Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Ég sá á viðarklæðn- ingunni við básana móta fyrir fólki sem hefur setið þarna í um 60 ár 32 » Franski listamaðurinn Yann Dumo- get stendur fyrir gjörningi á Íslandi frá og með deginum í dag. Hann leggur til að allir Íslendingar skapi sinn eigin ómálmtryggða gjaldmiðil, gerðan áþreifanlegan með einu eða fleiri eintökum af peningaseðlum. Með verkefninu Superadditum gengur nútímalistamaðurinn út frá þeirri rökfærslu að ef helstu fjár- hagsráðgjafar hagkerfisins búa til peninga og ef tilkoma þessarar hnausþykku, ómannlegu hnatt- væddu fjármögnunar hefur jafn skaðlegar afleiðingar og raun ber vitni, hvers vegna ekki að fá fólk til þess að skapa sinn eigin gjaldmiðil. Hann mun opna bráðabirgða gjaldeyrisverslanir í dag og á morg- un, 27. og 28. september, í Listahá- skólanum í Skipholti 1 frá klukkan 12-14. Hinn 30. september verður verslunin opin í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ frá klukkan 9-11. Hinn 1. október verður verslunin opin á Kaffi Sólon. Dumoget mun skipta einkaseðlunum í krónur. Peningar Nýr seðill í umferð. Nýr gjald- miðill kom- inn fram  Franskur lista- maður með pening Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri er nýkominn heim eftir að hafa sett á svið sýningu á leiklist- arhátíð í Erbil í Írak. Erbil er mikilvæg borg í héraði Kúrdistan en þjóðarbrot Kúrda er það sem hefur farið hvað best út úr innrás Bandaríkjamanna í landið. Al- menningur í þessum hluta lands- ins lifir friðsælli tíma en í þeim svokallaða friði sem ríkti í landinu undir stjórn Saddams Hussein. Því raunin var sú að Saddam var í stanslausu stríði við Kúrdana á meðan hann sat í valdastól. Talið er að á bilinu 100-200.000 Kúrdar hafi fallið í þeim friði Husseins. Mikil þjóðerniskennd er á meðal Kúrdanna og Þorleifur segir að það hafi verið skrítið að horfa á kynningarmyndband sem gest- unum var sýnt á opnunarhátíðinni þar sem spiluð var upphafning- artónlist eins og úr Bruckheimer- bíómynd á meðan kúrdísk þjóð- artákn og fáni örvuðu þjóðern- iskennd gestanna. Svo var sýnt landakort af svæðinu þar sem smálönd eins og Íran, Tyrkland og Írak sáust en risastórt land Kúr- distan náði yfir stóra hluta hinna landanna. Þorleifur útskrifaðist sem leik- ari úr Leiklistarskóla Íslands en hann var strax fyrir útskrift búinn að ákveða að fara í leikstjórnina. Hann setti nokkrar sýningar á svið hér á landi áður en hann fór í Leiklistarháskóla Ernst Busch í Berlín. Eftir útskrift hefur hann meðal annars sett á svið verk eftir Shakespeare, Brecht, Ibsen og Jelinek í Þýskalandi. Í fyrra fékk hann áhorfendaverðlaun Nacht Kritik fyrir bestu sýningu ársins í Þýskalandi fyrir uppsetningu sína á Pétri Gaut. En núna í vor setti hann upp eitt frægasta verk Ber- tolts Brechts, Móðir hugrekki, í Konstanz. Annar Íslendingur kom að þeirri sýningu því Jósef Hall- dórsson hannaði leikmynd og bún- inga í verkinu. Og með þá sýningu var Þorleifur sendur til Íraks. „Þetta varð að veruleika af því að leikhússtjórinn í Konstanz er brjálaður,“ segir Þorleifur. „Hann ákvað strax að þiggja boðið og að við myndum fara á þessa hátíð og þá var þetta bara orðið spurning um hvernig yrði farið að því. Aðal- leikkonan neitaði að fara til Íraks og ég réð þá systur mína Sólveigu Arnarsdóttur í aðalhlutverkið en hún talar lýtalausa þýsku enda nam hún í Berlín. Það kom einhver bílstjóri keyr- andi alla leið frá Írak og til Þýskalands til að sækja leik- munina. Síðan vorum við, 28 manna hópur, send í kjölfarið með flugvél í gegnum Tyrkland. Þetta er fyrsta alþjóðlega leiklistarhá- tíðin sem haldin er þarna og for- sætisráðherrann hélt opnunarræð- una. Verkið var síðan sýnt í fullum 700 sæta sal í Erbil í síðustu viku. Þeir eru annars ekkert að flýta sér þarna úti. Sýningin byrjaði 45 mínútum of seint, því menn voru að drekka te, spjalla saman og koma sér fyrir. Þeir tala síðan mjög mikið meðan á sýningu stendur, svara í símann og segja jafnvel viðmælandanum hinum megin á línunni frá því hvað sé í gangi í sýningunni. Svo er farið fram til að fá sér meira te. En þeir eru mjög opnir og inni- legir og það er móment í sýning- unni sem við vorum svolítið hrædd við.“ Áhorfendur grétu og grétu „Verkið fjallar um stríð og að sýna það í Þýskalandi sem þekkir ekki lengur stríð er allt annað en að sýna það þarna þar sem allir þekkja stríð á eigin skinni. Það er hóra í verkinu og það er hrækt framan í hana í einum hlutanum og maður fann hvernig fór um alla í salnum. Ég held að ef sýningin sjálf hefði ekki komið á jafnvægi gagnvart þessum persónum hefðu orðið óeirðir í salnum. Þegar sýningunni lauk var þögn í nokkrar sekúndur og síðan brut- ust út slík fagnaðarlæti í húsinu að það var stórkostlegt. Þvílíkt klapp. Það sterkasta við sýn- inguna var þessi handtök eftir hana, maður tók í hendurnar á yf- ir 300 manns sem voru að þakka manni innilega fyrir. Eldri menn voru með tárin í augunum. Sólveig tók á móti einni konunni sem bara grét og grét endalaust. Þetta var ólýsanleg tilfinning að vera að sýna þetta verk fyrir áhorfendur sem vita meira um stríð en þeir vildu vita. Sýningin var síðan valin besta sýning hátíðarinnar en þá vorum við farin úr landinu. Fyrir mér var þetta staðfesting á mætti listarinnar. Maður þarf að fara alla leið til Kúrdistan til að sjá hvað hægt er að snerta fólk djúpt. Það var líka áhugavert að sjá áhrifin sem við höfðum á írösku listamennina. Allur seinni hluti sýningarinnar okkar er leikinn á gólfi sem er þakið blóði. Daginn eftir var sýning frá Írak. Þar kemur kona að mönnum sem eru að slást og hellir yfir þá úr fötu fullri af blóði. Þessi blóð- sena var ekkert inni í verkinu daginn áður. Þau fengu blóðið frá okkur. Þetta voru nemendur í listaháskólanum í Bagdad. Rektor skólans kom reyndar að máli við mig eftir sýninguna og bauð mér stöðu við háskólann sem ég þarf að finna mér tíma til að sinna,“ segir Þorleifur brosandi þannig að maður veit ekki hvort hann er að grínast eða hvort hann ætlar í alvöru að flytja til Bagdad. „Ferðin heim varð síðan skraut- leg hjá okkur Sólveigu, því við vorum skráð í vitlaust flug og hefðum þurft að vera þarna í aukaviku ef við ætluðum heim með flugi. Við enduðum á því að keyra í leigubíl frá Írak og til Tyrklands og fljúga þaðan heim. Við fórum í einum fjórum leigubíl- um og í gegnum sjö check-point á leiðinni. Um tíma vorum við með fullan bílstjóra að keyra okkur á 150 kílómetra hraða og mestan part á öfugum vegarhelmingi. Hann sýndi okkur reyndar ein- hvern mæli sem átti að sanna að hann væri ekkert mjög fullur, just a little whiskey, sagði hann við okkur,“ segir Þorleifur. Leiksýningin sló í gegn í Írak  Íslenskur leik- stjóri á leiklistar- hátíð í Írak Morgunblaðið/RAX Leikstjórinn Þorleifur Örn fór ásamt systur sinni, Sólveigu Arnarsdóttur, til Íraks og setti þar á svið verkið Móðir hugrekki eftir Bertolt Brecht. Þegar komið er upp á efrihæð Menningar- og lista-miðstöðvarinnar Hafnar-borgar blasir við tómur sal- ur. Verkin á sýningunni „Í bili“ reynast öll vera á bakvið lukt tjöld innst í salnum. Sýningargestir ganga því inn í ákveðið rýmislegt „bil“ milli sín og verkanna sem þeir vænta þess að sjá. Verkin, sem eru eftir 12 lista- menn eða listamannahópa, er svo að finna í smærri rýmum inn af stóra salnum. Sýningarstjóri er Ólöf Gerður Sig- fúsdóttir mannfræðingur sem m.a. hefur rannsakað tengsl efnismenn- ingar, söfnunar og þekkingar. Sýn- ingartillaga hennar bar sigur úr být- um í samkeppni Hafnarborgar fyrir haustsýningu 2011 – og má ætla að sú innbyggða umfjöllun um eðli safna og söfnunar sem í sýningunni felst hafi höfðað til dómnefndar listamiðstöðv- arinnar, ekki síst vegna þess að Hafnarborg er safnastofnun sem varðveitir listaverkaeign Hafnar- fjarðarbæjar. Áðurnefnt „bil“ milli safngesta og verka, sem jafnframt er safnrými, beinir athyglinni að að- draganda safnaheimsókna. Slíkur að- dragandi felur í sér samspil milli væntinga safngesta og þeirrar um- gjarðar sem safnið sjálft mótar til að hafa áhrif á slíkar væntingar. Tóma rýmið er djarfleg hugmynd en þar sem Hafnarborg hefur fremur fest sig í sessi sem sýningarstaður en safn minnir útkoman helst á tóman sýn- ingarsal fremur en að benda á sjálft rými safnsins, eins og tómir salir í Listasafni Íslands myndu óneitan- lega gera. Auður salurinn hefur samt sem áð- ur ögrandi virkni er vekur spurn- ingar meðal sýningargesta. „Er myndlistin komin út í tóma vitleysu?“ kunna einhverjir að spyrja sig meðan áhugi annarra er vakinn. Þótt tóm- leikinn veki furðu sumra þá eru innri herbergin, þar sem verkin eru til sýnis, væntanlega hinar eiginlegu „furðustofur“ (Wunderkammer). Þar ræður ríkjum andblær náttúrugripa- og vísindasafna. Sjá má hauskúpu úr háhyrningi og myndskeið sem lýsir ferð um sjávardjúp, steingerðar ver- ur sem minna á vansköpuð fóstur, myndir af hýbríðum eða blendingum skordýra og véla, uppstoppaða fugla og fuglaplakat, upptöku af dáleiðslu, tilraunaglös og eimunartæki. Lista- mennirnir nýta sér óspart söfnunar-, flokkunar- og sýningarkerfi safna. Gretar Reynisson sýnir vafðar sígar- ettur í sýningarkössum, festar á títu- prjóna eins og skordýr, og skráir þar með athafnir sínar kerfisbundið und- ir formerkjum fagurfræði safnsins – en þetta verk á sér hliðstæðu í eftir- minnilegu verki eftir Damien Hirst. Ólöf hefur að sögn áhuga á skoða tengsl efnislegra hluta, myndlistar, túlkunar og þekkingarsköpunar. Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingþórs- dóttir og Þórdís Jóhannesdóttir) á velheppnað og kímið verk sem bregð- ur ljósi á flokkunar- og skilgreining- aráráttu mannsins, og jafnframt á til- raunakennda og skynræna eiginleika myndlistarinnar. Sagt hefur verið að þekking sé vald, og að söfn á Vestur- löndum tengist löngun til að þekkja og flokka og þar með ráða heiminum. Verk Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons, Olgu Bergmann, Ólafar Nordal og Jeanette Castioni vekja áleitnar spurningar sem tengj- ast ráðandi sjónarhorni, gildum og hugmyndafræði og ýmsum öfgum og afbrigðilegheitum, nú eða „furðum“, ekki síst hvað snertir vísindalega (þekkingar)sköpun. Sýningar sem beina sjónum að nánu sambandi myndlistar og safns hafa verið áberandi erlendis um nokkurt skeið og hafa iðulega verið mjög frjór vettvangur þar sem látið er reyna á fagurfræðilega, hug- myndafræðilega og sögulega sam- ræðu listar og safna. „Í bili“ er lík- lega fyrsta stóra samsýningin hérlendis af þessu tagi. Vert er þó að nefna sýningar og starfsemi Safna- safnsins á Svalbarðsströnd sem starfað hefur lengi á þessum mörk- um. Ólöf Gerður kemur fersk inn í sýningarstjórn og hún hefur fengið prýðilega myndlistarmenn til sam- starfs við sig – þ.á m. nokkra sem ekki hafa sést oft á stórum safna- samsýningum. Þarna má að vísu einnig sjá alkunn (sjálfsögð?) nöfn; það mætti halda að sumir myndlist- armenn eigi verk sem passa inn í hvaða sýningarsamhengi sem er, án þess að þeir hafi fengist sérstaklega við tiltekna miðla eða viðfangsefni, svo sem „safnið“. Andrúmsloft sýningarinnar er skemmtilega grúskkennt, ef svo má segja, en verkin eru misaðgengileg. Sýningin í heild er forvitnileg og er ekki laust við að áhorfandinn sé dálít- ið ráðvilltur – enda staddur „í bili“ og á mörkum ýmissa menningarsviða. Furðuverk Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Í bili bbbmn Sýnendur: Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Daníel Björnsson, Grétar Reynisson, Haraldur Jónsson, Hildi- gunnur Birgisdóttir, Hugsteypan (Ing- unn Fjóla Ingþórsdóttir & Þórdís Jó- hannesdóttir), Ingirafn Steinarsson, Jeannette Castioni, Magnús Árnason, Olga Bergmann, Ólöf Nordal og Skyr Lee Bob (Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson & Lieven Dousselaere). Sýningarstjóri: Ólöf Gerður Sigfúsdótt- ir. Sýningin stendur til 23. október 2011. Opið alla daga kl. 12-17 og fimmtudaga til kl. 21. Lokað á þriðjudögum. Aðgang- ur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Hugsteypa Verkið Essentia Í bili eft- ir Hugsteypuna, þær Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísi Jóhann- esdóttur. Verkið er frá þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.