Morgunblaðið - 06.09.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 06.09.2011, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  208. tölublað  99. árgangur  SPILAR ÞJÓÐLÖG Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ORKUMIKIL MEÐ MARGAR HUGMYNDIR ÁHUGAKONA UM MATARGERÐ OG HOLLT LÍFERNI BREIÐSKÍFA 32 PLÖNTUEFNI OG FORVARNIR 10ÞÓRARINN OG ÞJÓÐLÖGIN 30 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Landsdómur kom saman í gærmorg- un til að fjalla um kröfu lögmanns Geirs H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, um að máli Alþingis gegn Geir yrði vísað frá og að allur málskostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði. Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Al- þingis, telur að málið eigi að fá efnislega um- fjöllun í Lands- dómi og segir enga ástæðu til að vísa því frá. Gert hafði verið ráð fyrir að aðalmeðferð myndi hefjast í haust, en nú er beðið niðurstöðu Landsdóms um hvort málinu verði vísað frá eða ekki. Niðurstaða mun að öllum líkindum liggja fyrir eftir þrjár vikur. Andri Árnason, lögmaður Geirs, segir að rannsókn málsins sé veru- legum annmörkum háð. Engin skýrsla hafi verið tekin af ákærða og lögboðinn rökstuðning skorti fyrir einstökum ákæruatriðum „Ég lít svo á að búið sé að snúa sönnunarbyrðinni við og að hann eigi að sanna sakleysi sitt,“ segir Andri. Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksókn- ari Alþingis, segir að verjandi Geirs hefði auðveldlega getað farið fram á að Geir fengi að skýra mál sitt. Morgunblaðið/RAX Verði vísað frá Landsdómur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Andri Árnason, verjandi hans. Farið var fram á að málinu yrði vísað frá á grundvelli annmarka á málatilbúnaði, auk óljósra réttarfarsreglna og skorts á rökstuðningi.  Saksóknari: Engin ástæða til frávísunar Landsdómur kom saman í gær vegna frávísunarkröfu lögmanns Geirs H. Haarde MFarið fram á frávísun » 6 „Vissulega er þetta fyrir- komulag tals- vert öðruvísi en í sakamálum al- mennt“ Sigríður J. Friðjónsdóttir  Ekki eru horf- ur á að eig- inlegar samn- ingaviðræður við Evrópusam- bandið um land- búnaðarmál hefj- ist í bráð, en sambandið telur að Ísland sé ekki nægilega und- irbúið til að viðræður geti hafist. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra sagði fyrr á þessu ári, þegar formlegar viðræður hófust, að hann vildi að strax yrði byrjað að ræða erfiðustu málin, sjávar- útvegs- og landbúnaðarmál. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra vill að ESB útskýri betur yfirlýs- ingu sína. »2 Ekki hægt að ræða landbúnaðarmál Jón Bjarnason  Hátt í 300 störf voru laus hjá vinnumiðlun Vinnumálastofnunar í gær, þrátt fyrir að atvinnuleysi mælist meira en 6%. Flest lausu störfin voru fyrir ófaglærða eða 40%. Illa hefur gengið að fá fólk til að vinna á frístundaheimilum í Reykjavík, að sögn Evu Ein- arsdóttur, formanns íþrótta- og tómstundaráðs. Enn er eftir að ráða í um 40 stöður en aðallega er um að ræða 50% stöður. Þetta hef- ur þau áhrif að enn eru um 350 börn á biðlista eftir plássi á frí- stundaheimili í og við grunnskóla. »16 Flest laus störf eru fyrir ófaglærða Unnið er að því að koma upp sér- stakri miðstöð í Reykjavík þar sem sprautufíklar geti komið allan sólar- hringinn og sprautað sig, að sögn Þórs Gíslasonar, verkefnisstjóra Heilsuhýsisins sem Reykjavíkur- deild Rauða kross Íslands stendur fyrir. Slík úrræði hafa gefið góða raun erlendis. Sautján einstaklingar hafa verið greindir með HIV-smit á þessu ári hér á landi, þar af eru fíkniefnaneytendur þrettán talsins. „Við getum kannski aldrei algjör- lega upprætt svona vandamál en við verðum að reyna að lágmarka skað- ann og útbreiðsluna. Það beinist annars vegar að því að takmarka út- breiðsluna innan hóps fíkla og svo útbreiðsluna með kynmökum,“ segir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala. Magnús segir að kannski verði aldrei hægt að uppræta svona vandamál en menn verði að reyna að lágmarka skaðann, takmarka út- breiðsluna meðal fíkla og útbreiðslu sem kynmök valda. Hvert smit kostar heilbrigðiskerfið 160 milljón- ir. „Til að koma í veg fyrir út- breiðslu HIV-veirunnar þarf að auka fræðslu um gagnsemi smokka og gera þá aðgengilegri, bæta þarf aðgengi fíkla að ókeypis sprautum og nálum og aðgengi þeirra að fé- lags- og heilbrigðisþjónustu.“ »12 Sprauti sig inni á miðstöðinni  Víða erlendis geta fíklar farið inn á miðstöðvar  Opnar allan sólarhringinn Morgunblaðið/Ómar Eitur Sprautur geta borið smit.  Tann- læknastofunni Nordic Smile á Höfðatorgi var lokað fyrir rúm- um mánuði. Von- ast er til að starf- semi stofunnar, sem átti að mestu að byggjast á út- lendum viðskiptavinum, hefjist á nýjan leik um miðjan þennan mán- uð. Verið er að endurskipuleggja allan reksturinn. Um 200 manns höfðu leitað til stofunnar. Aðgerðum var lokið á hluta viðskiptavina, öðrum var vís- að annað og örfáir hafa þurft að bíða, að sögn Ólafs Ólafssonar sam- eindalíffræðings. »4 Tannviðgerðir bíða endurskipulags  Það verður nokkuð erfitt og kostnaðarsamt að búa til golfvöll á Grímsstöðum á Fjöllum. Þetta er mat Trausta Jónssonar veðurfræð- ings. Hann segir að það sé oft kalt á Grímsstöðum en ekki sérlega snjóþungt. Aðalvandinn á golfvöll- unum sé oft frostlyfting á flöt- unum. Á golfvelli Akureyringa hafa menn líka þurft að takast á við kal sem var mjög mikið í vet- ur. »2 Dýrt að gera golfvöll á Grímsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.