama tíma í fyrra. Segir hann það vekja undrun að færri umsóknir eru núna um vel launuð störf en oft áður. Ým- islegt er talið geta útskýrt það, t.a.m. þarf ungt barnafólk nokkuð há laun til að það telji hagstæðara að fara út á vinnumarkaðinn en að vera á atvinnuleysisbótum. Á vefsíðunni starfatorg.is eru laus störf á vegum hins op- inbera auglýst. Þar hefur einnig orðið fjölgun á auglýsingum, 638 auglýsingar hafa verið birtar það sem af er þessu ári en fyrstu átta mánuðina í fyrra voru þær 608. Talsvert framboð starfa  Lausum störfum fjölgar á ný Skýtur skökku við » Á sama tíma og ellefu þúsund manns eru at- vinnulausir eru á fjórða hundrað störf á skrá Vinnumálastofn- unar. » Um 30% fleiri störf eru auglýst á job.is en á sama tíma fyrir ári. MFleiri störf á lausu »4  „Það er ekkert aldurstakmark á þetta frekar en á reiðhjól. Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að það eru börn að keyra þessi tæki og meira að segja brjótandi þær regl- ur sem almennt gilda um hjólreið- ar,“ segir Einar Magnús Magn- ússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, um rafmagns- vespur þær sem njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi. Þær flokkast, þrátt fyrir að vera vél- eða rafknúin hjól, sem ein tegund reiðhjóla og gilda um þau flestar sömu reglur og reiðhjól. Einar segir að í innanríkisráðu- neytinu sé verið að skoða hvort ekki þurfi að greina þessi tæki frek- ar í sundur og þá með hvaða hætti. Allt er það gert fyrst og fremst til að tryggja öryggi vegfarenda. »8 Brjóta reglur á rafmagnsvespum Brot Nauðsynlegt er að vera með hjálm.  Angela Merk- el, kanslari Þýskalands, virt- ist hafa beðið ósigur í þing- kosningum í Mecklenburg- Vorpommern í gær. Samkvæmt útgönguspám fékk flokkur hennar, Kristi- legir demókratar (CDU), 24% stuðning en hann var með 28,8% í kosningunum 2006. Jafnaðarmönn- um var spáð 37%. Fréttaskýrendur telja að erfiðleikar evrunnar eigi stóran þátt í lélegum árangri CDU. Flokki Merkel spáð miklu fylgistapi Angela Merkel Eldgosin í Eyjafjallajökli og Gríms- vötnum undanfarin ár benda til að tímabil aukinnar eldvirkni sé hafið hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt að eldvirkni á Íslandi gengur í bylgjum, sem koma t.d. fram sem sveiflur í tíðni og stærð eldgosa í og við Vatna- jökul. Þau fjögur gos sem orðið hafa á því svæði síðustu 15 ár eru talin marka upphaf á virku tímabili. Á slíku tímabili er búist við eldgosi í Grímsvötnum annað til sjöunda hvert ár, auk þess sem þekkt er að goshrinur verða samhliða í eld- stöðvakerfi Bárðarbungu. Af þessu tilefni hefur ríkisstjórnin samþykkt tillögu umhverfisráðherra um að hafist verði handa við gerð heildaráhættumats vegna eldgosa á Íslandi. Byggist tillagan á áætlun sem Veðurstofan vann fyrir um- hverfisráðuneytið ásamt Almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra, Jarð- vísindastofnun Háskóla Íslands, Landgræðslu ríkisins og Vegagerð- inni og er fyrsti áfanginn verkefni til þriggja ára. Við gerð matsins verður stuðst við hættumatsramma Al- þjóðaveðurfræðistofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna, sem skilað hafa góðum árangri við hættumat vegna ofanflóða. »14 Hættumat unnið vegna aukinnar eldvirkni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.