Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Það var höggvið nærri okkur Norðfirðingum mánudaginn 19. september er Ágúst Ármann frændi minn og vinur lést langt um aldur fram. Hann hafði lokið miklu ævistarfi en var því miður burt kallaður með fulla starfs- orku og vilja til góðra verka. Fjölskylda hans var jafnan í fyrsta sæti en hann átti einnig stóra hliðarfjölskyldu sem hann sinnti af miklum áhuga. Þar á ég við okkur Norðfirðinga alla og granna okkar í næstu fjörðum. Það var einfaldlega ótrúlegt hversu miklu hann fékk áorkað, sérstaklega á tónlistarsviðinu. Vakinn og sofinn kenndi hann, þjálfaði kóra, lék við kirkjulegar athafnir, annaðist undirleik á há- tíðum, spilaði fyrir dansi og svo mætti lengi upp telja. Hann var alltaf til staðar, hvort sem það var að spila á jólaböllum barnanna eða að standa fyrir rokkveislum. Og fyndist honum dofna yfir menningarlífinu þá hratt hann af stað viðburðum þar sem honum tókst að virkja fjölda manns til félagsstarfs sem allir nutu. Metnaður hans fyrir byggðina sína var takmarkalaus. Hann gaf lítið fyrir pólitísk rök ef þau stönguðust á við rök sanngirni og réttlætis. Þannig var hann mjög skoðanafastur og fylginn sér í málflutningi. Hann var þó mestur mannasættir og átti auð- velt með að vinna með öðrum. Ágúst var afar nákvæmur í öllu sem hann gerði. Hann fór aldrei með kórana sína á svið eða í athafnir öðruvísi en vel æfða. Sömu kröfur gerði hann til sjálfs sín. Eitt sinn sagði við mig maður úr austfirsku byggðarlagi: „Ætli ég að hlusta á gott orgelspil þá fer ég til athafnar á Norðfirði.“ Við Aggi vorum jafnaldrar og systrasynir. Við ólumst upp sam- an á Skorrastað eins og bræður. Hann úr stórum systkinahópi en ég einbirni. Þá voru Aggi og Doddi oft nefndir í sömu setning- unni. Þessi bönd bundu okkur saman alla tíð. Hann virkjaði snemma tónlistargáfu sína og spilaði t.d. um fermingaraldur undir skírn yngsta bróður síns. Á unglingsárum var hann áræðinn og byrjaði snemma að taka málin í sínar hendur. Það eina sem hann óttaðist voru sjóferðir á litlum bátum og hænur. Hann var mikill húmoristi og gat verið stríðinn. Þegar honum tókst best upp á því sviði þá setti hann í herðarnar og laut höfði, um leið og hláturinn ískraði í honum. Hann var sannur vinur vina sinna og afar frændrækinn. Hann var einstaklega minnugur og naut þess að rifja upp æsku- árin. Ágúst kom að sérhverri at- höfn í minni fjölskyldu, skírnum, fermingum, giftingum og afmæl- um. Það gerði hann allt með glöðu geði. Þegar faðir minn lést fyrir rúmu ári, þá stóð hann við hlið mér á dánarstundinni og fylgdi honum síðan til Reykja- víkur þar sem hann lék við minn- ingarathöfn í Dómkirkjunni. Þetta mat ég mikils. Flestir núlifandi Norðfirðing- ar hafa notið krafta Ágúst. Hans er því sárt saknað og missir okk- Ágúst Ármann Þorláksson ✝ Ágúst ÁrmannÞorláksson fæddist á Skorra- stað í Norðfirði hinn 23. febrúar 1950. Hann lést á heimili sínu, Sæ- bakka 12 í Nes- kaupstað, hinn 19. september 2011. Útför Ágústs Ár- manns fór fram frá Norðfjarðarkirkju 26. september 2011. ar er mikill. Mestur er þó missir nán- ustu fjölskyldu hans og bið ég að þau megi finna styrk í minningunni um góðan dreng sem var tilbúinn til að gefa allt sem hann átti. Þórður Júlíusson. Aggi frændi minn er ein af þessum manneskjum sem hafa verið fastur punktur frá því ég man eftir mér. Hann umvafði mann hlýju og væntumþykju og hafði áhuga á því sem maður var að gera. Hann heilsaði mér alltaf með því að faðma mig og kyssa mig á kinnina. Hann hélt vel ut- an um sitt fólk. Ég á eftir að sakna Agga frænda og aðeins tíminn getur hjálpað okkur að læra að lifa með skyndilegu frá- falli hans. Svona ótímabær miss- ir minnir okkur á að ekkert í líf- inu er sjálfsagt, og á nauðsyn þess að nota hvern dag til góðra verka og njóta hvers dags með sínu fólki. Elsku Sigrún, Halldór, Bjarni, Þorlákur, tengdadætur og barnabörn, elsku amma og afi, systkini Agga, samúð mín og minnar fjölskyldu er hjá ykkur. Erla Björg Birgisdóttir. Það er ekki sjálfgefið að vin- skapur skapist milli foreldra þegar börnin rugla saman reyt- um. Svo varð þegar Bjarni Freyr og Sif dóttir okkar tóku saman. Einlæg vinátta myndaðist milli okkar hjóna. Ágúst og Sigrún komu eins oft og þau gátu til Reykjavíkur til þess að njóta samvista við sameiginlegu barnabörnin okkar og foreldra þeirra. Við hjónin höfum metið það mikils að vera tekin sem fjöl- skyldumeðlimir inn í þessa stóru og samhentu fjölskyldu. Ánægjustundirnar og umræð- urnar við Ágúst og Sigrúnu í Neskaupstað og hér í Reykjavík munu ekki gleymast. Við finnum sárt til með Sigrúnu og fjölskyld- unni og hugur okkar dvelur hjá Jóhönnu og Þorláki. Minningin um góðan dreng og farsælt líf hans mun lifa. Guð blessi minn- ingu Ágústs Ármanns. Elín Óskarsdóttir og Þráinn Þorvaldsson. Góður drengur er fallinn frá og margs er að minnast. Við þökkum hlýtt viðmót og góðar stundir gegnum tíðina, jafnt sunnan heiða sem austur á fjörðum. Við minnumst ættar- mótsins fyrir austan fyrir tveim- ur árum sem fór fram inni í reið- höllinni vegna veðurs um hásumar en þeim mun eftir- minnilegra fyrir vikið. Auðvitað var tónlist í hávegum höfð með þig og þína menn með hljómsveit og mikið gaman. Við minnumst 70 ára afmælis Guðnýjar frænku í desember þar sem þið Sigrún, Bubbi og Halla komuð suður í afmælið. Þú varst veislustjóri og fórst það snilld- arvel úr hendi. Auðvitað var spil- að og sungið enda hæg heima- tökin með kórstjórann og nokkra kórmeðlimi í fjölskyldunni á staðnum. Þú sagðir sögur og kryddaðir eins og þér einum var lagið við góðar undirtektir gesta. Ekki þótti þér leiðinlegt að rifja upp söguna þar sem þér á sínum tíma sem ungum tengda- syni var gerð grein fyrir því að karlmönnum í okkar fjölskyldu þætti vænt um bílinn sinn. Ánægður og stoltur varstu með síðustu bílakaup. Elsku Sigrún, Halldór, Bjarni Freyr og Þorlákur, missir ykkar er mikill. Megi minningin lýsa ykkur í myrkrinu og veita ykkur og fjölskyldunni styrk. Sam- félagið fyrir austan hefur misst mætan mann. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Öðrum ættingjum, vinum og samferðamönnum Ágústs send- um við hugheilar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Ágústs Ármanns. Ársæll Þorsteinsson, Guðlaug, Þóra, Ragna og Björg Ársælsdætur. Ágúst Ármann Þorláksson, góður vinur minn og félagi frá barnsaldri, er látinn langt um aldur fram. Með honum er geng- inn einn albesti sonur Norðfjarð- ar og Austurlands alls, en hann var frá unglingsárum leiðandi og burðarás í öllu tónlistarlífi hér í Neskaupstað og jafnframt kom hann mjög víða við í tónlistar- og menningarlífi Austfirðinga. Ágúst var mikill fjölskyldu- maður og afar stoltur af sinni eiginkonu, sonum og barnabörn- um. Hann var foreldrum sínum og tengdafólki mikill stuðningur og sýndi þeim mikla ræktarsemi svo og öllu sínu fólki nær og fjær. Ágúst var mikill Norðfirð- ingur og var mjög annt um allan framgang byggðarinnar hér inn- an fjallahringsins. Þá átti Ágúst djúpar rætur á Eskifirði þar sem hann átti heima fyrstu ár ævinn- ar og átti stóran frændgarð sem hann rækti gott samband við. Vinátta okkar félaganna hófst strax í frumbernsku þegar hann og foreldrar hans bjuggu um skeið á loftinu í Laufási á Eski- firði, þar sem ég átti mitt æsku- og uppvaxtarheimili. Og þótt þau flyttu svo í útbæinn hélst sam- bandið og rofnaði ekki heldur þegar þau fluttu á Skorrastað. En upp frá því kom Ágúst mjög oft í heimmsóknir í Sigurðarhús- ið til afa síns og frændfólksins þar, en þar var ég heimagangur. Og þótt hann væri fluttur norður sóttumst við strákarnir á Eski- firði eftir að fá hann í hópinn þegar fótbolti var spilaður við Reyðfirðinga og kom hann þá stundum með okkur í leikinn. En Ágúst var mikill Austramaður enda hafði pabbi hans verið mikil hetja í Austra á sínum yngri ár- um. Það liðu svo stundum nokk- ur ár án þess að við hittumst að marki, en síðar höguðu atvikin því þannig að ég flutti hingað til Neskaupstaðar í tvígang og vin- áttan var endurvakin, og ætíð hefur Ágúst haft lag á að láta mig finna fyrir vináttu og vænt- umþykju sem ég vona að mér hafi tekist að endurgjalda. Það verða aðrir færari mér til að rekja ævi- og starfsferil Ágústs, en ég vil með þessum fá- tæklegu orðum kveðja minn góða vin sem ég mun sárt sakna og færi Sigrúnu, sonum, Jó- hönnu og Þorláki og ættingjum öllum mínar innilegustu samúð- arkveðjur og bið Guð að styrkja okkur öll. Hjörvar O. Jensson. Kæri vinur og foringi. Margar minningar koma upp í hugann þegar við setjumst niður vinirnir og rifjum upp góðar stundir. Við vorum það lánsamir að njóta leiðsagnar þinnar í tón- list auk þess sem þú varst okkur sannur vinur og fyrirmynd. Báð- ir tengdumst við þér í upphafi í gegnum syni þína og fengum að njóta gestrisni ykkar hjóna þar sem við strákarnir vorum alltaf velkomnir. Snemma hófst tón- listaruppeldið af þinni hálfu og fljótlega þróaðist vinátta á milli okkar, sem lifði allt til lokadags. Báðir urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með þér í Blús-, rokk- og jazzklúbbnum á Nesi (Brján) frá upphafi. Það samstarf hefur nú varað í um 20 ár. Við unnum saman að fjölda uppsetninga, tónleika og verk- efna. Þú varst ávallt foringinn og helstu ákvarðanir voru teknar á kaffistofu Tónskóla Neskaup- staðar þar sem þú varst skóla- stjóri. Margir ungir tónlistar- menn stigu sín fyrstu skref undir þinni leiðsögn og alltaf varst þú jákvæður og náðir fram því besta í öllum. Alltaf komst þú fram við alla á jafningjagrundvelli og aldrei fundum við fyrir því að þú værir 20 árum eldri en við enda ávallt ungur í anda og til í ým- islegt. Metnaður þinn var mikill í þeim verkefnum er þú komst að og smitaði hann út frá sér til annarra. Þú varst alltaf góð fyr- irmynd með hlutina á hreinu, mættir fyrstur og fórst síðastur. Árið 1997 stofnaðir þú með okkur „Hina alþjóðlegu dans- hljómsveit Ágústs Ármann“ sem hefur starfað til dagsins í dag. Hún hefur gengið undir ýmsum nöfnum og lýsir það húmor þín- um vel að hafa ekki tekið nafn- giftina alvarlega: Alþjóðlega bandið, Elítan, Draumadrengirn- ir, Hnakkarnir, Heimameik og nú síðast SOS-bandið. Sögur eru á bakvið öll nöfnin og ávallt mik- ið hlegið að þeim sögum þegar alþjóðlegur hittingur átti sér stað. Við höfum spilað saman víða og oft var mikið rokk í ferð- um okkar. Þú varst enginn eft- irbátur okkar og ávallt hrókur alls fagnaðar hvort sem við vor- um í Reykjavík, á Akureyri eða í Færeyjum. Hlutverk þitt í samfélaginu var ótrúlega stórt og enginn einn maður getur fyllt það skarð er þú skilur eftir þig. Vinahópurinn verður aldrei samur, við verðum langan tíma að átta okkur á því að þú ert farinn og eigum eftir að sakna þín meira en hægt er að skrifa eða syngja um. Við mun- um sakna þinna föðurlegu ráða, ótrúlegrar hæfni á sviði tónlistar og vináttu sem aldrei bar skugga á. Við munum halda áfram, hafa alþjóðlegan hitting og starfa áfram í þeim anda er þú hefðir viljað: „The show must go on“ sagðir þú oft og við hlýðum þér eins og áður þegar við höfum náð áttum. Elsku Sigrún, synir og fjöl- skylda, harmur ykkar er mikill og fyrir hönd Brján og Alþjóð- lega bandsins vottum við ykkur okkar dýpstu samúð. Minning Ágústs mun lifa um ókomna tíð. Guðmundur R. Gíslason og fjölskylda, Marías Ben. Kristjánsson og fjölskylda. Við fengum sorglega frétt, mánudagsmorguninn 19. sept- ember sl., þegar okkur var til- kynnt að vinur fjölskyldunnar og samstarfsmaður Svavars í tæp fjórtán ár hefði orðið bráðkvadd- ur síðla nætur á heimili sínu eystra. Ágúst Ármann, organisti Norðfjarðarkirkju, hafði kvatt þetta líf aðeins 61 árs að aldri. Um leið hvarf hugurinn til ár- anna okkar fyrir austan, til Sig- rúnar og drengjanna þeirra, for- eldra, systkina hans, starfsfólks kirkjunnar austur í Neskaup- stað, safnaðarins þar. Þvílíkt áfall, þvílík sorg, þvílíkur missir. Vildum helst fara austur og fá að umvefja þau í kærleika. Ágústi og öllu hans fólki eigum við svo margt að þakka. Minningarnar brutust fram, ein myndin af ann- arri, minningar áranna eystra. En veruleikinn varð ekki umflúinn. Í þetta sinn var höggið óvenju þungt og ósanngjarnt og óréttlátt. En hverju ráðum við, hverju breytum við? Við getum beðið um styrk og huggun í þyngstu þraut. Og það var gert, víða og af mörgum. Höldum því áfram, því sorgin mun dvelja með okkur. Ágúst var vandaður tónlistar- maður, vel menntaður, trúaður, ráðagóður, vel að sér í kirkju- tónlist og ljúfur í samstarfi. Svavar og Ágúst urðu meira en samstarfsmenn, urðu persónu- legir vinir og fjölskyldur tengd- ust bæði í leik og starfi. Krakk- arnir okkar voru í tónlistarskólanum hjá Ágústi og við Sigrún vorum báðar sam- starfskonur og vinkonur. Það var gaman að tala við Ágúst, hann var alltaf tilbúinn að spjalla um lífið og tilveruna, sagði skemmti- legar sögur og oft var hlegið dátt. Hann var skapgóður, bros- mildur, kátur, já hann átti svo marga mannkosti. Ekki langt að sækja það, að honum stóð gott og vandað fólk, fólk sem kunni að gefa af örlæti sínu og hæfileik- um. Skorrastaður, æskuheimili hans, er mikið menningarheimili, vinastaður. Þar var hlýja, gest- risni og gleði, söngur og hljóð- færaleikur. Þangað var gott að koma með krakkana okkar, þau voru okkur eins og nánasta fjöl- skylda. Varla munum við eftir manna- móti eða samkomum eystra að Ágúst væri ekki að spila. Andleg sem veraldleg lög, popptónlist og djassmúsík. Hann stjórnaði kór- um, bjó lög til útgáfu, hann var mikill félagsmálamaður, tónlist- arkennari og skólastjóri. Heim- ilið þeirra Sigrúnar var fallegt og hlýlegt. Þangað var gott að koma, þar áttum við margar góð- ar stundir með góðum vinum. En svo fluttum við suður á land en við héldum alltaf sam- bandi því vináttan á sér ekki landamæri. Við kveðjum nú einn af okkar bestu vinum sem við eignuðumst fyrir austan með miklum söknuði, þökkum honum allar okkar góðu stundir. Við fjölskyldan vottum Sig- rúnu, drengjunum, foreldrum, öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð og megi miskunnsamur Guð geyma ykkur og blessa minningu um góðan dreng, Ágúst Ármann. Auður, Svavar og fjölskylda. Mánudagurinn 19. september 2011 líður mér örugglega seint úr minni. Ég fékk þessar hræði- legu fréttir um að Aggi væri dá- inn. Ég bara trúði því alls ekki. Ég söng með honum í messu daginn áður, þar sem hann spjallaði svo skemmtilega við Jórunni mína fyrir messu eins og honum einum var lagið. Já, hann Ágúst Ármann var merkilegur maður og hafði mikil áhrif á mig. Hann kenndi mér á píanó frá tíu ára aldri til tvítugs og alltaf leit ég mjög upp til hans og hann var mér mikil fyrirmynd í tónlistinni. Samhliða píanónám- inu söng ég hjá honum í kirkju- kórnum frá 16 ára aldri og tveimur árum seinna kom hann mér í poppið. Já, hann var mikill tónlistarmaður, gat spilað allt og heyrði allar raddanir. 18 ára gömul söng ég fyrst í rokkveislu hér í Neskaupstað sem hann var frumkvöðull að ásamt fleiri. Hann kenndi mér að radda og hvatti mig mikið og hafði trú á manni þegar kom að söngnum, hvort sem var á sviði í Egilsbúð eða einsöngur í kirkj- unni. Alltaf var líka gaman að fara á kirkjukórsæfingar. Þar stjórnaði hann af alúð og mikilli hlýju. Oftar en ekki byrjaði hann æfinguna á að spila lagstúf úr gömlu dægurlagi eða klassísku verki og spurði hvort við þekkt- um lagið. Alltaf þakkaði hann líka kórnum fyrir hverja athöfn í kirkjunni með því að segja: „Takk fyrir fólkið mitt“, sem sýnir hversu mikla hlýju og þakklæti hann bar til okkar. Hann gat spilað allt og ég mun alltaf hugsa til hans þegar ég heyri eða syng „Scarborough Fair“, því það er síðasta lagið sem hann spilaði undir hjá okkur Perlu fyrir æfingu á Tónatitring nokkrum dögum fyrir andlátið. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann þegar maður hugsar til baka og eiginlega bara óhugsandi að ímynda sér tónlist- arlífið hér á staðnum áfram án hans. Við fjölskyldan munum sakna hans gríðarlega en hann kenndi tveimur eldri börnum mínum á píanó og náði hann mjög vel til þeirra. Elsku Sigrún, Halldór, Bjarni og Þorlákur, ykkur og öllum öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir. Þá kallið kemur, hver má standast það? Svo kalt að nístir oss í hjartastað. Því getur ekki Guð minn þessu breytt? Og gefið líf sem ekki verður deytt. Í höndum Guðs svo hefjast örlög manns, sem hverful ráðast öll á einni nótt. Við þekkjum ekki skikkan skaparans er skipast atvik undarlega fljótt. Og manneskjan er máttlaus eins og nú, er markar dauðinn skarð í okkar hóp. Með styrk í Jesú staðföst er vor trú, er stynjum klökk af harmi þetta hróp. (Sigurður Rúnar Ragnarsson) Góður vinur og náinn sam- starfsmaður, Ágúst Ármann Þorláksson organisti og tónlist- armaður, er hér kvaddur hinstu kveðju. Starf hans við Norðfjarð- arkirkju er nú falið minningum góðum og virðing og þökk ríkir nú, er hans nýtur ekki lengur við. Ég þakka samleiðina og samstarfið, vináttuna og öll góðu ráðin og hug hans til kirkjunnar, sem hann helgaði starf sitt af heilum hug. Guð minn lauga þú sorgina friði þínum og blessa minning- arnar, þær standa eftir og við höldum fast í þær. Far þú í friði, kæri vinur. Sendum okkar dýpstu samúð til Sigrúnar og allra ástvina. Sigurður Rúnar Ragnarsson sóknarprestur Norðfjarðarkirkju og Ragnheiður Hall. Ágúst Ármann, hjartkær vin- ur okkar, varð bráðkvaddur langt um aldur fram. Hann var heilsteyptur, jákvæður og áhugasamur um lífið og tilveruna í víðasta samhengi hlutanna, enda hafði hann gaman af að ræða málin út frá heimspekilegu sjónarhorni. Ágúst var trúaður og velti tilvistarspurningum gjarnan upp í umræðum. Honum var annt um fólk og mætti öllum sem leituðu til hans af virðingu og áhuga. Sigrún kona Ágústs var æsku- ástin, traustur og ljúfur lífsföru- nautur alla tíð. Hann var náinn sonum sínum, lét sér annt um tengdadætur sínar og mikið var hann stoltur af barnabörnunum þremur. Ágúst var í góðum tengslum við stórfjölskylduna og fylgdist vel með fjölskyldum systkina sinna. Það er komið á fimmta áratug síðan kynni okkar af Ágústi hóf- ust. Örn og Ágúst voru æskuvin- ir og það styrkti böndin enn frekar að þeir áttu samleið í tón- listinni. Þeir spiluðu saman í danshljómsveitum í mörg ár, sællar minningar. Þeir voru samferða í námi við Tónlistarskólann í Reykjavík og á þeim tíma hittumst við fjögur nánast hverja helgi. Við áttum dásamlegar stundir saman, hug- leiddum tilveruna, spáðum í hvað framtíðin bæri í skauti sér og síðast en ekki síst ræddum við tónlist vítt og breitt. Ágúst var barokkmaður í tónlistinni, en áhuginn spannaði vítt svið og náði ekki síður til Pauls McCart- ney en Bachs og Händels.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.