Morgunblaðið - 05.09.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.09.2011, Qupperneq 10
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Fyrsta uppboð vetrarins Listmunauppboð Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 5. september, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg ÞorvaldurSkúlason Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið/Kristín Heiða Skógarálfar Hér hvíla þeir lúin bein á gildum trjábol og tíkin Dimma er verkstjóraleg. F.v Einar, Óskar og Níels. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við erum hálfgerðir skógar-álfar, enda höldum við aðmestu til hér í skóginum,“segir Einar Óskarsson, verkstjóri í Haukadalsskógi í Bisk- upstungum, þar sem blaðamaður hittir hann fyrir hátt uppi í hlíð í skóginum. Þar er hann í herklæðum skógarhöggsmannsins og vopnaður vélsög. Með honum eru starfsmenn- irnir Óskar sonur hans og Níels Magnús Magnússon. „Við erum að fjarlægja stæður af trjábolum sem hafa verið hér síðan í nóvember þegar grisjað var í miklum snjóalögum og við erfiðar aðstæður. Við þurfum að saga greinarnar af trjánum og saga bolina niður í réttar stærðir svo þeir passi á vagninn sem þeir eru fluttir á.“ Naglaspýtan notuð á Írana Hann neitar því ekki að starf skógarhöggsmannsins sé mikil og erfið vinna. „Það geta verið um 4.800 tré á einum hektara og við grisjun þurfum við að koma þeirri tölu niður í 1.200-1.500 tré. Í Haukadalsskógi eru 750 hektarar skógivaxið land, svo það er nóg að gera. Maður nennir ekkert að vera í þessum skógi upp á eitthvert gauf, við erum ekkert að bora í nefið hérna,“ segir Einar og bætir við að í raun hafi verið farið allt of seint inn í skóginn til að grisja, verkefnin hafi safnast upp í mörg ár. „Við komumst fyrst inn í 21 öldina fyrir tveimur ár- um þegar við fengum góðan vagn Við erum ekkert að bora í nefið Þau eru ærin verkefni skógarhöggsmannanna sem vinna við að grisja Hauka- dalsskóg. Þeir fella tré, saga þau niður í borð, kurla þau og búa til brautir og stíga fyrir útivistarfólk. Einar verkstjóri gistir einn í skóginum og kippir sér ekki upp við draugagang og stríðni hálftröllsins Bergþórs í Bláfelli. Tekið á Einar sagar greinar af tré sem hann felldi og var ekki lengi að því. Írski vegurinn Írsku þrælarnir gerðu veg og lund í sumar. Tónlist getur haft ótrúlega mikil áhrif á skapið. Oft lætur tónlistin manni líða vel eða hjálpar manni að slappa af. Stundum kemur hún manni í stuð og einstaka sinnum verður maður bara æstur og pirr- aður af því að hlusta á eitthvað. Forsvarsmenn vefsíðunnar mu- sicovery.com virðast vera með þetta allt saman á hreinu. En inni á síðunni getur maður valið sér lagalista til að hlusta á, allt eftir því hvort maður vill slappa af eða hressa sig við. Ekki nóg með að maður geti valið lög eftir skapinu hverju sinni getur maður líka valið sér ákveðið tímabil og jafnvel horf- ið aftur allt til fimmta áratugarins. Sniðug og skemmtileg síða fyrir tónlistaráhugafólk svo og þá sem langar bara að létta sér daginn dá- lítið og gera lífið betra með góðri tónlist. Vefsíðan www.musicovery.com Afslöppun Þessi hlýtur að vera að hlusta á eitthvað róandi. Lagalisti eftir þínu skapi Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Í hádeginu á morgun mun Pétur Thomsen segja frá tilurð sýning- arinnar Ásfjall sem nú stendur í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands. En þetta er fyrsti hádegisfyrirlestur vetrarins í röðinni Fræðslufyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands. Tákn óraunhæfra áforma Frá vorinu 2008 hefur Pétur með tilstyrk Þjóðminjasafns Íslands fylgst með og ljósmyndað framkvæmdir á Ásfjalli í Hafnarfirði. Þegar hug- myndin kviknaði snerist hún fyrst og fremst um að ljósmynda hverfi í byggingu og áhrifin sem bygging- arframkvæmdirnar hafa á allt um- hverfið. Atburðir í samfélaginu breyttu hins vegar framkvæmdunum í eitthvað annað og meira. Hálfbyggð og mannlaus hverfi í útjaðri höfuð- borgarsvæðisins urðu tákn óraun- hæfra áforma. Í stað bjartsýni urðu vonbrigðin myndefni ljósmyndarans. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Fyrirlestur Ófrágengið Pétur fangar augnablikið í myndum sínum. Vonbrigðin urðu myndefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.