Morgunblaðið - 17.09.2011, Síða 48
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 260. DAGUR ÁRSINS 2011
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Þarftu að keyra upp kynhvötina?
2. Brad Pitt biðst afsökunar
3. Fjórar milljónir í súginn
4. Ný mynd af Breivik fyrir árásirnar
Geir Ólafsson og Furstarnir eru
með barnaplötu í smíðum fyrir jólin.
Kallast hún Amma er best. Lög og
texta semur Guðmundur Rúnar Lúð-
víksson. Karl Möller útsetur.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Geir Ólafsson gefur
út barnaplötu
Weirdcorehóp-
urinn stendur fyr-
ir uppákomu á
Bakkusi í kvöld.
Fram koma
djdelarosa
(Sometime/
Feldberg ), PLX,
Futuregrapher og
Bix en plata Bix,
Animalog, kom út 7. september síð-
astliðinn. Weirdcore var stofnað árið
2005 af þeim Tönyu Pollock og Rósu
Birgittu Ísfeld og hefur unnið mark-
visst að framgangi raftónlistar síðan.
Weirdcore og útgáfu-
tónleikar á Bakkus
Steinþór Helgi Arnsteinsson, tón-
leikahaldari með meiru, mun standa
fyrir tónleikum í stofunni sinni á
Airwaves – svokölluðu „off venue“.
Fram koma m.a. Hjaltalín, Snorri
Helgason, Bernd-
sen, Kippi Kan-
inus, Kreatiiv-
motor (Ee),
Owen Pallett
(Ca), Rabbi Ban-
anas, Hermi-
gervill, Oculus
og Lím Drím
Tím.
Steinþór Helgi með
tónleika í stofunni
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-13 og dálítil væta með s-ströndinni framan af degi, en
annars mun hægari og þurrt. Hiti víða 11 til 16 stig að deginum.
Á sunnudag Gengur í suðaustan 13-18 m/s með rigningu S- og V-lands, en annars 10-13
og þurrt að mestu. Hiti 10 til 15 stig.
Á mánudag Suðaustan 8-13 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 9
til 14 stig.
Stórstjörnur úr NBA-deildinni, Pau
Gasol og Tony Parker, mætast í úr-
slitaleik Evrópukeppni landsliða í
körfuknattleik sem fram fer í Lithá-
en. Spánn og Frakkland unnu sér í
gær sæti í úrslitaleiknum sem fram
fer á morgun. Gasol og Parker létu
báðir mjög til sín taka í undanúrslita-
leikjunum gegn Makedóníu og Rúss-
landi í gær. » 2
NBA-stjörnur mætast
í úrslitum á EM
Óvissa ríkir um hvort stór-
leikur ÍBV og KR í Pepsí-
deild karla í knattspyrnu
geti farið fram í Vest-
mannaeyjum á morgun.
Veðurspár eru afar slæmar
fyrir morgundaginn og vind-
hraði í Eyjum gæti náð 20
metrum á sekúndu. Fari svo
að leiknum verði frestað
verður leikurinn settur á
daginn eftir en þá er útlit
fyrir skaplegra veður. » 1
Miklu hvassviðri
spáð í Eyjum
Ísland og Noregur mætast í sannköll-
uðum stórleik í undankeppni Evr-
ópumótsins í fótbolta kvenna á Laug-
ardalsvellinum klukkan 16 í dag. Þetta
eru talin tvö sterkustu liðin í riðlinum
og því ekki ólíklegt að
þetta sé í raun fyrri
úrslitaleikur þeirra
um sæti í loka-
keppni EM í
Svíþjóð.
»2-3
Ísland og Noregur í
baráttu um sæti á EM
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Í þrjátíu ár hefur John Waite
ferðast um heiminn með bakpok-
ann sinn. Waite er 89 ára gamall
og elsti bakpokaferðalangur í
heimi svo vitað sé. Hann er eltur
af handritshöfundum í Hollywood
og bókaútgefendum, allir vilja
segja sögu hans en Waite er ekki
tilbúinn til þess. Hann hefur
nefnilega ekki lokið ferðalaginu,
fyrr verður ekkert gefið út. „Ég
hef engan tíma til að stoppa til að
skrifa bók, ég er enn á ferðinni.
Ég er búinn að skipuleggja
næstu fimmtán árin í ferðalög og
svo hugsa ég um það í framhald-
inu,“ segir Waite kankvís. Hann
er nú staddur á Íslandi í fyrsta
skipti.
Waite var sautján ára þegar
hann barðist í síðari heimsstyrj-
öldinni fyrir England. Árið 1961
flutti hann til Ástralíu þar sem
hann á enn heimili og fimm börn,
ellefu barnabörn og níu barna-
barnabörn. „Konan mín lést 1982
og ári síðar var ég lagður af stað.
Ég var ríkisstarfsmaður, kominn
á ellilífeyrisaldurinn og vildi gera
eitthvað. Mörgum finnst lífið búið
þegar þeir hætta að vinna en það
er upphaf lífsins því þá er fyrst
tími til að gera það sem mann
hefur dreymt um allt sitt líf,“
segir Waite. Hann kveðst ekki
vera ríkur, segir bakpokaferðalög
bara ekki þurfa að vera kostn-
aðarsöm.
Var um tíu ár í Afríku
Fyrstu árin starfaði hann sem
sjálfboðaliði hjá Sameinuðu þjóð-
unum í Afríku og ferðaðist um
stríðshrjáð lönd. Hann hitti Móð-
ur Teresu í Kalkútta þar sem
hann vann um tíma á einum spít-
ala hennar. Hann á vini um allan
heim og heldur utan um þá sem
hann hittir með því að skrá nöfn
þeirra í svarta bók. Hann á nokkr-
ar slíkar bækur heima sem eru
fullar. „Auk þessarar bókar held
ég aðrar tvær á ferðalaginu; dag-
bók og bók sem ég fæ fólkið sem
ég hitti til að skrifa eitthvað í á
sínu tungumáli.“
Waite skipuleggur aldrei ferða-
lögin sín. Mætir bara á staðinn og
bjargar sér. „Ég skoða ferða-
mannastaði en ég tala frekar við
heimamenn og fæ upplýsingar um
það sem er ekki í bæklingunum.“
Ísland var eitt fárra landa sem
Waite átti eftir að heimsækja en
nú er listinn kominn niður í Arg-
entínu, Grænland og nokkrar eyj-
ar í Kyrrahafinu. Waite er af-
skaplega hrifinn af hreinleika
Íslands og náttúrufegurðinni.
Hann ætlar að koma aftur.
Enginn tími til að stoppa
89 ára bakpoka-
ferðalangur með
þrjátíu ára reynslu
Morgunblaðið/Eggert
Ferðalangur John Waite er að verða níræður en léttur á fæti eins og tvítugur og þarf ekki að nota lesgleraugu.
Hann hefur farið í fallhlífarstökk á Indlandi, gengið Kínamúrinn og riðið úlfalda. Tíbet er honum eftirminnilegt.
Miðað við að
hafa ferðast
um allan heim
í þrjátíu ár
hefur Waite
lent í fáum
hættum. „Í
Mexíkóborg
lenti ég einu
sinni í því að
vera sleginn í höfuðið, rændur
öllu og skilinn eftir í blóði mínu
til að deyja. En það fór allt vel.
Ég hef farið til Mexíkó þrisvar
sinnum síðan og bara hitt gott
fólk. Flestir í heiminum eru góð-
ir en við heyrum bara af þeim
örfáu slæmu. Ég sat líka inni í
fangelsi í Kína í fjóra daga eftir
að hafa óvart ratað inn á her-
svæði. Ég bað herforingjann um
að skrifa í bókina mína en í
staðinn tók hann bókina reiður
af mér og ég hélt að ég sæi
hana aldrei aftur. En þegar mér
var hleypt út köstuðu fangaverð-
irnir bókinni á eftir mér og voru
þá búnir að skrifa í hana á kín-
versku. Ég veit ekki enn hvað
stendur þar.“
Flestir í heiminum eru góðir
Í LÍFSHÆTTU
Góðverk Waite
hitti Móður Teresu.