Morgunblaðið - 06.09.2011, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011
á plötuna sem geymir það, Waiting
For the Floods. Festi kaup á henni
glóðvolgri á hátindi gáfnafars míns
árið 1985. Á þeim tíma rann sparifé
mitt óskipt til Tónabúðarinnar á Ak-
ureyri (foreldrar mínir hafa örugg-
lega staðið straum af kostnaði við
áskriftina að Shoot). Man ég rakst á
nokkra félaga mína fyrir utan búð-
ina og enginn þeirra hafði heyrt á
The Armoury Show minnst enda um
frumburð sveitarinnar að ræða. Ég
hef örugglega horft mjög gáfulega á
þá.
Eðli málsins samkvæmt gerðist
Castles in Spain mér áleitið þennan
morgun en þar sem vinyl-plötusafn-
ið mitt safnar nú samviskusamlega
ryki á háaloftinu var ekki um annað
að ræða en leita lagið uppi á netinu.
Réttarsamtök höfunda, innan lands
sem utan, bið ég hér og nú forláts en
engu tauti varð við hvatvísina kom-
ið.
Lagið rann nokkuð ljúflega nið-
ur. Hefur elst ágætlega. Castles in
Spain er áheyrilegasta gáfu-
mannarokk enda þótt menn hafi því
miður ekki lagt niður vopn í Líbíu
meðan ég hlýddi á lagið. Ekki komst
ég á slóð fleiri laga með The Ar-
moury Show enda sveitin að lík-
indum flestum gleymd.
Við nánari eftirgennslan kom ádaginn að Waiting for the Flo-
ods var ekki bara fyrsta heldur eina
breiðskífa The Armoury Show.
Samkvæmt heimildum mæltist plat-
an vel fyrir í röðum gagnrýnenda en
seldist illa. Lagðist það á sálir liðs-
manna og leystist sveitin upp
skömmu síðar.
Velti menn því fyrir sér var nafn
sveitarinnar, The Armoury Show,
vitaskuld ekki úr lausu lofti gripið.
Hún er nefnd eftir frægri nýlistasýn-
ingu sem haldin var í New York á því
herrans ári 1913.
Ég mundi óljóst eftir söngv-
aranum, Richard Jobson, sem reynd-
ist áður hafa verið með Stuart heitn-
um Adamson, leiðtoga Big Country, í
enn einni gáfumannasveitinni,
Skids. Bassaleikarinn Russell Webb
var þar líka. Jobson, sem stendur nú
á fimmtugu, hefur lítið látið til sín
taka á tónlistarsviðinu síðan en með-
al annars fengist við kvikmyndagerð
og sjónvarpsmennsku.
Gítarleikari The Armoury
Show, John McGeoch og húðstrýk-
irinn John Doyle komu úr enn fræg-
ari sveit, Magazine. McGeoch, sem
nú er látinn, var síðar með John Ly-
don í Public Image Ltd. Fara nú að
vonum hlýir straumar um aðdá-
endur gáfumannarokks. Að heyra
þessar sveitir nefndar er eins og
að ... (hér mátt þú fylla inn sjálfur,
lesandi góður.)
En mundu að orðið sem þú vel-
ur er um leið skotheld mælistika á
gáfur þínar.
Fékk kastala í höfuðið
» Sá gjörningurverður að skoðast í
því ljósi að börn hafa oft
ranghugmyndir um gáf-
ur foreldra sinna.
Umslag Fyrsta og eina breiðskífa The Armoury Show, Waiting for the Floods. Svalir Richard Jobson (annar frá hægri) og félagar í The Armoury Show.
AF GÁFUM
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Sú var tíðin að ég var haldinnþeim ranghugmyndum að égværi gáfaður. Til að hegða
mér í samræmi við það fór ég að
hlusta á gáfulega tónlist. Þetta var á
níunda áratugnum, þannig að við
blasti að sækja í breska nýbylgju-
rokkið, póstpönksveitir eins og Big
Country, Simple Minds, Echo and the
Bunnymen, The Smiths og svo auð-
vitað U2. Viskan þótti drjúpa af þeim.
Ýmsir félagar mínir, allt mætir
menn, hlustuðu andaktugir á þessar
sveitir. Struku sér á meðan um hök-
una, rýndu hvasseygðir í texta lag-
anna og báðu fyrir heimsfriði. Mér
var svona mátulega tekið í þessum
hópi enda hlustaði ég meðfram á
skrælingja eins og Iron Maiden, Me-
tallica og Slayer. Það var annaðhvort
eða. Eitís var ekki tími málamiðlana.
Það fór líka fljótlega svo að ég gekk
málminum alfarið á hönd. Ekki
vegna þess að ég væri á móti heims-
friði, heldur fyrir þær sakir að það lá
einfaldlega betur fyrir mér að feykja
flösu en nudda á mér hökuna. Allar
ranghugmyndir hurfu eins og dögg
fyrir sólu.
Aldarfjórðungur leið án þess að
gáfumannarokkið riði aftur hjá mér
húsum, ef undan er skilið eitt atvik:
Dóttir mín færði mér plötu með U2
þegar hún kom heim frá útlöndum.
New Line on the Horizon heitir grip-
urinn. Sá gjörningur verður að skoð-
ast í því ljósi að börn hafa oft rang-
hugmyndir um gáfur foreldra sinna.
Alltént. Haldiði að ég hafi ekkivaknað einn morguninn fyrir
skemmstu með lagið Castles in Spain
með bresku gáfumannarokksveitinni
The Armoury Show á heilanum.
Hvorki meira né minna.
Lagið var mér ekki framandi, ég
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Greinarhöfund hefur sjaldan rekið í
annan eins rogastans og þegar hann
heyrði frumburð Sóleyjar nokk-
urrar Stefánsdóttur í fyrra. Um var
að ræða sex laga stuttskífuna Thea-
ter Island og ég man ekki eftir að
hafa heyrt jafn sannfærandi byrj-
unarverk í háa herrans tíð. Skrif
mín um plötuna voru líka eftir því:
„Þetta er ein af þeim plötum (og
þær eru ekki margar) sem grípa
mann með fyrsta tóni og draga
mann inn í óræðan heim drauma og
dásemda. Manni fer einfaldlega að
líða vel um leið og fyrsta lagið,
„Dutla“, fer af stað. En um leið
spennist maður upp (þægilega) og
fær nettan fiðring í magann.“
Mér var það því æði ljúft að
bjalla í tónlistarkonuna og forvitn-
ast aðeins um fyrstu plötu hennar í
fullri lengd, sem nú er komin út.
Hamborg
– Var stefnan alltaf tekin á plötu í
fullri lengd?
„Já, liggur það ekki beinast við?
Þetta gerðist allt mjög hratt með
EP plötuna (stuttskífuna). Hann
Thomas Morr (eigandi Morr Music,
útgefanda Sóleyjar úti í heimi)
spurði mig hvort ég ætti einhver
lög, planið var aldrei að gefa út sem
sólólistamaður. Ég held að ég sé
núna á þriggja platna samningi hjá
honum. Ég er ekki viss (hlær).“
– Hraus þér þá hugur við því að
stíga fram svona ein?
„Ég hafði bara ekkert hugsað út í
það. Ég var að klára listaháskólann
á þeim tíma, var í einhverjum
hljómsveitum og var að dútla við að
setja saman lög heima hjá mér. En
ég sé sko ekki eftir því að hafa látið
slag standa. Flest lögin sem mynda
Theater Island samdi ég síðan eftir
að Thomas hafði haft samband.“
– Hljóðheimurinn á Theater Isl-
and er mjög stemningsríkur og sér-
stakur. Var hann hugsaður sem svo
alveg frá upphafi?
„Ég hafði verið að prófa mig
áfram með þetta andrúmsloft í skól-
anum. Þar reynir maður að hugsa
út hvaða stefnu maður vill taka,
reyna að finna sinn persónulega stíl
og allt það og mér leið vel með
þessa vinnu. Þessi heimur er dálítið
dökkur og dálítið skrítinn líka.
Þetta er stemning sem maður upp-
lifir í draumum, eitthvað sem gæti
ekki gerst í alvörunni og mér finnst
þægilegt að kúpla mig þannig úr
þessu venjulega. Ég nenni ekki að
skrifa um eitthvað sem ég var að
gera í Hamborg í gær (Sóley var
stödd þar í borg þegar viðtalið var
tekið, þar sem hún var á miðju tón-
leikaferðalagi með Sin Fang). Það
eru textar þarna sem fjalla um ást-
ina og eitthvað sem ég hef upplifað
en ég set það allt í þennan óraun-
verulega búning.“
Ekkert ósvipað
– Hvernig var svo að búa til heila
breiðskífu?
„Þetta var ekkert ósvipað því að
taka upp stuttskífuna. Strax eftir að
hún kom út byrjaði ég að semja inn
á þessa plötu og þetta er á vissan
hátt rökrétt framhald, hlutirnir eru
bara ögn þróaðri og þroskaðri í
þetta skiptið. Ég er öruggari með
ýmislegt, röddin hefur breyst að-
eins og ég er að þróa mig áfram og
er að reyna að gera betur en síð-
ast.“
– Hvað er svo framundan?
„Það er bara að halda áfram. Ég
ætla að halda áfram að semja fleiri
lög þegar við erum búin að fylgja
þessari eftir. Ég hef mjög gaman af
þessu og er með nóg af hugmyndum
og nóg af orku í framhaldið. Þannig
er það einfaldlega: Að halda áfram
og bæta sig.“
Sóley er sem stendur á Evr-
óputúr með Sin Fang þar sem hún
spilar einnig en auk þess er hún að
koma fram sem sólólistamaður.
Hún heldur síðan útgáfutónleika í
október komandi.
Stemningsríkt og sérstakt
We sink, fyrsta breiðskífa Sóleyjar Stefánsdóttur, er komin út á heimsvísu Nóg af hugmyndum
og nóg af orku Samdi velflest lögin á fyrstu stuttskífu sína eftir að útgefandi hafði sýnt áhuga
Orka „Það er bara að halda áfram. Ég ætla að halda áfram að semja fleiri lög þegar við erum búin að fylgja þessari
eftir. Ég hef mjög gaman af þessu og er með nóg af hugmyndum og nóg af orku í framhaldið.“