Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011
Benedikt XVI. páfi stóð ekki undir væntingum
gagnrýnenda sinna, sem höfðu vonast eftir því að
hann reyndi að jafna ágreining um katólsku kirkj-
una þegar hann heimsótti föðurland sitt, Þýska-
land, um helgina.
Heimsókn páfa stóð í fjóra daga og fór hann til
Berlínar, Erfurt og Freiburg. Markmiðið var að
blása nýju lífi í katólskt kirkjustarf, sem hefur
goldið fyrir ágreining og tregðu til nútímavæðing-
ar. Uppljóstranir um barnaníð innan stofnana
kirkjunnar hafa skaðað hana auk þess sem trú er
almennt á undanhaldi í Þýskalandi. Á undanförn-
um 20 árum hefur þeim sem sækja katólskar guðs-
þjónustur fækkað um rúm 40%, katólskum hjóna-
böndum um tæp 60% og verðandi katólskum
prestum um rúm 60%. Benedikt páfi er ekki talinn
hafa náð til þeirra, sem gengið hafa úr kirkjunni í
heimsókninni, hvað þá aflað henni nýrra fylgjenda.
Werner Tzscheetzsch, prófessor í katólskri guð-
fræði, sem um langt skeið hefur gagnrýnt katólsku
kirkjuna, sagði við Der Spiegel að þeir sem hefðu átt
von á að hann myndi boða aukið umburðarlyndi
kirkjunnar í kynferðismálum, gagnvart konum inn-
an kirkjunnar eða aukin tengsl við önnur trúarbrögð
„þekktu ekki þennan páfa“.
Páfinn notaði heimsóknina til að ítreka íhaldssama
afstöðu sína til málefna á borð við getnaðarvarnir,
fóstureyðingar, líknarmorð og hjónabönd samkyn-
hneigðra. Hann hélt lokaðan fund með litlum hópi
fórnarlamba kynferðislegrar misnotkunar af hálfu
katólskra klerka líkt og hann hefur gert í heimsókn-
um til Bretlands, Möltu, Bandaríkjanna og Ástralíu.
Hagsmunahópar fórnarlamba misnotkunar kirkjunn-
ar sögðu hins vegar ekki nóg að gert. Páfagarður ætti
að opna skjalasöfn sín þar sem misnotkun væri skráð
og leyfa að þessir glæpir yrðu rannsakaðir í kjölinn.
60 þingmenn gengu út þegar páfinn ávarpaði þing-
ið í Berlín og sögðu að verið væri að grafa undan að-
skilnaði ríkis og kirkju. Angela Merkel kanslari, sem
er dóttir lútersks prests, sagði að áskorun hans um
endurreisn siðferðis á opinberum vettvangi hefði átt
erindi. kbl@mbl.is
Vonuðu að páfi seildist lengra
Þýskalandsheimsókn Benedikts XVI. ekki talin líkleg til að stöðva fráhvarf
Ég veit að þetta eru erfiðir
tímar fyrir kirkjuna í Þýska-
landi. Margir yfirgefa hjörð-
ina. En þið eruð hirðarnir og
þið eruð góðir hirðar.
Páfi á biskupafundi í Freiburg.
Sýnishorn af vistvænum húsum eru nú til sýnis í
Washington. Tilefnið er samkeppni sem orku-
ráðuneyti Bandaríkjanna efndi til milli háskóla
um hönnun og smíði húsa sem ganga fyrir sólar-
orku og eru hagkvæm bæði í smíði og rekstri,
auk þess að vera smekkleg.
Hér sést kona ganga frá heimili sem nefnist
„flísin“ og er samstarfsverkefni Arkitektaskóla
Suður-Kaliforníu og Tækniháskóla Kaliforníu.
Reuters
Samkeppni um vistvæn híbýli
BAKSVIÐ
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Ósigur í öldungadeildarkosningum
og spillingarmál þykja til marks um
að Nicholas Sarkozy Frakklandsfor-
seti gæti átt erfitt uppdráttar ákveði
hann að sækjast eftir endurkjöri í
forsetakosningunum á næsta ári.
Hægrimenn misstu meirihlutann,
sem þeir hafa haft í öldungadeildinni
frá því að fimmta lýðveldið var stofn-
að árið 1958. Gerard Larcher, forseti
deildarinnar, sagði fyrir kosningarn-
ar að sigruðu vinstrimenn jafnaðist
það á við pólitískan „jarðskjálfta“.
Forsetinn, sem ekki hefur lýst yfir
framboði en er þegar farinn að und-
irbúa kosningabaráttuna, kallaði í
gær Francois Fillon forsætisráð-
herra og Jean-Francois Cope, leið-
toga UMP-flokksins, til sín í Elysee-
höll í gær til að ræða leiðir til að ná til
kjósenda fram að kosningunum.
„Þetta var eins og fyrirboði um
það sem mun gerast 2012,“ sagði
Francois Hollande, sem talið er lík-
legt að verði forsetaframbjóðandi
sósíalista, eftir að úrslitin voru ljós.
Kjörið til öldungadeildarinnar fer
fram á meðal 72 þúsund kjörinna
borgarstjóra, bæjarstjóra, borgar-
fulltrúa og bæjarfulltrúa, en ekki al-
mennra kjósenda. Þykja tíðindi að
svo íhaldssamur hópur sveiflist til
vinstri. Sarkozy mun eiga erfitt með
að knýja stór mál fram eftir þessi úr-
slit þótt ekki hafi verið um almennar
kosningar að ræða.
Mútumál rannsakað
Í liðinni viku voru tveir fyrrverandi
aðstoðarmenn Sarkozys, þar á meðal
vinur, sem var svaramaður hans þeg-
ar hann kvæntist 2008, handteknir og
ákærðir fyrir að taka við mútum í
tengslum við vopnaviðskipti við Pak-
istan og láta féð renna í kosningasjóði
1995. Í þessari viku er síðan búist við
að Eduard Balladur, fyrrverandi
forsætisráðherra og pólitískur
lærifaðir Sarkozys, verði yf-
irheyrður vegna sama máls.
Sarkozy var talsmaður
Balladurs er hann bauð sig
fram til forseta fyrir 16 árum.
Mútumálið tengist kosninga-
baráttu Balladurs, en Sarkozy
kveðst engan þátt hafa
átt í fjármögnun hennar.
Fjármögnunarhneyksli eru al-
geng í Frakklandi. Þetta mál, sem
snerist um sölu á kafbátum til Pak-
istans, er hins vegar sérstaklega
erfitt vegna þess að því er haldið
fram að sprengjutilræði, sem var
framið í Karachi í Pakistan árið 2003
og varð 11 frönskum verkfræðing-
um að bana, hafi verið runnið undan
rifjum pakistanskra útsendara í
hefndarhug vegna þess að þeir voru
skildir útundan í mútugreiðslunum.
Þá gæti farið svo að Brice Horte-
feux, aðstoðarmaður Sarkozys og
fyrrverandi innanríkisráðherra,
yrði yfirheyrður fyrir að hringja í
Thierry Gaudet, annan aðstoðar-
mannanna, sem voru handteknir í
síðustu viku, og vara hann við því að
fyrrverandi eiginkona hans, Helena
prinsessa af Júgóslavíu, hefði kjaft-
að leyndarmálum í lögreglu.
Eva Joly, forsetaframbjóðandi
Græningja, segir að yfirheyra eigi
Balladur og Hortefeaux eigi að
draga sig í hlé: „Ef ég verð kosinn
forseti verða engar beinagrindur í
skápnum. Þið mynduð ekki sjá fyrr-
verandi innanríkisráðherra hafa
samband við vitni í glæparann-
sókn.“
Staða Sarkozys þrengist
Franskir hægrimenn missa meirihluta í öldungadeildinni sjö mánuðum fyrir
forsetakosningar Fimmtán ára gamalt mútumál gæti veikt stöðu forsetans
Nóbelsverð-
launahafinn
Wangari Maathai
lést á sunnudag
af krabbameini.
Maathai er fyrsta
afríska konan,
sem fengið hefur
Nóbelsverðlaun.
Henni voru veitt
friðarverðlaun
Nóbels árið 2004
fyrir umhverfisverndarstörf sín í
Kenía og vernd skóga.
Maathai stofnaði hreyfinguna
Græna beltið 1977 til að berjast fyr-
ir verndun náttúrunnar og góðum
stjórnarháttum. Á níunda áratug
20. aldar tók hún einnig þátt í bar-
áttunni gegn Daniel Arap Moi, þá-
verandi forseta, og mátti ítrekað
þola táragas og barsmíðar lög-
reglu.
„Hún var sönn afrísk hetja,“
sagði Desmond Tutu biskup, sem
einnig er handhafi friðarverðlauna
Nóbels, eftir að fráfall Maathai var
tilkynnt í gær.
Wangari Maathai –
„sönn afrísk hetja“
– fallin frá
Látin Wangari
Maathai frá Kenía.
Ríki og vopnaðar
sveitir, sem neita
að hætta að gera
börn að her-
mönnum, verða
að eiga harðari
aðgerðir yfir
höfði sér en nú
er. Þetta segir
Francois Zim-
eray, sendiherra
Frakka í mann-
réttindamálum. Hann ætlar að
knýja á um aðgerðir á fundi, sem
haldinn er samhliða allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í New York.
Zimeray segir að hóta eigi með
pólitískum refsiaðgerðum og al-
þjóðaglæpadómstólnum. Réttur
barnsins til að njóta æsku sinnar
eigi ekki að fara á milli mála frem-
ur en að það sé stríðsglæpur að
nota börn í stríði.
Meiri hörku gegn
barnahermönnum
Bjargað Fyrrver-
andi barnahermenn.
Gallíska hetjan
Ástríkur mun lifa
skapara sína. Lista-
maðurinn Albert
Uderzo, sem hefur
haft umsjón með
teiknimyndasög-
unum um Ástrík
frá því að félagi hans, höfundurinn
Rene Goscinny, lést 1977, er nú 84
ára og hefur ákveðið hver skuli taka
við kyndlinum, en gaf nafn hans
ekki upp. Uderzo kvaðst hafa gert
sér grein fyrir því að Ástríkur til-
heyrði bæði höfundum sínum og les-
endum. Bækurnar um Ástrík hafa
selst í 350 milljónum eintaka.
Nýr höfundur mun
taka við Ástríki
Félagar Ástríkur
og Albert Uderzo.
Carla Bruni, eiginkona Nicolas
Sarkozys, segir að forsetinn
hafi heillað sig með „ótrúlegri“
þekkingu sinni á blómum í við-
tali við breska ríkisútvarpið,
BBC, sem sýnt verður í dag.
Hann þekkti latnesku nöfnin á
öllum blómum og hefði opinber-
að þekkingu sína er þau gengu
um garð forsetahallarinnar …
„og ég sagði við sjálfa mig:
„Guð minn góður, ég verð að
giftast þessum manni, hann
er forsetinn og veit að auki
allt um blóm, þetta er ótrú-
legt.“ Bruni, sem á von á
barni í október, sagði einn-
ig að í bandarískri pólitík
væri Sarkozy vinstrisinn-
aður demó-
krati.
Blómleg
byrjun
CARLA BRUNI
Nicolas
Sarkozy
-12,7%
Fækkun katólikka í Þýskalandi 1990
til 2010
-42,5%
Fækkun í katólskum messum í
Þýskalandi 1990 til 2010
‹ TRÚ Á UNDANHALDI ›
»