Morgunblaðið - 06.09.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 06.09.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Sigurður Kári Kristjánsson komgreinilega við kaunin á Stein- grími J. Sigfússyni í fyrirspurn- artíma Alþingis í gær. Sigurður Kári velti því upp og óskaði svara við því hvort og þá hvaða afleiðingar tvær nýlegar álykt- anir flokksstofnana Vinstri grænna kynnu að hafa.    Önnur ályktuninbeindist gegn Katrínu Júl- íusdóttur iðn- aðarráðherra, en í henni gagnrýndi þingflokkur VG breytta skipan í stjórn Byggðastofn- unar. Hin ályktunin sneri að störfum Össurar Skarphéðinssonar utanrík- isráðherra og þar krafðist flokks- ráð VG meðal annars rannsóknar á embættisfærslum ráðherrans.    Sigurður Kári taldi sem von eraugljóst að í ályktununum fæl- ist vantraust í garð ráðherranna tveggja og vildi vita hvort Stein- grímur væri samþykkur álykt- ununum. Ekki var annað á honum að skilja en svo væri.    Steingrímur klykkti út meðþeirri fjarstæðu í umræðunum að segja ráðherrana tvo njóta „fyllsta trausts“ VG, og bætti við:    Það er prýðilega starfhæf rík-isstjórn í landinu og það stend- ur ekki til að láta einhverja pöru- pilta og stráka komast upp á milli stjórnarflokkanna.“    Hverjir eru pörupiltarnir semreyna að spilla stjórnarsam- starfinu? Ætli það séu nokkuð þeir sem ítrekað álykta gegn samráð- herrum sínum? Sigurður Kári Kristjánsson Hverjir eru pörupiltarnir? STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 5.9., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 11 skýjað Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað Vestmannaeyjar 11 skýjað Nuuk 3 skúrir Þórshöfn 10 þoka Ósló 16 skúrir Kaupmannahöfn 17 súld Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 12 skúrir Glasgow 15 skýjað London 17 léttskýjað París 18 léttskýjað Amsterdam 17 skúrir Hamborg 16 skúrir Berlín 17 skúrir Vín 18 þrumuveður Moskva 13 skýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 17 skúrir New York 26 léttskýjað Chicago 16 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:25 20:29 ÍSAFJÖRÐUR 6:24 20:39 SIGLUFJÖRÐUR 6:07 20:23 DJÚPIVOGUR 5:53 19:59 Þingmennirnir Þór Saari og Þráinn Bertelsson, sem sitja í allsherj- arnefnd Alþingis, fengu það m.a. í gegn að í áliti nefndarmeirihlutans um frumvarp um ný stjórnarráðslög var lagt til ákvæði um að fundir rík- isstjórnar skuli teknir upp. Verði upptökurnar geymdar bak við lás og slá á Þjóðskjalasafninu í 30 ár en þá opnaðar öllum. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var spurður hvort hann vissi til þess að sams konar ákvæði væru í lögum einhverra grannþjóða. Hann sagðst ekki telja það en tók fram að hann hefði ekki kannað þetta mál sérstaklega. Þór Saari var spurður hvort áhrif- in af ákvæðinu yrðu ekki einfaldlega að ráðherrarnir myndu stundum halda tvo fundi, einn fyrir upp- tökutækin og annan fyrir sig. „Það getur vel verið, þetta segja menn alltaf þegar verið er að kveða á um meira gagnsæi,“ svaraði Þór. „Þá eru þessi rök alltaf dregin upp. Þetta þýði ekki neitt af því að menn muni bara flytja sig aftur yfir í reyk- fylltu bakherbergin. En eru það rök fyrir því að gera þetta ekki? Það er náttúrlega aldrei hægt að koma al- gerlega í veg fyrir að fólk fari í kringum lögin. En því þrengri stakkur sem mönnum er sniðinn þeim mun líklegra er að þeir fari að lögum.“ kjon@mbl.is Ríkisstjórnarfundir fyrir upptökutækin?  Þór Saari segir að ákvæði um upp- tökur sé til bóta og auki gegnsæi Sannleikurinn Allt tekið upp. Egill Ólafsson egol@mbl.is Af þeim 503 milljörðum sem fjár- málastofnanir afskrifuðu á árunum 2009 og 2010 voru 25 milljarðar í byggingastarfsemi, 30 milljarðar í verslun, 10 milljarðar í sjávarútvegi, 34 milljarðar vegna fasteignafélaga, 20 milljarðar vegna þjónustu, fjár- málastarfsemi, samgangna og flutn- inga, 16 milljarðar vegna iðnaðar, landbúnaðar og matvælaiðnaðar og 346 milljarðar sem flokkaðir eru und- ir annað. Stærstur hluti þessara 346 milljarða er vegna eignarhalds- félaga. Þetta kemur fram í svari Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra við fyrirspurn Einars K. Guð- finnssonar, alþingismanns Sjálfstæðisflokksins. Í svarinu kemur fram að afskriftir vegna einstaklinga námu rúmlega 22 milljörðum á þessum tveimur árum, en 481 milljón til lögaðila. Á árunum 2006-2008 voru heildarafskriftir í bankakerfinu 2,4 til 6 milljarðar króna árlega. Svarið er byggt á upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Stofnunin vekur athygli á að fyrir árin 2006–2008 eru tölur frá tveimur stærstu bönkunum en fyrir árin 2009–2010 eru tölur frá þremur stærstu bönkun- um. Enn fremur lætur stofnunin þess getið að upplýsingunum beri að taka með þeim fyrirvara að bankarnir kunni að gefa sér mismunandi for- sendur við útreikning á afskriftum. Eignarhaldsfélög voru skráð fyrir hlutabréfum og ýmsum öðrum eign- um. Mörg þessara félaga voru mjög skuldsett og fóru lóðbeint á hausinn þegar hlutabréf þeirra urðu verðlaus. Hafa afskrifað 503 milljarða  Mest vegna eignarhaldsfélaga Mikið um gjaldþrot » Samkvæmt tölu Hagstofu Íslands urðu 748 fyrirtæki gjaldþrota árið 2008, 910 árið 2009 og 982 í fyrra. Það sem af er þessu ári hafa 938 fyr- irtæki orðið gjaldþrota. » Þessar tölur benda til þess að miklar afskriftir verði hjá fjármálastofnunum á þessu ári. Heimsferðir bjóða frábæra 8 nátta ferð til Costa del Sol þann 20. september. Í boði er einstakt sértilboð á Griego Mar hótelinu. Gríptu þetta tækifæri og skelltu þér í frábæra ferð til Costa del Sol og njóttu lífsins á hreint ótrúlegum kjörum. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða / herbergja í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Costa del Sol Allra síðustu sætin 20. september í 8 nætur Verð kr.107.400 - með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi með „öllu inniföldu“ í 8 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“ kr. 124.900. Hótel Griego Mar HHH Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. Frá kr. 107.400 með allt innifalið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.