Morgunblaðið - 17.09.2011, Page 35

Morgunblaðið - 17.09.2011, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 ✝ Guðrún Guð-jónsdóttir fæddist í Voðmúla- staða-Austurhjá- leigu (nú Búland) í A-Landeyjum 21. janúar 1922. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 7. september 2011. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Guðmundsson, f. 12.5. 1890, d. 3.6. 1955 og Jóna Guðmunds- dóttir, f. 6.5. 1887, d. 11.7. 1972. Systkini Guðrúnar: 1) Guð- mundur, f. 1.9. 1915, d. 22.8. 1998. 2) Ingimundur, f. 28.12. 1916, d. 4.12. 1982. 3) Eggert, f. 17.11. 1918, d. 27.4. 1996. 4) Kristján B., f. 15.9. 1920, d. 11.4. 1999. 5) Jóhanna, f. 18.1. 1924, d. 15.4. 1980. 6) Sigríður, f. 25.10. 1925, d. 11.10. 2002. 7) Sigurður Þ., f. 11.6. 1927, d. 8.5. 1998. 8) Þórður, f. 15.7. 1928. 9) Leifur Grétar, f. 15.7. 1928, d. 27.1. 1960. 10) Guðni, f. 12.4. 1931. 11) Kristinn Sigmundur, f. 24.3. 1933, d. 2.12. 1933. Guðrún giftist 24. júní 1947 Sigurði Óskari Sigurðssyni frá Kálfholti, f. 18. júní 1922, d. 24. þau sungu raddað undir stjórn Ingimundar, bróður hennar. Fékk heimili þeirra systkina nafnið Sönghjáleiga meðal sveit- unga. Guðrún var mjög lagviss og ætíð syngjandi og var hún fengin til aðstoðar við söng- þjálfun kirkjukóra í öðrum hér- uðum. Þannig kynntist hún eig- inmanni sínum, Sigurði Óskari. Hún fór sem ung stúlka í vinnu- mennsku hjá sýslumannshjón- unum að Efra-Hvoli, þar sem henni líkaði vistin vel og áttu þau hjón eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar. Seinna fór hún og gerð- ist vinnukona hjá pípulagn- ingameistara í Reykjavík. Eftir að hún settist að á Selfossi með eiginmanni sínum, starfaði hún um tíma í mjólkurbúinu en lengst af í þvottahúsi Sjúkrahúss Suð- urlands. Tengdaforeldrar Guð- rúnar fluttu til þeirra Sigurðar þegar þau brugðu búi 1954. Bjuggu þau hjá þeim sem eftir lifði og nutu umönnunar Guð- rúnar þegar ellin færðist yfir. Á heimili Guðrúnar og Sigurðar átti fjöldi fólks athvarf til lengri eða skemmri tíma þegar komið var í kaupstaðinn og allir boðnir velkomnir með bros á vör. Eftir lát Sigurðar bjó Guðrún að Grænumörk 5 þar til hún flutti á hjúkrunarheimilið Ljósheima ár- ið 2004. Útför Guðrúnar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 17. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 11. júlí 1994. Foreldrar hans voru Sigríður Hannesdóttir og Sigurður Sigurðs- son. Sigríður hóf síðar sambúð með Júníusi Ingvarssyni sem gekk Sigurði Óskari í föður stað. Guðrún og Sig- urður Óskar eign- uðust þrjú börn: 1) Jóna Sigríður, f. 14.2. 1948, gift Guðmundi V. Þor- kelssyni. Þau eiga 2 börn og 3 barnabörn. 2) Ragnheiður Björg, f. 5.8. 1951, gift Theodóri I. Vil- mundarsyni. Þau eiga 3 börn og 5 barnabörn. 3) Sigurður Júníus, f. 19.5. 1954, giftur Hjördísi Gunnlaugsdóttur. Þau eiga 3 dætur og 5 barnabörn. Guðrún og Sigurður Óskar settust að á Selfossi, fyrst að Austurvegi 30 þar sem þau bjuggu í sambýli við Ingimund, bróður Guðrúnar, og síðar fluttu þau að Tryggvagötu 8b sem varð heimili þeirra til tæplega 40 ára. Guðrún ólst upp í stórum systk- inahópi og var mikil tónlist iðkuð á heimilinu. Hún, ásamt systk- inum sínum, var oft fengin á skemmtanir í sveitinni þar sem Nú kom að því að hún amma mín fékk hvíldina sem hún var farin að þrá og komast til afa sem búinn er að bíða þolinmóð- ur og vaka yfir henni, nú verður gleði hjá þeim. Ég var mikið hjá ömmu og afa, bæði á Tryggva- götunni þegar ég og vinur minn æfðum með skólalúðrasveit Sel- foss í nokkra vetur og eins þeg- ar þau bjuggu á Bakkatjörninni en hjá þeim bjó ég á meðan ég lærði vélvirkjun í FSU. Já, það var mikið gott að búa hjá ömmu og afa og heimili þeirra stóð manni alltaf opið. Alltaf heyrðist sama hressa röddin þegar maður kom inn úr dyrunum „Er það hann Villi minn“. Mikið var hún glöð þegar við Guðrún Erla nafna hennar til- kynntum henni að hún væri að verða langamma í fyrsta sinn og alltaf fannst henni hún verða ríkari og ríkari eftir því sem fjölgaði í fjölskyldunni, því fjöl- skylda og fjölskyldubönd hafa alla tíð skipt hana miklu. Því miður komumst við ekki í jarðarförina en ömmu Gunnu minnumst við fjölskyldan sem brosmilda gleðigjafans sem allt- af var syngjandi og með létta lund og þar sem við vitum að það verða fagnaðarfundir hjá henni og afa ætlum við af því tilefni að fá okkur „einn til lífs- ins“ eins og hún sagði alltaf og sjá hana fyrir okkur blikka aug- unum og brosa. Þú hafðir hjarta úr gulli, elsku amma, hjartans þakkir fyrir allan sönginn, hvíl í friði. Vilmundur, Guðrún Erla, Óskar Fannar, Hlynur Ísak og Steinar Ingi. Stillt með ströndum öllum, stafar vog og sund, friður er á fjöllum friður er á grund; heyrist fuglkvak hinsta, hljótt er allt og rótt, hvíl þú hug minn innsta, himnesk sumarnótt. Fagra haust þá fold ég kveð. Faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (Steingr. Thorst.) Nú þegar ég kveð hana Guð- rúnu er friður og gleði sú til- finning sem fyllir hugann. Há- öldruð kveður hún þetta líf sem hún lifði í gleði og kærleika. Gleði og söngur eiga saman í hugum okkar flestra og þannig tókst hún á við lífið. Söngur var henni eðlislægur, raulandi við vinnu sína, syngjandi í mann- fagnaði, syngjandi þegar hún fór í gegnum eitthvað sem okk- ur hinum hefði fundist erfitt. Ég er viss um að hún las aldrei sjálfshjálparbók, vissi vísast ekkert um slíkar bókmenntir. Henni virtist ásköpuð jákvæð hugsun og að sjá eitthvað já- kvætt í öllu og öllum. Einstök kona sem átti einstakt heimili þar sem á tímabili bjuggu sam- an fjórar kynslóðir. Hún var tengda-dóttir, eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma á sama heimilinu á sama tíma og rækti öll hlutverkin fullkomlega. Gestir drógust að þessu heimili og fundu fyrir heilun allra sinna erfiðleika með kaffi- sopanum og pönnukökunum hennar Gunnu. Oft hljómaði harmonikkuleikur húsbóndans í stofunni eftir kaffið og hún söng með og tók dansspor. Gestir fóru endurnærðir til síns heima. Guðrún hafði tónlistargáfu og söngrödd sem algengt er í fjöl- skyldu hennar. Hún hefði sómt sér vel í tónlistarhöllum. En slíkt var ekki í boði fyrir stúlk- ur úr sveit á Íslandi þegar hún var ung. Hún virtist ekki harma það, hefur sennilega ekki hugs- að þann möguleika. En hæfi- leikanna nutu hins vegar allir sem kynntust henni bæði heima og á vinnustað. Þau hjónin voru meðal frumbyggja Selfoss, sett- ust þar að árið 1947, en sveitar- félagið Selfoss er ári eldra. Þau bjuggu fyrst að Austurvegi 30 en keyptu húsið Laufás að Tryggvagötu 8 árið 1954 og endurbyggðu það og stækkuðu. Það varð þetta fjölskylduhús sem var áfangastaður fjöl- margra gesta, sumir komu úr sveitum og báðust gistingar, aðrir bjuggu í nágrenninu og komu til að lyfta geði sínu eins og fyrr sagði. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera boðið að búa á þessu heimili þegar ég var 14 ára og fara í skóla á Selfossi. Ég var þannig vitni að og að- njótandi þess sem ég hef verið að reyna að lýsa. Á þessum tímamótum þyrlast upp margar minningar og þær eru ljúfar og góðar. Fyrir þær allar, um- hyggjuna og þolin- mæðina sem mér, unglingn- um, var sýnd vil ég þakka. Ég flyt börnum Guðrúnar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur mínar og fjöl- skyldu minnar og bið þeim blessunar. Sigrún Ásgeirsdóttir. Guðrún Guðjónsdóttir ✝ Sigurður Ant-onsson fæddist á Glæsistöðum í V.- Landeyjum 31 maí 1928. Hann lést á dvalarheimilinu Kumbaravogi eftir tveggja mánaða fjarveru að heiman. Foreldrar hans voru hjónin Anton Þorvarðarson, f. 1889, d. 1990, bóndi að Glæsistöðum, og Guðrún Guðmundsdóttir frá Sigluvík í sömu sveit, f. 1898, d. 1980. Bræður Sigurðar eru: Guð- mundur, bóndi og málarameist- ari, f. 1929, Kristinn, bóndi, f. 1930 og Ástþór, bóndi, f. 1932.. Bræðurnir fjórir bjuggu alla tíð á Glæsistöðum. Sigurður var alla tíð einhleypur. Hann sótti víða vinnu, t.a.m. marg- ar vertíðir í Vest- mannaeyjum, margar sláturtíðir á Hellu og var um tíma við uppbygg- ingu Keflavík- urflugvallar þegar herinn var að byggja upp aðstöðu sína á Miðnesheiði. Sigurður verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju í dag, 17. september 2011 og hefst athöfn- in kl. 14. Nú er frændi minn, Sigurð- ur, elsti Glæsistaðabróðirinn, dáinn. Faðir minn var hluti af stórum systkinahópi og mjög ungur að árum er móðirin dó. Þá tók elsta systirin, Guðrún, að sér að stjórna heimilinu og koma yngstu systkinunum í móðurstað. Þess vegna var það að faðir minn reyndi að komast eins oft og mögulegt var til að heimsækja systur sína á bernskuheimili sitt þegar hann varð fulltíða maður og fluttur úr sveitinni til Reykjavíkur. Honum fannst hún vera stað- gengill móður sinnar sem hann saknaði alla tíð. Ég minnist því margra þess- ara heimsókna sem ég var með í för með honum og síðar með eiginmanni mínum og börnum. Þannig kynntist ég Glæsistaða- bræðrunum, sonum Guðrúnar föðursystur minnar. Alltaf var tekið vel á móti okkur á Glæsistöðum. Gleði og ánægja ríkti alltaf á þeim end- urfundum. Á Glæsistöðum, eins og flestum íslenskum bújörð- um, þurfti svo sannarlega að taka til höndunum. Þar voru næg viðfangsefni fyrir fjóra unga bræður. Þeir lærðu af dugandi foreldrum sem bæði urðu háöldruð og unnu með þeim svo lengi sem þau voru vinnufær. Bræðurnir tóku síðan við búinu og hafa verið sam- hentir í því að reka það með miklum myndarskap. Það er ekki ofsögum sagt að mikill sómi sé að búi þeirra hvert sem litið er, hvort heldur er á húsakost, skepnuhald eða um- hverfið allt. Þegar þeir bræður voru sóttir heim var allt innanhúss til sóma og góðar veitingar frambornar. Við minnumst góðra endurfunda á síðustu árum eins og alltaf. Íslenskir bændur þurfa að vera dugandi eigi fyrirtækið að bera sig. Þannig dugnað átti Sigurður frændi og allir bræður hans. Í þeim dugnaði komu fram bestu mannkostir sem hægt er að öðlast: þ.e. vinnusemi, úthald, hagsýni, sparsemi, bjartsýni og trú, auk umhyggju fyrir öllu sem lifir og bróðurkærleik svo að samvinnan yrði sú sem hún varð. Fyrir þetta fordæmi þakka ég og bið ykkur Kristni, Guð- mundi og Ástþóri blessunar Guðs, hann veiti ykkur huggun í sorg ykkar. Guð blessi minningu Sigurð- ar. Sigríður Ólafsdóttir Candi. Sigurður Antonsson ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur fjölskyldunni samúð, hlýhug og vináttu vegna veikinda, andláts og útfarar okkar hjartkæra KJARTANS GUÐJÓNSSONAR, Heiðmörk 1, Stöðvarfirði. Jóna Hallgrímsdóttir, Guðjón Kjartansson, Agnes Guðmundsdóttir, Oddný Vala Kjartansdóttir, Þorvaldur Hreinsson, Halla Kjartansdóttir, Björn Svanur Víðisson, Kristján Erling Kjartansson, Pálína Auður Lárusdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, JÓNÍNU MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR, áður til heimilis að Sóltúni 11. Grímur H. Brandsson, Sigríður Ágústsdóttir, Tómas J. Brandsson, Karen Jónsdóttir, Ágústa Brandsdóttir Hummel, Werner Hummel, Guðbrandur G. Brandsson, Arnheiður Vala Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem veittuð okkur aðstoð og sýnduð hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og tengda- sonar, ÁSGEIRS GUÐJÓNS KRISTJÁNSSONAR frá Bolungarvík, Drafnarbraut 2, Dalvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar og lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir alúð og góða umönnun. Bergljót Vilhelmína Jónsdóttir og fjölskylda. ✝ Þökkum af alhug öllum þeim sem heiðruðu minningu okkar elskulegu ARNÞRÚÐAR MARGRÉTAR JÓHANNESDÓTTUR sjúkraliða, Arahólum 4, áður Kópavogsbraut 107, sem lést þriðjudaginn 28. júní, og sýndu okkur og fjölskyldunni allri samúð og hlýju við fráfall hennar. Sigurður Gunnlaugsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Gísli Eiríksson, Gíslunn Arngrímsdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Haraldur Þorsteinsson, Sigurlaug Sigurðardóttir, Emil Valgarðsson, Margrét Sigurðardóttir, Eyþór Rafn Þórhallsson, ömmu- og langömmubörnin. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, lang- afa og langalangafa, GUNNÞÓRS RAGNARS KRISTJÁNSSONAR, áður til heimilis í Skarðshlíð 29, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Kjarnalundi og lyflækninga- deildar Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Jakobína Þórey Gunnþórsdóttir, Kristján Gunnþórsson, Jónína S. Helgadóttir, Þóroddur Gunnþórsson, Lilja Marinósdóttir, Sveinmar Gunnþórsson, Kristín Pálsdóttir, Eyþór Gunnþórsson, Soffía Valdemarsdóttir, Jóhanna Gunnþórsdóttir, Brynjólfur Lárentsíusson, Ragnar Gunnþórsson, Haraldur Gunnþórsson, Hallfríður Hauksdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, MAGNÚSAR KARLS PÉTURSSONAR læknis, Einilundi 1, Garðabæ. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Pétursdóttir, Ólafur Tryggvi Magnússon, Björg Vilhjálmsdóttir, Magnús Karl Magnússon, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Atli Freyr Magnússon, Steinunn Gestsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.