Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.09.2011, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Kristinn Karlmenn Mynd tekin af rennsli á Alvöru mönnum í vikunni. Egill Ólafsson tekur sporið, án efa eggjandi. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Gamanleikritið Alvöru menn, eftir Glynn Nicholas og Scott Rankin, verður frumsýnt kl. 20 í kvöld í Aust- urbæ og mun það vera vinsælasta gamanleikrit Svíþjóðar þessa dag- ana. Verkið er frá árinu 1999 og hef- ur verið sýnt víða um heim en það verður sett upp á West End í Lund- únum í byrjun næsta árs. Í Alvöru mönnum segir af fjórum karlmönnum, eiganda fyrirtækis og þremur háttsettum undirmönnum hans sem halda til Kanaríeyja til að endurskipuleggja fyrirtækið. Eig- andinn, leikinn af Agli Ólafssyni, til- kynnir körlunum að einhver þeirra muni missa starf sitt og í kjölfarið brýst út mikil samkeppni milli mannanna með óvæntum uppá- komum. Undirmennina þrjá leika Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Guðjónsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson en leikstjórn er í hönd- um Gunnars Helgasonar. Engin karlremba Blaðamaður ræddi við Kjartan og spurði hann hvort Alvöru menn væri karlrembuverk. „Alls ekki. Við vorum með rennsli hérna á laugardagsmorgun og á því voru 30 stelpur og þær hlógu alveg út í eitt,“ svarar Kjartan. Reynslan af sýningum á verkinu hafi verið sú að konur hlæi meira en karlar. Leik- ritið fjalli ekki um samskipti kynjanna að hætti Hellisbúans. Það sé heldur óhefðbundið, mikið sungið í því og töluvert uppistand. „Egill Ólafsson tekur t.d. alveg „killer“ lag, ógeðslega flott,“ segir Kjartan en píanóleikarinn Pálmi Sigurhjartarson mun leika undir á píanó auk þess að sjá um lifandi leik- hljóð. – Þetta fjallar um samskipti karl- manna og þá samkeppni þeirra á milli? „Jú, þetta fjallar um það og líka samskipti kynjanna, við erum að verða undir, eins og Egill Ólafsson segir: nú geta þær bara farið út í búð og keypt sæði. Það er ekki í leikrit- inu, hann sagði þetta í útvarps- viðtali. Þetta fjallar dálítið um sam- skiptin við konurnar okkar og börnin og að vera of lengi í vinnunni,“ segir Kjartan. Meðal þess sem karlarnir gera er að fara í sjó- stangaveiði og er hún túlkuð með til- þrifum af leikurunum. Annar höf- undur leikritsins, Nicholas, veitti leikurunum leiðsögn á meðan á æf- ingum stóð og m.a. í því hvernig þeir ættu að beita líkamanum þannig að sem trúverðugast væri að þeir væru úti á sjó. „Við höfum forðast að nota orðið látbragð, það hata allir lát- bragðsleik,“ segir Kjartan um þá leiðsögn. „Fyrirgefðu, Jói, má ég þjálfa þig?“ Hvað vinsældir verksins varðar bendir Kjartan á hversu vel það hef- ur gengið í Svíþjóð en segir íslensku uppfærsluna miklu betri. „Hún er miklu flottari en þessi sænska, þeir eru hálflatir í öllu sem þeir gera í þeirri sýningu,“ segir Kjartan en hann sá upptöku af sýn- ingunni með leikurunum og leik- stjóranum. Kjartan hefur unnið með þeim öllum áður og segir móralinn góðan í hópnum. „Við erum mjög kurteisir hver við annan. Við erum með svona orðatiltæki, ef við sjáum eitthvað rangt við það sem við erum að gera uppi á sviði: „Fyrirgefðu, Jói, má ég þjálfa þig?“ og þá segir hann: „Já, gjörðu svo vel“. Þetta er svo mikið bræðralag hjá okkur.“ – Þeir takast á við lífshættulegar aðstæður, karlarnir? „Við förum þarna í sjóstangaveiði og lendum þá í smá-lífsháska. Það gerðist líka í alvörunni þegar við fór- um út á sjó, margir héldu að það væri „publicity stunt“ en það var al- veg í alvöru. Það munaði sjö mín- útum að við færum í kletta sem voru þarna,“ segir Kjartan en þeim lífs- háska voru á dögunum gerð skil í Kastljósi í Sjónvarpinu. – Þið voruð þó mjög rólegir, ég sá ekki betur. „Já, það var bátur að koma en skipstjórinn var aðeins farinn að ókyrrast og þá fórum við að ókyrr- ast.“ – Það er ekki mjög karlmannlegt að skríkja í geðshræringu? „Nei, það var einn okkar samt sem gerði það, Jóhannes Haukur. Það var ekki út af þessu heldur því að hann var svo sjóveikur. Við vor- um bara nýkomnir út úr innsigling- unni við Reykjavíkurhöfn þegar hann fór að verða sjóveikur, hann vildi bara snúa í land strax.“ Kjartan segir Egil hins vegar hafa hagað sér eins og skipstjóri, stjórn- að björgunaraðgerðum og gripið kaðalinn með tönnunum sem hent var til þeirra. Karlar í klípu á Kanarí  Leikritið Al- vöru menn verður frumsýnt í kvöld í Austurbæ 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 „SKEMMTILEG BÍÓMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA, LÍFLEG, FYNDIN OG HENTAR ÖLLUM ALDRI“ - HULDA GEIRSDÓTTIR, RÁS 2 HHH HHH „VEKUR ÍMYNDUNARAFL ÁHORFENDA“ - ÓLAFUR H. TORFASON RÁS 2 HHHH „SVEPPI, VILLI OG GÓI SKILA ALLIR SÍNU UPP Í TOPP“„ALLIR Á SVEPPA“ - A.E.T MORGUNBLAÐIÐ „FÁLKAORÐUNA Á SVEPPA“ - K.I. PRESSAN.IS HHH ALGJÖR SVEPPI kl. 12 - 12:30 - 1 - 2 - 2:30 - 3 - 4 - 4:30 - 6 - 6:30 - 8:30 2D L DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 16 LARRY CROWNE kl. 8 2D 7 DRIVE kl. 1:30 - 3:40 - 8 - 10:10 2D VIP HORRIBLE BOSSES kl. 5:50 VIP- 8 -10:10 2D 12 FRIGHT NIGHT kl. 10:30 3D 16 GREEN LANTERN kl. 10:10 2D 12 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D 7 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 12:30 - 3 - 5:30 L DRIVE kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 16 FINAL DESTINATION 5 kl. 8 - 10:20 3D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 1 - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 2D L BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2:30 - 5 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:40 2D 7 HARRYPOTTER7 kl. 2 3D 12 FRIGHT NIGHT kl. 8 - 10:30 3D 16 / EGILSHÖLL/ ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS „DRIVE ER SANNKALLAÐ MEISTARAVERK“ - TIME OUT NEW YORK „DRIVE ER BESTA MYND ÁRSINS 2011“ - FILMOPHILIA.COM MEÐ TÆPLEGA 9 Í EINKUNN Á VIRTASTA KVIKMYNDAVEF HEIMS - IMDB.COM SÝND Í KRINGLUNNI HHHH „EIN SÚ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÞESSU ÁRI“ -KVIKMYNDIR.IS HHHH „ÞESSI MYND ER ROSALEG OG ENGINN ÆTTI AÐ FARA ÚT ÓSÁTTUR“ -SCENE.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.