Morgunblaðið - 17.09.2011, Side 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ljóð eru mannbætandi. Að mínu
mati ættum við að lesa meira af
ljóðum. Auk þess eru þau þægi-
legt lesefni fyrir þreytta þjóð.
Maður sofnar út frá skáldsögum
eftir tvær blaðsíður og man aldrei
hvar maður á að byrja kvöldið eft-
ir, en með ljóðabók í hendi getur
maður sofnað með góðri samvisku
eftir að hafa lesið tvö ljóð,“ segir
Eyþór Árnason. Nýverið kom út
eftir hann ljóðabókin Svo ég komi
aftur að ágústmyrkrinu. Þetta er
önnur ljóðabók Eyþórs en hann
vakti óskipta athygli þegar hann
steig fram á vettvang skáldskap-
arins með sinni fyrstu bók,
Hundgá úr annarri sveit, haustið
2009 og hlaut Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar fyrir.
Með blað og
penna til reiðu
Aðspurður segir Eyþór því ekki
að leyna að erfitt sé að fylgja
verðlaunabókinni eftir. „Mér líður
svolítið eins og popphljómsveit
sem er að gefa út plötu númer
tvö, eftir að frumraunin hefur
slegið í gegn,“ segir Eyþór og tek-
ur fram að hann hafi aldrei verið í
vafa um að hann vildi fylgja fyrstu
bókinni eftir með annarri. „Fyrst
það gekk svona vel með þessa
fyrstu kom ekki annað til greina
en að láta vaða með næstu. En
þetta tók sinn tíma, enda var
meiri hugsun í þessari bók og hún
að mörgu leyti heilsteyptari,“ seg-
ir Eyþór, en nýja bókin hefur ver-
ið tvö ár í smíðum.
„Með þessa bók hafði ég góðan
tíma á köflum til að skrifa og þá
vann ég þetta eins og rithöfundar
gera. Ég fékk mér kaffi þegar ég
vaknaði á morgnana og settist svo
við skriftir,“ segir Eyþór og tekur
fram að þetta hafi verið mjög
skemmtilegur tími. „Ég trúi á
innblásturinn. Hins vegar veit
maður aldrei hvenær yrkisefnið
dettur í hausinn á manni. Það get-
ur verið í göngutúr eða þegar
maður er úti að keyra. Þá er bara
spurning um að vera nógu snögg-
ur að hripa þetta niður,“ segir
Eyþór og tekur fram að sér sé
þess vegna meinilla við að vera
ekki alltaf með blað og penna í
vasanum til reiðu.
Ljóð eru mannbætandi
Morgunblaðið/RAX
Innblástur „Mér líður svolítið eins og popphljómsveit sem er að gefa út plötu
númer tvö eftir að frumraunin hefur slegið í gegn,“ segir Eyþór Árnason.
Eyþór Árnason sendir frá sér sína aðra ljóðabók
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Í raun má segja að sviðsetningin
snúist um afstæði sannleikans,“
segir Auður Ava Ólafsdóttir, rithöf-
undur og listfræðingur, en Þjóðleik-
húsið frumsýnir í Kassanum í kvöld
nýtt leikrit eftir hana sem nefnist
Svartur hundur prestsins. Auður
Ava hefur á síðustu misserum getið
sér gott orð sem skáldsagnahöf-
undur, en þetta er í fyrsta sinn sem
hún reynir fyrir sér sem leikskáld.
„Við Kristín [Jóhannesdóttir leik-
stjóri] unnum saman áður en æfing-
arnar byrjuðu og lögðum línurnar.
Það hefur verið mjög mikið æv-
intýri að vinna með henni. Hún er
reynsluboltinn og það var eins og
heilt námskeið í leikritasmíð að fá
þetta tækifæri til að vinna með
henni,“ segir Auður og tekur fram
að sig langi eftir þessa jákvæðu
reynslu tvímælalaust til þess að
skrifa meira fyrir leikhús.
Flugeldasýning úr orðunum
„Skáldsagan býður upp á svo
margar leiðir til að koma hugsun
sinni til skila. Leikritið er hins veg-
ar miklu þrengra form því það þarf
að koma hugmyndafræði, heim-
speki ef einhver er, persónusköpun,
atburðarás og framvindunni allri
fyrir í gegnum samtöl. Það var þess
vegna svo spennandi bæði fyrir mig
og hópinn að þetta væri hugsað sem
verk í þróun,“ segir Auður Ava og
tekur fram að hún hafi skrifað þrjú
uppköst að leikritinu á æfingaferl-
inu öllu.
Spurð hvort útkoman sé eins og
hún hafi séð fyrir sér þegar hún
sendi frá sér fyrsta uppkastið svar-
ar Auður Ava því játandi. „Þetta er
hins vegar miklu meira. Það eru svo
margir listamenn sem leggjast á ár-
ar. Þú gefur þeim orð og þeir búa til
flugeldasýningu,“ segir Auður Ava.
Tekur hún fram að hún hafi frá
upphafi ákveðið að fá aðra rödd inn
í verkið en sú rödd er dansinn. „Ég
ákvað að fara þessa leið í ljósi
spurningarinnar um hlutverk
tungumálsins í tjáningu ein-
staklingsins. Þess vegna vildi ég fá
aðra rödd inn í verkið og fannst rök-
rétt að það yrði dans. Dansinn,
þessi orðlausi hluti persónusköp-
unarinnar, er þannig þáttur í inn-
taki og byggingu verksins. Dansinn,
leikmyndin og hljóðmyndin, sem
þrír ungir listamenn koma að,
gegna að sumu leyti því hlutverki
að sýna rönguna á persónunum,
sýna það sem sem orðin ná ekki yf-
ir.“
Í leikriti Auðar Övu kynnast
áhorfendur ættmóður sem býður
syni sínum, tveimur dætrum og
tengdasyni í vöffluboð til að greina
frá ákvörðun sem kemur öllum í
opna skjöldu. Dæturnar þurfa að
takast á við gerbreyttar aðstæður í
samskiptum við móður sína en lenda
auk þess í átökum við bróður sinn
sem kominn er langt að og hefur
ákveðið að gerast boðberi sannleika
sem allir vilja forðast.
Eru minningarnar skáldskapur?
„Þegar ég var byrjuð að skrifa
verkið datt ég niður í sjónvarpsþátt á
erlendri stöð þar sem verið var að
fjalla um minnið og þar kom fram að
það væri staðsett á sama stað í heil-
anum og ímyndunaraflið. Þannig er
sá möguleiki fyrir hendi að það sem
við teljum okkur muna sé skáld-
skapur. Því má spyrja sig hvort orð
geti náð utan um veruleikann og
gert honum skil. Geta samtöl gert
sannleikanum skil? Eins má spyrja
sig hvernig við notum orð. Notum
við þau til að skilja annað fólk og
sýna samkennd eða til að ná völdum
yfir heiminum og réttlæta þau völd,“
spyr Auður Ava og tekur fram að
hún notist við vel þekkt bragð í
verkinu þegar hún smættar heiminn
niður í fjölskyldu.
Að sögn Auðar Övu veltir hún í
verki sínu einnig upp spurningum
um fjölskylduna sjálfa, sem í nú-
tímaþjóðfélagi er samsett á ólíkan
hátt. „Hvað er það sem býr til fjöl-
skylduna? Er það sameiginleg
reynsla og minning? Nægir blóð-
skyldleiki til að mynda fjölskyldu,“
spyr Auður Ava og bætir við: „Fjöl-
skyldan í verkinu er kannski svolítið
sérstök, en ég held hún sé ekkert
furðulegri en margar íslenskar fjöl-
skyldur. En maður hlýtur sem höf-
undur að hafa áhuga á því sem er
handan við normið, þessu frá-
brugðna, og leikhúsið snýst um sam-
mannlegan veruleika í stækkaðri
mynd.“
Skoðar afstæði sannleikans
Veruleiki Atli Rafn Sigurðarson í uppfærslunni á Svörtum hundi prestsins.
Nýtt leikrit eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Svartur hundur prestsins, verður
frumsýnt í Kassanum í kvöld Sviðsetningin snýst um afstæði sannleikans
Smættun Auður Ava Ólafsdóttir
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hljómsveitin Hellvar gafá dögunum út sínaaðra plötu, Stop ThatNoise, og batt þar með
enda á langa bið tónlistar-
áhugamanna en fjögur ár eru liðin
frá því að fyrsta plata sveitarinnar
kom út. Talsvert vatn hefur runn-
ið til sjávar síðan þá og hafa þrír
einstaklingar bæst í hópinn sem
áður var einungis skipaður Heiðu
(Ragnheiði Eiríksdóttur), áður
kenndri við Unun, og Elvari Sæv-
arssyni,
maka henn-
ar. Þó svo
Hellvar sé
nú skipuð
fimm ein-
staklingum
hefur
trommu-
heilinn,
sem mikið var notaður við gerð
fyrri plötunnar, ekki verið lagður
að fullu á hilluna og nýtur hann
sín vel á plötunni í bland við af-
bragðs trumbuslátt. Þeir sem
bæst hafa í raðir sveitarinnar eru
þau Sverrir Ásmundsson, Alex-
andra Ósk Sigurðardóttir og Ólaf-
ur Ingólfsson (en þess má geta að
Haukur Viðar Alfreðsson úr
Morðingjunum hefur nú leyst
Sverri af hólmi).
Hljómur plötunnar minnir um
margt á síðpönk og nýbylgju ní-
unda áratugarins og ef ekki væri
fyrir söng Heiðu þá gæti mér
fundist ég vera að hlusta á ein-
hverja af fyrstu plötum New Or-
der. Fyrstu tvö lög plötunnar,
„Ding an Sich“ og „I Should be
Cool“, hafa notið talsverðra vin-
sælda í útvarpi landsmanna en eru
að mati undirritaðs ekki feitustu
bitar plötunnar. Lögin „Falsetto“,
„You Say I Know“ og titillag plöt-
unnar eru öll mjög góð og einnig
er vert að gefa gaum að „Morcau
de Gaite“ sem, eins og nafnið gef-
ur til kynna, er sungið á frönsku.
Platan er í heild mjög þétt og góð
og greinilegt að fagmannlega hef-
ur verið að henni staðið. Aft-
urhvarf til nýbylgju níunda ára-
tugarins er í raun mun ferskara
en margt það popp sem ískrað
hefur í eyrum Íslendinga upp á
síðkastið.
Hluturinn
í sjálfum
sér
Geislaplata
Hellvar – Stop That Noise
bbbbn
DAVÍÐ MÁR
STEFÁNSSON
TÓNLIST
Leikstjórn er í höndum Kristínar
Jóhannesdóttur, Elín Hansdóttir
hannar leikmyndina, Helga
Björnsson búningana, Melkorka
Sigríður Magnúsdóttir sviðs-
hreyfingar, Gísli Galdur Þor-
geirsson tónlist og hljóðmynd,
en lýsingu hannar Halldór Örn
Óskarsson. Leikarar í sýning-
unni eru Kristbjörg Kjeld, Mar-
grét Vilhjálmsdóttir, Nanna
Kristín Magnúsdóttir, Atli Rafn
Sigurðarson og Baldur Trausti
Hreinsson.
Leikstjórn
og leikarar
LEIKSTJÓRINN ER KRISTÍN
JÓHANNESDÓTTIR