Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Borgarfulltrúi Besta flokksinsmætti hróðugur á sjónvarps- skjái borgarbúa og annarra lands- manna í gærkvöldi og útskýrði fyr- ir þeim hvílíkum árangri flokkurinn hefði náð í rekstri borg- arinnar.    Besti flokkurinnfann út að það er aðeins smekks- atriði hvort höfuð- borgin á að vera snyrtileg eða ekki og með þessa upp- götvun í farteskinu hefur hann náð að spara töluverðar fjárhæðir.    Besti flokkurinn telur til dæmisalveg óþarfa að hafa grasið slegið í borginni og að ekkert geri til þó að það sé óslegið á einstaka stað, svo sem við fáfarnar götur á borð við Miklubraut og Sæbraut.    Besti flokkurinn er líka á því aðþað þurfi ekki alltaf að vera að sækja sorp eða tína upp rusl, órækt- in þarf að fá að njóta sín víðar en á grasbölunum.    Mikið happ er fyrir borgarbúaað slíkir hugmyndafræðingar skuli hafa gefið kost á sér í síðustu kosningum. Þeir sögðu það mæla sérstaklega með framboðinu að þar færi hugmyndaríkara fólk en geng- ur og gerist, sem er augljóslega hárrétt.    Engum öðrum hefði getað dottiðí hug að hægt væri að spara með því að minnka þjónustu og láta borgina líta verr út.    Það eru svona hugmyndir semlyfta borginni upp – og síðar landinu öllu ef Besti flokkurinn fær verðskuldað fylgi. Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins Besta hugmyndin STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 8 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Vestmannaeyjar 9 skýjað Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 11 þoka Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 22 skýjað Brussel 22 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 13 léttskýjað London 21 léttskýjað París 25 heiðskírt Amsterdam 17 skýjað Hamborg 22 léttskýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 23 heiðskírt Moskva 11 skýjað Algarve 25 léttskýjað Madríd 28 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 12 léttskýjað Montreal 18 skýjað New York 25 alskýjað Chicago 12 alskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:25 19:14 ÍSAFJÖRÐUR 7:31 19:18 SIGLUFJÖRÐUR 7:14 19:01 DJÚPIVOGUR 6:55 18:43 Aldrei hafa fleiri nemendur lært ensku í grunnskólum landsins, en 78,9% grunnskólanemenda læra ensku. Að meðaltali lærðu fram- haldsskólanemendur 1,41 tungumál skólaárið 2010-2011, sem er svipað hlutfall og undanfarin ár. Bæði í grunnskólum og framhaldsskólum á Íslandi eru nemendur að læra kín- versku. Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um nemendur í grunn- og framhaldsskólum sem lærðu er- lend tungumál skólaárið 2010-2011. Í mörgum skólum geta nemendur sem hafa kunnáttu í norsku eða sænsku valið þau tungumál í stað dönsku. Á síðastliðnu skólaári lærði 101 barn sænsku frekar en dönsku og 78 börn lærðu norsku. Spænska þriðja erlenda málið Flestir framhaldsskólanemendur læra ensku eða 15.454, sem eru 61,5% nemenda. Næstflestir eru nemendur í dönsku eða 8.268; eða 32,9% nemenda. Þessi tvö tungumál eru skyldunámsgreinar fyrir flesta nemendur í framhaldsskólum. Alls lærðu 463 grunnskólanem- endur spænsku, 179 börn þýsku, 174 börn lærðu frönsku og 23 börn kínversku. Ekki hafa áður verið grunnskólanemendur í kínversku. Í fyrsta sinn frá upphafi gagna- söfnunar Hagstofu Íslands árið 1999 læra íslenskir framhaldsskóla- nemendur kínversku, þeir voru 18 á síðasta skólaári. Þá hefur nemend- um sem læra japönsku í framhalds- skólum fjölgað verulega. Alls stund- uðu 147 nemendur nám í japönsku skólaárið 2010-2011 en voru 114 ár- ið á undan. 29 nemendur lærðu rússnesku í framhaldsskólum skóla- árið 2010-2011 en voru 11 árið á undan. Nemendur sem læra íslensku sem erlent tungumál voru 368. Langflestir læra ensku Morgunblaðið/ÞÖK Nám Framhaldsskólanemar læra mörg tungumál, í fyrra lærðu til dæmis átján þeirra kínversku. Enskan er enn vinsælasta tungumálið.  Tugir grunnskóla- nema læra kínversku Umferðaróhapp varð í Fitjahlíð í Skorradal síðdegis á laugardaginn. Jeppabifreið, sem var á leið inn Skorradal, lenti út af veginum inn- arlega í Fitjahlíð. Bifreiðin rann skáhallt niður 12 til 15 metra háa brekku, flaug yfir gilskorning, valt þar og lenti á hvolfi ofan í gilinu. Tvennt var í bifreiðinni, karl og kona, og sluppu þau bæði án sýni- legra áverka. Í gær tókst með aðstoð krana að hífa bifreiðina upp úr gilinu og upp á veginn en hún er mikið skemmd eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Bíll sem valt hífður yfir trjátoppana Morgunblaðið/Davíð Pétursson Íslandspóstur hefur hækkað almennt póst- burðargjald um 30% frá því í júní í sumar. Í gær bárust fréttir af því að Póst- og fjarskipta- stofnun (PFS) hefði samþykkt beiðni Íslandspósts hf. um 7,8% hækkun gjaldskrár fyrir bréf inn- an einkaréttar. Er hækkunin vegna nýrra kjarasamninga við póstmenn. Í sumar kostaði útburður á al- mennu bréfi 75 krónur. Íslands- póstur hækkaði gjaldið í 90 krón- ur í júní og nú hefur fyrirtækinu verið heimilað að hækka gjaldið í 97 krónur. Í erindi Íslandspósts til PFS er þess getið að fyrirtækið hyggist hagræða í rekstri til að mæta hækkunarþörf vegna kjarasamn- inga. Hugsanlega kunni því að verða til svigrúm fyrir fyrirtækið til að mæta ekki kostnaðarhækk- unum vegna kjarasamninga að fullu með hækkun gjaldskrár. Hækka póst- burðargjald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.