Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Gísli reiknar með að hægt verði að hefja slátrun á stærsta fiskinum að ári. „Þetta er fín vinna. Á svona dögum er ekki amalegt að sitja hér í fjöruborðinu,“ segir Gísli. Langaði að breyta til Gísli Ægir er einn þeirra starfs- manna Fjarðalax sem flutt hafa vestur, vegna vinnunnar. Hann og kona hans, Anna Vilborg Rúnars- dóttir, eru frá Bíldudal en fluttu suður fyrir átta árum. „Konan fór í nám og okkur langaði að breyta til,“ segir Gísli en viðurkennir einnig að atvinnutækifærunum hafi farið fækkandi fyrir vestan á þessum tíma. Hann var sjómaður og byrjaði á sjó fyrir sunnan en hefur mest unnið við sölumennsku síðustu árin. Bíldudalur togaði alltaf enda eiga þau fjölskyldur sínar og vina- hóp þar. Gísli fór á sjó fyrir vest- an, til að bjarga fjárhagnum, og stóð svo til boða að ráða sig til Fjarðalax. Svo vel vildi til að Anna fékk vinnu sem deildarstjóri framhaldsdeildarinnar á Patreks- firði í kjölfarið. Þau eiga þrjú börn þannig að 1. júlí fjölgaði um fimm á íbúaskrá Bíldudals og þar með Vesturbyggðar. Þau hafa ekki orðið fyrir von- brigðum með ákvörðun sína að flytja vestur. „Bíldudalur er góður staður. Börnin hafa mikið frelsi, þau hafa meira svæði en bakgarð- inn í blokkinni til að leika sér. Hér geta þau farið til afa og ömmu og það eru forréttindi fyrir börn,“ segir Gísli. Húsin fengið nýtt hlutverk Íbúum á Bíldudal hefur fækkað mikið en það var þó ekki auðvelt fyrir fjölskylduna að finna stað til að búa á því mörg húsanna hafa fengið nýtt hlutverk, eru nýtt sem sumarhús. „Ég skil það vel. Hér er æðislegt að vera yfir sumarið. Bíldudalur er fallegur staður og þar er veðursæld á sumrin. Þá er vinaleg stemning í þorpinu. Eng- inn þarf að vera félagslega ein- angraður, alltaf er hægt að skreppa í kaffi í hafnarskúrnum eða annað, ef mann vantar félags- skap,“ segir Gísli. Hann segir að þetta eigi við fleiri staði. „Fólk í höfuðborginni á bara eftir að upp- götva þetta,“ segir hann. Gat fengið góða vinnu hér  Fjölgaði um fimm á íbúaskrá Bíldudals þegar Gísli Ægir og Anna Vilborg fluttu aftur heim  Uppbygging laxeldis eykur atvinnu og skapar tekjur í þorpunum á sunnanverðum Vestfjörðum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eftirlit Gísli Ægir Ágústsson setur aftur út neðansjávarmyndavélina eftir að hafa hreinsað linsuna. Gísli og sam- starfsmenn hans sitja annars við tölvuskjáinn í landi og fylgjast með fiskinum og stjórna fóðurgjöfinni. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég kom vestur af sömu ástæðum og ég fór suður. Ég gat fengið góða vinnu hér en ekki fyrir sunn- an,“ segir Gísli Ægir Ágústsson, starfsmaður fiskeldisfyrirtækisins Fjarðalax ehf. á Vestfjörðum. Hann situr við tölvuskjáinn í að- stöðu fyrirtækisins í Dufansdal í Fossfirði í Arnarfirði og stjórnar fóðrun á laxi í kvíunum úti á firð- inum. Er þetta fyrsta stöðin hér á landi þar sem fóðrinu er dælt með leiðslum úr tönkum í landi út í kvíarnar og fóðruninni stjórnað að öllu leyti úr landi. Sextán starfsmenn eru hjá Fjarðalaxi sem er með laxeldi í sjókvíum í Tálknafirði og Arnar- firði og er að undirbúa laxeldi í Patreksfirði. Slátrun á laxi hefst á næstu vikum og þá þarf að bæta við sjö til tíu starfsmönnum. Starf- semin er mikil vítamínsprauta fyr- ir byggðirnar því auk fastra starfsmanna er keypt ýmis þjón- usta af fyrirtækjum á svæðinu og víðar að. Fyrsta fóðurstöðin í landi „Við sjáum strax á myndavél- unum þegar fóðrið fer niður fyrir fiskinn. Þá er hann hættur að éta og við skrúfum fyrir. Það fer því minna fóður til spillis,“ segir Gísli. Hann hefur auga með fiskinum með aðstoð neðansjávarmynda- vélar sem er úti í kvíunum og stjórnar fóðurgjöfinni á annarri tölvu. Þar er fylgst með birgða- stöðu og fóðurnýting reiknuð út. Greinilega þarf að hreinsa mynda- vélarlinsuna og Gísli hyggst gera það þegar samstarfsmaður hans kemur á vaktina. Kvíarnar eru 700 metra úti á Fossfirði og fóðrinu er dælt úr tönkum í landi með plastslöngum. Fiskeldið á Arnarfirði hófst í byrjun júní þegar fyrstu seiðunum var sleppt í kvíar og annar skammtur kom í ágúst. Gísli segir að laxaseiðin hafi strax tekið vel við sér og vaxið hraðar í sumar en reiknað var með. Fiskurinn hafi þre- eða fjórfaldað þyngd sína á þessum tíma. Laxinn bætir litlu við sig yfir veturinn vegna kuld- ans en þarf sitt fóður til viðhalds. Fjarðalax hefur fengið aðstöðu á Patreksfirði til að vinna laxinn sem slátrað verður úr sjókvíum fyrirtæk- isins í Tálknafirði í haust. Ráðnir verða sjö til tíu starfsmenn til að vinna við slátrun og vinnslu. Uppbygging sjókvíaeldis Fjarðalax gengur sam- kvæmt áætlun, að sögn Höskuldar Steinarssonar framkvæmdastjóra. Góð reynsla er komin á eldi í heilt ár í Tálknafirði. Fiskinum þaðan verður slátrað fyrst og hafist handa við það í lok október. Reiknað er með að 600 til 800 tonn komi upp úr kvíunum. Eldi hófst í vor í Arnarfirði og unnið er að undir- búningi sjókvíaeldis í Patreksfirði. Fyrirtækið hefur leyfi til framleiðslu á 1.500 tonnum á laxi í hverjum firði á ári. Með hvíld sem gert er ráð fyrir þýðir það að hægt verður að slátra 4.500 tonnum af laxi úr hverjum firði þriðja hvert ár, ef eldið gengur að ósk- um. Bátar eru notaðir við fóðrun fisksins í kvíunum í Tálknafirði. Höskuldur segir að erfitt sé að koma því við þar að dæla fóðrinu úr landi, eins og gert er í Arn- arfirði. Aðstæður séu ekki nógu góðar í landi. Aftur á móti er stefnt að því að koma slíkri aðstöðu upp í Patreksfirði, þegar kvíarnar verða settar út þar. Svipuð tækni er notuð við fóðrun úr bátum og úr landi. Fóðrað er með dreifara í miðri kví og fylgst með á sjónvarpsskjá um borð í bátnum. Hins vegar eru kerfin sem notuð eru í landi öflugri. Svo sparast báturinn. helgi@mbl.is Slátrun hefst á Patreksfirði í haust FYRIRTÆKIÐ FJARÐALAX HEFUR LEYFI TIL FRAMLEIÐSLU Á 1.500 TONNUM Á LAXI Fossafjörður Sjókvíarnar á Fossafirði eru í fallegu umhverfi, skammt innan við Bíldudalsflugvöll. Laxinn hefur vaxið vel í sum- ar, þrefaldað þyngd sína og gott betur. Andri Karl andri@mbl.is Viggó Þórir Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaþjón- ustu sparisjóðanna (VSP), sem ákærður er fyrir stórfelld efnahags- brot í starfi, lýsti sig saklausan af öll- um ákæruatriðum þegar mál á hend- ur honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun. Málið verður tekið fyrir að nýju 15. nóvem- ber nk. Ákæran á hendur Viggó Þóri er í tveimur liðum og er hann aðallega ákærður fyrir umboðssvik. Annars vegar fyrir að hafa útbúið tilhæfu- laust skjal á ensku í nafni VSP með nafninu tryggingavörslusjóðir, undir- ritað af honum sjálfum, og látið við- gangast og ekki gert athugasemdir við að í útboðslýsingu skuldabréfaút- boðs bandaríska fyrirtækisins Napis Inc., 18. október 2006, kæmi fram að skuldabréfaútboðið væri tryggt með 700 milljóna bandaríkjadala trygg- ingavörsluábyrgð á milli Napis og VSP, en skjalið tryggingavörslusjóðir var til grundvallar útboðslýsingunni. Með þessu mun Viggó hafa skuld- bundið VSP til að ábyrgjast skuldabréfaútboðið, þannig að veru- leg hætta var á að kaupendur skulda- bréfa Napis krefðust greiðslna hjá VSP greiddi Napis ekki af seldum skuldabréfum. Til vara er Viggó ákærður fyrir til- raun til fjársvika með því að hafa reynt að blekkja kaupendur skulda- bréfa með umræddu skjali og einnig útgáfu þriggja tilhæfulausra reikn- ingsyfirlita Skylt að greiða 200 milljónir Jafnframt er Viggó ákærður fyrir að hafa útbúið tvö tilhæfulaus skjöl á ensku í nafni VSP með nafninu inn- lánsskírteini sem tilhæfulaust stað- festa að Napis hafi á innlánsreikningi 200 milljónir bandaríkjadala sem megi greiða greiðsluþega eða lögleg- um framsalshöfum við framlagningu innlánsskírteinis eftir 31. desember 2009, og að þau séu framseljanleg án framlagningar eða greiðslu framsals- gjalds við framsalstilkynningu til VSP. Í ákæru segir að með því að hafa útbúið umrædd skjöl og með notkun þeirra skuldbatt Viggó VSP þannig að VSP hefði við framlagningu lög- legs handhafa innlánsskírteinis eftir 31. desember 2009 verið skylt að greiða 200 milljónir bandaríkjadala. Þá er hann til vara ákærður fyrir tilraun til fjársvika með því að hafa reynt að blekkja Bank of Scotland og China Trust Commercial Bank til að kaupa innlánsskírteinin. Lengsta farbann í sögunni Rannsókn málsins hófst snemma árs 2007 og Viggó var gert að sæta farbanni eftir að málið kom upp og var því ekki aflétt fyrr en Hæstirétt- ur felldi farbannið úr gildi 23 mán- uðum síðar. Er enn um að ræða lengsta farbann sem nokkur maður hefur sætt hér á landi. Málið þótti afar umfangsmikið og teygir anga sína til sex landa; Bret- lands, Bandaríkjanna, Filippseyja, Kanada, Grenada og Austurríkis. Lýsti sig saklausan af öllum ákæruatriðum  Ákæra á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna þingfest í gær  Sagður hafa misnotað aðstöðu sína í starfi og stefnt fjárhagslegum hagsmunum VSP í verulega hættu Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingfest Viggó Þ. Þórisson og verjandi hans í Héraðsdómi Reykjaness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.