Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011
Margt er skrýtið í
kýrhausnum, segir mál-
tækið. Ýmislegt er einn-
ig skrýtið í frumvarpi til
„nýrra stjórnskip-
unarlaga“ (frumv). For-
vitnilegt er að kíkja í
þann „kýrhaus“, annars
vegar með samanburði
við gildandi stjórn-
arskrá (stjskr) og hins
vegar með innbyrðis
samanburði innan
frumv. Sagt hefur verið að stjskr sé
eins og bútasaumsteppi. Þetta búta-
saumsteppi tók stjórnlagaráð og
klippti í sundur og saumaði síðan sam-
an á ný með nokkrum breytingum og
viðaukum sem fyrst og
fremst eru til að koma til
móts við sjónarmið ým-
issa trúarhópa eins og
náttúruverndarsinna,
Siðmenntar, landið eitt
kjördæmi, Ísland í ESB
o.s.frv. Stjórnlagaráðinu
tókst þó hvorki að gera
landið að einu kjördæmi
né skipta því í kjördæmi.
Þessum atriðum og
reyndar fleirum er vísað
til ákvörðunar Alþingis.
Sjá 39. grein frumv.
Samkvæmt 2. grein
frumv er fellt niður ákvæði stjskr um
að forsetinn fari með löggjafarvald
ásamt Alþingi. Samt skal forsetinn
gegna sömu skyldum og áður í þessu
samhengi, undirrita lög til að þau taki
gildi eða vísa þeim til þjóðarinnar sam-
kvæmt 60. grein frumv. Hér er þó sú
breyting að forseti Alþingis undirritar
lögin með forsetanum í stað ráðherra
áður.
Forsetinn heldur hins vegar hlut-
verki sínu sem hluti framkvæmda-
valdsins samkvæmt 2. grein frumv.
Hann hefur þó litlar skyldur í því sam-
hengi. Hann skal ráðfæra sig við þing-
flokka og þingmenn áður en hann ger-
ir tillögu til Alþingis um hver skuli
gegna starfi forsætisráðherra.
Þegar Alþingi hefur kosið forsætis-
ráðherrann samkvæmt tillögu forset-
ans, eða samkvæmt eigin tillögu, skip-
ar forsetinn hann í embætti. Að öðru
leyti kemur forsetinn ekki nálægt
stjórnarmyndun samkvæmt 90. grein
frumv. Sjá 15. grein stjskr. Þá getur
forseti náðað menn að tillögu ráðherra
samkvæmt 85. grein frumv, hann get-
ur synjað því hvern ráðherra skipar í
stöðu dómara og hann skipar formann
nefndar um aðrar embættisveitingar
samkvæmt 96. grein frumv. Ákvæði
um ríkisráðsfundi samkvæmt 16.
grein stjskr er sleppt. Sjá einnig um
samskipti forseta og ráðherra almennt
í 13.-20. grein stjskr. Raunhæf lausn
hefði verið að sleppa forsetanum og
skipta skyldum hans milli forseta Al-
þingis og þjóðkjörins forsætisráð-
herra.
Stjórnlagaráðsmenn hafa lagt
þunga áherslu á að frumvarpið fari
óbreytt í þjóðaratkvæðagreiðslu til
staðfestingar eða synjunar. Slíkt væri
brot á stjskr. Samkvæmt 92. grein
stjskr skulu breytingar á stjskr sam-
þykktar tvívegis á Alþingi og séu al-
þingiskosningar milli þessara sam-
þykkta. Einnig má nefna að 92. grein
stjskr kveður á um að breyting á
kirkjuskipan skv. 62. gr. skuli borin
undir þjóðaratkvæði. Stjórnlagaráð
felldi út ákvæði 62. greinar um þjóð-
kirkjuna án þjóðaratkvæðagreiðslu,
en heldur þó inni í frumvarpinu
ákvæðinu um þjóðaratkvæði um mál-
ið.
Fleira mætti tína til sem gefur til
kynna að stjórnlagaráðið hafi varla
verið þeim vanda vaxið að semja heild-
stæða stjórnarskrá.
„Ný stjórnarskrá“ – bútasaumsteppi
Eftir Sigurbjörn
Guðmundsson
Sigurbjörn
Guðmundsson
» Ýmislegt gefur til
kynna að stjórnlaga-
ráðið hafi varla verið
þeim vanda vaxið að
semja heildstæða
stjórnarskrá.
Höfundur er verkfræðingur
og lífeyrisþegi.
Rangt er að halda því
fram að Ólafur Ragnar
hafi breytt embætti for-
seta Íslands til fram-
búðar. Hann hefur
vissulega hagað emb-
ættisfærslu sinni á þann
veg að herða pólitíska
ásýnd embættisins,
bæði innan- og utan-
lands, og leitast við að
búa til alls konar tengsl
milli erlendra vísinda-,
fjármála- og stjórnmálamanna og sín,
íslenska ríkisins eða fyrirtækja og
stofnana. Gerst pólitískari en forver-
arnir. Hann hefur verið að mörgu, en
alls ekki öllu leyti, öðruvísi embætt-
ismaður en forverarnir og að því leyti
„breytt embættinu“. En þannig er
það aðeins á meðan hann heldur því.
Næsti forseti getur að sjálfsögðu
gjörbreytt þessu, eða haldið áfram á
svipaðri braut og Ólafur Ragnar.
Sannleikurinn er sá að sérhver for-
setanna hefur „breytt forsetaembætt-
inu“, einfaldlega með því að hafa uppi
þær áherslur sem hann telur rétt-
astar. Ástæðan er einföld. Lagagrein-
ar um forsetaembættið eru fremur
rúmar. Hinir þrír þjóðkjörnu forset-
arnir voru einmitt harla ólíkir í emb-
ætti, hver um sig.
Á þetta er minnt hér vegna und-
arlegra tilrauna fræðimanna og
stjórnmálamanna til að gera meira úr
þýðingu tæpra sextán
ára með Ólafi Ragnari
hvað framtíð embættis-
ins varðar en efni
standa til. Á hinn bóginn
eiga menn að rökræða
um hve farsæl forsetatíð
Ólafs Ragnars, eða ann-
arra forseta, hefur verið
og af hverju. Þeir geta
óskað eftir svipaðri
embættisfærslu og Ólaf-
ur Ragnar hefur uppi
hjá næsta forseta, eða
einhverju allt öðru. Í
ljós hefur komið að með-
al almennings eru mjög skiptar skoð-
anir um hvað forseti Íslands skuli eða
megi gera og hvað ekki, ekki síður en
meðal stjórnmálamanna. Raunar
gætu alls konar stjórnarskrárbreyt-
ingar í anda stjórnlagaráðsins, ef af
þeim verður, breytt einhverju um eðli
þessa embættis. Til eru þeir sem vilja
það burt.
Líklega er enginn þjóðkjörinn for-
seti í nálægum löndum jafn lagalega
valdalítill og sá íslenski, nema ef vera
skyldi sá þýski. Með hugmyndum á
ótal sviðum, uppbyggilegum tillögum,
vandaðri gagnrýni og hrósi, vali á við-
mælendum, tengslamyndun og
mörgu öðru getur íslenskur forseti
hins vegar haft veruleg samfélagsleg
áhrif og jafnframt áhrif á erlendum
vettvangi. Í báðum tilvikum verður
hann auðvitað að hafa samráð við þá
sem bera ábyrgð á stjórnarathöfn-
unum. Hann verður að þræða vand-
rataða, mjóa línu við að tileinka sér
sjálfstæða og líflega embættisfærslu
án þess að taka fram fyrir hendur á
ráðherrum. Og ávallt liggur fyrir að
margir í heiminum horfa til íslensks
forseta með svipuðum skilningi og til
forseta eins og er til dæmis í Frakk-
landi, vegna lítillar þekkingar á ís-
lenskri stjórnskipan, og líta svo á að
þar fari ígildi helsta stjórnmálafor-
ingjans.
Gefi Ólafur Ragnar kost á sér til
fimmta kjörtímabilsins, eru minni lík-
ur en meiri á að hann fái öflugt mót-
framboð, nema ef einhverjum tekst á
afar skömmum tíma að leggja fram
trúverðugan og vel rökstuddan val-
kost. Stígi Ólafur Ragnar til hliðar eru
mestar líkur á óvenjumörgum fram-
boðum í því andrúmslofti upplausnar
og vantrausts sem einkennir stjórn-
málin í kjölfar hrunsins, á meðan
stjórnvöld róa gallaðan lífróður við að
rétta samfélagið að nokkru leyti við.
Þá gæti svo farið að þjóðkjörinn for-
seti hefði 20-30% atkvæða að baki sér.
Hvers konar forseti?
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson » Í ljós hefur komið að
meðal almennings
eru mjög skiptar skoð-
anir um hvað forseti Ís-
lands skuli eða megi
gera og hvað ekki...
Ari Trausti
Guðmundsson
Höfundur er nátttúruvísindamaður
og áhugamaður um þjóðmál.
Það vekur umtal er
afburðakylfingur eins
og Tiger fellur um tugi
sæta á getulista í sinni
grein. Menn velta fyrir
sér hvort ástæðan sé
breytt sveifla, meiðsl
eða einkalífið. Margir
segja ástæðuna vera að
sjálftraust Tigers hafi
beðið hnekki. Vanga-
veltur á borð við hvers
vegna það beið hnekki læt ég les-
endum eftir. Mér finnst nærtækara
að spyrja, hvað gerir þú fyrir þig ef
sjálfstraust þitt hefur beðið hnekki
eða ekki fengið að vaxa sem skyldi? Á
skalanum 1-10, hversu mikil áhrif
hefur sjálfstraustið á árangur þinn?
Hugsanlega metum við áhrif sjálfs-
traustsins eftir því hvað við tökum
okkur fyrir hendur. Við gætum gefið
okkur aðra einkunn varðandi það að
ganga vel í golfi en að reikna út erfiða
stærðfræðiformúlu.
Sálfræðin segir að við höfum jafn-
mörg sjálfstraust og hóparnir sem
við tengjumst eða berum okkur sam-
an við. Þess vegna getur nýtt um-
hverfi, starf eða samband þrengt að
okkur. Hver man ekki
eftir fyrsta vinnudeg-
inum, hinu eina sanna
stefnumóti eða fyrstu
kynningunni? Hvernig
var fyrsti vinnudag-
urinn? Þú lést þig von-
andi hafa hann. Hvernig
var stefnumótið? Þú
lifðir það líklega af.
Hvernig tókst til með
kynninguna? Þú lifðir
hana líka af. Það æfir
upp sjálfstraustið að
gera hlutina oft. Sama
lögmál gildir í ræktinni, við nám, í
starfi, í foreldrahlutverkinu og við
flest annað sem við tökum okkur fyr-
ir hendur. Þess vegna er svo mik-
ilvægt að hafa seiglu og úthald þó
umhverfið reyni á.
Það kemur fyrir að kvíði og vanlíð-
an taka yfirhöndina og þæginda-
hringurinn skreppi hættulega saman.
Þá eigum við til að hafa samskipti við
æ færri einstaklinga, sleppa að mæta
á atburði og forðast nýjar uppá-
komur. Aðrir láta vaða, hvort sem
það er í ákveðna einstaklinga, verk-
efni eða atburði. Slík áskorun getur
reynst óyfirstíganleg hindrun fyrir
einn en skemmtileg áreynsla fyrir
annan. Að taka af skarið getur veitt
einum aukið sjálfstraust á meðan
annar upplifir slæma útkomu. Brennt
barn forðast eldinn, tilfinningin verð-
ur þá allsráðandi. Ef árangurinn sem
þú væntir lætur á sér standa, gagn-
vart því sem þú tekur þér fyrir hend-
ur, gerðu þá eitthvað í því. Fjárfestu í
sjálfstrausti þínu, það mun borga sig.
Í byrjun getur reynst vel að lesa
bækur sem skrifaðar eru sjálfstrausti
til stuðnings. Sé ástandið hamlandi
geta samtöl við fagaðila hjálpað. Ef
kvíði er ástæðan fyrir því að þú sveig-
ir fram hjá því sem þú þarft að takast
á við, leitaðu þá aðstoðar hjá fag-
aðilum. Margskonar kvíðameðferð er
í boði og námskeið sem hafa borið ár-
angur fyrir Íslendinga í mörg ár. Þitt
er valið. Taktu á þínum málum og þú
nærð árangri.
Féll Tiger á sjálfstraustinu?
Eftir Láru
Óskarsdóttur
Lára Óskarsdóttir
»Ef árangurinn sem
þú væntir lætur á
sér standa, gagnvart því
sem þú tekur þér fyrir
hendur, gerðu þá eitt-
hvað í því.
Höfundur er fyrirlesari og þýðandi
bókarinnar Meira sjálfstraust.
Tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórn-
arskrá virðist vera mun ýtarlegri en sú
sem nú er í gildi, samt tel ég að menn
ættu að gefa sér góðan tíma til að
íhuga innihaldið því mér finnst nokkuð
mikið lögfræðingayfirbragð á henni
sem gerir innihaldið teygjanlegt.
Stjórnarskrárlög eru hornsteinn rétt-
arstöðu þegnanna og réttarstöðuvernd
á að vera öllum opin, en er það ekki.
Ég hef bent á það í Morgunblaðinu
að þroskahamlaðir af fátæku fólki eru
iðulega sviptir öllum mannréttindum,
dæmt af þeim sjálfræði svo sveit-
arstjórnarfulltrúar geti flutt þá þangað
sem þeim hentar. Þó er þroskahöml-
uðum heimilaður réttur í lögum til að
velja sér verjanda fyrir dómi, velja
fjárhaldsmann og einnig að mega vera
heima hjá foreldrum með aðstoð fé-
lagsþjónustu og velja sér þjónustufull-
trúa. Dæmi eru um að sami ein-
staklingur sé sviptur öllum þessum
réttindum og að félagsþjónustu-
fulltrúar velji bæði sækjanda og verj-
anda ásamt því að hindra aðkomu for-
eldra að málinu og beri það fyrir sig að
um sé að ræða fullorðinn mann, því
komi foreldrunum ekkert við um hann.
Mér finnst þetta ósvífin framkoma.
Þessi vinnubrögð hafa lengi verið við
lýði í íslensku þjóðfélagi og ekki sjáan-
legt að þar verði nein breyting á. Aftur
á móti ætti stjórnarskráin að geta var-
ið mannréttindi þessa fólks, en hún
hefur ekki gert það hingað til.
Löggjöf á Íslandi hefur verið eins og
nokkurs konar jórturgúmmí fyrir lög-
fræðinga og lögin teygð og toguð eftir
því hvað hentar hverju sinni og þegar
pólitískur teygjanleiki bætist við getur
teygjan nánast orðið óendanleg og lög-
gjöfin lítils virði fyrir það sem hún ætti
að standa fyrir, að tryggja réttlæti.
39. gr. stjórnlagaráðs um alþing-
iskosningar finnst mér að þurfi góða
athugun svo ekki myndist flækjufótur í
kosningum.
Flokkaflakk á þingi er orðið vanda-
mál. Fimm eða sex þingmenn hafa sagt
sig frá þeirri flokksstefnu sem þeir
voru kjörnir til og ákveðið að sitja á
þingi sem einræðisherrar sinnar prí-
vatstefnu. Mér finnst það lágmark að
þingmenn séu það félagslega þroskaðir
að þeir geti starfað á þeim lýðræðislega
grunni að í hópstarfi ráði meirihluti
ákvörðunum. Þingmaður sem ekki get-
ur fylgt áfram þeirri stefnu sem hann
er kjörinn til á að víkja og varamaður
að taka við. Í 48. grein stjórnarskrár
segir: Alþingismenn eru eingöngu
bundnir við sannfæringu sína og eigi
við neinar reglur frá kjósendum sínum.
46. grein í tillögu stjórnlagaráðs er
nánast samhljóða. Hvernig getur mað-
ur sem er fulltrúi samtaka, starfað ein-
göngu eftir eigin sannfæringu og án
þess að virða samþykktir samtakanna?
Áður fyrr báru auðlindir þjóðfélags-
ins, sjávarútvegur og landbúnaður,
uppi góð lífskjör í þjóðfélaginu og at-
vinnuleysi var nánast óþekkt. Nú er
eins og tekjur af þessum auðlindum
séu horfnar og eina von okkar sé að er-
lendir auðmenn aumkvi sig yfir okkur
og komi með fúlgur af ölmusufé. Mér
finnst þetta benda til þess að íslenskir
athafnamenn með hæfileika til að reka
fyrirtæki séu útdauð tegund. En að
selja útlendingum landsvæði væri
fyrsta skrefið í því ferli að útlendingar
fengju keypta búta af landinu hér og
þar og yrðu áður en menn áttuðu sig á
orðnir ráðandi hluthafar á land-
areignum. Enginn heiðarlegur Íslend-
ingur hefur áhuga á því. Útlendingar
eiga aðeins að fá leigðar lóðir undir
sína starfsemi.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Valshólum 2 Reykjavík.
Stjórnarskráin og fleira
Frá Guðvarði Jónssyni
Ársalir - fasteignamiðlun Ársalir - fasteignamiðlun
Til leigu vandað atvinnuhúsnæði á jarðhæð að Hverfisgötu 4, Reykjavík.
Húsnæðið, sem er laust strax eru tæpir 200 m² mest opið rými, eitt stórt
fundarherbergi, myndað með glerskilrúmi og gler rennihurð. Tvær snyrt-
ingar og kaffikrókur. Nýtt parket á gólfum og mjög vönduð lýsing er í
húsnæðinu.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir
fasteignasala - fyrirtækjasala - leigumiðlun
533 4200 og 892 0667
Engjateigi 5, 105 Rvk
Hverfisgata 4
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Teikningar og nánari upplýsingar
í síma 533 4200 eða arsalir@arsalir.is