Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 ✝ Kristrún Guð-mundsdóttir fæddist að Höllu- stöðum, Reykhóla- hr., A-Barð., 24. apríl 1941 en flyst á fjórða aldursári út í Skáleyjar á Breiðafirði ásamt fjölskyldu sinni til 17 ára aldurs. Hún lést á heimili sínu 16. september sl. Foreldrar Kristrúnar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 15. 5. 1906, d. 3.1. 1979, og Júlíanna Sveinsdóttir húsmóðir, f. 6.7. 1902, d. 2.8. 1997. Systkini Kristrúnar eru Guðlaug Halldóra Guðmunds- dóttir f. 27.8. 1933. Maki henn- ar var Grímur Atlason f. 26.4. 1919, d. 23.1. 2001. Hafsteinn Guðmundsson f. 4.1. 1935. Maki hans er Ólína Jóhanna Jóns- dóttir f. 6.4. 1933. Sveinn Guð- mundsson f. 1.6. 1937. Maki hans er Dóra Jónsdóttir f. 30.5. 1940. Valgerður Guðmunds- dóttir f. 17.12. 1938. Maki henn- ar er Karl Kristinn Þórðarson f. 18.7. 1933. Bryndís Guðrún eignaðist 4 barnabarnabörn. Kristrún flyst úr föðurhúsum 1958 og ræður sig til þjónustu- starfa hjá Bændaskólanum á Hvanneyri. Á Hvanneyri kynn- ist hún Einari sem þá stundaði nám í búfræðum við skólann. Að námi Einars loknu flytja þau að Hrossholti í Eyjahreppi sem þau þá nýlega höfðu fest kaup á og hefja þar búskap. Á fyrsta búskaparári sínu lenda þau í bílslysi þar sem Einar slasast alvarlega og þess vegna bregða þau búi árið 1964. Það ár flytja þau að Hliðsnesi í Bessa- staðahreppi, þaðan lá svo leiðin að Laugarvatni þar sem þau bjuggu fram til ársins 1970 en þá flytja þau í Hafnarfjörð og búa þar það sem eftir lifði af þeirra sambúð. Síðustu 15 ár ævi sinnar bjó hún í sambýli við dóttur sína Þóru að Hraunbrún við Álftanesveg í Garðabæ. Kristrún vann við ýmis störf, s.s. afgreiðslustörf, fram- reiðslustörf og var 3 ár formað- ur Starfsfólks í veitingahúsum. Í æsku hafði Kristrún lítil tæki- færi til mennta en á fullorðins- árum settist hún á skólabekk í Sjúkraliðaskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan árið 1990 og starfaði sem sjúkraliði til starfsloka. Útför Kristrúnar fór fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 22. september 2011. Guðmundsdóttir f. 10.10. 1946. Maki hennar Ingimar Guðmundsson f. 15.1. 1940. Krist- rún giftist Einari Gíslasyni 17.5. 1959, fæddum í Reykjavík 3.1. 1939, þau skilja 1987. Börn þeirra eru: 1. Þóra Ein- arsdóttir f. 4.10. 1960, maki Guðmundur Ingi Sveinsson f. 1.1. 1962 sem fyrir átti soninn Svein Hólmar f. 1987, dóttir þeirra er Kristrún f. 11.3. 1995. Fyrir átti Þóra börnin Hörpu Bjarnadóttur f. 1982 og Atla Rúnar Bjarnason f. 1985 með fyrri eiginmanni sínum Bjarna Guðmundssyni f. 20.10. 1960. 2. Guðmundur Al- bert Einarsson f. 22.9. 1961, maki Maria Ärnström f. 10.3. 1962, fyrir átti Guðmundur dótturina Ástu Rún f. 1993. 3. Sigurjón Einarsson f. 18.6. 1969, áður giftur Þórunni Harðardóttur f. 26.4. 1967, þeirra börn eru Orri f. 1991 og Hörður Smári f. 1994. Kristrún Elsku Rúna. Nú er komið að því að kveðja þig í hinsta sinn. Með nokkrum orðum langar mig að minnast þín og koma frá mér þeim minn- ingum sem ég mun ávallt geyma í hjarta mér. Þú bast mér og minni fjölskyldu órjúfanlegum böndum sem engan veginn er hægt að útskýra fyrir nokkrum manni. Alltaf varstu tilbúin til að hjálpa og aðstoða þegar einhver þurfti á að halda, hvort sem var í verki eða að létta fólki lund. Allt- af stóðu dyr þínar opnar fyrir öllum sem vantaði húsaskjól og alltaf var hægt að finna pláss í hvaða húsnæði sem þú varst í. Þá var hinum ýmsu hugðarefn- um þínum rutt úr vegi, fundin hola fyrir dýnu eða rúmstæði og aldrei spurt að því hvort um lengri eða skemmri tíma væri að ræða. Margar góðar stundir átt- um við og fjölskylda þín í þess- um heimsóknum. Á daginn skutlaðir þú okkur á skódanum um allan bæ í læknisheimsóknir, til að finna varahluti í dráttarvél- ar eða hvað sem var. Kvöldin fóru svo í að skemmta mér og var farið með mig hvert sem ég vildi, því ekki þótti mér gaman að fara til læknis en það var oft- ar en ekki ástæðan fyrir bæjar- ferðunum. Heima í sveitinni á Heggs- stöðum varst þú svo heimavön og tókst til hendi við bakstur, eldamennsku og þrif eins og enginn væri morgundagurinn. Þú varst körlunum þar stoð og stytta, sérstaklega í sauðburðin- um eftir að mamma féll frá. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á margar góðar veislur sem þú hélst fyrir hina ýmsu matgæðinga, því þar varst þú á heimavelli. Þá var eldað í stórum pottum og nábúar ekki alltaf glaðir með ilminn sem lagði frá þeim: skata, siginn fiskur og síð- ast en ekki síst saltað hrossakjöt sem var alltaf toppurinn og fór það varla í pott án þess að ég væri látinn vita því það áttum við sameiginlegt að þykja hrossa- kjöt gott. Endalaust væri hægt að telja upp hluti þar sem þú hefur látið gott af þér leiða, hjálpað til og glatt hjörtu margra. Elsku Þóra, Guðmundur, Sigurjón og allir hinir, við höfum misst mikið, kjarnakonu sem alltaf var tilbúin til að aðstoða okkur á hvern veg, alltaf glöð og hress og erfitt er til þess að hugsa að hún sé ekki lengur til staðar. Það er okkar að halda nafni hennar á lofti og ylja okkur við góðar minningar. Heimurinn væri betri ef allir væru eins og Rúna. Ágúst Guðmundsson og fjölskylda. Mig langaði að kveðja hana Kristrúnu með nokkrum orðum og í leiðinni þakka henni fyrir stutt en góð kynni. Vorið 2010 var ég í vinnustaðanámi á Vífilsstöðum sem sjúkraliðanemi og Kristrún var leiðbeinandi minn. Hún var yndislegur leiðbeinandi. Ég hafði aldrei áður unnið við umönnun og var afskaplega stressuð fyrsta daginn minn en stressið var fljótt að renna af mér því ég fann að ég var í góð- um höndum. Mikið var ég heppin að það var einmitt Kristrún sem var fyrsti leiðbeinandi minn. Kristrún var sjúkraliði af gamla skólanum og fór sínar eig- in leiðir og ég lærði margt gott og gagnlegt af henni sem viðkom náminu og starfi sjúkraliðans en hún kenndi mér líka svo margt annað. Það var gott að vera ná- lægt henni, hún sagði hlutina ná- kvæmlega eins og þeir voru, hún sagði það sem hún meinti og meinti það sem hún sagði. Hún átti það til að líta í bolla og ýmislegt sem okkur fór á milli hefur komið fram. Ég votta ættingjum og vinum Kristbjargar samúð mína. Lilja Jóhanna Bragadóttir. Það var á fögru vorkvöldi í maí árið 1945, sem ég sá Krist- rúnu Guðmundsdóttur fyrst. Mynd hennar þetta kvöld er ótrúlega skýr í huga mínum, eft- ir öll þessi ár. Kvöldið var eins og það getur fegurst orðið á þessum tíma í Breiðafjarðareyjum. „Nóttlaus voraldar veröld“. Tveir bátar, Kári og Svanur, komu drekkhlaðnir af búslóð Guðmundar og Júlíönu, sem voru að koma með stóra fjöl- skyldu til að setjast að í Norð- urbæ og búa á hálflendu Skál- eyja, á móti foreldrum okkar Sólheimasystkina. þetta var upphaf að góðu sam- býli: „Yndi fyrstu funda“. Fyrir utan fegurð þessa kvölds man ég best eftir Krist- rúnu, fjögurra ára hnátu, sem var upptendruð af spenningi og gleði. Ég sé hana fyrir mér með ljósu lokkana sína, í grænni peysu og svörtum glansstígvél- um, svo nettum, því smáfætt var hún. Hún stóð á klettinum við bryggjuna og spurði og spurði. Það var aldrei nein lognmolla yf- ir Kristrúnu og þarna var svo ótalmargt sem hún þurfti að vita, t.d: „Hvar er heyrnarlausi karlinn“? Hún hafði heyrt um hann en aldrei séð þannig mann. Ég man ekki fleiri spurningar, en ég man að hún heillaði föður minn strax fyrsta kvöldið, hann kunni að meta svona líflega og glaða stelpu. Enda fór ekki hjá því að þau urðu góðir vinir og áttu eftir að hlæja mikið saman. Nú tóku við góð og glöð ár, þar sem börn og unglingar í Skáleyjum undu glöð í leik og starfi. Aldurinn á hjörðinni var svo svipaður, við áttum góða samleið og svo bættust litlar stúlkur við á báðum bæjum. Það var ekki vandamál þótt Kristrún ætti ekki jafnöldru í Sólheimum. Hún átti Óla bróður með húð og hári og gætti hans vel, enda þremur árum eldri en hann. Það er erfitt að greina milli vinnu og leiks þegar hugsað er til baka. Vinnan í eyjunum var svo síbreytileg. Sauðburður, fjárflutningar, kúarekstur, æð- arleitir, kríueggjaleitir og eggja- át, allt gert saman og í góðri sátt og samlyndi. Farið á skauta og safnað í brennu, að ógleymdum jólaleikj- unum. Ég hefi lítið hitt Kristrúnu seinni árin, en hún var alveg óbreytt og lagði á sig langar ferðir þegar við misstum for- eldra okkar og systur. Hún gleymdi ekki gömlum kynnum í eylendunni okkar allra. Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. (St.G.St.) Þetta er afmælisvísa Krist- rúnar í gamalli bók, sem foreldr- ar hennar gáfu mér í ferming- argjöf, ég hef hana fyrir lokaorð um leið og ég blessa í huganum gömlu góðu kynnin. María S. Gísladóttir. Kristrún Guðmundsdóttir ✝ Guðfinna BetsýHannesdóttir fæddist í Reykjavík 10. desember 1926. Hún lést á líknar- deild Landsspít- alans 13. sept- ember sl. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 14. janúar 1894 í Holtaseli, Mýrar- hreppi, A-Skaftafellssýslu, d. 19. september 1958, og Hannes Guðmundsson, f. 29. júlí 1896 í Vatnskoti, Þingvallahreppi, Ár- nessýslu, d. 17. september 1938. Guðfinna Betsý átti tvo albræð- ur, þá Sigurð Hannesson, f. 1925, d. 1926, og Sigurð Hann- esson, f. 1928, hann var ógiftur og barnlaus, d. 1997. Fyrri eiginmaður Guðfinnu Betsýjar var Hjalti Stefánsson, f. 23. september 1925 á Írafelli í Svartárdal í Skagafirði, þau gengu í hjónaband 1946 en slitu samvistir 1971. Eftirlifandi eig- inmaður Guðfinnu Betsýjar er Jens Christian Sörensen f. 21. nóvember 1932 á Ísafirði, þau gengu í hjónaband árið 1974. Börn Guðfinnu Betsýjar og Hjalta eru: 1) Kolbrún Svala Hjaltadóttir f. 1947, maki Odd- ur Sigurðsson, f. 1945. Þeirra börn eru Finnur, f. 1970, Sölvi, f. 1972, Sigyn, f. 1978, d. 1983, Freyja, f. 1984, og Jórunn, f. 1986. 2) Kristbjörg Stella Hjaltadóttir, f. 1949, sambýlis- maður Sigurður Ingi Jónsson, f. 1959. Börn Kristbjargar eru Hjalti, f. 1970, Hlynur, f. 1974, Hrund, f. 1980, og Hjörvar, f. 1993. Börn Jens eru Heimir, f. 1955, Gottskálk, f. 1958, og Árni, f. 1959. Meðan dætur Guðfinnu Betsýjar voru í heimahúsum starfaði hún sem húsmóðir. Frá árinu 1971 vann hún skrifstofustörf við bókhald hjá Flugfélagi Íslands og eftir sameiningu þess við Loftleiðir hjá Flugleiðum til starfsloka. Þau Jens voru mjög áhugasöm og virk í ýmsum íþróttum, svo sem golfi og skíðum. Þau ferðuðust víða, bæði innanlands og utan, til að stunda þau áhugamál sín. Eftir starfslok dvöldu þau nokkrum sinnum að vetrarlagi á Spáni, m.a. við golfiðkun. Með starfsmannafélagi Flugleiða tók Guðfinna Betsý þátt í keppni í keilu og brids bæði hér á landi og erlendis. Hún var ötul við að sækja námskeið um ævina, m.a. í tungumálum, ljósmyndun og myndlist, en hún hafði næmt auga fyrir lit og formi eins og sést vel í verkum hennar. Tók hún á árum áður þátt í nám- skeiðum og samsýningum áhugalistmálara á vegum VR. Fram á síðasta dag notfærði hún sér tölvutækni m.a. til að halda sambandi við barnabörn og barnabarnabörn sem dvöldu erlendis við nám eða störf. Ljós- myndun átti stóran þátt í lífi hennar á síðari árum og var hún leikin í notkun mynd- vinnsluforrita við vinnslu mynda sinna. Guðfinna Betsý á fjölda mynda á ljósmynda- síðunni „flickr.com“. Útför Guðfinnu Betsýjar fer fram kl. 13 í dag, þriðjudaginn 27. september 2011, í Fossvogs- kirkju. Hún var eiginkona tengda- föður míns hún Betsý, sem ég kynntist fyrir réttum 15 árum. Okkur varð strax vel til vina, enda ljúf kona sem ekki lá á skoðunum sínum og við það kunni ég vel. Það var alltaf notalegt að heimsækja Betsý og Jens á þeirra fallega heimili á Háaleit- isbrautinni. Dekrað við mann á allan hátt. Þrátt fyrir erfið veikindi und- anfarið bar Betsý höfuðið hátt og lét veikindin ekki buga sig. Við áttum notalega stund saman fyrir nokkrum vikum þar sem við ræddum lífið og til- veruna og miklvægi þess að fara héðan sáttur við guð og menn. Við álitum báðar að það gæti hún svo sannarlega, eigandi yndislegan mann og afkomend- ur sem hún var mjög stolt af. Ég vil að leiðarlokum þakka Betsý kynnin og votta Jens og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Guðrún Friðriksdóttir. Guðfinna Betsý Hannesdóttir Á okkar fyrstu búskaparárum í Vestmannaeyjum áttu Sigríður Gísladóttir, Sigurborg Hjalta- dóttir og sonur Sigríðar, Gísli Sveinn Loftsson, heima í Álf- heimum 42. Það var staðurinn. Þangað var fyrst farið þegar til Reykjavíkur kom. Þar var okkur ævinlega tekið opnum örmum. Sigríður Stefanía Gísladóttir ✝ Sigríður Stef-anía Gísladótt- ir fæddist 27. októ- ber 1920. Hún lést 14. september 2011. Útför Sigríðar fór fram frá Foss- vogskirkju 23. sept- ember 2011. Jarð- sett var í Víkurkirkjugarði. Þau voru þannig öll. Það var og er dýr- mætt fyrir alla að eiga slíkan sama- stað. Sama þó pláss- ið sé lítið, alltaf hægt að hýsa næt- urgesti eða bæta stól við matborðið. Sama gestrisni hélt áfram í Hvassaleit- inu og Espigerðinu. Eftir að við fórum að halda jól og áramót í borginni komu þau öll til okkar á áramót- um. Í ár verður skarð fyrir skildi. Á miðjum aldri fékk ég, Jón, illt í bakið. Sigríði sem var sjúkraþjálfi að mennt, þótti ekki hlýða að menn gengju til allra verka svo skakkir án þess að við væri gert. Fékk ég þá Sigríði til að bæta úr þessum ágalla. Í hönd fóru tímar mikilla harmkvæla fyrir mig með tilheyrandi nuddi. Ég útskrifaðist hjá Sigríði innan þeirra tímamarka er hún hafði ætlað mér og hef aldrei kennt mér neins meins í baki síðan. Sig- ríður hét eftir þetta í mínum huga, sem hún reyndist mér, minn líflæknir. Blessuð sé minning Sigríðar Stefaníu Gísladóttur. Jón Hjaltason og Steinunn Bjarney Sigurðardóttir. Kveðja frá Gigtarfélagi Íslands Látin er í Reykjavík Sigríður Stefanía Gísladóttir sjúkraþjálf- ari. Sigríður var einn af stofnend- um Gigtarfélags Íslands fyrir 35 árum og sat í fjölda ára í stjórn félagsins. Stærsta verkefni fé- lagsins var að koma upp endur- hæfingarstöð fyrir gigtveika í Reykjavík. Var stöðinni valinn staður að Ármúla 5 í Reykjavík, þar sem starfsemin er ennþá. Naut félagið góðs af menntun og reynslu Sigríðar við stofnun stöðvarinnar. Um áraraðir sá Sigríður auk þess um öll erlend samskipti Gigtarfélagsins. Á þeim tíma tók hún m.a. þátt í stofnun norræna gigtarráðsins, sem í dag er öflugur samstarfs- vettvangur Norðurlanda á sviði málefna gigtveikra. Undirritaður, sem hlotnaðist sú ánægja að vinna með Sigríði og fleirum að nokkrum málum fyrir félagið, varð var við þá virð- ingu, sem borin var fyrir Sigríði af fólki sem þekkti til hennar, ættar hennar og uppruna. Má segja að þar hafi sannast hið fornkveðna að orðstír deyr aldr- ei, hveim er sér góðan getur. Var þetta félaginu ómetanlegt og flýtti mikið fyrir þeim góðu mál- um, sem félagið hefur barist fyrir frá stofnun þess. Minningar mín- ar um þessa góðu konu eru bjart- ar, tengdar virðingu og þakklæti. F.h. Gigtarfélags Íslands, Einar S. Ingólfsson. Minn kæri vin- ur, Árni Árnason er fallinn frá. Mig langar að þakka Árna fyrir allar ánægjustundirnar sem ég átti með honum. Við æfðum saman og kepptum í handbolta undir merkjum Vík- ings. Síðar er við vorum orðnir ráðsettir menn var mikill sam- Árni Árnason ✝ Árni Árnasonfæddist 12. febrúar 1927. Hann lést 13. september 2011. Útför Árna fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 20. september 2011. gangur milli fjöl- skyldna okkar og margar gleðistund- irnar áttum við Guðrún með Árna, Gauju og börnum okkar. Blessuð sé minn- ing Árna Árnason- ar. Hvíl í friði, vinur minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Sigurður Waage. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.