Morgunblaðið - 17.09.2011, Page 43

Morgunblaðið - 17.09.2011, Page 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hljómlistamaðurinn Hermigervill (Sveinbjörn Thorarensen) á nú að baki fjórar plötur. Lausnin (2003) og Sleepwork (2005) innihéldu ósungið hipp hopp en í hitteðfyrra datt hann inn á það að setja þekktar íslenskar dægurflugur í rafræna yfirhalningu. Fyrir tilstilli alls kyns hljóðgervla og ýmiskonar rafrænna ása sem Gervi- llinn geymir í ermum sínum voru lög eins og „Glugginn“, „Sveitin milli sanda“ og „Vegir liggja til allra átta“ send í nokkurs konar „makeover“ svo stuðst sé við sjónvarpsmál. Þessi lög, ásamt fleirum, litu dagsins ljós á plötunni Hermigervill leikur vinsæl íslensk lög og naut platan þónokk- urra vinsælda. Platan Hermigervill leikur fleiri íslensk lög kom út fyrir stuttu, önnur plata tvíleiks. Hrós Hermigervillinn er staddur í Belg- íu um þessar mundir og þar tekur hann við hrósi vegna umslagshönn- unar en allar plötur hans hafa verið einstaklega smekklegar að því leyt- inu til. „Jú, þarf þetta ekki allt að vera út- pælt?“, segir hann. „Ef maður þykist ætla að vera með einhverja listræna tilburði þá gengur ekki að skrópa í einu fagi.“ Platan nýja var tekin upp í Svíþjóð og segist Hermigervill vera með fær- anlegt hljóðver með sér, enda sé hann að myndast við það að lifa af list sinni. „Ég er með svona hipparúgbrauð (og vísar í gamaldags sendiferðabíla) svo ég geti ferðast um með græj- urnar. Ég sem t.a.m. fyrir auglýs- ingar og heimildarmyndir en svo er það litla dúllan mín, Berndsen, sem ég er gríðarlega stoltur af. Ég sá um alla tæknivinnu á Lover in the Dark og ég á mér þann draum að sá dreng- ur verði heimsfrægur.“ Risaland En hvernig komu þessar dæg- urflugnaplötur til? „Þetta var bara köllun sem ég fékk,“ svarar Hermigervill snarp- lega. „Ég er farinn að safna gömlum hljóðgervla og „moog“-plötum, ógeðslega hallærislegum plötum þar sem vinsæl lög þeirra tíma voru leik- in á þessi apparöt. Plöturnar bera nöfn eins og „The Beatles hits on the Moog“ og svoleiðis. Í gegnum þessar plötur sér maður að raftónlist er mun eldri en að vera eitthvað eitís- fyrirbæri. Ég er t.d. að spila á þe- remín sem var fundið upp 1920. En mér fannst vanta svona íslenska plötu. Titillinn vísar í plötu sem Þórir Baldursson gerði árið 1971, Þórir Baldursson leikur vinsæl íslensk lög en þar leikur hann á hammondorgel. Auk rafhljóða nýti ég mér líka hljóð- færi, spila á trommur t.a.m. Ég á lítið krakkasett sem passar vel í rúg- brauðið. Ég get ekki lengur sest við venjuleg sett, þá líður mér eins og ég sé í risalandi (hlær).“ Loforð Fyrsta platan í tvíleiknum gekk vel í landann, þau 500 eintök sem Hermigervill lét framleiða kláruðust. Þá plötu gaf hann út sjálfur en Kimi sér um útgáfuna á nýju plötunni. „Ég nálgast hvert lag á mismunandi hátt, það ræður því hvernig meðferð það fær en samt lenda þau nú alltaf í sama hljóðheimi, hljóðheimi sem ég slepp ekki úr sjálfur. Og ég lofa því að þetta er síðasta platan!“ Hipparúgbrauðið góða Hlaðinn Hermigervill inni í hljóðgervlaturni.  Hermigervill gefur út ...leikur fleiri ís- lenzk lög  Tvíleik lokið með útgáfunni Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur hafið rannsókn á innbrotum sem gerð hafa verið í tölvur þekktra einstaklinga úr heimi lista og af- þreyingar í Bandaríkjunum og má þar nefna Scarlett Johansson, Milu Kunis og Justin Timberlake. Þá virð- ist sem óprúttnir einstaklingar hafi komist yfir ljósmyndir af frægu fólki sem geymdar voru í farsímum þess og tölvum, meðal annars af Joh- ansson. Þá hafa einnig nekt- armyndir birst af leikkonunni Jes- sicu Alba á netinu. Dagblaðið Los Angeles Times seg- ir frá því að talsmaður FBI hafi stað- fest að rannsókn sé hafin á inn- brotum í tölvur og farsíma tuga þekktra einstaklinga. Lögmaður Johansson hefur varað menn við því að birta stolnar myndir af henni á netinu. Slúðurvefurinn TMZ hefur m.a. fjallað um mynd- irnar af Johansson og að hún hafi beðið lögmann sinn að ganga í málið líkt og leikkonan Mila Kunis. Reuters Stuldur Johansson er ekki sátt. Stolnar myndir af frægu fólki Leikarinn og hjartaknúsarinn Brad Pitt segir í viðtali við tíma- ritið Parade að líf hans hafi verið aumkunarvert áður en hann kynntist barnsmóður sinni Angel- inu Jolie. Hann hafi verið orðinn leiður á því að láta sem hjónaband þeirra Jennifer Aniston væri í blóma. Pitt segist hafa eytt miklu púðri í að fara huldu höfði og forðast sviðsljósið sem fylgir Hollywood-stjörnum hvert sem þær fara. „Ég fékk nóg af því að sitja á sófa með jónu í hönd, í fel- um. Mér fannst þetta orðið aumk- unarvert,“ segir Pitt í viðtalinu. Það hafi verið gæfuspor að eign- ast börn með Jolie. Jolie færði lífinu lit Reuters Pyttur Pitt féll í fúlan pytt en náði sér upp úr honum. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% I DON´T KNOW HOW SHE DOES IT KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 I DON´T KNOW HOW... Í LÚXUS KL. 1 - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L WARRIOR KL 8 - 10.50 16 SPY KIDS 4D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 - 5.50 L OUR IDIOT BROTHER KL. 8 - 10.10 14 STRUMPARNIR 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 - 5.50 L STRUMPARNIR 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 - 5.40 L 30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14 I DON´T KNOW HOW SHE DOS IT KL. 5.50 - 8 - 10.10 L COLOMBIANA KL. 8 - 10.20 16 MELANCHOLIA KL . 6 - 9 12 Á ANNAN VEG KL. 4 (TILBOÐ) - 6 - 8 10 SPY KIDS 4D KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 L 30 MINUTES OR LESS KL. 10 14 STRUMPARNIR 3D KL. 3.40 (TILBOÐ) L I DON´T KNOW HOW SHE DOS IT KL. 8 - 10 L COLOMBIANA KL. 6 - 8 - 10 16 STRUMPARNIR 3D KL. 4 (TILBOÐ) L Á ANNAN VEG KL. 4 (TILBOÐ) 10 SPY KIDS 4D KL. 6 L LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar COLOMBIANA Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 (Power) WARRIOR Sýnd kl. 7 - 10 THE CHANGE-UP Sýnd kl. 5:50 - 8 THE DEVILS DOUBLE Sýnd kl. 10:15 SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 STRUMPARNIR ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (700kr.) - 4 Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD! HÖRKU SPENNUMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „TAKEN“ FRÁ LEIKSTJÓRA WEDDING CRASHERS OG HANDRITS- HÖFUNDUM THE HANGOVER -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum POWE RSÝN ING KL. 10 :15 Hvar í strumpanum erum við ? Sýnd í 3D með íslensku tali Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.