Morgunblaðið - 17.09.2011, Síða 24
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Helle Thorning-Schmidt, formaður
Jafnaðarmannaflokksins danska,
hóf í gær viðræður um myndun
nýrrar ríkisstjórnar eftir kosninga-
sigur fylkingar vinstri- og mið-
flokka. Stjórnmálaskýrendur
danskra dagblaða telja að erfitt
verði fyrir Thorning-Schmidt að
sætta andstæð sjónarmið rauðu
flokkanna svonefndu, einkum í
efnahagsmálum.
Lítið var talað um kyn Thorning-
Schmidt fyrir kosningarnar en
flestir fjölmiðlanna í Danmörku
lýstu niðurstöðunni sem miklum
sigri fyrir konur. „Það liðu 96 ár
frá því að konur fengu kosninga-
rétt og þar til ein þeirra varð for-
sætisráðherra,“ sagði blaðið In-
formation.
„Þetta tók allt of langan tíma,“
sagði Jørgen Albæk Jensen, pró-
fessor í stjórnlögum við Árósahá-
skóla, og bætti við að niðurstaðan
væri mikilvægt skref í jafnréttis-
baráttunni. „Þetta er sögulegt,
löngu tímabært, en leiðir samt ekki
til mikilla breytinga á stjórnmálum
landsins,“ sagði Ove Pedersen, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Versl-
unarháskólann í Kaupmannahöfn.
Information benti á að helstu
sigurvegarar kosninganna – Radi-
kale Venstre og Einingarlistinn –
eru undir forystu kvenna. Margr-
ethe Vestager er leiðtogi Radikale
Venstre, sem bætti við sig átta
þingsætum, og Johanne Schmidt-
Nielsen fer fyrir Einingarlistanum,
sem þrefaldaði þingmannafjölda
sinn og fékk 12 sæti.
Konur fara því fyrir þremur af
fjórum flokkum sem líklegt er að
myndi næstu ríkisstjórn. Villy
Søvndal er leiðtogi Sósíalíska
þjóðarflokksins sem tapaði sjö
þingsætum.
Thorning-Schmidt er sögð geta
verið harðskeytt í stjórnmálabar-
áttunni en hefur einnig getið sér
orð fyrir færni í að laða fólk til
samstarfs. Jafnaðarmannaflokkur-
inn var í upplausn þegar Thorning-
Schmidt varð formaður hans eftir
kosningaósigur árið 2005, en henni
tókst að sameina flokkinn. Áður
var talið nær óhugsandi að jafn-
aðarmenn gætu myndað bandalag
með miðflokknum Radikale Ven-
stre og Einingarlistanum, sem er
lengst til vinstri, en Thorning-
Schmidt tókst það einnig. Stjórn-
málaskýrendur segja þetta meira
afrek en það að brjóta í blað í sög-
unni með því að verða fyrsti kven-
forsætisráðherra Danmerkur.
Háð Einingarlistanum
En ekki er sopið kálið þó í aus-
una sé komið því dönsku fjölmiðl-
arnir leggja áherslu á að mjög erf-
itt verði fyrir Thorning-Schmidt að
mynda trausta ríkisstjórn með svo
ólíkum flokkum.
Thorning-Schmidt hefur sagt að
hún vilji samstarf við flokka utan
rauðu fylkingarinnar. Stjórnmála-
skýrandi Politiken telur þó litlar
líkur á „breiðu samstarfi“ á
þinginu og segir að Thorning-
Schmidt verði háð stuðningi Ein-
ingarlistans.
Búist er við að viðræðurnar um
myndun nýrrar stjórnar standi í
nokkrar vikur og Jørgen Albæk
Jensen telur að þær verði erfiðar.
Hann spáir þó því að flokkarnir
geri allt sem þeir geti til að jafna
ágreininginn því mikið sé í húfi fyr-
ir þá. „Ef þeir ná ekki samkomu-
lagi með gagnkvæmum tilslökunum
vita þeir að hin fylkingin kemst
fljótt aftur til valda. Enginn þeirra
vill það. Þeir leggja sig alla fram
um að tryggja gott samstarf.“
Eitt af því helsta sem sameinar
flokkana fjóra er andstaða þeirra
við Danska þjóðarflokkinn sem
Stefnir í erfiðar viðræður
Deilan um breytingar á lífeyriskerfinu talin verða helsta þrætuepli fylkingar vinstri- og miðflokka í
Danmörku Sagðir tilbúnir til að leggja mikið á sig til að jafna ágreininginn og tryggja gott samstarf
Ljósmynd: Reuters Teikning: Kinyen Pong
KONUR Í LEIÐTOGAEMBÆTTUM Í HEIMINUM
Mary McAleese forseti
(1997) Írland
Jóhanna Sigurðardóttir
(forsætisráðherra frá 2009)
RosaOtunbayeva forseti
(2010) Kirgisistan
Pratibha Patil
forseti
(2007) Indland
Sheikh HasinaWajed
forsætisráðherra
(2009)
Bangladess
Yingluck
Shinawatra
forsætisráðherra
(2011) Taíland
Julia Gillard forsætisráðherra
(2010) Ástralía
Angela Merkel kanslari
(2005) Þýskaland
Micheline Calmy-Rey forseti
(2011) Sviss
Jadranka Kosor forsætisráðherra
(2009) Króatía
Atifete Jahjaga forseti
(2011) Kósóvó
Laura
Chinchilla forseti
(2010) Kosta Ríka
Kamla Persad-Bissessar
forsætisráðherra
(2010) Trínidad
og Tóbagó
Rosario Fernandez
forsætisráðherra
(2011) Perú
Cristina Fernandez de
Kirchner forseti
(2007) Argentína
Dilma Rousseff
forseti
(2011) Brasilía
Ellen Johnson-
Sirleaf forseti
(2006) Líbería
Helle Thorning-
Schmidt
verður fyrsta konan í
embætti forsætis-
ráðherra í Danmörku
Tarja Halonen forseti
(2000) Finnland
Mari Kiviniemi forsætisráðherra
(2010) Finnland
Dalia Grybauskaite forseti
(2009) Litháen
Iveta Radicova forsætisráðherra
(2010) Slóvakía
Trínidad og
Tóbagó
Írland
Þýskaland
Króatía
Sviss
Indland
Ísland Finnland
Litháen
Slóvakía
Kósóvó
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Kweku Adoboli kom fyrir rétt í Lundúnum í gær, ákærður fyrir fjársvik.
Hann er sagður hafa valdið svissneska bankanum UBS tjóni að andvirði
tveggja milljarða dollara (230 milljarða króna) með óheimilum viðskiptum.
Reuters
Ákærður fyrir fjársvik
Geimvísindamenn hafa fundið plán-
etu sem gengur á braut um tvær sól-
ir. Plánetan er í um 200 ljósára fjar-
lægð frá sólkerfi okkar og
vísindamenn fundu hana með
Kepler-stjörnusjónaukanum.
Margir hugsa eflaust til plán-
etunnar Tatooine, heimkynna Loga
geimgengils í Stjörnustríðsmynd-
unum, þegar þeir heyra um stjörn-
una Kepler-16b en hún gekk einnig
um tvær sólir. Ólíkt heimaplánetu
Loga, sem var steikjandi heit og
sendin, er Kepler-16b ískaldur
hnöttur á stærð við Satúrnus. Frost-
ið á yfirborði plánetunnar er á bilinu
-73 til -101 gráður á Celsíus.
Kuldinn stafar af því að þó að
plánetan gangi á braut um tvær sólir
eru þær báðar minni og kaldari en
sólin okkar. Önn-
ur þeirra er að-
eins fimmtungur
af stærð sólar-
innar en hin er
um 70% af stærð
hennar.
„Þessi upp-
götvun er sláandi.
Enn og aftur hef-
ur það sem áður
var talið vísinda-
skáldskapur orðið að veruleika,“
segir Alan Boss, einn geimvísinda-
mannanna.
Þó að vísindamenn hafi áður talið
sig hafa fundið plánetur, sem ganga
á braut um tvær sólir, höfðu þeir
aldrei fengið endanlega staðfestingu
á því.
Fundu plánetu á
braut um tvær sólir
Reikistjarnan
Kepler-16b.
Morgunblaðið gefur út glæsi-
legt sérblað um hannyrðir
föndur og tómstundir
föstudaginn 30. september
MEÐAL EFNIS:
Hannyrðir
Skartgripagerð
Jólakortagerð
Útsaumur
Prjón og hekl
Málun
Bútasaumur
Módelsmíði
Rætt við fólk sem kennir föndur
Rætt við þá sem sauma og
selja föndurvörur
Föndur með börnunum og
þeim sem eldri eru
Ásamt fullt af öðru spennandi efni um
föndur og tómstundir
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. sept.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Hannyrðir, föndur
& tómstundir
SÉRBLAÐ
Hannyrðir, föndu
r & tómstundir
Þetta er tíminn til að huga að
hannyrðum og föndri fyrir jólin og sjá
hvað er í boði í tómstundum um
þessar mundir.