Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 ✝ Hulda SigríðurÞórðardóttir var fædd í Reykja- vík 29. júní 1935. Hún lést á líkn- ardeild Landakots- spítala sunnudag- inn 18. september 2011. Móðir Huldu var Kristín Gunnlaugs- dóttir, fædd 29. mars 1903, látin 30. júní 1990. Faðir Huldu var Þórður Guðmundsson, fæddur 26. desember 1901, látinn 31. janúar 1998. Systkini Huldu samfeðra eru Kolbrún, Erna, Guðmundur Gísli, látinn, Sæ- mundur og Jóhanna. Þann 17. júní 1958 giftist Hulda eftirlifandi eiginmanni sínum Jóhannesi Gunnarsyni vélfræðingi, fæddur 15. desem- ir átti Kristín Jóhannes og Björgu. Gunnlaugur, fæddur 30. janúar 1965, maki Elín Þ. Pétursdóttir, börn þeirra eru Gunnlaugur Agnar, Helga Magnea og Hulda Kristín, fyrir átti Elín Pétur og Anítu. Fyrir átti Hulda Jón Albert Sig- urbjörnsson, fæddur 17. janúar 1955, maki Lára Guðmunds- dóttir, börn þeirra eru Daníel, Hulda og Lilja. Barna- barnabörnin eru orðin 16 tals- ins. Hulda ólst upp í Reykjavík og í Gróttu á Seltjarnarnesi. Eftir skólagöngu vann Hulda á saumastofunni Feldinum, í Pennanum ritfangaverslun og síðast sem deildarritari á vöku- deild á barnadeild Landspít- alans. Hulda starfaði auk þess sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands. Stór hluti starfs- ævinnar var rekstur á stóru heimili og þá sérstaklega þegar börnin voru ung en þá var Jó- hannes starfandi sjómaður. Útför Huldu fer fram í Há- teigskirkju í dag, þriðjudaginn 27. september 2011, og hefst kl. 15. ber 1929. For- eldrar hans voru Gunnar Jónsson, fæddur 12. ágúst 1886, látinn 2. des- ember 1975 og Guðrún Jónsdóttir, fædd 6. nóvember 1895, látin 1. ágúst 1971. Börn Huldu og Jóhannesar eru Ómar, fæddur 11. desember 1958, maki Inga Hannesdóttir, börn þeirra eru Gréta og Ómar Andri, fyrir átti Ómar Bjarka Frey. Guðrún, fædd 31. ágúst 1961, giftist Óla Þorsteinssyni, þau eru skilin, börn þeirra eru Hulda Margrét, Nína og Þor- steinn. Kristín, fædd 31. ágúst 1961, maki Magnús Rúnar Magnússon, börn þeirra eru Gunnar, Nanna og Guðrún, fyr- Nú hefur þú mamma mín feng- ið hvíldina eftir erfið veikindi. Það sem einkenndi þína ævi var barátta og dugnaður og að neita að gefast upp. Æskan og veikindin hafa mót- að þig þar sem þú veiktist fyrst árið 1965 og gekkst undir aðgerð fyrst 1967 og síðan í Noregi 1968 en aðgerðina var ekki hægt að gera á Íslandi í þá daga. Á uppvaxtarárunum ferðaðist amma Kristín með þig á milli staða. Amma vann við ráðskonu- störf á heimilum í Reykjavík og víðar en á þeim tíma var unnið upp á húsaskjól og fæði og örlít- inn vasapening. Þú sagðir mér oft frá þessum árum, nóg fékkst þú af hjarta- hlýju, amma Kristín var einstök kona. Í Gróttu á Seltjarnarnesi bjugguð þið amma lengi en þar var amma ráðskona, þetta var mjög góður tími en skólagangan gat stundum verið erfið því í Gróttu gætir flóðs og fjöru og erf- itt gat verið að komast á milli, en þá gistir þú hjá góðum vinum á Seltjarnarnesi. Fyrstu árin mín bjó ég með þér og ömmu Kristínu á Grettisgöt- unni, en svo varst þú svo heppin að kynnast pabba og einkenndist ykkar samband af mikilli vináttu og hlýju. Árin á Þórsgötunni eru eftir- minnileg, þar hófuð þið búskap, við vorum 6 í 30 fm íbúð og þar leið öllum alltaf vel. Á þessum árum vann pabbi sem vélstjóri á millilandaskipum hjá Eimskip og sást þú um heim- ilið og allan krakkaskarann. Með dugnaði og fyrirhyggju var næsti samastaður í Mávahlíð- inni þar sem þið keyptuð 4 her- bergja íbúð. Meira að segja var kominn bíll í hlaðið og fannst okk- ur það öllum rosalegt. Að lokum fluttum við í Drápu- hlíðina, þar var hér um bil her- bergi á mann og pabbi kominn í land. Það urðu tímamót árið 1983 í þínu lífi þegar þið pabbi sáuð auglýstar sumarbústaðalóðir í Svínadal. Þar voru til sölu kjarri- vaxnar lóðir u.þ.b. 1 hektari að stærð. Kaupin ákveðin og þá átti bara eftir að velja landið. Auðvitað valdir þú versta landið, mela og berjalyng. Þvílík breyting, versta landið er nú orðið það besta, ca 3 metra hár trjágróður og sum- arbústaður með öllu tilheyrandi. Það var ótrúlegt að fylgjast með ykkur smíða, moka, leggja stíga og gróðursetja, allt gerðuð þið sjálf. Mér er minnisstætt að á fyrstu árum ykkar í bústaðnum komu hörðustu túnrollurnar úr Svína- dalnum og gerðu sig heimakomn- ar í gróðrinum þínum en þær áttu aldrei séns. Sumir eru þeim hæfileikum gæddir að vera foringjar og það varst þú svo sannarlega, þú stjórnaðir og skipulagðir nánast alla viðburði í fjölskyldunni og alltaf var allt á hreinu. Þú varst alveg frábær þegar kemur að öllu heimilishaldi, það var alltaf allt búið til frá grunni sem hægt var og allur matur nýttur. Þú mótaðir mig meira en allir aðrir samanlagt, dugleg, heiðar- leg og kvartaðir aldrei. Fjölskyldan færir öllu því frá- bæra starfsfólki þakkir sem hef- ur annast þig í þínum veikindum. Ég kveð þig með söknuði og ég er stoltur yfir því að þú hafir ver- ið mamma mín. Jón Albert. Í dag kveð ég tengdamóður mína, Huldu Þórðardóttur, eftir langa og erfiða baráttu við hinn illvíga sjúkdóm sem krabbamein- ið er. Þvílík barátta sem hún háði allan tímann. Það lýsir því hvern- ig kona hún var. Sterk, og ákveð- in í að gefast ekki upp. Síðustu dagana lá hún og mókti og varð að lokum undan að láta. Hún var umkringd börnum sínum fimm og eiginmanni þegar yfir lauk. Hulda kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldu sinnar. Ég kom inn í líf Huldu og fjöl- skyldu hennar árið 1981 þegar ég kynntist eiginmanni mínum. Ég var feimin og vildi láta lítið fyrir mér fara og helst ekkert yfirgefa herbergið, þar til einn sunnudag- inn að Hulda kom og sagði mér að koma fram að borða. Þetta var hennar leið til að bjóða mig vel- komna í fjölskylduna. Við sátum þarna og nutum þess að borða sunnudagssteikina og það var eins og ég hefði alltaf verið þarna. Hún hafði lag á að halda uppi samræðum þannig að vandræða- gangur minn varð að engu. Það er margs að minnast og sakna. Jólin voru henni mikil fjöl- skyldustund og komu þá allir saman í Drápuhlíðinni á jóladag þar sem kræsingar voru á borð- um og tekið var hraustlega til matar síns. Alltaf fjölgaði í hópn- um og alltaf var nóg pláss. Hún Hulda hélt sko vel utan um sitt fólk. Hulda átti sér sælureit þar sem þau hjónin reistu sér glæsi- legt sumarhús sem nú er orðið heilsárshús og hafa margir notið góðra stunda þar. Þar var hún öllum stundum meðan heilsan leyfði að gróðursetja tré og plöntur, hlúa að þeim og viðhalda bústaðnum sem hún elskaði, tína ber, búa til sultu sem hún svo dreifði til okkar allra. Það er svo ótal margt annað sem kemur upp í hugann sem ég hef bara fyrir mig. Það verður eins og lokuð bók minninganna sem hægt er opna aftur og aftur. Við munum hugsa vel um hann Jóa, Hulda mín. Nú hefur þú fengið hvíldina og megi englar guðs vaka yfir þér. Hvíl í friði. Inga Hanna Hannesóttir. Það er erfitt að kveðja Huldu ömmu sem hefur verið fastur punktur í tilveru okkar alla tíð. Að geta alltaf komið við í Hlíð- unum þegar maður er á ferðinni og spjallað við ömmu og afa hefur verið ómetanlegt. Góð ráð og áminning um að mennta sig og vera duglegur að vinna, það hefur verið lífsspekin hennar ömmu og hún miðlað þeirri speki óspart til okkar. Margar góðar og ógleym- anlegar stundir áttum við uppi í sumarbústað en þar er sælureit- ur ömmu og afa. Mikið eigum við alltaf eftir að sakna jólaboðanna hjá ömmu og afa, þar komu allir sem gátu saman á jóladag og áttu góða stund og aldrei brást kara- mellukakan sem var í eftirrétt. Ef það voru veislur í fjölskyld- unni var amma alltaf mætt með margar karamellukökur og þær kláruðust alltaf fyrstar af veislu- borðum. Amma hefur alltaf verið tilbúin að gera allt fyrir fjölskyld- una eins og þegar við vorum að byggja nýja húsið á Kjalarnesi, þá fluttu amma og afi upp í sum- arbústað heilt sumar og leyfðu okkur að búa í íbúðinni þeirra í Hlíðunum. Elsu amma, við skulum líta eftir afa fyrir þig. Guð geymi þig, elsku amma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Gunnlaugur Agnar, Helga Magnea, Hulda Kristín Gunnlaugsbörn. Elsku amma. Þegar við systkinin settumst niður og fórum að rifja upp gaml- ar minningar frá því þegar við vorum í pössun í Drápuhlíðinni, eða þegar við systurnar fengum að fara með í sumarbústaðinn, þá kemur fyrst og fremst í huga okkar hversu gott og rólegt var að koma til ykkar. Alltaf svo gott að borða, við vorum jú með mat- arást á þér, amma. Að fara í sumarbústaðinn og tína ber á haustin eða hjálpa ykk- ur að vinna eins og þú sagðir allt- af eru minningar sem verða í huga okkar alla tíð. Síðustu árin höfum við hitt þig og afa á Þorláksmessu í sköt- veislu hjá mömmu og pabba og þá var alltaf mikið hlegið og spjallað. Þín á eftir að verða sárt saknað þar. Nú hefur amma Kristín fengið þig til sín og vitum við að þú ert í góðum höndum. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hvíldu í friði, elsku amma okk- ar. Daníel, Hulda og Lilja Jónsbörn. Erfitt er að horfa á eftir þér fara. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Ég hef verið að hugsa um allt það sem þú hefur gefið mér í gegnum árin. Fullt af visku og góðum ráðum. Ég hef aldrei kynnst jafn sterkri manneskju og þér og mun alltaf stefna að því að verða svona sterk sjálf. Þú kenndir mér svo margt og ég mun geyma það alla mína ævi og kenna mínum börnum það sama. Þú kenndir mér að vera sjálf- stæð, að standa með sjálfri mér og hugsa vel um sjálfa mig því það gerir það enginn fyrir mann. Vera dugleg og samviskusöm og leggja allan minn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur. Þú varst alltaf í liðinu mínu að hvetja mig áfram. Þú lagðir áherslu á menntun og sagðir mér að það væri eitt- hvað sem enginn gæti tekið af mér. Þú átt stóran þátt í því að ég hef lagt metnað minn í menntun mína. Þú kenndir mér það að það skiptir ekki máli hversu mikla peninga maður aflar, það skiptir máli hvernig maður fer með þá. Þú varst mér hvatning til að horfa öðuvísi á lífið. Þú gekkst í gegnum svo margt en lést ekkert buga þig. Alltaf hélstu áfram. Hreinskilnin þín er eitthvað sem ég mat mikils. Það var gott að geta leitað til þín og þú sagðir hlutina eins og þeir voru. Ég man svo vel eftir árinu sem ég og Jói bjuggum hjá ykkur afa. Þú kenndir mér að hugsa vel um umhverfið mitt og ganga vel um. Ég man eftir því þegar þú og afi gáfuð mér fyrstu skólatöskuna mína. Hún var með fullt af leyni- hólfum og mér fannst hún flott- ust í heimi. Ég man einnig eftir göngutúr sem ég og þú fórum í á Miklatún og söfnuðum greinum í vasa, þú sagðir að þær myndu taka við sér og blómstra sem þær gerðu. Allar stundir sem ég og Jói eyddum með þér og afa uppi í bústað geymi ég hjá mér. Það var svo skemmtilegt að leika sér í landinu, hvort sem það var að róla sér eða dunda sér á smíða- pallinum. Mér þótti svo vænt um að geta leitað til þín þegar mig vantaði ráð í eldhúsinu. Ósjaldan hringdi ég og spurði hvernig ætti að elda hitt og þetta. Þú áttir alltaf til góð ráð fyrir mig. Ég hlakkaði alltaf til jólanna því þá færi ég til þín í jólaboð. Maturinn var svo góður og ég tala nú ekki um karamellukökuna þína sem þú og afi kennduð mér síðan að baka, besta kakan í heimi. Ég elska þig svo mikið og þú varst mér mikil fyrirmynd. Ég á fullt af góðum og skemmtilegum minningum um þig og ég er þakk- lát fyrir þær allar. Ég mun geyma þig í hjarta mínu og alla þá visku sem þú gafst mér. Þín Björg. Elsku amma mín, þú varst svo stór partur af lífi mínu og mótaðir mig svo mikið að þeim manni sem ég er í dag. Umhyggja þín var einstök þegar þú komst inn til mín og Bjargar áður en við áttum að fara að sofa, settist hjá okkur og baðst Guð að geyma okkur. Þú athugaðir alltaf hvort ég væri ekki nógu vel klæddur í hvert sinn sem ég kom til þín. Það voru ófá hádegin sem ég kom til þín og alveg sama hvað maður bað þig að hafa ekki fyrir manni þá bjóstu alltaf til mat handa mér. Ég var sko ekki á móti því enda var maturinn svo góður að ég fór alltaf pakksaddur út. Þegar ég fer að hugsa um mat og þig amma þá fer ég að hugsa um karamellukökuna þína, kakan sem maður beið eftir á hverjum jólum og í hverri veislu. Amma þú varst mér mikil hvatning og fyr- irmynd. Þú hvattir mig til að drífa mig í að ná mér í einhverja menntun, alveg sama hver hún væri, bara að mennta mig. Þú kenndir mér að vera harðdugleg- ur og aldrei að gefast upp. Alveg frá því að ég man fyrst eftir mér hefurðu verið að búa mig undir lífið. Setning frá þér situr svo fast í mér, þú sagðir alltaf: Passaðu upp á sjálfan þig því enginn gerir það fyrir þig. Guð geymi þig amma. Jóhannes (Jói). Hulda Sigríður Þórðardóttir Elsku amma og fósturmamma mín. Í dag hefðirðu orðið 69 ára, sem er enginn aldur. Þú hefðir átt Vilborg Þóroddsdóttir ✝ Vilborg Þór-oddsdóttir frá Fjallalækjarseli í Þistilfirði fæddist í Garði í Þistilfirði 27. september 1942. Hún lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 9. mars 2011. Útför Vilborgar fór fram frá Sval- barðskirkju í Þist- ilfirði 19. mars 2011. að eiga svo mörg góð ár eftir. Innilega til hamingju með af- mælið. Mikið rosa- lega er erfitt að skrifa þessar línur því ég er enn að átta mig á því að þú sért farin. Vildi að ég hefði þig ennþá hjá mér. En ég veit þér líður vel og afi hefur verið feginn að hitta kerlu sína aftur. Fyrsta minningin um þig var í eldhúsinu í sveitinni, alltaf að elda mat eða baka. Ég fékk alltaf að vera með þér þegar þú bakaðir kleinurnar, fékk að snúa upp á þær. Alltaf reyndi ég að teygja meira á þeim en átti að gera til að stækka þær. Ég hlýt nú að hafa verið frekar erfiður krakki, alltaf fyrir í eldhúsinu þegar ég mátti ekki vera þar. Þú stoppaðir aldrei á meðan heilsan leyfði, varst alltaf í eldhúsinu að elda eða baka, prjóna sokka, vettlinga eða húfur, úti á túni að raka yfir sumartím- ann eða í fjárhúsinu þegar sauð- burðurinn stóð yfir. Ég fékk að vaka með þér fyrst þegar ég byrj- aði að aðstoða í sauðburðinum. Á seinni árum gerðir þú mjög falleg bútasaumsteppi í höndun- um sem mjög fögur orð fara af. Þér tókst á endanum að kenna mér að prjóna eftir að þú fluttir á Þórshöfn, ég prjóna reyndar ekk- ert flókið, bara einfalda hluti til að lenda ekki í vandræðum. Við eyddum mörgum góðum stundum þar síðustu árin þín. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa hætt að vinna sumarið 2008 til að geta eytt með þér síðustu árunum á sumrin. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir mér. Ég veit að það mun koma mér að góðum notum á lífsleiðinni. Ég bjó við mikið öryggi að hafa ykkur afa þegar ég var að alast upp. Ég veit að þér líður vel núna en sorgin er engu að síður til staðar í hjarta mér og verður þar um ókomin ár. Ég geymi þig á góðum stað í hjarta mér um alla ævi. Þangað til við hittumst aftur bið ég kærlega að heilsa afa og vona að þið hafið það gott saman. Valur þakkar þér kærlega fyrir allar samverustund- irnar á liðnum árum bæði í sveit- inni og á Þórshöfn og biður kær- lega að heilsa gamla. Ég elska þig, amma mín og fósturmamma. Þín Anna. Fyrir liðlega tveimur áratug- um kynntumst við félagarnir Guðmundi og Salóme, afa og ömmu Gumma vinar okkar, sem átti sitt annað heimili hjá þeim á þessum árum. Í kringum Gumma var jafnan stór hópur vina, sem ávallt var velkominn á heimili þeirra hjóna. Þær eru minnisstæðar heim- sóknirnar í Holtagerðið, þar sem Salóme bar jafnan fram miklar kræsingar og Guðmundur sat í hægindastólnum sínum í stof- unni og messaði á sinn hógværa hátt yfir okkur guttunum í líf- legum umræðum um stjórnmál og önnur málefni líðandi stund- ar. Eftir ótímabært fráfall Gumma fyrir hartnær 17 árum hefur heimili þeirra verið kjöl- festan í árlegum áramótahittingi Gummavinafélagsins, þar sem Guðmundur Árnason ✝ GuðmundurÁrnason fædd- ist í Grindavík 21. mars 1923. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 19. september 2011. Útför Guð- mundar fór fram frá Kópavogskirkju 26. september 2011. við tökumst á um heimsyfirráð í Risk- spilinu ásamt Stíg, öðrum dóttursyni Guðmundar og Sal- óme. Þau kynni við Guðmund sem hóf- ust á menntaskóla- árum okkar hafa haldist æ síðan og sátum við félagarn- ir, fulltíða menn, enn sem áður við fótskör meist- arans í Holtagerðinu um síðustu áramót. Ekki hvarflaði að okkur að það yrði í síðasta skipti sem við nytum samvista við þann mæta mann. Guðmundur var skarpgreind- ur, vel lesinn og hvers manns hugljúfi. Þótt líkaminn gæfi eftir í glímunni við elli kerlingu á síð- ustu árum var hugurinn beittur og hugsunin skýr allt til dán- ardags. Við þökkum Guðmundi fyrir samverustundir í gegnum árin, heiðursmaður er genginn. Salóme og öðrum aðstandend- um vottum við okkar innilegustu samúð. Agnar Sturla Helgason, Auðunn Arnórsson, Guðbrandur Örn Arnarson, Hjörtur Þór Grjetarsson, Óðinn Albertsson, Ólafur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.