Morgunblaðið - 06.09.2011, Page 11

Morgunblaðið - 06.09.2011, Page 11
Morgunblaðið/Golli Indversk matargerð Í karríkryddblöndunni er allt það krydd sem hefur hvað mesta virkni eins og t.d. engifer, hvítlaukur, túrmerik og fleira. rannsóknir sýna að krabbamein myndast mjög oft í slíkum bólgum. Vestrænt mataræði inniheldur mikið af ómega-6 fitusýrum sem eru í miklu magni í ákveðnum tegundum af matarolíum og eiginlega öllum skyndibita og feitum dýraafurðum. Masala fullt af góðum efnum „Ég er ekki grænmetisæta en ég borða mikið af fiski og reyni að lágmarka neyslu á kjöti. Ég elda mikið af indverskum mat en aðferðir í indverskri matargerð hámarka alla þá eiginleika sem maður vill ná fram í matnum. Í karríkryddblöndunni eru allt það krydd sem hefur hvað mesta virkni eins og t.d. engifer, hvítlaukur, túrmerik og fleira. Svartur pipar, sem er yfirleitt með í karríblöndunni, magnar líka upp áhrif túrmeriksins svo og olían sem maður byrjar á að steikja í lauk og hvítlauk og bætir síðan kryddinu út í. Loks bætast tómatar líka út í blönduna og eldaðir tómatar hafa mikið af lýkópeni sem er talið vinna gegn blöðruhálskirtilskrabbameini,“ segir Þórunn. Staðfest hafa verið yf- ir 1.000 plöntuefni í litríkum fæðu- tegundum. Í aðeins einni fæðuteg- und eins og t.d. tómötum geta verið yfir 100 slík efni sem vinna hvert með öðru. Þórunn segir tengsl mat- ar og krabbameins hafa verið rann- sökuð um allan heim en fræðimenn í Bandaríkjunum hafi verið sér- staklega ötulir í útgáfu um þessi mál. Matur á að skemmast Aðspurð hvort Þórunni hafi fundist erfiðara að fylgja slíku mat- aræði eftir að hafa vanist miklu úr- vali grænmetis og ávaxta í Banda- ríkjunum segir hún að það hafi vissulega verið viðbrigði. En á móti komi að hún hafi getað aðlagað mat- aræðið íslensku hráefni. „Ég var orðin vön að geta keypt margar ákveðnar tegundir af berj- um t.d. en hér heima breytir maður bara aðeins til. Íslenska grænmetið er mjög gott og ég tók líka eftir því þegar ég kom heim að maturinn skemmdist alltaf miklu fyrr sem er betra því að matur á náttúrlega að skemmast. Þetta sýnir manni að það er mun minna af ýmiss konar við- bættum efnum í matnum hér. Maður þarf að passa sig betur í Bandaríkj- unum hvað maður kaupir inn en það er kostur við það að búa í Evrópu að lagasetningin er öðruvísi og betri hvað þetta varðar,“ segir Þórunn. Á vefsíðu Þórunnar má finna ýmiss konar upplýsingar og uppskriftir en hún heldur nú einnig námskeið á vegum Krabbameinsfélagsins þar sem hún miðlar fræðslu sinni og góð- um ráðum til fólks. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Vestmannaeyjahlaup verður haldið í fyrsta sinn næsta laugardag 10. sept. Boðið verður upp á 5, 10 og 21 km. Leiðin er sögð vera mjög falleg og einstaklega skemmtileg. Hlaupið hefst við Íþróttamiðstöðina kl. 12 og eru öll hlaupin ræst á sama tíma. Einnig verður á laugardaginn hið svokallaða Hafnarhlaup á Höfn í Hornafirði en það er hluti af ÍFormi, árlegu fjölgreinaíþróttamóti fyrir 30 ára og eldri. Hafnarlaupið er 12,6 km og verður hlaupið frá Sindravöllum kl. 10.00 og endað á sama stað. Hlaupaleiðin er fjölbreytt og skemmtileg en hlaupið er hringinn í kringum bæinn að mestu á göngu- stígum en einnig að hluta til á götum bæjarins. Vert er að taka fram að til mikils er að vinna, því í verðlaun verður Hornafjarðarhumar í kílóavís. Nánari upplýsingar á www.iformi.is Hlaup í Vestmannaeyjum og á Höfn um næstu helgi Morgunblaðið/Golli Hlaup Það er gaman að taka þátt í allskonar hlaupum, á hinum ýmsu stöðum um landið. Hér má sjá glaðbeitt fólk hlaupa í Krabbameinshlaupinu í sumar. Hornafjarðarhumar í verðlaun Hélène Magnússon fjallaleið- sögumaður, hönnuður og eigandi prjónaritsins prjonakerling.is, gerði sér lít- ið fyrir og fór með tólf manna hóp í prjónaferð yfir Fimm- vörðuháls í ágúst. Hún gekk með hnykilinn í handarkrik- anum, rétt eins og konur gerðu hér áður fyrr og prjón- aði heila peysu á leiðinni sem hefur fengið nafnið Fimm- vörðuháls. Eðli málsins sam- kvæmt var ekki gengið eins hratt og gert hefði verið ef engir hefðu verið prjónarnir en það var líka stoppað reglu- lega á göngunni til að setjast niður og prjóna. Tólfmenning- arnir sem skelltu sér í prjóna- ferðina voru frá ýmsum horn- um heimsins, Evrópu, Norður-Ameríku og Skandinavíu. Vert er að taka fram að ferðirnar eru líka opn- ar Íslendingum og á döfinni eru bæði haustprjónaferð á láglendinu sem og vetrarprjónaferð í Landmannalaugar en þá verður prjóni og gönguskíðum blandað saman. Prjónaferðirnar fer Hélène í samstarfi við Íslenska fjallaleið- sögumenn og í þessum ferðum kynnist fólk Íslandi, náttúrunni, íslenskri menningu og situr prjónanámskeið. Nánari upplýsingar www.prjonakerling.is Fjallganga með prjónaívafi Gamla góða Hér prjónar hluti af gönguhópnum í baðstofu Skógasafnsins. Fær Hélène finnst ekkert mál að ganga og prjóna á sama tíma eins og sjá má hér. Vel lukkuð fjölþjóðleg prjóna- ganga á Fimmvörðuháls Sparibleikja með rauðu karríi og spínati UPPSKRIFT Sparibleikja Fiskur er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni. Fiskur er í miklu uppáhaldi hjá Þórunni og er þessi uppskrift fengin af vefsíðu hennar. Upp- skriftin inniheldur meðal annars spínat og túrmerik sem hvort tveggja er krabbameinshaml- andi. Uppskrift fyrir 4 4 lítil bleikjuflök salt og nýmalaður svartur pipar 2 msk. extra virgin ólífuolía 1 msk. kókosolía 4 hvítlauksgeirar, marðir 1 tsk. ferskt engifer, rifið ½ ferskur rauður chili smátt saxaður (má sleppa) 3 msk. rautt karrímauk 1 tsk. túrmerik 1 dós kókosmjólk 1 tsk. hrásykur 4 lime lauf (eða safi úr einni límónu) 2 pokar spínat 1 msk. fiskisósa 1 msk. sojasósa Aðferð Hitið ofninn upp í hæsta mögulega hita og stillið á grill. Merjið hvítlaukinn og látið hann anda. Leggið bleikjuflökin í ofn- skúffu og hellið extra virgin ólífuolíu yfir. Kryddið með salti og nýmöluðum svörtum pipar og leggið til hliðar. Hitið kókosolíu á wok-pönnu og steikið saman hvítlauk, engifer, chili, karrí- mauk, túrmerik og svartan pipar í um 3 mínútur. Bætið spínati saman við og látið spínatið mýkjast upp. Bætið því næst kókosmjólk, hrásykri, lime- laufum, fiskisósu og sojasósu saman við og látið suðuna koma upp. Lækkið undir og látið malla við lágan hita á meðan fiskurinn grillast. Grillið fiskinn í ofni í um þrjár til fimm mínútur eða þar til hann er næstum grillaður í gegn. Berið fiskinn fram á spí- natbeði og skreytið með ferskri steinselju. + Bókaðu flug á www.icelandair.is Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.