Morgunblaðið - 05.09.2011, Side 4

Morgunblaðið - 05.09.2011, Side 4
Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Kajakmennirnir Riaan Manser og Dan Skinstad komu að landi við Húsavík seinnipart dags á laugardag eftir að hafa róið á kajak hringinn í kringum landið. Fjölmenni tók á móti þeim félögum við komuna. Ferðina hófu þeir 27. mars síðastlið- inn og héldu sem leið lá suður fyrir landið, en upphaflega stóð til að henni lyki í júlí. Veðráttan kom á óvart Ferðin reyndi talsvert á þá félaga og þá ekki síst þar sem hreyfigeta Skinstads er skert vegna vægrar hreyfilömunar. Kajak þeirra félaga skemmdist ennfremur í nokkur skipti á leiðinni og það setti strik í reikninginn. Þá mun íslensk veðrátta hafa komið þeim talsvert í opna skjöldu og þá einkum hversu óút- reiknanleg hún reyndist að sögn Tracey Bruton, framkvæmdastjóra leiðangursins. Myndatökumenn fylgdu þeim Manser og Skinstad eftir alla leiðina í kringum landið en til stendur að gera heimildamynd um ferðalagið. Myndin verður sýnd í þrettán þátt- um í ríkissjónvarpinu í Suður-Afríku og hefjast sýningar í janúar og síðar einnig á sjónvarpsstöðinni Travel Channel að sögn Bruton. Hringferðinni lokið á 161 degi  Kajakmennirnir Riaan Manser og Dan Skinstad komu til Húsavíkur á laugardag eftir að hafa róið í kringum landið Ljósmynd / Tracey Bruton BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fjöldi lausra starfa virðist vera meiri nú í septemberbyrjun en fyrir ári en meira ber á atvinnuauglýsingum á þessum árstíma þegar framhalds- og háskólar eru komnir í gang. Á sama tíma eru fleiri að fara af atvinnuleys- isbótum og í vinnu eða nám. Ráðning- arstofur og vinnumiðlanir hafa hins vegar misjafna sögu að segja um hvort umsóknum um laus störf sé að fjölga. Þannig segir talsmaður Capa- cent að á annað hundrað umsóknir berist um hvert auglýst starf en fram- kvæmdastjóri job.is hefur það eftir forsvarsmönnum fyrirtækja að um- sóknum um ákveðin störf hafi fækk- að. Hvað sem því líður þá vekja athygli tölur Vinnumálastofnunar um laus störf, sem birtar voru fyrir síðasta júl- ímánuð. Í byrjun þess mánaðar voru laus störf um 350 talsins en aðeins voru 43 staðfestar ráðningar í mán- uðinum. Til samanburðar voru 329 störf laus í byrjun júlí árið 2010 en ráðningar í þeim mánuði 172. 30% fleiri störf á job.is Síðan í lok júlí hefur lausum störf- um fjölgað og eru nú vel á fjórða hundraðið. Tölur Vinnumálastofnun- ar gefa góða vísbendingu um ástandið á vinnumarkaðnum en eru þó alls ekki tæmandi yfir öll laus störf hjá einka- geiranum og hinu opinbera. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn- unnar, segir það áhyggjuefni hve mörg störf eru laus miðað við að um 11 þúsund manns eru atvinnulausir. „Það er verkefni okkar hérna hjá stofnunni næstu vikurnar að manna þessi störf með öllum ráðum.“ Kolbeinn Pálsson, framkvæmda- stjóri job.is, tekur undir það að laus- um störfum sé að fjölga miðað við fyrri ár. Þannig eru í dag um 30% fleiri störf auglýst á job.is en á sama tíma ári síðan. Það sé athyglisvert þar sem almennt sé aukning í ráðningum á haustin að lokinni sumarvinnu skólafólks. Einnig hafi töluvert verið um atvinnuauglýsingar í sumar. Hins vegar vekur það undrun hjá Kolbeini að færri umsóknir eru núna um góð og vel launuð störf en oft áður, þar sem krafist er ákveðinnar reynslu. Þetta gildi líka um láglauna- störfin. „Fyrirtæki sem auglýsa hjá mér eru að hringja og spyrja: Bíddu við, hvar er kreppan?“ segir Kolbeinn og telur ýmislegt geta skýrt þetta. Þannig þurfi ungt fólk með börn nokkuð há laun til að það telji hag- stæðara að fara út á vinnumarkaðinn en að vera heima á atvinnuleysisbót- um, eða um 300 þúsund króna tekjur á mánuði hið minnsta. Einnig sé ljóst að aðhald og eftirlit með svartri at- vinnustarfsemi sé ekki nægjanlegt og það þurfi að efla. Tölur frá Vinnu- málastofnun um fjölda ráðninga sýni þetta og sanni. Helgi Hjálmtýsson heldur utan um starfatorg.is, þar sem laus störf á veg- um hins opinbera eru auglýst. Hann segir lægð hafa verið ríkjandi á mark- aðnum en nú megi merkja fjölgun auglýsinga líkt og ávallt í byrjun sept- ember. Núna eru um 75 atvinnuauglýsing- ar á starfatorginu, sem er heldur meira en á sama tíma í fyrra. Meðal lausra starfa eru nokkrar stöður lög- reglumanna á höfuðborgarsvæðinu, störf á sjúkrastofnunum, hjá Þjóð- skrá, innan Háskóla Íslands og víðar. Það sem af er ári hafa 638 auglýs- ingar verið birtar, borið saman við 608 fyrstu átta mánuðina í fyrra og tæplega 500 árið 2009. Þetta er þó enn aðeins helmingur af því sem var árin 2006-2008 þegar um 1.200 auglýsing- ar birtust á starfatorgi fyrstu átta mánuðina þessi ár. Gunnar Haugen, framkvæmda- stjóri Capacent Ráðningar, segir ein- hverja aukningu hafa orðið í auglýst- um störfum en ekki mikla. Hins vegar beri að túlka aukninguna varlega þar sem eitthvað af þessum auglýsingum sé vegna starfa sem erfitt er að fá fólk í. Því sé ekki endilega um fjölgun lausra starfa að ræða. Fleiri að líta í kringum sig Gunnar segir margar umsóknir um hvert starf, eða yfirleitt á annað hundrað, og fleiri séu tilbúnir að skoða nýja atvinnumöguleika, þ.e. að skipta um vinnu ef tækifæri gefast. „Haustið er venjulega tími mikillar eftirspurnar eftir fólki og ég hugsa að eftirspurnin núna verði ekki minni en í fyrra. Núna vantar aðallega fólk í fjölbreyttari tegundir starfa. Eftir- spurnin er innan þjónustugeirans og eftir sérfræðingum en minni eftir millistjórnendum og í ný störf. Við verðum lítið vör við þessi nýju störf inni á vinnumarkaðnum,“ segir Gunn- ar. Fleiri störf á lausu en áður  Lausum störfum fjölgar á ný  Á fjórða hundrað störf á skrá Vinnumálastofn- unar  Yfir 11 þúsund manns skráðir atvinnulausir  Lítið um ný störf í boði Morgunblaðið/Ernir Fjöldi auglýsinga á starfatorg.is 50 Heimild. www.starfatorg.is 100 150 200 250 Fjöldi birtra greina með auglýsingum í mánuði, stundum fleiri en ein auglýsing í sömu grein. Endurbirtar auglýsingar ekki taldar með. 2006 2007 2008 2009 2010 2011 jan -ág. 0 145 205 37 75 Auglýsingar eftir mánuðum frá ársbyrjun 2006 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Prag Kr. 74.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Ilf í 3 nætur með morgunverði. 29. september í 3 nætur Heimsferðir bjóða helgarferð til Prag í beinu flugi í haust, ellefta árið í röð. Haustið er einstakur tími til að heimsækja borgina, sem er einstaklega falleg og iðandi af lífi. Í Prag er hagstætt verðlag og þar eru frábær tækifæri til að gera hagstæð innkaup og njóta lífsins í mat og drykk. Mörg hótel í boði - Spennandi kynnisferðir Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frábært verð Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu í Mýrdalsjökli hefur að und- anförnu verið meiri en venja er og hafa smáskjálftar mælst nokkuð reglulega á svæðinu. Einar Kjartansson, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir talsverðan fjölda smáskjálfta hafa mælst við eldstöðina og að hrina jarðskjálfta hafi t.a.m. mælst síðast- liðinn laugardag. „Þá var stærsti skjálftinn 3,2 og það var annar álíka stór á fimmtudaginn var,“ segir Ein- ar. Skjálftinn á laugardag leiddi af sér talsverða hrinu smærri skjálfta. „Það var svolítil hrina í kringum þennan seinni. Við mældum upp undir tíu skjálfta á undan og eftir þessum stærsta á um það bil tuttugu mínútna tímabili.“ Spurður hvort um sé að ræða kvikuinnstreymi segir Einar erfitt að slá því föstu að svo stöddu. „Við vitum það í sjálfu sér ekki en það er ekki ólíklegt að þetta tengist inn- skotum.“ Erfitt er að segja til um framvindu málsins en náið hefur verið fylgst með Kötlu frá því að hún fór að minna reglulega á sig. Einar segir þó líklegast að smám saman muni draga úr þessari virkni. khj@mbl.is Hrina við Kötluöskju Faraldur HIV-smits er nú meðal sprautufíkla hér á landi og fjölgar nýsmitum ört meðal þess hóps. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Ís- lands, segir að samkvæmt nýjustu tölum hafi 17 einstaklingar verið greindir með HIV-smit á þessu ári og þar af eru fíkniefnaneytendur 13 talsins. „Í raun og veru hafa aldrei greinst fleiri fíkniefnaneytendur með nýsmit en á þessu ári,“ segir Magnús og bendir á að tíu fíklar hafi greinst með HIV-smit árið 2010. Nýverið hitti Magnús starfsfélaga sína á Kar- ólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi þar sem honum var m.a. greint frá því að fjórir fíkniefnaneytendur hefðu greinst með HIV-smit þar í landi á þessu ári en íbúafjöldi þar er rúmar níu milljónir. Magnús segir að þegar HIV-smit berist í hóp fíkla sé útbreiðsluhraði innan hópsins mun meiri en innan annarra hópa. „Reynslan segir okk- ur að um leið og smit berst í hóp fíkniefnaneytenda breiðist smit hratt út, sérstaklega vegna þess að fólk samnýtir sprautur og nálar.“ khj@mbl.is Faraldur HIV-smita

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.