Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Gilsbakki er þriðja plata Skurken og hér má finna ein- falt tölvupopp af gamla skólanum sem minnir á köfl- um á bakgrunn- stónlist þeirra tölvuleikja sem spil- aðir voru í gömlu Sega Mega-tölvunni forðum daga. Á nokkrum stöðum á plötunni, þá sér- staklega í laginu „Dircuits“, finnst mér hljómurinn einnig minna mig á franska tvíeykið Air. Í heild þykir mér skorta á fjölbreytni á plötunni en hún er þó brotin upp með ljúfum píanótónum í laginu „Weltschmerz sumar“ og gefur það henni aukna dýpt. Lagið „Bistisbo“ þykir mér þó bera höfuð og herðar yfir hin, það er vel uppbyggt, laglínan einkar flott og það endar af miklum krafti. Megnið af plötunni er þó frekar bitlaust og ég fann ekki fyrir mikilli þörf til að hlusta á lögin aftur. Platan rennur þó mjög þægilega í gegn án þess að skilja mikið eftir sig og gæti tónlistin því hentað vel sem lyftu- tónlist en sökum tölvuhljóðanna væri það líklegast annaðhvort í framtíðinni eða í heimi vélmenna. Vélmennalyftutónlist Skurken – Gilsbakki bbbnn Davíð Már Stefánsson Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Grafíski hönnuð- urinn og myndlist- armaðurinn Þór- dís Claessen opnaði föstudag- inn sl. sjöundu einkasýningu sína, á Kaffi Mokka við Skólavörðustíg, og ber sú titilinn … Sæta, langa sumardaga. Verkin vann Þórdís upp úr gömlum ljósmyndamöppum fjöl- skyldu sinnar og blandaði við eigin landslagsljósmyndir en myndunum lýsir hún sem „uppskrúfaðri sveit- arjómantík með glassúr“. Myndirnar séu óður til góðra minninga og nokk- urra kynslóða ættmenna hennar. Poppað Þórdís er nýkomin heim eftir tveggja ára dvöl í New York en þar nam hún m.a. listasögu við Columbia- háskóla sem hún segir hafa verið góða innspýtingu inn í sinn hönnunarbak- grunn. „Þó svo endurreisnin skili sér ekki inn í þessar myndir, þá má kalla þetta íslenska sveitarómantík og nost- algíu,“ segir Þórdís kímin. – Og ansi poppað … „Mjög mikið pop art, ég fer ekkert leynt með það að ég fíla Warhol og popplist mjög mikið,“ segir Þórdís en klippimyndir voru áberandi í popp- listinni á sínum tíma, eins og þeir vita sem til þekkja. Verkin á sýningunni eru tölvuunnin en einnig notar hún vatnsliti og blek í myndunum. „Þegar ég byrjaði á þessari sýningu fór ég að kafa ofan í ljósmyndaalbúm fjölskyldunnar sem náðu þrjár kyn- slóðir aftur í tímann. Ég skoðaði vel myndaalbúm frá áratugunum 1930- 1970 og hvarf djúpt ofan í hversdagslíf fólksins sem ég hef sumt hvað aldrei hitt. Ég rakst þarna á margar perlur, góðar minningar og skemmtileg augnablik sem mér fannst freistandi að gera eitthvað við. Endurskapa stundirnar til að nálgast þetta fólk á einhvern hátt, fá að vera með. Ég sá þarna m.a. myndir af formæðrum og báðum öfunum sem ég hef hvorugan hitt og einhvern veginn varð þetta ákveðin leið til að kynnast fólkinu sínu aðeins betur,“ segir Þórdís. Lands- lagið er í bakgrunni og fólkið í for- grunni. Mótar fyrir fastagestum – Þú hefur ekki sýnt áður á Mokka? „Nei, en ég hef sýnt t.d. á B5 tvíveg- is, á samsýningu á Kjarvalsstöðum, í URBIS-nýlistasafninu í Manchester á Bretlandi og á Snæfellsnesi svo eitt- hvað sé nefnt. Mér finnst þetta skemmtilegt í ljósi þess að dags- daglega vinn ég sem grafískur hönn- uður og hef lifibrauð af því.“ – Það er mikil myndlistarsaga sem fylgir Mokka og gaman að sýna þar, ekki satt? Milljón naglaför í veggj- unum? „Milljón naglaför, nákvæmlega, og það var mjög skemmtilegt að hengja upp. Ég hef aldrei komið inn á staðinn tóman, lokaðan. Ég sá á viðarklæðn- ingunni við básana móta fyrir fólki sem hefur setið þarna í um 60 ár, það var í raun mjög fallegt. Heimamenn þarna segja að þetta séu kallaðir fasta- gestir, hver manneskja leggur sitt af mörkum þegar hún hallar sér upp að veggnum. Samsafn af öllum gestum Mokka í gegnum tíðina,“ segir Þórdís að lokum, uppnumin. Rjómantík Lautarferð, eitt verka Þórdísar af sýningunni á Mokka. Íslensk sveitarjóm- antík með glassúr  Gamlar fjölskyldumyndir í bland við landslagsljósmyndir í verkum á Mokka Þórdís Claessen Verk Þórdísar má kynna sér á vefnum thordis.com. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þögul nóttin er, þótt ótrúlegt sé, fyrsta sólóplata leik- arans, söngvarans og fjölmiðlamannsins Felix Bergs- sonar. Á plötunni syngur hann ljóð Páls Ólafssonar við lög Jóns Ólafssonar, Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Harðar Torfasonar, Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar og fleiri. Löng meðganga „Forsagan er býsna löng,“ segir Felix, en hann gaf sér tíma frá miðri æfingu til að ræða lítið eitt við blaða- mann. Hann og hljómsveit voru að æfa fyrir tónleika sem haldnir verða í kvöld í Salnum. „Mig langaði lengi til að gera eitthvað í þessa átt en fann aldrei rétta farveg- inn. Jón Ólafsson vinur minn (sem stýrir upp- tökum) og Karl Olgeirs- son hvöttu mig hins vegar áfram og svo fór að plata Þórarins Hjart- arsonar, Söng- ur riddarans, barst á borð til mín. Heimur Páls Ólafssonar opnaðist fyrir mér og ég vissi að mig langaði til að gera kassagít- ardrifna poppplötu þar sem ég syngi og túlkaði ljóð þessa manns.“ Felix segist vera kominn með ágæta tilfinningu fyrir því hvaða ljóð henti undir söng eftir öll þessi ár í bransanum og ljóðin hafi smátt og smátt komið til sín. „Ég fer að senda þetta í kringum mig og sum lög- in urðu til 1, 2 og 3. Önnur virkuðu hins vegar ekki, voru of ágeng og keyrðu yfir ljóðaflutninginn. Þetta var mikil jafnvægislist en ég lagði áherslu á að flytja og túlka þessi ljóð. Með það að markmiði settum við sönginn t.a.m. mjög framarlega þegar við vorum að hljóðblanda.“ Felix samsinnir því að hann hafi í raun verið að sinna ákveðinni vöntun, honum hafi fundist persónu- lega að hann yrði að gera eitthvað á þessa lund. „Ég hef að sönnu sungið inn á hitt og þetta en það hefur ávallt verið í tengslum við eitthvað sem er ekki að fullu mitt. Mig langaði einfaldlega til að stíga einn og sér fram sem listamaður og sanna það fyrir mér og öðrum að þetta væri líka hægt. Ég hef gert svo margt; leikið, sungið, skrifað og verið í fjöl- miðlum og hér er ég að koma fram sem söngvari og um leið túlkandi. Ég er að gæða þessi frábæru ljóð Páls lífi og segja sögur, nokkuð sem mig hefur alltaf langað til að gera alla mína tíð.“ Kjúklingur í Melabúðinni Felix fylltist að vonum miklum feginleika er hann fann að verkefnið væri farið að rúlla af stað. „Það var stórkostlegt. Að renna á hjólinu heim til Jóns, hitta vini sína þar, vinna og pikka svo upp kjúkling í Melabúðinni eftir erilsaman dag. Þetta bara gat ekki verið betra.“ Felix ætlar að flytja efnið í kvöld í Salnum og svo aftur hinn 11. október. Einnig verða tónleikar á Ak- ureyri á Græna hattinum. „Ég ætla svo út á land eftir áramót. Ég er harð- ákveðinn í að fara til Ísafjarðar og Norðfjarðar og langar bara til að syngja þetta sem víðast.“ Hann viðurkennir að lokum að vinnan við plötuna góðu hafi opnað rækilega fyrir fleira af þessu tagi. „Ég er strax farinn að hugsa um næstu plötu, blessaður vertu. Er farinn að hugsa það vel og ræki- lega hvað mig langar til að gera næst. Þetta er fyrsta platan en alls ekki sú síðasta.“ Alla tíð viljað segja sögur  Þögul nóttin er fyrsta sólóplata Felix Bergssonar  Syng- ur ljóð Páls Ólafssonar við lög Jóns Ólafssonar og fleiri Túlkandi „Mig langaði einfaldlega til að stíga einn og sér fram …“ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Tíska & Förðun SÉ RB LA Ð Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 14. október 2011. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna veturinn 2011 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 10. október. MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur. Förðrun. Krem. Umhirða húðar. Ilmvötn. Brúnkukrem. Neglur og naglalakk. Fylgihlutir. Skartgripir. Nýjar og spennandi vörur. Haust og vetrartíska kvenna. Haust og vetrartíska karla. Íslensk hönnun. Ásamt fullt af öðru spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.