Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011
„Ef ég hefði valið að fara ekki í
þessa ferð hefði mér fundist ég
missa af mjög mikilvægri upp-
lifun.“ Þetta sagði einn þeirra nem-
enda af alþjóðabraut Verzlunar-
skóla Íslands sem nýverið lögðu
leið sína til Brussel, höfuðborgar
Belgíu, í þeim tilgangi að fræðast
um og fá innsýn í Evrópusambandið
og samningaferli Íslands við sam-
bandið.
Eftir fyrirlestra í Evrópuþinginu,
ráðherraráðinu, framkvæmda-
nefndinni, EFTA og íslenska sendi-
ráðinu voru nemendur sammála um
að þeir hefðu fengið góða innsýn í
markmið, sögu og framtíðarsýn
ESB. Þá fengu þeir smáinnsýn í
menningu Belgíu er þeir í lok ferð-
ar skoðuðu miðaldabæinn Brugge.
Saman Nemendahópurinn glæsilegi úr
Versló samankominn í Brussel.
Kynntu sér ESB
Hvernig velur maður flóttafólk er
yfirskrift fundar Alþjóðamálastofn-
unar Háskóla Íslands og Forlagsins
sem fram fer í Odda 101 nk. mið-
vikudag kl. 12.25-13.20. Fundurinn
er í tilefni útgáfu bókar Sigríðar
Víðis Jónsdóttur, Ríkisfang: Ekk-
ert.
Ingibjörg Broddadóttir, varafor-
maður flóttamannanefndar, segir
frá ferðum sínum með íslensku
sendinefndinni sem fer á vettvang
og tekur viðtöl við flóttamenn.
Kristján Sturluson, framkvæmda-
stjóri Rauða kross Íslands, fjallar
um flóttafólk og í hvaða stöðu þeir
eru sem eiga engin skilríki.
Hvernig velur
maður flóttafólk?
Sex bandarískir Fulbright-
styrkþegar dvelja í vetur á Íslandi
við nám, rannsóknir og listsköpun.
Nemendurnir fást við ólík svið: ljós-
myndun, miðaldafræði, innsetn-
ingu, tónlistarþjóðfræði, rannsókn
á sjálfbærni sjávarþorpa og stjórn-
sýslufræði.
Bandaríkjamennirnir hlakka all-
ir til að eyða næstu níu mánðuðum
á Íslandi og kynnast landi og þjóð,
segir í fréttatilkynningu.
Í janúar munu svo bætast við þrír
bandarískir fræðimenn sem hlotið
hafa Fulbright-styrk til gesta-
kennslu við íslenska háskóla.
Sex styrkþegar
STUTT
Björn Björnsson
Sauðárkrókur
„Ég segi nú að mitt mesta og besta
lán sé hvað öll mín börn og afkom-
endur hafa verið heilbrigð og komið
sér vel hvar sem þau koma, og úr
því að maður þarf að verða svona
gamall þá má maður þakka fyrir
allt sem maður hefur og þó að sjón-
in sé ekki góð og fæturnir slakir þá
er það ekki til að gera veður út af,“
segir Lilja Gunnlaugsdóttir sem
löngum hefur verið kennd við Ás-
hildarholt við Sauðárkrók en hún
fagnar hundrað ára afmæli í dag.
Lilja býr á Dvalarheimili aldr-
aðra við Heilbrigðisstofnunina á
Sauðárkróki og unir hag sínum vel.
Hún er við ágæta heilsu þó sjóninni
hafi hrakað svo að hún getur ekki
lengur lesið sér til gagns né horft á
sjónvarp. Heyrnin er þó í góðu lagi,
hún hlustar mikið á útvarp og hefur
ánægju af að hitta fólk og spjalla
því minnið er enn í góðu lagi.
Lilja fæddist að Ytri-Kotum í
Norðurárdal og dvaldi þar til tólf
ára aldurs en þar bjuggu þá for-
eldrar hennar, þau Friðbjörg Hall-
dórsdóttir og Gunnlaugur Guð-
mundsson. Tvítug fór Lilja í
Kvennaskólann á Blönduósi og seg-
ist þar hafa fengið góða undirstöðu
undir lífið og það að koma sex börn-
um til fullorðinsára, en með eig-
inmanni sínum Vilhjálmi Hólm Sig-
urðssyni eignaðist hún átta börn en
tvær dætur misstu þau ungar. Lilja
og Vilhjálmur slitu samvistum og
fluttist Lilja þá með barnahópinn
sinn að Áshildarholti og gerðist
ráðskona hjá Rafni Sveinssyni sem
þar bjó.
Mesta lán að börnin séu heilbrigð
Lilja Gunnlaugsdóttir frá Áshildarholti fagnar hundrað ára afmæli í dag
Hefur ánægju af að hitta fólk og spjalla því minnið er enn í góðu lagi
Heilsuhraust Lilja ungir hag sínum
vel á Dvalarheimili aldraðra.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
stöðvaði akstur sex ökumanna um
helgina vegna ölvunar- og vímu-
efnaástands. Um var að ræða fjórar
konur á aldrinum 18-39 ára og tvo
karlmenn, 17 ára og 32 ára.
Þá greip lögreglan sex ökumenn
sem höfðu þegar verið sviptir öku-
leyfi. Þetta voru fimm karlar á
aldrinum 19-34 ára og ein tvítug
kona. Til viðbótar var 16 ára piltur
staðinn að akstri.
Fleiri konur ölvaðar
undir stýri en karlar
Verð kr. 14.900
Daglega
eitthvað nýtt
Str. 34-48
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
–– Meira fyrir lesendur
MEÐAL EFNIS:
Fjölskyldubílar
Umhverfisvænir bílar
Rafbílar
Atvinnubílar
Jeppar
Nýjustu græjur í bíla
Staðsetningarbúnaður
Varahlutir
Dekk
Umferðin
Bíllinn fyrir veturinn
Þjófavarnir í bíla
Námskeið
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 3. október.
Bílablað
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
fjölskyldubíla,
atvinnubíla, jeppa,
vistvænabíla og fleira
föstudaginn 7. október
Ókeypis
heyrnarmæling
Pantaðu tíma í ókeypis heyrnarmælingu
og leyfðu okkur að leiðbeina þér við
val á heyrnartækjum með allt að
fjögurra ára ábyrgð.
Læknastö›in • Kringlunni
Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is