Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Vilmundur Jósefsson, formaður
Samtaka atvinnulífsins, gagnrýndi
harkalega ríkisstjórnina á fundi um
atvinnumálin sem SA stóð fyrir í
Hörpu í gær undir yfirskriftinni
Ryðjum hindrunum úr vegi – at-
vinnulíf í uppnámi. Vilmundur sagði
að samskiptin við stéttarfélögin
hefðu gengið vel, treysta mætti því
sem menn segðu þar á bæ. SA hefðu
reynt að fá núverandi stjórnvöld til
samstarfs um aðgerðir til að draga
úr atvinnuleysi.
„Því miður hefur ríkisstjórn
hvorki sýnt vilja né getu til að fylgja
eftir og efna eigin yfirlýsingar,“
sagði Vilmundur. „Samtök atvinnu-
lífsins geta ekki treyst orðum henn-
ar né skriflegum yfirlýsingum enda
virðist þar allt á sömu bókina lært.
Orð án athafna. Það er því sjálfgefið
að Samtök atvinnulífsins munu ekki
hafa frumkvæði að neinum frekari
samskiptum við ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur.“
Frummælendur voru Grímur Sæ-
mundsson, varaformaður SA, Mar-
grét Kristmannsdóttir, formaður
Samtaka verslunar og þjónustu,
SVÞ, Adolf Guðmundsson, formaður
Landsambands íslenskra útvegs-
manna, LÍÚ, Hannes G. Sigurðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri SA, og
Kolbeinn Kolbeinsson, fram-
kvæmdastjóri Ístaks. Kolbeinn sagði
að menn hefðu talið árið 2010 að
botninum væri náð, nú færi að rofa
til enda hefði þá verið landað bæði
samningi um stækkun Ísal og Búð-
arhálsvirkjun. En það sem af væri
þessu ári hefði Ístak aðeins gert einn
samning hér á landi.
Atvinnuleysi að festast í sessi
Fyrirtækinu hefði hins vegar tek-
ist að halda í horfinu með því að taka
að sér verk erlendis, veltan væri
svipuð og verið hefði. En fyrirtækið
yrði að vera með heimamarkað, ekki
væri hægt að ætlast til þess að helm-
ingurinn af mannskapnum þyrfti að
dvelja að staðaldri utan lands.
„Atvinnuleysið er að festast í sessi
og það er afleiðing þessarar stefnu
sem er í gangi, að það sé öruggast að
gera ekki neitt,“ sagði Kolbeinn.
Adolf sagði m.a. í umræðum á
fundinum að rekstur sjávarútvegs-
fyrirtækjanna gengi almennt vel, því
ættu þau að vera að fjárfesta af
krafti með tilheyrandi margfeldis-
áhrifum á hagkerfið.
„Allur ísfiskskipaflotinn er kom-
inn yfir 30 ár, hann er orðinn úreltur.
Það þarf að endurnýja þorra fiski-
skipaflotans. Þegar mest var vorum
við með um 65 skip, erum með um 25
hefðbundin ísfiskskip og þau þarf öll
að endurnýja. Við erum þá að tala
um 1,8-2,2 milljarða í hefðbundnu ís-
fiskskipi. Og skip í uppsjávarflotan-
um kostar fjóra til fimm milljarða
eftir því hvernig það er útbúið.“
Einnig þyrfti að endurnýja tækja-
búnað í frystihúsum, auka þar fram-
leiðni. Sjávarútvegurinn skapaði
fjölmörg afleidd störf, það hefði
komið glöggt í ljós á sjávarútvegs-
sýningunni í Reykjavík. „Þannig að
það er mjög vægt til orða tekið að
hundruð starfa myndu skapast ef
sjávarútvegurinn fengi að vera í friði
og fá að gera það sem hann gerir
best, reka fyrirtækin, myndi það
gerast á mjög fáum mánuðum.“
Stjórnvöld mesta hindrunin?
Talsmenn fyrirtækja segja ríkisstjórn vinstriflokkanna dáðlausa
Framkvæmdastjóri Ístaks álítur stefnu stjórnvalda vera að öruggast sé „að gera ekki neitt“
Morgunblaðið/Eggert
Hlustað Fjölmenni var á fundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpu. Meðal fundarmanna voru nokkrir alþingismenn en
ekki blönduðu þeir sér í umræðurnar eftir ávarp Vilmundar Jósefssonar fundarstjóra og erindi frummælenda.
Grímur Sæmundsen, varaformaður SA, sagði í erindi
sínu að frá hruninu 2008 hefðu fyrirtæki landsins greitt
70-80 milljarða króna í bætur gegnum Atvinnuleysis-
tryggingasjóð. Atvinnuleysi væri nú 6,7%, störfum hefði
fækkað um 12 þúsund frá 2008 en árlega kæmu um 1.800
manns út á vinnumarkaðinn. Alls hefðu 3.600 íslenskir
ríkisborgarar flutt úr landi 2008-2010. En ríkisstjórnin
drægi stöðugt lappirnar í atvinnumálunum.
„Við viljum ekki einkafjárfestingu til mikilvægra, arð-
samra og nauðsynlegra samgöngubóta – nei, við viljum
eitthvað annað. Við höldum sjávarútvegi og orkuvinnslu
í uppnámi – við viljum eitthvað annað. Það er ekki unnt
að greiða götu þeirra sem mestan áhuga sýna á að fjárfesta hér og byggja
upp stór og öflug fyrirtæki. Nei – við viljum eitthvað annað.
Niðurstaðan er augljós: Fjárfestarnir fara – eitthvað annað.
Tölurnar í upphafi máls míns segja líka: Fólkið er að fara – eitthvað ann-
að. Og verst af öllu: það kemur ekkert annað í stað þess sem hafnað er,“
sagði Grímur.
„Fólkið er að fara – eitthvað annað“
Grímur
Sæmundsen
Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, sagði að þörf
væri á þjóðarsátt til að koma saman næstu fjárlögum
sem yrði afar erfitt. „Til þess þurfum við ríkisstjórn um
þjóðarhag, ríkisstjórn með virkan þingmeirihluta sem
býr ekki við hótanir einstakra stjórnarliða í hverju mál-
inu á eftir öðru. Ef þessi ríkisstjórn á að eiga einhverja
möguleika á því að sitja með sæmd út kjörtímabilið verð-
ur Samfylkingin að stíga niður fæti og neita að vera eins
og meðvirkur maki í ofbeldishjónabandi.“
Ríkisstjórnin yrði að svara því sjálf með verkum sín-
um hvort stærsta hindrunin á vegi fjárfestinga væri hún
sjálf. En SVÞ styddi eindregið umsókn um aðild að Evr-
ópusambandinu og hvað sem um stjórnina mætti segja þá væri núverandi
stjórnarmynstur sennilega það eina sem tryggði að umsóknarferlið yrði
klárað. Krónan myndi aldrei duga fyrirtækjunum og nú þegar hefðu 37 af
stærstu fyrirtækjum landsins kvatt hana, nokkuð sem þorri fyrirtækja og
einstaklingar gætu ekki. Gera yrði þjóðinni fært að ákveða í þjóðaratkvæði
hvort hún vildi aðild, annað væri „óþolandi forræðishyggja“.
Samfylkingin eins og „meðvirkur maki“
Margrét
Kristmannsdóttir
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA,
sagði að skatthlutfall í ríkjum Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar, OECD, hefði farið jafnt og þétt hækk-
andi síðustu hundrað árin.
Þegar bornar væru saman opinberar skatttekjur ríkja
sem hlutfall af landsframleiðslu yrði að gæta að því að í
langflestum Evrópulöndum væru lífeyriskerfi svonefnd
gegnumstreymiskerfi, fjármögnuð með sérstökum
sköttum en svo væri ekki hér. Hér væri notað að mestu
uppsöfnunarkerfi sem kæmi ekki fram í opinberu út-
gjöldunum.
„Það vakti óverðskuldað litla athygli þegar skatta-
sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bentu á það í skýrslu í fyrravor að
hlutfall skatta á Íslandi af landsframleiðslu, að viðbættum lögbundnum ið-
gjöldum í lífeyrissjóði, hefði verið það næsthæsta í heiminum árið 2004,“
sagði Hannes. „Aðeins í Danmörku hefði skattbyrðin verið hærri.“ Þrátt
fyrir mikið fall skatttekna vegna samdráttarins væri byrðin hérlendis enn
með því mesta sem gerðist í OECD.
Skattbyrði hér með því mesta sem gerist
Hannes G.
Sigurðsson
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Ég bjóst við því að ferð mín um Ís-
land yrði stórkostleg, sem og hún
varð, en tók kannski síður inn í
myndina en hefði jafnvel mátt gera
Íslendingana sjálfa. Alls staðar þar
sem ég kom var mér tekið opnum
örmum og fólk var tilbúið að skjóta
yfir mig skjólshúsi,“ segir Daniel
Hutton sem hjólaði hringinn í kring-
um Ísland til styrktar Ljósinu, end-
urhæfingarmiðstöð fyrir fólk með
krabbamein. „Ég hef tengst fólki um
allt land órjúfanlegum vinaböndum.
Gestrisnin er sannarlega Íslending-
um í blóð borin.“
Daniel sem er breskur kom fyrst
til Íslands í fyrra þegar hann heim-
sótti landið með kórnum sínum frá
Leeds á Englandi. Ferðin var heim-
sókn til Kvennakórs Kópavogs og að
sögn Daniels voru stelpurnar í kórn-
um ómissandi við undirbúning ferð-
arinnar í ár. „Þær komu mér í sam-
band við vini og ættingja sína um
landið og síðan aðstoðaði það fólk
mig við að brúa þau bil þar sem ég
hafði ekki gistingu og þannig gekk
þetta koll af kolli.“
Söng fyrir mat og gistingu
„Það vissu fæstir að ég myndi
taka til söngs en mér finnst það góð
leið til að þakka því góða fólki sem
hleypti mér inn á heimili sín.“ Daniel
er að læra söng og tók því nokkur
klassísk lög og var oft launað á móti
með íslenskri vísu. „Ég söng fyrir
fólk ítölsk lög og ensk eins og gamalt
enskt lag sem heitir Trade winds og
síðan leitaði ég í einstaka söngleiki
og tók m.a. Old man river. Íslend-
ingar voru líka duglegir að kenna
mér íslenskar vísur og lög og ég söng
Krummavísur og það hefur hjálpað
mér að æfa mig á íslenskunni.“
Orðlaus yfir náttúrunni
„Þegar ég ákvað að hjóla um Ís-
land vissi ég að náttúran hér væri ef-
laust einhver sú stórbrotnasta sem
ég hefði nokkurn tíman upplifað en
ekkert hefði getað undirbúið mig
undir þá fegurð sem landið hefur
upp á að bjóða,“ segir Daniel og bæt-
ir því við að það hafi verið þess virði
að fara inn í hvern fjörð og út af þjóð-
veginum. „Mér er sagt að margir
sleppi Vestfjörðunum þegar þeir
fara hringinn en það eru mistök því
það er eitt fallegasta svæði landsins.
Vestfirðirnir og Austurlandið eru al-
gjörar náttúruperlur.“
Hjólaði 3.000 kílómetra hringinn í kringum landið, söng fyrir gistingu og mat, allt til styrktar Ljósinu
Einstakt fólk
býr á Íslandi
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Leiðarlok Daniel Hutton og Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins.
3.600
fleiri íslenskir ríkisborgarar fluttu úr
landi en til þess árin 2008-2010
1
verksamning hefur Ístak gert á Ís-
landi á þessu ári
‹ UGGVÆNLEGAR TÖLUR ›
»