Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Degi er tekið að halla og þrátt fyrir sólskin og blíðu í höfuðborginni í gær fer ekki á milli mála að haustið er að nálgast. Margir skelltu sér í sund, hér eru nokkrir gestir í Árbæjarlauginni í gærkvöld. Ljósin í lauginni gera umhverfið hlý- legra og fækka vafalaust árekstrum. Morgunblaðið/Eggert Kvöldsund í Árbæjarlauginni Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagðist í fyrirspurn- artíma á Alþingi í gær ekki ætla að leggja það á þing og þjóð að fara að munnhöggvast við forseta Íslands. Þetta kom fram í svari Steingríms við fyrirspurn Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, vegna ummæla forsetans í fjöl- miðlum um að stjórnvöld hafi beygt sig fyrir ofbeldi af hálfu Hollend- inga og Breta í Icesave-málinu. „Þetta hlýtur að kalla á viðbrögð frá ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni. Steingrímur sagði fullsnemmt að menn krýndu sig sjálfskipaða sig- urvegara í Icesave-málinu. Ætlar ekki að munn- höggvast við forseta vegna Icesave „Það er prýðilega starfhæf rík- isstjórn í landinu og það stendur ekki til að láta einhverja pörupilta og stráka komast upp á milli stjórn- arflokkanna.“ Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra lét þessi orð falla í svari við fyrirspurn Sig- urðar Kára Kristjánssonar, Sjálf- stæðisflokki, á Alþingi í gær. Sig- urður Kári hafði spurt Steingrím hvort hann styddi harða gagnrýni þingflokks VG á iðnaðarráðherra fyrir að setja stjórn Byggðastofn- unar af og hins vegar ályktun flokksráðs VG um skipun rannsókn- arnefndar til að rannsaka aðdrag- anda þess að íslensk stjórnvöld samþykktu hernaðaraðgerðirnar í Líbíu. Spurður um ummæli Stein- gríms um „pörupilta og stráka“ segist Sigurður Kári í fyrstu hafa velt því fyrir sér að fá að bera af sér sakir. „En svo áttaði ég mig á því að hann var auðvitað að lýsa þeim sem sömdu og samþykktu ályktunina.“ Út fyrir eðlilegt umboð Steingrímur sagði í svari sínu að skiptar skoðanir hefðu verið á breytingunum á Byggðastofnun og þetta því ekki átt að koma á óvart. Um Líbíu sagði hann að VG hefði lagst gegn því að NATO tæki við stjórn mála og í vissum tilvikum hefði verið farið út fyrir það umboð sem eðlilegt væri miðað við ályktun Öryggisráðs SÞ. Sigurði Kára finnst ekki mikið til svarsins koma. „Mér finnst alveg ótrúlegt hversu lítið er úr því gert þegar samstarfsflokkur ályktar beinlínis gegn tveimur sitjandi ráð- herrum í hinum stjórnarflokknum. Ef slík staða kæmi upp á öðrum þjóðþingum þá væri komin stjórn- arkeppa í viðkomandi landi. Stein- grímur tók undir þessar ályktanir og þar með að það væri eðlilegt að embættisfærslur samráðherra hans yrðu rannsakaðar,“ segir hann. „Var að lýsa þeim sem sömdu ályktunina“ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Viðskiptavinir Nordic Smile tann- læknastofunnar á Höfðatorgi hafa sennilega ekki brosað sérstaklega breitt eftir að stofunni var lokað fyrir rúmum mánuði. Vonir standa þó til að fjárhagsleg endurskipu- lagning takist á næstu dögum og starfsemi hefjist á ný um miðjan þennan mánuð. Fyrirtækið byggist á sænsku hugviti við tannígræðslur og var miðað við að kostnaður við ígræðslur yrði um þriðjungur af því sem gerist í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hugmyndin var að tengja aðgerðirnar við ferða- þjónustu og upplifun ferðamanns- ins á Íslandi. Tveir sænskir tann- læknar störfuðu á stofunni, auk framkvæmdastjóra og íslensks að- stoðarfólks. Ólafur Ólafsson sameindalíf- fræðingur hefur undanfarið komið að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu Nordic Smile. Hann segir að verið sé að ganga frá lausum end- um þessa dagana. „Það er verið að endurskipuleggja fyrirtækið með nýju fjármagni og verið að fara yf- ir reksturinn frá a til ö,“ segir Ólafur. Hann segir að um 200 viðskipta- vinir hafi leitað til fyrirtækisins frá því að það var opnað síðastliðinn vetur, svipað hlutfall Íslendinga og útlendinga. Aðalmarkhópur fyrir- tækisins er útlendingar, en Ólafur segir að ekki hafi reynst unnt að fara í markaðssetningu erlendis og hlutfall útlendinga því ekki verið eins hátt og að var stefnt. Hann segir að aðgerðum hafi verið lokið á hluta viðskiptavina, öðrum hópi hafi verið vísað annað og örfáir hafi verið látnir bíða þar til end- urskipulagningu fyrirtækisins lyki. Aðspurður segir hann stefnt að því að fyrirtækið verði opnað á ný um miðjan þennan mánuð í Höfða- torgi. Þegar stofan hafi verið opn- uð í febrúar í fyrravetur hafi verið þar tíu tannlæknastólar, en selj- andinn hafi nú tekið hluta þeirra til sín. Leitað til Tannlæknafélagsins Samkvæmt upplýsingum Sigurð- ar Benediktssonar, formanns Tannlæknafélags Íslands, eru dæmi um að fólk hafi snúið sér til Tannlæknafélagsins eftir að stof- unni var lokað í lok júlímánaðar. Þar sem um erlenda tannlækna hafi verið að ræða hafi fólki verið vísað á embætti landlæknis. Endurskipuleggja reksturinn  Útlendingar aðalmarkhópur tannlæknastofunnar á Höfðatorgi  200 viðskiptavinir hafa leitað til Nordic Smile  Lokað frá því í júlílok, en stefnt að því að hefja þjónustu á ný um miðjan mánuðinn Skola Úr tannlæknastofunni. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Við settum bílinn bara á sölu í sum- ar einhvern tímann og meðal annars inn á þessa síðu og höfðum aldrei fengið nein viðbrögð við því nema frá þessum ágæta manni í Bret- landi,“ segir Kristín Ágústsdóttir, blaðamaður, sem lenti í því að reynt var að svíkja fé út úr henni í tengslum við kaup á bifreið hennar. Karlmaður frá Bretlandi hafði samband við Kristínu og eiginmann hennar í gegnum tölvupóst vegna auglýsingar á vefnum Torgið.is og sagðist hafa áhuga á að kaupa bif- reið þeirra hjóna. Lýsti hann mikl- um áhuga á henni og bað um Paypal- reikning til þess að geta borgað. Fengu strax efasemdir Kristín segir að þau hafi strax fengið grunsemdir um að um svindl væri að ræða en maðurinn hafi hald- ið áfram að hafa samband við þau. Þau hafi því ákveðið að lokum að láta reyna á þetta með því að gefa honum upp PayPal-reikningsnúmer enda um að ræða þjónustu sem er talin mjög traust. Í kjölfar þess hafi þau fengið tölvupóst með staðfestingu á að greitt hafi verið fyrir bifreiðina en áður en hægt yrði að millifæra upp- hæðina inn á reikning þeirra hjóna þyrftu þau að leggja inn ákveðna upphæð, sem nam ríflega eitt hundr- að þúsund krónum, inn á ákveðinn reikning fyrir flutningskostnaði á bifreiðinni til Bretlands. Þau höfðu þá samband við PayPal og fengu staðfest að um svindl væri að ræða. Að sögn Kristínar var um- ræddur tölvupóstur þó úthugsaður sem og málatilbúningurinn allur. Fengu falska PayPal- kvittun fyrir bílnum  Maður í Bretlandi reyndi að svíkja út bíl í gegnum netið Ljósmynd/Skjámynd af vef PayPal Netið PayPal er vinsæl greiðslu- miðlunarsíða. Lögreglan í Reykjanesbæ hafði síð- degis á sunnudag afskipti af korna- barni sem skilið var eftir úti í bíl við veitingahús í bænum. Við eftir- grennslan lögreglu kom í ljós að for- eldrarnir voru inni á veitingahúsinu að borða. Þegar lögreglumenn komu á vett- vang perlaði sviti af barninu og það var rautt í andliti af hita en sólin skein inn um rúður bílsins og í andlit barnsins. Þá var barnið mikið klætt og augljóslega orðið mjög heitt. Að sögn lögreglu gáfu foreldrar barnsins þær skýringar að barnið hefði verið sofandi þegar þau fóru úr bílnum, en þau hefðu litið reglulega eftir því meðan þau voru að borða. Lögreglan tilkynnti atburðinn til barnaverndarnefndar, en ekki er talið að eftirmál verði vegna þessa. Skildu barn eftir úti í bíl  Foreldrarnir voru úti að borða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.