Morgunblaðið - 06.09.2011, Side 30

Morgunblaðið - 06.09.2011, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Kvikmyndasafnið sýnir kvik- myndina Onibaba (1964) eftir Kaneto Shindo í kvöld, þriðju- daginn 6. september, klukkan 20 og laugardaginn 10. sept. klukkan 16. Í kynningu frá safninu segir: „Onibaba var auglýst hér heima sem hin um- deilda japanska kvikmynd eft- ir snillinginn Kaneto Shindo. Hún var sögð hrottaleg og bersögul á köflum og ekki fyrir nema taugasterkt fólk. Leikstjórinn sagði í viðtali, 93 ára að aldri, að viðfangsefnið væri maðurinn í frumstæðustu að- stæðum sínum, þar sem manndráp væri óhjá- kvæmilegur hluti lífsbaráttunnar en frumafl lífs- ins væri kynhvötin.“ Kvikmyndir Manndráp hluti af lífsbaráttunni Atemschaukel, nýjasta skáld- saga Hertu Müller er komin út í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar undir heitinu And- arsláttur. Hún hlaut Nób- elsverðlaunin í bókmenntum árið 2009 og er gestur Bók- menntahátíðarinnar í Reykja- vík. Í verkinu fjallar hún um Rúmeníu í lok seinni heim- styrjaldarinnar og er sagan sögð frá sjónarhóli þýskættaðs Rúmena, en þeir voru allir sendir í þrælk- unarbúðir til Sovétríkjanna á Stalíntímanum. En á meðan kommúnistar réðu ríkjum mátti aldrei minnast á þessa nauðungarflutninga enda þóttu aðferðir kommúnista of líkar aðferðum nasista. Bókmenntir Nóbelsskáldið frá Rúmeníu með bók Bók Hertu Muller Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir kvikmyndina Dulin ást í ferskjublómalandi eftir ta- ívanska leikstjórann Stan Lai (1992) í Háskóla Íslands, í sal Odda númer 101, fimmtudag- inn 8. september klukkan 18. Myndin fjallar um tvö leikfélög sem deila æfingasal fyrir slysni og virðast ósamrýmd í einu og öllu nema því að þau hafa sömu sögu að segja; nauðungaflutninga Kínverja. Það er ókeypis aðgangur og er myndin 107 mínútur að lengd. Konfúsíusarstofnunin hefur árum saman staðið fyrir kvikmyndasýningum á kínverskum myndum og hafa sumar sýningarnar verið vel sóttar. Kvikmyndir Konfúsíusarstofnun sýnir bíómynd Stan Lai Í dag, þriðjudaginn 6. september, hefjast há- degistónleikar Hafnarborgar á ný. Í ár verða tónleikarnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í stað fyrsta fimmtudag hvers mánaðar eins og áður. Áfram verðu enginn aðgangseyrir og betra að mæta á slaginu tólf þar sem tón- leikarnir hafa náð nokkrum vinsældum og að sögn stjórnenda hafa þau stundum þurft að læsa húsinu. Í dag mun Elín Ósk Óskarsdóttir syngja. Hún hefur sungið fjöldamörg óp- eruhlutverk innanlands sem erlendis og feng- ið fjölda viðurkenninga fyrir söng sinn auk þess sem hún hefur verið sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Antonía Hevesi píanóleikari hefur verið listrænn stjórnandi tónleikanna frá upphafi og hefur hún fengið til liðs við sig marga af fremstu söngvurum landsins. „Já, þetta verð- ur mikið tilfinningaflóð á fyrstu hádegistón- leikunum í vetur enda er yfirskrift þeirra Svik og bænir,“ segir Antonía Hevesi í spjalli við Morgunblaðið. „Elín Ósk mun flytja aríur eftir Beethoven, Puccini og Bellini. Þetta er 9. starfs- árið okkar og við erum vel stemmd fyrir veturinn. Við stefnum að því að reyna að fá Hafnfirðinga til liðs við okkur í vetur og Íslendinga sem hafa lengi verið er- lendis. Meðal annars mun Jóhanna Ósk Valsdóttir vera með tónleika seinna í vetur og sömuleiðis Hrólf- ur Sæmundsson sem hefur sungið mikið í Þýskalandi og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sem býr á Spáni. Svo er markmiðið að gefa alltaf einum ungum einstaklingi sem er að taka sín fyrstu skref tækifæri til að prufa sig hér með áheyrendum. Í því samhengi má benda á að Bragi Bergþórsson, sonur Berg- þórs Pálssonar, tók sín fyrstu skref hérna hjá okkur og þótti takast vel til,“ segir Hevesi. borkur@mbl.is Tilfinningaflóð í Hafnarborg í hádeginu  Elín Ósk syngur aríur eftir Beethoven og Bellini í dag  Tónleikar verða haldnir mánaðarlega Morgunblaðið/Kristinn Tónleikaröð Antonía Hevesi stendur fyrir hádegistónleikaröð í Hafnarborg í vetur. Elín Ósk Óskarsdóttir Myndlistarmennirnir Snorri Ás- mundsson og Sigrún Gunnarsdóttir frumflytja í Bíó Paradís kl. 20 í kvöld dansgjörninginn Inversus, á dans- listahátíðinni Reykjavik Dance Festival. Hátíðin hófst í gær. Í til- kynningu segir um verkið að það fjalli um „tímabil er umpólun á sér stað í hjarta mannsins sem veldur umskiptum og þar með núningi á til- finningalífinu“ en verkið er unnið í samstarfi við Helenu Jónsdóttur og samanstendur af myndbands- innsetningu og dansgjörningi. Lista- mennirnir fara inn á ókannaðar slóð- ir í listsköpun sinni og koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, eins og því er lýst, en tónlistin í verkinu er eftir Jóhann Jóhannsson, verkið The Rocket Builder. Samtal um ástina Snorri segir gjörninginn sprottinn upp úr samtali um ástina, þegar hlutirnir gangi ekki alveg upp. Þau Sigrún hafa ekki unnið áður að dans- gjörningi. Þau dansa bæði í verkinu. „Þetta er tilfinningaþrunginn dans, við dönsum með hjartanu, leggjum allt í þetta og sleppum okkur alveg,“ segir Snorri um dansinn. „Við erum svolítið að koma úr felum sem prýð- isdansarar,“ segir hann um dansfimi þeirra Sigrúnar. Þau gerðu jafn- framt myndbandsverkið sem er hluti af gjörningnum en Helena veitti þeim aðstoð við dansinn. Gjörningurinn verður fluttur í stóra salnum í Bíó Paradís, áður en sýningar hefjast á dansmyndum þar sem eru einnig hluti af dagskrá Reykjavík Dance Festival. Hátíðin stendur til 11. september og má kynna sér dagskrá hennar á vefsíð- unni reykjavikdancefestival.is. Tilfinninga- þrunginn dans Gjörningur fluttur í Bíó Paradís í kvöld Gjörningur Snorri Ásmundsson og Sigrún Gunnarsdóttir flytja dansgjörning. Sú var tíðin að ég var haldinn þeim rang- hugmyndum að ég væri gáf- aður 32 » Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Síðustu tónleikar sumarsins í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar verða haldnir í kvöld, þriðjudagskvöldið 6. september, klukkan 20.30 og kostar miðinn 2.000 krónur. Þórarinn Stef- ánsson píanóleikari mun spila bæði gömul og ný þjóðlög. Árið 2007 hlaut Þórarinn starfslaun lista- manna til að undirbúa geisladisk með íslenskum þjóðlögum fyrir pí- anó. Að sögn Þórarins hefur það átt hug hans síðan þá. „Þetta hefur tekið mikið af mínum tíma síðustu 3-4 ár,“ segir Þórarinn í spjalli við Morgunblaðið. „Ég byrjaði á þessu þá og þetta hefur síðan bara undið upp á sig og orðið stærra og stærra verkefni. Á tónleikunum mun ég spila aðeins hluta af afrakstri þess- arar vinnu. Þetta eru einleiksverk fyrir píanó sem samin eru út frá ís- lenskum þjóðlögum eða útsetningar á þeim. Öll tónlistarsagan Elstu verkin eru eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson en hin yngstu eru eftir Kolbein Bjarnason sem hann hefur verið að semja fyrir mig und- anfarið. Þetta eru fjögur lög, eða textar öllu heldur, sem fjalla um árstíðirnar;Fagurt er í Fjörðum,Öll náttúran enn fer að deyja, Þegar vetrarþokan grá og Vorið langt. Kolbeinn nálgast efniviðinn á skemmtilegan og persónulegan hátt og tvinnar stundum saman tveimur lögum eins og til dæmis í vetrarlag- inu um vetrarþokuna en þá byrjar Kolbeinn á jarðbundnara lagi um Krumma sem krunkar út og er al- þekkt lag. Tvö þessara laga voru flutt á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í sumar en hin var ég bara að fá í síðustu viku. Efnisskráin í heild snýst í kringum verk Kolbeins því þetta er það nýjasta sem er að ger- ast í íslenskri píanótónlist í dag. Það er líka áhugavert að efnis- skráin á tónleikunum spannar í raun tónlistarsöguna. Elstu verkin eru eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son, okkar fyrsta tónskáld og svo er farið í gegnum söguna. Síðan fáum við skáld einsog Hallgrím Helga- son, fæddan 1914, en hann vann mikið með íslensk þjóðlög og síðan eru þarna Hafliði Hallgrímsson, Karólína Eiríksdóttir og Oliver Kentish. Höfundarnir hafa mjög ólíka nálgun og mér finnst þetta eiga erindi við okkur í þjóðfélags- ástandinu eins og það er, að skoða ræturnar og kafa svolítið inn á við. Erfiðast við þetta var eiginlega að velja úr, því það er svo mikið af góðu efni til. Ég má ekki hafa svona dagskrá lengri en einn og hálfan klukkutíma. Svo var ég með ansi gott lag sem ég fékk frá Rúnu Ingimundar en ég náði ekki að æfa það nægilega vel til að koma því í dagskrána. Svo kemur þetta út og meira til á tvöföldum geisladiski á næsta ári ásamt bæklingi. Þessi bæklingur er reyndar að breytast í bók hjá mér. Síðan taka við tón- leikaferðir til að fylgja disknum eft- ir,“ segir Þórarinn sem virðist vera með nóg á sinni könnu. Þjóðlögin eiga erindi til okkar  Gömul og ný þjóðlög í Lista- safni Sigurjóns Píanó Þórarinn gefur út tvöfaldan disk með þjóðlögum á næsta ári. Hann hóf píanónám við Tónlist- arskólann á Akureyri, en lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1987 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Að loknu framhaldsnámi í Hannover í Þýskalandi bjó Þórarinn og starfaði um nokkurra ára skeið í Þýskalandi og Danmörku. Þór- arinn hefur komið fram á tón- leikum víða um Evrópu sem ein- leikari og meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleik- urum. Hann hefur einnig skipu- lagt fjölda tónleika, meðal ann- ars í Þýskalandi, Danmörku, Grænlandi og Færeyjum. Þór- arinn hefur gert upptökur fyrir sjónvarp og útvarp meðal ann- ars með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Þórarinn Stefánsson kennir við tónlistarskólana fyrir norðan og síðan 2004 hefur hann verið list- rænn stjórn- andi Tónlist- arhússins Laugaborgar í Eyjafjarð- arsveit. Þórarinn Stefánsson PÍANÓLEIKARINN Þórarinn Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.