Morgunblaðið - 17.09.2011, Síða 26

Morgunblaðið - 17.09.2011, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁsmundurEinarDaðason alþingismaður fjallar um ein- hliða skilyrði Evrópusam- bandsins í grein í Bænda- blaðinu í vikunni. Í greininni bendir hann á að á sama tíma og því sé haldið fram að sjáv- arútvegs- og landbún- aðarráðherra dragi lappirnar þegar komi að ESB-umsókn- inni hljóti margir að velta því fyrir sér hvers vegna utan- ríkisráðherra dragi lapp- irnar í stórum málum sem að henni snúi. Ásmundur Einar nefnir sérstaklega fernt í þessu sambandi: „Ekki hafa verið mótuð samningsskilyrði í stórum málaflokkum og enginn veit hvar sú vinna er stödd. Samningsskilyrði skal síðan samþykkja í ríkisstjórn en það hefur ekki verið gert. Ekki hefur verið boðað til fundar í samningahópi um landbúnaðarmál síðan í febr- úar síðastliðnum. Sá hópur var skipaður m.a. í þeim til- gangi að móta samnings- afstöðu Íslands í landbún- aðarmálum og vera samninganefnd til ráðgjafar hvenær sem er í ferlinu. Ekki hefur verið haft sam- ráð við hagsmunaaðila vegna mótunar samningsskilyrða. Þetta er hundsað þrátt fyrir að samþykkt Alþingis hafi gert ráð fyrir því að slíkt samráð eigi að fara fram. Ekki hafa enn verið haldn- ir opnir fundir í utanrík- ismálanefnd annars vegar og sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd þrátt fyrir að tveir mánuðir séu frá því sú ósk kom fram.“ Það má teljast ótrúleg ósvífni af áköfum bar- áttumönnum fyrir aðild Ís- lands að Evrópusambandinu að saka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að draga lappirnar þegar utan- ríkisráðherrann hefur látið hjá líða að sinna þeim verk- efnum sem þarna eru nefnd. En það er auðvitað ástæða fyrir því að utanríkisráð- herra hefur ekki viljað ganga til þessara verka. Hann veit sem er að með því að ræða eða móta samningsmarkmið, halda fund í samningahópi, hafa samráð við hags- munaaðila eða ræða málin á opnum fundi aukast líkurnar á að fleirum verði ljóst hví- líkt gönuhlaup aðildarum- sóknin er. Með aukinni umræðu og upp- lýsingu almenn- ings minnkar stuðningurinn við aðlögunarviðræð- urnar enn frekar og er hann þó nógu dræmur fyrir frá sjónarhóli aðlög- unarsinna. Meiri umræða gerir utanríkisráðherra og öðrum spunamönnum rík- isstjórnarinnar erfiðara fyrir að halda fram að svart sé hvítt og heitt sé kalt. Með opnum fundum og samráði við hagsmunaaðila yrði til að mynda erfiðara fyrir spuna- menn að telja fólki trú um að nýlega rýniskýrslu ESB um landbúnaðarmál megi túlka á þann veg að sá málaflokkur sé auðleystur og að kröfur ESB í garð Íslands séu létt- vægar eða verði auðveldlega uppfylltar. Í annarri ágætri grein í Bændablaðinu er farið yfir þetta mál og bent á að það sé mat ESB að verulegur mun- ur sé á stuðningskerfi við landbúnað hér á landi og í Evrópusambandinu, auk þess sem miklu muni á stofn- ana- og lagaumhverfinu. Í greininni, sem er eftir Ernu Bjarnadóttur, hagfræðing Bændasamtakanna, eru nefndar ýmsar kröfur ESB um innleiðingu reglna hér á landi, til að mynda um ólífu- olíuframleiðslu, dreifbýlis- þróunarstefnu og umfangs- meira stjórnunar- og eftir- litskerfi. Engin dæmi eru nefnd um kröfur Íslands um að Evr- ópusambandið breyti reglum sínum og lagi þær að reglum Íslands, enda ekki um neitt slíkt að ræða. Aðlögunin er öll á annan veginn og þess vegna er tal um samninga innantómt og tilgangslaust. Viðræðurnar snúast aðeins um það hvernig aðlögun Ís- lands verði útfærð og hvort Ísland hafi sýnt fram á að það hafi aðlagast samband- inu. Utanríkisráðherra og aðrir ákafir talsmenn Evrópusam- bandsins hér á landi draga lappirnar í viðræðuferlinu eins og Ásmundur Einar Daðason bendir á til að halda þessum ljóta leik leyndum eins lengi og unnt er. Þeir vona að þeir geti pukrast með þetta þar til allt verði um seinan og Ísland verði fast í netinu. Meðal annars þess vegna er nauðsynlegt að hætta aðlöguninni þegar í stað. Aðlögunarsinnar draga lappirnar því þeir óttast umræður um eðli viðræðna} Ljótur leikur A llt frá því snemma á sjöunda ára- tug aldarinnar sem leið hef ég verið í vandræðum vegna mikillar kvenhylli. Ástandið nú er þess vegna ekki nýtt af nálinni, en með öðrum blæ en áður. Að þessu sinni er það hin erlenda kvenþjóð sem laðast að mér sem mý á mykjuskán. Og vill gefa mér gull og ger- semar. Það voru yfirleitt skólasysturnar sem létu mig ekki í friði á sínum tíma eða stelpan í næsta húsi, jafnvel jafnöldrur úr öðrum hverf- um, og það undraði svo sem engan enda pilt- urinn bráðmyndarlegur og yndislegur í alla staði. Óvenju hnarreistur með skollitaðan makkann sem flaksaði í hægum sunnan- andvara og sól. Hann stökk drengja hæst, spyrnti og kastaði bolta af meiri list en aðrir og sveiflaði sverði fimlegar en nokkur á sama reki í Norðlendingafjórðungi. Að ekki sé talað um frammistöð- una í skóla, brosið og hlýjuna í augunum. Skólaysturnar og stelpan í næsta húsi áttu aldrei pen- inga en mér var alveg sama, hafði ekki áhuga á verald- legum gæðum þá frekar en nú. Þær voru bara skotnar í mér – í gamalli og góðri merkingu orðasambandsins. Buðu í mesta lagi hálft lakkrísrör. Þessa dagana, og með reglulegu millibili síðustu miss- eri reyndar, hafa mér borist boð um peninga eða annars konar gjafir. Bara ef aumingja konan fær að flytja millj- ónir punda eða dollara af reikningi eiginmanns hennar heitins eða sínum eigin, inn á minn reikning, tímabundið. Mér yrði launað ríkulega. Stundum er þetta ekkja gullnámueiganda í Afríku sem heyrði hve ég væri góður maður og fær ekki á heilli sér tekið fyrr en hún getur deilt með mér auðæfum sínum. Eða fráskilin kona í Suður-Afríku sem efn- aðist gríðarlega í demantaviðskiptum og reiknar ekki með að líta glaðan dag á nýjan leik fyrr en hún verðlaunar mig fyrir það hve ég er góðhjartaður, víðsýnn og myndarlegur. Fyrir kemur að þetta er einfaldlega góð- hjörtuð kona en alloft er vinskapur í boði. Einstaka sinnum líkamlegt samband, jafnvel hjónaband. Þær eiga augljóslega bara gamla mynd af mér. „Ég er Evelyn nafn mitt, gott að hitta þér og ég vil byrja í samband með þér, aldur, fjar- lægð og litur verður ekki hindrun,“ sagði í bréfi sem barst mér í tölvunni í gær, frá elskulegri konu í Síerra Leóne. „Ég falleg rómantísk og viltu vera svo góð að svara mér til að ég geti sagt þér meira af sjálfum mig og skannað myndir mér til að senda þig. Guð blessi þig,“ sagði þar líka, í lauslegri þýðingu. Gott ef hún var ekki langt gengin með krabbamein eða búin að missa börnin úr skæðri pest. Eða kannski var það ein þeirra sem skrifaði mér í fyrradag. Auðvitað er ég spenntur, að vísu tvístígandi en læt lík- lega slag standa fljótlega. Hef þó enn ekki þorað, af skilj- anlegum ástæðum, að nefna þetta við eiginkonuna. Held- ur ekki við Steingrím. Ætli þurfi að borga skatt af svona bisness? En ef maður giftist henni? skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Dáður verðandi milljóner STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is N iðurstöður úttektar á gæðum afla strand- veiðibáta í ár sýna að hann er misjafn að gæðum. Starfshópur sem skipaður var að tilhlutan sjávarút- vegsráðuneytis og í áttu sæti fulltrúar Matís, Matvælastofnunar og Fiski- stofu leggur til nokkrar tillögur til úr- bóta. Má þar nefna að bannað verði að fara íslaus á sjó, að veiting strand- veiðileyfa verði hugsanlega skilyrt því að áhöfn hafi sótt námskeið í í réttri aflameðferð, markaðurinn greiði lægra verð fyrir ormafisk og markaðs- tengdur hvati verði tryggður til að flokka afla betur. Í samantekt á niðurstöðum segir meðal annars: „Strandveiðibátar stunda sína veiðar yfir heitasta árstím- ann þegar fiskur er í slæmu ástandi af náttúrulegum ástæðum, þeir halda sig gjarnan nærri landi þar sem fiskur er smár, meira er um orm og liturinn á roðinu er dekkri (þaraþyrsklingur); þeir landa jafnan óslægðum afla og stærðardreifing er mikil. Aðgengi að ís er takmarkað í sumum höfnum, slæg- ingarþjónusta er almennt ekki lengur fyrir hendi og flutningur á óslægðum afla milli landshluta á þessum árstíma getur farið illa með hráefnið ef aflameðferð hefur ekki verið fullnægj- andi. Það er því ýmsum vandkvæðum bundið fyrir strandveiðiflotann að tryggja gæði aflans.“ Kæling lykilatriði „Sá áhrifaþáttur sem hefur hvað mest að segja um gæði strandveiðiafla er kæling. Almennt má segja að strandveiðiflotinn komi vel út í sam- anburði við hina hefðbundnu dag- róðrabáta hvað kælingu varðar og er ekki hægt að greina marktækan mun á milli þessara útgerðaflokka. Einnig benda niðurstöður úttektarinnar til að kæling strandveiðiafla hafi batnað frá fyrra ári. Þess ber þó að gæta að þörf er á að bæta kælingu enn frekar til að fullnægja kröfum sem settar eru fram í reglugerðum.“ Í skýrslunni segir að að sér- staklega sé alvarlegt að sjá að til- tölulega stór hluti aflans komi í land meira en 6°C heitur. Þetta vandamál eigi þó ekki einvörðungu við um strandveiðiflotann. „Í júlí var 6,5% aflans (fjöldi mælinga) landað óísuðum og var þar langsamlega mest um að ræða afla af svæðum A og B. Hvort ástæða þessa sé erfiðleikar við að fá ís afgreiddan, vanmat á kæliþörf, stað- bundin „stemming“, þekkingarskortur eða eitthvað annað þá er það mat skýrsluhöfunda að strandveiðibátum, sem stunda veiðar yfir heitasta árs- tímann, ætti ekki að vera heimilt að halda á sjó íslausir,“ segir í skýrslunni. Stæðarflokkun ábótavant Stærðarflokkun er annað vanda- mál, sem nefnt er í skýrslunni, en megnið af strandveiðiaflanum er boð- inn upp í fjarsölu áður en honum hefur verið landað. Afli strandveiðibáta ein- kennist hins vegar af því að vera mjög misjafn að stærð og stundum er hann það smár að erfitt er að vinna hann í annað en þurrk eða svo stór að hann passar ekki í flökunarvélar, segir í skýrslunni. Kaupendur geta því lent í að fá ekki þá vöru sem þeir töldu sig vera að kaupa. Lögð er áhersla á að haldið verði áfram því starfi sem unnið var sum- arið 2011 við að hitastigsmæla afla við löndun og dreifa fróðleik um mikilvægi kælingar til sjó- manna. Tryggja verði fjár- magn til þessara verkefna. Vandkvæðum bundið að tryggja gæði afla Strandveiðar 2011 Svæði B •Bátar: 145 •Kvóti: 2.011 tonn •Afli: 2. 039 tonn Svæði C •Bátar: 145 •Kvóti: 2.176 tonn •Afli: 2. 230 tonn Svæði D •Bátar: 143 •Kvóti: 1.482 tonn •Afli: 1.396 tonn Svæði A •Bátar: 253 •Kvóti: 2.830 tonn •Afli: 2.879 tonn Strandveiðisvæðin og afli eftir svæðum A. Arnarstapi - súðavík B. Norðurfjörður - Grenivík C. Húsavík - Djúpivogur D. Hornafjörður - Borgarbyggð •Fjöldi báta: 685 •Útgefinn kvóti: 8.499 tonn •Heidarafli: 8.535 tonn Hluti afla strandveiðiflotans er svokallaður þaraþyrsklingur. Er þar um að ræða mjög smáan þorsk sem veiddur er á grunnu vatni innan um þara. Þessi fisk- ur hefur tekið lit af þaranum og er auk þess oft með mikið af ormi í holdi. Fram kemur í skýrslunni að fiskverkendur telja að mun meira hafi verið um þaraþyrsk- ling í ár en á síðasta ári. Mest hafi borið á þessum fiski í maí og júní á norðursvæðunum, en helst verður vart við þennan afla þegar eitthvað er að veðri, enda freistast menn þá til að halda sig nálægt landi. Telja skýrsluhöfundar að meðan ólympískar veiðar verða stundaðar á strandveiðum sé hætta á að sótt verði í þennan fisk. Meira af þara- þyrsklingi ÓLYMPÍSKAR VEIÐAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.