Morgunblaðið - 17.09.2011, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Þín innkaup á einstöku verði
Nýtt kotatímabil
Kíktu til okkar DOMTI Nordica | Smáratorgi 1 | sími 522 7000 | domti.is | Opið: mán-fös 11-18, lau 10-18, sun 13-18
Eitthvað fyrir alla í DOMTI:
Partývörur
Gjafavörur
Bílavörur,
Einnotavörur
Rekstravörur
Snyrtivörur
Skófatnað
Leikföng
Pappír
Heimilisvörur
Búsáhöld
Gæludýravörur
Húfur og vetlinga
Garn
Barnavörur,
Nærfatnað
Ilvötn
Silkiblóm og fleira og fleira.
Barnasamfellur.
Aðeins
990kr/stk.
Bílamottur 4
saman. Aðeins
1990kr/pk.Skúringalögur
margar gerðir.
490kr/stk..
Bílaperur
H-4,12v.90/100W.
H-1. H-7.
2 saman í pk.
Verð frá
990kr/pk.
Barna
bómullarpeysur
Aðeins
990kr/stk.
Barnateppi
Aðeins
690kr/stk.
Air ilmsprey
Aðeins
890kr/stk.
Stútur á krana
langur. Aðeins
790kr/stk.
Ívar Páll Jónsson
ivarpall@mbl.is
Ragnar Árnason hagfræðiprófess-
or segir ólíklegt að íslenskur sjáv-
arútvegur fengi umtalsverða
styrki úr sjóðum Evrópusam-
bandsins, gengju Íslendingar í
sambandið.
Eins og greint hefur verið frá í
fréttum sendu samtökin Oceana
frá sér skýrslu á dögunum, þar
sem komist var að þeirri niður-
stöðu að niðurgreiðslur ESB til
sjávarútvegs hefðu ýtt undir mikla
offjárfestingu í evrópskum sjávar-
útvegi. Telja samtökin saman
styrki til sjávarútvegs innan ESB
á árinu 2009 og komast að þeirri
niðurstöðu að þeir séu að lágmarki
3,3 milljarðar evra. Það er helm-
ingur aflaverðmætis innan ESB
sama ár.
Rík miðað við margar þjóðir
Ragnar segir að líklega fengjum
við almennt séð lítið af styrkjum
af þeirri ástæðu að enn sem komið
er sé Ísland tiltölulega rík þjóð,
miðað við margar þjóðir Evrópu-
sambandsins. „Í öðru lagi dregur
það úr líkum á því að við fengjum
mikið af styrkjum að sjávarútveg-
urinn hérna er sterkur miðað við
sjávarútveginn í Evrópusamband-
inu,“ segir hann.
Í skýrslunni segir, að fiskveiði-
flotinn innan Evrópusambandsins
sé að líkindum tvisvar til þrisvar
sinnum stærri en sjálfbærar fisk-
veiðar leyfi, þar sem niður-
greiðslur, millifærslur og styrkir
hafi ýtt undir offjárfestingu. Þá
standi rekstur sjávarútvegs í
mörgum Evrópusambandsríkjum
vart undir sér og framlag skatt-
greiðenda til hans sé slæm fjár-
festing. Niðurgreiðslur hafi sem
fyrr segir numið 3,3 milljörðum
evra á árinu 2009, eða sem nemur
528 milljörðum íslenskra króna á
seðlabankagengi. Eins og sjá má á
skýringarmyndinni hér við frétt-
ina eru niðurgreiðslur hærri en
sem nemur heildarverðmæti land-
aðs afla hjá 13 löndum í samband-
inu.
Fjögur með engan afla
Fjögur þeirra eru skráð með
ekkert aflaverðmæti; Austurríki,
Tékkland, Ungverjaland og Sló-
Ólíklegt að Ísland fengi um-
talsverða styrki frá ESB
Þrettán ríki sambandsins fá hærri styrki en sem nemur aflaverðmæti þeirra
Niðurgreiðslur ESB og aflaverðmæti
tölur ársins 2009 í milljónum evra
250
200
150
100
50
0
1,
8
0
,0 1
9,
1
3,
1
33
,4
0
,0
4
6,
8
18
,2
63
,2
18
,0
14
6,
5
90
,2
9,
1
0
,0
79
,1
13
,6
77
,7
6,
7
23
5,
3
77
,7 38
,0
0
,6
4
2,
2
0
,0 5,
8
1,
7
Au
st
ur
rík
i
Bú
lga
ría
Ei
st
lan
d
Fin
nla
nd
Þý
sk
ala
nd
Un
gv
er
jal
an
d
Le
ttl
an
d
Lit
há
en
Pó
lla
nd
Rú
m
en
ía
Sl
óv
ak
ía
Sl
óv
en
ía
Té
kk
lan
d
vakía, og samanlagt fengu þau
lönd 48 milljónir evra í sjávarút-
vegsstyrki árið 2009.
Mestu millifærslurnar fara til
Spánar, eða 734 milljónir króna.
Aflaverðmæti spænskra fiskiskipa
var 1.793 milljónir evra árið 2009.
Frændur okkar Danir fá megin-
þorrann af aflaverðmætinu í
styrki, eða 307 milljónir evra af
360 milljónum. Ítalir fá 251 millj-
ón, en aflaverðmæti ítalskra skipa
nemur 1.209 milljónum evra.
Á hluthafafundi í Exista sem hald-
inn var í gær var ákveðið að breyta
nafni félagsins og heitir það nú
Klakki ehf. Í tilkynningu segir að
með nafnbreytingunni sé nýtt eign-
arhald og hlutverk félagsins undir-
strikað. Eftir nauðasamninga sem
kröfuhafar félagsins samþykktu á
síðasta ári er Klakki nú nær alfarið
í eigu íslenskra og erlendra fjár-
málastofnana og lífeyrissjóða. Jafn-
framt hafa verkefni félagsins
breyst og er sjónum nú einvörð-
ungu beint að stýringu á núverandi
eignasafni Klakka. Helstu eignir fé-
lagsins eru Skipti hf. (móðurfélag
Símans, Mílu og Skjásins),Vátrygg-
ingafélag Íslands hf., Líftrygginga-
félag Íslands hf. og Lýsing hf.
Exista verð-
ur Klakki
Síminn Skipti, móðurfélag Símans,
er í eigu Exista, nú Klakka.
Einbeitir sér að
eignastýringu
Morgunblaðið/Kristinn
Vextir Peningastefnunefnd Seðla-
banka Íslands að störfum.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Skiptar skoðanir eru á því hvað pen-
ingastefnunefnd Seðlabankans muni
til bragðs taka á vaxtaákvörðunar-
fundi sínum næsta miðvikudag. Þó
svo að margir sérfræðingar telji að-
stæður og horfur í hagkerfinu ekki
kalla á vaxtahækkun telja aðrir að
peningastefnunefndin muni samt sem
áður hækka vexti.
Peningastefnunefndin hækkaði
vexti um 25 punkta í ágúst og rök-
studdi ákvörðun sína með vísun til
vaxtar á eftirspurn og atvinnu um-
fram spár og versnandi verðbólgu-
horfa. Ekki eru allir sammála þessari
greiningu. Í fréttabréfi verðbréfa-
fyrirtækisins Júpiters segir að fá
merki séu um þenslu í hagkerfinu.
Bent er á að vaxtahækkanir hér á
landi hafi engin áhrif á verðbólguáhrif
vegna hækkandi hrávöruverðs á
heimsmarkaði og áhyggjur af hækk-
andi fasteignaverði og veikingu krón-
unnar séu ástæðulausar. Fram kem-
ur í fréttabréfinu að fátt styðji við
hækkanir á fasteignamarkaði: Kaup-
máttur fari rýrnandi, lánakjör séu
óhagstæð og bankarnir sitji á miklu
magni fullnustueigna. Sérfræðingar
Júpiters segja einnig lítinn tilgang
vera með því að hækka vexti til að
auka vaxtamun við útlönd þar sem
Seðlabankinn hafi fulla stjórn á gjald-
eyrisflæði vegna haftanna og tiltölu-
lega litlar breytingar á innlendum
vöxtum hafi engin áhrif á vilja erlenda
fjáfesta til að eiga krónur.
Greiningardeild Arion-banka
bendir á að verðbólguhorfur hafi
skánað frá því að Seðlabankinn hækk-
aði vexti í ágúst og nýbirtar tölur
Hagstofunnar um landsframleiðslu á
2. ársfjórðungi bendi til þess að slak-
inn í hagkerfinu sé meiri en síðasta
uppfærsla á hagvaxtarspá Seðlabank-
ans gerir ráð fyrir. Einnig taka sér-
fræðingarnir fram að þó krónan hafi
styrkst frá síðustu vaxtarákvörðun sé
trúlegt að sú þróun hafi meira með
ferðamannastraum yfir sumartímann
að gera en hærri vexti. Samt sem áð-
ur telur greining Arion að Seðlabank-
inn muni hækka vexti um 25 punkta á
miðvikudag og horfi til þess að raun-
vextir séu enn neikvæðir og að verð-
bólguvæntingar hafi hækkað frá síð-
ustu vaxtarákvörðun.
Fátt réttlætir vaxtahækkanir Seðlabankans
Vaxtaákvörðun á miðvikudag Væntingar um að vextir verði hækkaðir aftur
þó svo að fá skýr merki sjáist um þenslu Vextir hækkuðu um 25 punkta í ágúst
Greint var frá því á dögunum að
stjórn Eldingar, félags smábáta-
eigenda við Ísafjarðardjúp,
hygðist á aðalfundi félagsins
leggja fram tillögu um að geng-
ið yrði í ESB. Sigurður K. Hálf-
dánarson, formaður Eldingar,
sagði í samtali við Bæjarins
besta að stjórn Eldingar von-
aðist til að með inngöngu gætu
smábátaeigendur fengið styrki
frá ESB, þannig að jafnvel yrði
hægt að lifa af fiskveiðum.
Vill inn í
sambandið
SMÁBÁTAEIGENDAFÉLAG