Morgunblaðið - 17.09.2011, Page 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Það viðrar vel til að hlaupa í dag,
hrista af sér slenið og fá smá-útrás.
Í stað þess að hlaupa um á staðn-
um, í hringi, er
vissara að setja
gjörðir sínar í
einhvers konar
samhengi.
Hlaupið í dag
mun því eiga sér
stað á tiltekinni
götu. Gatan er í
Reykjanesbæ,
nánar tiltekið á
gamla varn-
arsvæðinu sem
ber núna heitið Ásbrú. Svæðið
sjálft hefur verið hluti af íslenskri
sögu og samfélagsþróun, en ekki
hefur verið minnst á það nýlega né
tekið tillit til þess samhengis sem
það ber. Kadeco Þróunarfélag
Keflavíkurflugvallar ehf., fyrirtæki
sem forsætisráðuneytið stendur
fyrir, ætlar sér að koma gamla
varnarsvæðinu í borgaraleg not.
Fyrirhugað er Ásbrú, vistvænt
þekkingarsamfélag, þar sem ný-
sköpun er í farabroddi. Til staðar
eru ótakmarkaðir möguleikar á
heilmiklu landsvæði þar sem fyr-
irhugað er að koma á laggirnar
nýju samfélagi.
Orðræðan sem er notuð í upp-
byggingu þess samfélags er okkur
kunngerð þessa dagana þar sem
frjó hugsun nýsköpunar er sögð
helsta leið okkar til þess að skapa
annars konar virkjunarmöguleika:
hugverkaiðnaðinn. Landsvæði fyrr-
um varnarsvæðisins er hreinsað
með því að gleyma fyrra hlutverki
og vísað til fyrri samfélagsgerðar
Íslands, ásatrúarinnar, og þar með
til framtíðar þar sem hin hreina
náttúruauðlind, hugvitið, er fram-
tíðin.
Lífsgæði Íslendinga eru nú eink-
um óefnisleg líkt og kom fram í ný-
legri frétt.
Greint var frá því að samfélagið
hefði fundið sér nýjan farveg til að
mæla sameiginlega verðleika:
maraþonhlaup og skokk. Í fréttinni
kom fram að ekki er lengur í
„tísku“ að meta eigin verðleika út
frá peningum. Lífsgæðahlaupið er
nú loks orðið raunverulegt hlaup:
virkjun líkama okkar í almennings-
rýminu. Það býr fullvissa í gullinu
mínu, saltinu mínu og í svitanum
sem ég kasta frá mér er ég geri
mig hæfari en næsta mann í að
hlaupa í hringi. Formgerðin sem
beinir hlaupurunum á teygjustað, á
endastöð, setur hlaupið í samhengi
líkt og Íslandsbankahlaupið gerði
um daginn. Þú hleypur til góðs þeg-
ar þú hleypur í samhengi. Fullvissa
um merkingu og samhengi veitir
hlaupinu þínu efnislegan tilverurétt.
Umrótið sem þú myndar með
hlaupinu, útgeislunin sem leysist úr
læðingi, er bundin á ný í samhengi
sem þú getur beitt hvar sem þér
hugnast. Slík beiting, áorkan á
veruleika þinn, getur farið fram
með öðrum hætti: þeirri einföldu
aðgerð að brýna röddina. Sú beiting
er líkömum okkar jafn eðlislæg og
að hlaupa en virðist ekki hafa skilað
sér jafn vel inn í hugmynd Íslend-
inga um lífsgæði.
Samhengið sem myndast með að
ræða og rökræða, svo að þættir í
samfélaginu falla ekki í gleymsku,
verður að vera okkur til halds og
trausts svo við verðum ekki sam-
dauna uppvakningar með ljósaperu
í stað haus, með blýant í stað búks,
með gráðuboga í einni hendi og
töng í hinni. Hin eiginlega virkjun
hugvitsins verður að eiga sér stað í
samræðum í stað þess að kalla ein-
ungis eftir frjórri hugsun og sköp-
un sem geta skilað vöru í hagvöxt-
inn.
Ég heiti i(m)material girl og ég
sprett úr kynslóð óefnisleikans. Ég
er ekkert áþreifanlegt en var um
daginn veitt efnisleg tilveru-
forsenda með því að vera skilgreind
sem grasrót innan stofnunarinnar
Nýlistasafnsins. Ég ber með mér
eiginleika á við sköpunarmátt, ný-
sköpun og frumleika. Í dag mun ég
spreyta og spyrna mér á götu í
Ásbrú sem ber heitið Lífæðin. Líf-
æðarhlaup fer fram með kyndil í
hendi og verður hlaupið minn upp-
hafspunktur á vegferð minni um
hina sameiginlegu efnislausu veröld
okkar. Ef vilji stendur til þess að
mætast í óefnisleikanum og spyrna
saman á móti tómum formgerðum
er öllum velkomið að koma og
hlaupa. Hlaupið hefst kl. 16.
BRYNDÍS BJÖRNSDÓTTIR,
myndlistarmaður.
Lífæðarhlaup
Frá Bryndísi Björnsdóttur
Bryndís
Björnsdóttir
Samkvæmt öruggum heimildum
hefur heimilis- og kynferðisofbeldi
aukist gríðarlega mikið frá hruni
2007-8. Eða um
93% meiri mál-
fjöldi sem leitað
er með til sam-
taka eins og Afls-
ins á Akureyri,
segir Sæunn
Guðmundsdóttir,
talsmaður félags-
ins, í prentmiðli.
Þetta eru sláandi
fréttir. En hvern-
ig er hægt að
bregðast við? Ein leið til hjálpar/
forvarna er að skapa nýjar ímyndir á
sjónvarpsstöðvunum. En íslenskt
sjóvarp í fjölda stöðva/rása eykst nú
ekki mikið til fræðslumenningar
miðað við hvað rásum fjölgar. Þetta
var einna best þegar einungis rík-
issjónvarpið var með eina rás –
hljóðvarp/sjónvarp.
En áhrif sjónvarps til ímynd-
arsköpunar eru ótvíræð og mjög
sterk. Sem sannast á geysilegu
áhorfi á sportrásir enska boltans.
Tískuímyndir eru fljótar að skapast í
sjónvarpi, en ýmsar þeirra eru
staðnaðar og ný viðmið eru nauðsyn-
leg. Áhugi minn á að breyta viðvar-
andi stöðnun er að ná þjóðinni að
skjánum í kennslu á hljóðfæri.
Stuðla að viðhorfsbreytingu gagn-
vart tónlist/hljóðfæraleik. Til mót-
vægis við sportstöðvar. Vakin er at-
hygli á að ein tenging er mjög
æskileg við tónlist/tónsköpun/
hljóðfæraleik.
Þolendur jafnt sem gerendur í
heimilis- og kynferðisbrotamálum
eru oft ekki meðvitaðir um þá sjálfs-
hjálp sem hljóðfæraleikur og öll
önnur skapandi iðja getur fram-
kallað.
Reiður einstaklingur missir stjórn
á skapi sínu og nærtækast er oft að
beita hnefum og berja frá sér, eða í
versta falli að valda kynferðisbroti.
Reiði sem á t.d. rætur í hruni efna-
hagslífs. En oft eru almennir ger-
endur/þolendur ekki meðvitaðir um
hvað eða hvernig reiði/sorg getur
umbreyst í mikla sjálfshjálp og upp-
byggilega iðju, ef viðkomandi fær
bara smá leiðsögn. Ef við lýðurinn
erum með ófrið, erum við lokuð inni,
– ekki valdamenn. Þetta mun aldrei
breytast. Þess vegna þarf viðhorfs-
breytingu í fyrsta lagi hjá yfirmönn-
um sjónvarpsstöðva. Til að stuðla að
ímyndarbreyttu samfélagi, þjóðin
setjist við sjónvarpið heima í stofu.
Það er þekkt saga að tónsköpun í
sjálfshjálp hefur virkað frábærlega:
KK tónlistarmaður samdi eitt sitt
fegursta lag í miðju áfalli eftir ætt-
ingja missi „When I think of angels“.
Enn þekktara er „Tears in heaven“
Eric Clapton, – samið í minningu
sonar sem lést af slysförum.
Þróun tónmennta/fræðslusjón-
varps, – nóg er til af afþreyingar-
sportrásum. En fræðsluefni sem
þarf að virka eins og afþreying vant-
ar í sjónvarp til að vekja forvitni og
áhuga. Nótnalestur/tónfræði virkar
oft eins og slíkt sé eingöngu ætlað
vísindamönnum. En var þá Gísli á
Uppsölum vísindamaður? Hann
hafði unnið heimavinnu sína og spil-
aði á orgel eftir nótum. Nótur verða
ekki málið strax, heldur þarf fyrst að
setja eftirlætislögin í hljómtæki og
spila með á hljóðfærið. Trommu-
myndskeið eru um allt á netinu, en
ekki af því tagi sem ég er með í
huga.
Meðfædd ásláttarþörf kom strax
fram í barnæsku hjá mér með kjuða-
slætti á stampa og tunnur og hafði
ég alla takta fljótt á hreinu með
höndunum. Og fljótlega sá ég hvern-
ig trommari notaði fæturna með.
Þar með small áhuginn og ekki var
aftur snúið. Síðan hef ég hlustað eft-
ir trommu, bassa og gítarleik í allri
tónlist og spilað með. Gítarinn er
mér í dag sem trommur voru áður.
Gítarinn er sterk ímynd í Brekku-
söng. En það er einmitt sú stemning
sem þarf að ná til sjálfshjálpar í
nærveruþáttum með þjóðina heima í
stofu. Að fá alla með í augnablikin, –
sjálfviljugar sálir og skapa þannig
skilning, vináttu, traust og umfram
allt gagnkvæma virðingu. Að finna
reiðinni útrás í leik og söng. Og áður
en þú veist af hefur þú sæst við um-
hverfi, ættingja og vini, – reiðin er
úr leik og söngvar og sigrar sameina
daga og nætur. Og hjartað þitt er
farið að slá í takt við það næsta á
vegi þínum. atlifjollist@simnet.is
ATLI VIÐAR
ENGILBERTSSON,
fjöllistamaður.
Taktur nýrrar tísku
Frá Atla Viðari Engilbertssyni
Atli Viðar
Engilbertsson
Bréf til blaðsins
Um þessar mundir
eru tvær kvennastétt-
ir að fara í verkfall.
Flugfreyjur hjá Ice-
landair fara í allsherj-
arverkfall ef tvö
tveggja daga verkföll
skila ekki árangri og
félagsráðgjafar hjá
Reykjavíkurborg fara
í allsherjarverkfall
mánudaginn 26. sept-
ember. Það vill þannig
til að ég starfaði sem flugfreyja hjá
Flugleiðum (Icelandair) í 14 ár og
man þegar við fórum í verkfall eitt
árið, svo kallað „sokkabuxnaverk-
fall’’ þegar Vigdís Finnbogadóttir,
þáverandi forseti, neitaði að skrifa
undir lög sem áttu að binda enda á
verkfallið vegna þess að það var
kvennafrídagurinn 24. október. Svo
voru sett lög á verkfallið daginn eft-
ir.
Nú starfa ég sem félagsráðgjafi
hjá Reykjavíkurborg. Ég hóf þar
störf í apríl á þessu ári og þó ég
hafi starfað sem félagsráðgjafi frá
árinu 1996 á öðrum sviðum þá hef
ég ekki upplifað annað eins álag
eins og hefur verið undanfarið.
Það merkilega er að fjölmiðlar
eru miklu meira uppteknir af yf-
irvofandi verkfalli flugfreyja en fé-
lagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg.
Hugsunarhátturinn frá
árinu 2007 virðist enn
við lýði. Það skiptir
meira máli að hinir
efnameiri komist til út-
landa en að þeir sem
minna mega sín, sem
fer sífjölgandi, fái að
borða, hafi þak yfir
höfuðið, fái aðstoð
vegna sálrænna og
geðrænna erfiðleika, að
gripið sé inn í þegar
uppeldi er ábótavant,
að fatlaðir og aldraðir
fái þjónustu við hæfi, að ungt fólk
sem býr við erfiðar aðstæður kom-
ist í nám og svo mætti lengi telja.
Félagsráðgjafar hjá Reykjavík-
urborg sinna þessum verkefnum af
natni, en það virðist ekki vera mik-
ill áhugi á þessum gríðarlega mik-
ilvæga málaflokki hjá fjömiðlum
eða fólki almennt!
Merkilegt
Eftir Hönnu Láru
Steinsson
Hanna Lára
Steinsson
» Það merkilega er að
fjölmiðlar eru miklu
meira uppteknir af yf-
irvofandi verkfalli flug-
freyja en félagsráðgjafa
hjá Reykjavíkurborg.
Höfundur er félagsráðgjafi hjá
Reykjavíkurborg.
Í framhaldi af út-
breiddri óánægju
landsmanna með
framkvæmd kvóta-
kerfisins á ákveðnum
sviðum skipaði núver-
andi sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra
starfshóp sem fékk
það meginverkefni að
setja fram tillögur til
breytinga sem leitt
gætu til sátta um nýt-
ingu þessarar meginauðlindar þjóð-
arinnar.
Nefndin, sem skipuð var 18
fulltrúum frá hinum svokölluðu
hagsmunaaðilum og þingflokkum,
skilaði formlegri niðurstöðu 6. sept-
ember 2010. Eins og vera ber voru
skoðanir nefndarmanna í mörgum
tilvikum mjög skiptar þegar fjallað
var um málefni sem hefur jafn víða
áhrif í samfélaginu eins og nýting
sjávarauðlindarinnar, þó að um
sumt væri þokkaleg sátt.
Eitt af þeim atriðum sem þokka-
leg sátt náðist um var að tryggt
skyldi í stjórnarskránni að sjáv-
arauðlindin væri án minnsta efa í
eigu þjóðarinnar líkt og aðrar sam-
eiginlegar auðlindir hennar. Þó að
hér sé á ferðinni ákvæði sem ekki
ætti að vera ágreiningur um, þá
voru fulltrúar LÍÚ í nefndinni engu
að síður á móti því að
það færi í stjórn-
arskrána.
Utangátta
Ef marka má um-
ræðuna sem spunnist
hefur um frumvarp sjáv-
arútvegs- og landbún-
aðarráðherra þá virðist
eins og sumir nefnd-
armannanna sem sam-
þykktu nefnt ákvæði
hafi ekki alveg gert sér
grein fyrir hver áhrifin yrðu. Þetta
kemur glöggt fram þegar verið er að
fjalla um veðsetningu á óveiddum
fiski í sjónum en um hana og fram-
salið innan ársins hefur líklega
mesta óánægjan verið í núverandi
kerfi. Það er nefnilega þannig að
bæði einstaklingar og félög hafa
ekki heimild til þess að veðsetja ann-
að en það sem þeir geta sýnt fram á
með óyggjandi hætti að sé þeirra
eign. Fiskurinn í sjónum verður ein-
faldlega ekki eign sjómanna og út-
gerðarmanna fyrr en hann er kom-
inn um borð í veiðiskipið; þar til
verður hann sameign þjóðarinnar
fari nefnt ákvæði í stjórnarskrána.
Engu að síður er alveg hárrétt hjá
hagfræðingum sem fjölluðu um
frumvarpið, að mikið hagræði er í
því fyrir útgerðina að geta veðsett
fiskinn óveiddan í sjónum, þ.e. veð-
sett annarra eignir en útgerðin er
þar bara ekki ein á báti.
Víðtækt hagræði
Hugsum okkur unga parið sem er
að hefja búskap í leiguhúsnæði en
stefnir, eins og flestir landar okkar,
á að eignast sitt eigið húsnæði en
vantar tímabundinn aðgang að fjár-
magni. Fyrir þetta unga fólk væri
það himnasending ef það gæti nú
veðsett leiguíbúðina fyrir þeirri upp-
hæð sem vantar upp á fjárhæðina
sem lánastofnanir lána til kaupa á
íbúðarhúsnæði. Þrátt fyrir að hér sé
greinilega um mikið hagræði að
ræða fyrir unga fólkið, hefur engum
svo mikið sem dottið í hug að nefna
þessa leið sem mögulega, enda sjá
allir að hún er óbrúkleg með öllu
eins og það að veðsetja óveidda fisk-
inn í sjónum.
Stundum hefur þeim sem af ýms-
um ástæðum ráða ekki við að greiða
fulla leigu verið boðið upp á nið-
urgreitt húsnæði. Hugsum okkur
einstakling sem á rétt á nið-
urgreiddu félagslegu húsnæði en
þarf ekki á því að halda sem stendur.
Fyrir hann væri það mjög hag-
kvæmt ef sömu reglur giltu og verið
hafa um leigu á kvóta innan ársins.
Þá einfaldlega tæki hann húsnæðið á
leigu og endurleigði það síðan hæst-
bjóðanda og styngi mismuninum í
eigin vasa. Þá væri hann kominn í
hóp með þeim útgerðarmönnum sem
fengið hafa úthlutað kvóta sem þeir
síðan selja frá sér, oft á tíðum fyrir
sama verð og fæst fyrir aflann þegar
hann er kominn á land.
Ótækir viðskiptahættir
Ég hugsa að það finnist ekki
margir sem telji að við eigum að
taka upp þessháttar viðskiptahætti
hvað varðar veðsetningu á leigu-
húsnæði eða endurleigu á nið-
urgreiddu félagslegu húsnæði. Ég
reikna meira að segja með því að
LÍÚ elítan telji þessháttar við-
skiptahætti alveg út í hött og komi
ekki til greina. Þá vaknar spurn-
ingin af hverju finnst elítunni að
nefndir viðskiptahættir eigi við í
sjávarútveginum en ekki ann-
arsstaðar í samfélaginu og af hverju
er elítan á móti því að sjáv-
arauðlindin sé án efa sameign þjóð-
arinnar?
Þegar stórt er spurt verður oft
fátt um brúkleg svör. Mitt mat er að
þeir sem ráða för hjá LÍÚ séu enn
að gæla við það hugarfóstur sitt að
sjávarauðlindin verði eign þeirra
sem fengið hafa heimild til þess að
nýta hana síðustu árin, takist það
ekki þá verði þeim úthlutaður svo
ríkulegur nýtingarréttur að hann
veiti þeim nánast sömu réttindi og
eignarrétturinn mundi færa þeim.
Ein lög, einn siður
Eftir Helga
Laxdal
» Af hverju
var LÍÚ á
móti skýru ákvæði um
eignarrétt þjóðarinnar á
sjávarauðlindinni í
stjórnarskrána?
Helgi
Laxdal
Höfundur er vélfræðingur
og fyrrverandi yfirvélstjóri.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is