Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 10
hlaupið hlaupið í fyrsta sinn.
„Á Flensborgardaginn ætlum við
okkur að fylla skólann af fólki sem
ætlar að kynna ýmiss konar
hreyfingu fyrir nem-
endum. Við
leggjum
sérstaka
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hef-
ur frá haustinu 2009 unnið með Lýð-
heilsustöð og Landlækni að verkefn-
inu Heilsueflandi framhaldsskóli.
Verkefnið fór formlega af stað haust-
ið 2010, en þá var Flensborgarskólinn
forystuskóli þessa verkefnis og einn
á ferð. Nú eru hins vegar nær allir
framhaldsskólar landsins orðnir hluti
þessa verkefnis.
Skokkhópar sameinast
Í ár er þema verkefnisins hjá Flens-
borgarskólanum Hreyfing. Því tengt
eru ýmsir viðburðir á dagskrá en
næstkomandi föstudag verður Flens-
borgardagurinn tileinkaður hreyfingu
og daginn eftir verður Flensborgar-
Heilsueflandi framhaldsskóli
Reipitog Nemendur og kennarar Flensborgar takast á. Setning Nemendur við upphaf heilsueflingar.
Flensborgarhlaupið sameinar
nemendur og skokkhópa
Tekist á Fulltrúi nem-
enda í miklum átökum við
fulltrúa kennara.
áherslu á íþróttir sem eru ekki fjöl-
mennar heldur frekar jaðaríþróttir
ýmiss konar. Á laugardaginn verður
ljósmynd/Magnús Gíslason
Skokkhópar eru starfræktir víða um
land og eru tilvaldir til að njóta fé-
lagsskapar annarra skokkara. Fyrir
þá sem eru nýlega byrjaðir að skokka
getur líka verið gott að njóta stuðn-
ings og aðhalds þeirra sem hafa
meiri reynslu. Í kringum skokkhóp-
ana er líka oftast haldið úti öflugu fé-
lagslífi svo af þeim skapast heilmikill
félagsskapur. Á vefsíðunni hlaup.is
má finna góðar upplýsingar um ýmsa
skokkhópa víða um land. Þar er hægt
að lesa dálítið um hvern hóp fyrir sig,
hvert er hlaupið og hvað hlauparar
þurfa að muna eftir að taka með sér í
hlaupið.
Fjölda skokkhópa er að finna á höf-
uðborgarsvæðinu en einnig á Vopna-
firði, Dalvík, Grindavík og Ísafirði, svo
aðeins nokkrir séu nefndir.
Endilega …
… kynnið ykkur skokkhópa
Morgunblaðið/Ernir
Vinsælt Margir drífa sig orðið út til að skokka og fríska sig við.
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Þóra Atladóttir fór á sittfyrsta kajaknámskeið árið2007 en hún lauk nýveriðalþjóðlegu leiðsögumanna-
prófi í kajakróðri ásamt sjö öðrum.
Þóra er meðlimur í Kayakklúbb-
num og segir erlenda ræðara
marga öfunda þá íslensku af þeirri
góðu aðstöðu sem þeir hafi við
Geldinganesið og víðar.
Tækni og færni æfð
„Sumarið 2006 fór ég í ferð um
Breiðafjörðinn með leiðsögumanni
og ákvað að drífa mig á námskeið
árið eftir. Síðan var ég svo heppin
að ég sá auglýstan bát sem mig
langaði í og keypti hann. Síðan þá
hef ég verið nokkuð dugleg að fara
en mest síðasta árið. Maður getur
gert ýmislegt í þessu, bæði að
safna hvað maður rær marga km
og svo náttúrlega að æfa færnina
og tæknina. Það er mjög gaman að
vinna í því og á sunnudögum er
Kayakklúbburinn alltaf með sund-
laugaræfingu þar sem maður getur
fínpússað áratækni og annað slíkt
sem mann langar að æfa. Í sund-
lauginni eru haldin námskeið sem
æskilegt er að sækja en þar eru
kennd undirstöðuatriði eins og að
láta sér líða vel í bátnum, félaga-
bjarganir og aðrar björgunar-
æfingar. Það eru um 400 skráðir í
klúbbinn en á laugardagsmorgnum
eru haldnir félagsróðrar. Þá mega
allir mæta sem vilja koma og
prófa,“ segir Þóra.
Leiðsögumannaprófið sem
Þóra tók kallast 4 star BCU-
Leader og er samkvæmt alþjóðlegu
Konur eiga oft auð-
veldara með tæknina
Þóra Atladóttir er meðlimur í Kayakklúbbnum og hefur lokið alþjóðlegu leiðsögu-
mannaprófi í kajakróðri. Hún rær allan ársins hring og segir aðstöðuna sem
klúbburinn hafi á Geldinganesi og öðrum stöðum í grennd við Reykjavík til fyrir-
myndar. Þóra hvetur alla þá sem áhuga hafa til að nýta sér félagsróður á laugar-
dögum en hann er opinn öllum þeim sem vilja koma og prófa kajakróður.
Ljósmynd/Magnús Sigurjónsson
Aðstoð Þóra kemur hér félaga sínum í Kayakklúbbnum til hjálpar.
Gaman Það er skemmtilegt að róa á kajak þegar öldugangur er mátulegur.
Vefsíðan amsterdamize.com er
skemmtileg og athyglisverð hjóla-
síða. Henni er ætlað að veita fólki
innblástur og sýna hversu þægilegt
og auðvitað hressandi það er að fara
hjólandi á milli staða. Á síðunni má
sjá alls konar skemmtilegar myndir.
Meðal annars af brúðhjónum sem
ákváðu að ferðast um á fallega
skreyttum hjólavagni á brúðkaups-
daginn. Það er að segja brúðguminn
hjólaði en brúðurin fékk að sitja í
blómum skrýddum vagninum. Stofn-
andi síðunnar er Amsterdambúi sem
vill um leið vekja athygli á því að
hjólamenning Hollendinga sé alls
ekkert sjálfgefin og þar sé mikill
dugnaður í hjólaköppum.
Á síðunni má líka horfa á mynd-
band af hjólaferðum í Amsterdam og
lesa um ýmislegt sem nauðsynlegt er
fyrir hjólafólk að eiga. Eins og t.d.
sérstakar hjóla-gallabuxur.
Vefsíðan www.amsterdamize.com
Hjólað Þessi lét rigninguna ekki stoppa sig í að hjóla.
Hjólandi brúðhjón í Amsterdam
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.