Morgunblaðið - 17.09.2011, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Fyrir skömmu
gengu skilaboð manna
á milli á samskiptasíð-
unni Facebook undir
fyrirsögninni „Hver
eru verðmæti okkar?“
Þar var lýst yfir
stuðningi við kjara-
baráttu leikskólakenn-
ara og fer ekki á milli
mála að stuðningurinn
í samfélaginu er mik-
ill. Almenn samstaða
virðist ríkja um þann samning sem
nú hefur verið samþykktur og fagna
ég því að samkomulag hafi náðst og
hin daglega starfsemi leikskólanna
getur því haldið óbreytt áfram.
Ástæða þess að ég ákvað að skrifa
þessa grein er að benda á þá dap-
urlegu staðreynd að á haustmisseri
2011 eru aðeins nítján nemar að
hefja nám í leikskólakenn-
arafræðum við Háskóla Íslands. Það
þarf ekki mikla reiknikunnáttu til að
sjá að með þessari neikvæðu þróun
muni verða erfitt að halda áfram því
faglega strarfi sem unnið er á leik-
skólum landsins, samkvæmt því að
leikskólinn sé fyrsta skólastigið í
skólakerfinu.
Er ekki kominn tími til að staldra
við og spyrja okkur: Hver eru okkar
raunverulegu verðmæti? Eins og
þjóðin hefur svo harkalega fengið að
reyna á síðustu árum er svarið svo
sannarlega ekki peningar. Þrátt fyr-
ir það hefur það viðgengist að
bankastjórar og stjórnarmenn fái
greidd „ofurlaun“ fyrir þá miklu
ábyrgð sem þeir báru og bera enn –
en þegar þjóðin horfði á bankana
falla hvern af öðrum og forsætisráð-
herra bað Guð að blessa Ísland
kannaðist enginn þeirra við að bera
nokkra ábyrgð á því hvernig komið
væri fyrir bönkunum.
Hver eru þá okkar verðmæti? Það
dýrmætasta sem við eigum, okkar
raunverulegu verðmæti, eru börnin
okkar og þá veit ég að ég tala ekki
aðeins fyrir sjálfa mig. Í því sam-
félagi sem við búum í og krefst að
öllu jöfnu atvinnuþátt-
töku beggja foreldra er
mikilvægt að huga vel
að börnunum okkar. Í
leikskólanum eyða
börnin okkar allt að níu
tímum á dag og er því
full ástæða til að
staldra við og spyrja
okkur, hvernig staður
viljum við að leikskól-
inn sé? Viljum við að í
leikskólanum sé unnið
metnaðarfullt starf þar
sem velferð og þroski
barnanna er í brennidepli eða viljum
við að leikskólinn verði einhverskon-
ar geymslustaður þar sem starfið
með börnunum líður fyrir manneklu
og áhugaleysi stjórnvalda í mál-
efnum barnanna okkar?
Ábyrgð leikskólakennara gagn-
vart starfinu, börnunum og for-
eldrum þeirra er mikil en sagan
sýnir að launa- og kjaramál hafa
verið í engu samræmi við þá ábyrgð
hingað til. Samkvæmt lögum um
leikskóla skal meðal annars veita
börnunum umönnun og menntun í
hvetjandi og öruggu uppeldis-
umhverfi. Stuðla skal að því að nám
fari fram í leik og skapandi starfi og
börnin njóti fjölbreyttra uppeld-
iskosta. Markmið starfsins eru því
háleit og ábyrgð leikskólakennara
eftir því.
Án efa liggja margar ástæður að
baki því að aðsóknin í námið er ekki
meiri en raun ber vitni en það er al-
veg ljóst að eitthvað þarf að gera í
málefnum leikskólakennara til að
snúa þessari þróun við. Þetta er
málefni sem varðar börnin okkar og
þar með okkur öll.
Hver eru
verðmæti okkar?
Eftir Kristínu Evu
Pétursdóttur
Kristín Eva
Pétursdóttir
» Það dýrmætasta sem
við eigum, okkar
raunverulegu verðmæti,
eru börnin okkar ...
Höfundur er þriggja barna móðir og
nemi í leikskólakennarafræðum við
Háskóla Íslands.
Í Morgunblaðinu
birtust nýlega greinar
eftir þá Þorkel Helga-
son og Eið Guðnason
þar sem þeir vöruðu
eindregið við að byggt
yrði tilgátuhús að Þor-
láksstofu rétt við Skál-
holtskirkju, þar sem
það muni stórskaða út-
lit kirkjunnar.
Í tilefni af þessum
greinum fjallar Morg-
unblaðið um málið og ræðir m.a. við
talsmann Þorláksbúðarfélagsins,
Árna Johnsen alþingismann. Hann
virðist ekkert hafa hugleitt hvort
eitthvað kynni að vera til í gagnrýni
greinahöfunda og ekki ætla að svara
þeim en segir sem svo að alltaf megi
reikna með skiptum skoðunum. „Það
má alltaf reikna með skiptum skoð-
unum, það er bara eðlilegt en allt
þetta mál hefur verið í eðlilegum far-
vegi og er meira en hálfnað. Þetta er
hluti af sögu Skálholts allt frá 12. öld
og verið að sýna sögunni og staðnum
virðingu,“ segir þar. Þá getur tals-
maðurinn þess að allir opinberir að-
ilar sem málið varðar hafi at-
hugasemdalaust gefið leyfi fyrir
þessum framkvæmdum og haft hafi
verið samband við þann sem gætir
höfundarréttar erfingja Harðar
Bjarnasonar, arkitekts Skálholts-
kirkju.
Í Morgunblaðinu 13. þessa mán-
aðar er birt yfirlýsing frá handhöfum
höfundarréttar Skálholtskirkju þar
sem fram kemur að ekkert samþykki
hafi verið eða verði veitt af þeim fyrir
þessari framkvæmd. Í grein Eiðs
Guðnasonar 15. þessa
mánaðar kemur fram
að ekki hafi verið gefið
út byggingarleyfi fyrir
framkvæmdinni. Þetta
er auðvitað graf-
alvarlegt mál og leiðir
vonandi til þess að ekki
verði haldið áfram við
bygginguna á þessum
stað og það sem komið
er fjarlægt. Það breytir
þó ekki kjarnanum í
gagnrýni Þorkels og
Eiðs sem er að tilgátu-
hús um Þorláksbúð á
þessum stað stórskaði útlit Skál-
holtskirkju.
Hér á eftir verður lítillega fjallað
um málið út frá þessu sjónarmiði og
gerð athugasemd við fleiri staðhæf-
ingar formælenda þessa fyrirtækis.
Uppbygging Skálholtsstaðar hef-
ur tekist með ágætum hingað til.
Kirkjubyggingin er reisuleg og þótt
hún sé nútímaleg hafa meginform
hennar skírskotun í eldri kirkjur
staðarins. Veggir hennar eru úr
steinsteypu sem er hvítmáluð en þök
með svörtum skífum. Önnur hús á
staðnum hafa verið mótuð með tilliti
til kirkjubyggingarinnar í formi, efn-
is- og litavali svo úr verður samstæð
og falleg heildarmynd.
Tilgátuhús að Þorláksbúð skýtur
skökku við – líka í bókstaflegri merk-
ingu! – þar sem form, efni og litur
eru af gjörólíkum toga.
Þar sem talsmenn Þorlákbúð-
arfélagsins virðast ekki hafa neinar
áhyggjur af því að tilgátuhús Þor-
láksbúðar muni spilla útliti Skál-
holtskirkju er rétt að benda þeim á
að Þorláksbúð er heldur ekki neinn
sómi sýndur með því að ætla henni
að standa undir kórvegg stórrar
steinsteyptrar Skálholtskirkju.
Í annarri umfjöllun Morgunblaðs-
ins segir að innan stjórnar Skálholts
hafi komið til tals hvort reisa ætti til-
gátuhús Þorláksbúðar á öðrum stað í
Skálholti en þar sem húsið er að rísa
við hlið kirkjunnar á rústum eldri
búðar. Sr. Kristján Björnsson, sem
átti sæti í stjórn Skálholts, segir
menn ekki hafa talið bygginguna þá
lengur tengjast kirkjunni líkt og hún
hefur gert allt aftur til 12. aldar á
tímum Þorláks helga biskups.
„Þarna er verið að endurreisa sögu
staðarins. Sögulegt gildi svona húss
hefði því glatast hefði það risið á öðr-
um stað í Skálholti.“
Við þetta verður að gera þá at-
hugasemd að Þorláksbúð getur ekki
tengst kirkjunni aftur á
12. öld þar sem hún var ekki byggð
fyrr en eftir bruna Árnakirkju 1527
og þá sem bráðabirgðaskýli yfir
messuhald, búð eða kapella eins og
húsið kallast í heimildum og var hún
seinna nefnd Þorláksbúð. Eftir að
dómkirkja kennd við Ögmund Páls-
son biskup reis var búðin síðan notuð
sem skemma til loka 18. aldar.
Þá hygg ég að ofmælt sé að eitt til-
gátuhús, þótt ágætt sé, muni „end-
urreisa sögu staðarins“ sem ég
reyndar vissi ekki að hefði glatast.
Tilgátuhús eru til ýmissa hluta
nytsamleg. Með þeim má t.d. sann-
reyna fornar byggingaraðferðir en
algengast er, og það sem hér á landi
hefur verið gert með góðum árangri,
er að veita innsýn í löngu horfna lifn-
aðarhætti á áþreifanlegan hátt.
Í því er „sögulegt gildi“ tilgátu-
húsa fólgið en alls ekki í því að þau
séu reist á rústum þeirra húsa sem
þau eiga að túlka. Stöng í Þjórsárdal,
Auðunarstofa á Hólum og Eiríks-
staðir í Haukadal eru góð dæmi um
þetta, en ekkert þessara húsa er
byggt á rústum upprunalegra húsa.
Reyndar eru fornleifafræðingar
mjög andsnúnir því að byggt sé á
rústum horfinna húsa þar sem það
getur spillt frekari fornleifum sem
þar kunna að leynast.
Bygging tilgátuhúss Þorláksstofu
er í sjálfu sér athyglisverð hugmynd.
Tillaga mín er því sú að áhuga-
menn um tilgátuhús Þorláksbúðar
taki staðarval þess til endurskoðunar
og finni því verðugan stað. Stað þar
sem það truflar ekki útlit Skálholts-
kirkju og Skálholtsstaðar í heild, en
fengi að njóta sín í landslagi sem
kannski er ekki svo mjög frábrugðið
því sem var fyrir fimm hundruð ár-
um.
Óheppileg staðsetning
tilgátuhúss í Skálholti
Eftir Ormar Þór
Guðmundsson » Tillaga mín er því sú
að áhugamenn um
tilgátuhús Þorláksbúðar
taki staðarval þess til
endurskoðunar og finni
því verðugan stað.
Ormar Þór
Guðmundsson
Höfundur er arkitekt.
Skálholtskirkja og vegghleðslur tilgátuhúss Þorláksbúðar, sem þegar hafa
verið reistar.
–– Meira fyrir lesendur
MEÐAL EFNIS:
Fjölskyldubílar
Umhverfisvænir bílar
Rafbílar
Atvinnubílar
Jeppar
Nýjustu græjur í bíla
Staðsetningarbúnaður
Varahlutir
Dekk
Umferðin
Bíllinn fyrir veturinn
Þjófavarnir í bíla
Námskeið
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 3. október.
Bílablað
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
fjölskyldubíla,
atvinnubíla, jeppa,
vistvænabíla og fleira
föstudaginn 6.október