Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Gulu“ tónleikar SÍ á fimmtu-dagskvöld voru undirföstu forskriftinni Töfra-sprotinn – goðsögn í lif- andi lífi, kenndri við aðalgesta- stjórnanda sveitarinnar Gennadíj Rostdestvenskíj sem mun vel að henni kominn, hvort heldur af glæst- um ferli sem auðsæjum árangri. Að- sóknin var líka eftir því góð, jafnvel þótt enginn væri einleikarinn að þessu sinni, og hafa þó stjörnuvirtú- ósar ævinlega skipt miklu hvað það varðar. Dagskráin var óvenju aðskilin í tíma; fyrsta atriði frá 1788 en síð- ustu tvö frá árinu 1926, og því ekki alveg ljóst hvað vakti fyrir með verkavali, nema ef væri til að sýna hvað stjórnandinn er víðfeðmur – hafi einhver haldið að rússnesk eða slavnesk verk væru honum tamari en önnur. Það mun þó fjarri sanni, enda sýndu innsæ tök leiðtogans það glögglega. Samt verð ég að viðurkenna að ekki féll mér allt jafn vel í Haydn- skotinni 39. óbólausu hljómkviðu Mozarts og í seinni verkunum – sízt í heldur silalegum I. þætti, þó að meistaralegur Andante-þátturinn flæddi „eins og olía“ (meðal uppá- haldslíkinga Mozarts!) af óviðjafn- anlega angurværum þokka. Hljómsveitin var fámenn að hætti Vínarsveita tilurðartímans og því ekki laust við að trufla hvað síðróm- antískar pedalpákurnar glumdu óþarflega mikið í lágtíðnivænni heyrð Eldborgar. Yfirtónasnauðari barokk- eða snemmklassísk ket- ilbumbustærð hefði að líkindum tryggt betra jafnvægi. Síðasta hljómsveitarverk Sibelius- ar sem varðveitzt hefur, Tapiola fyr- ir stóra hljómsveit með þreföldum tréblásurum, var fyrst eftir hlé. Það rifjaði ósjálfrátt upp vangaveltur um hvað olli því að hinum finnska Orfeifi þagnaði harpan síðustu 30 æviárin – hugsanlega að frátöldum verkunum sem hann kvað hafa brennt í kyrr- þey 1946. Með því að 1998 barði und- irritaður eigin augum meintan bál- fararstað þeirra, kakalóninn í Ainolu, var óneitanlega freistandi að bera hljómamál fyrstu sinfóníanna saman við harmóníska meðferð loka- verksins aldarfjórðungi síðar og íhuga hvað gæti verið hæft í til- gátum innfæddra þar eystra um að Sibelius hafi ekki fundið sig í mód- ernisma millistríðsáranna. Sé nokkuð að marka niðurstöðuna var hún sú, að þrátt fyrir talsvert kryddaðra hljómferli en í fyrr- nefndum verkum ber Tapiola enn ótvíræð tónöl merki, og hugmyndir nútímalanda tónskáldsins því kannski ekki alveg úr lausu lofti gripnar. En hvað sem því annars líð- ur, þá stendur þetta meistaraverk fyllilega fyrir sínu. Sömuleiðis var túlkun þeirra Rostdensvenskíjs í alla staði glæsileg, enda var nostrað við styrkbrigði og safaríkan skógar- andblæ verksins svo nautn var að. Hin sópandi tæra Sinfóníetta Leosar Janaceks skartaði miklu pjátri – heilum 13 aukatrompetum uppi á kórsvölum í útþáttunum (I & V) – og hákrómaður fanförublær þeirra í hálfgerðum bandarískum anda minnti mann svo á ólympískt lúðrakall Johns Williams frá Los Angeles-leikunum 1984 að veðjandi væri á að kvikmyndatónskáldið hafi a.m.k. vitað af verki Janaceks þegar það hófst handa. Merkilegt var að sjá og heyra hvað rússnesski maestróinn gat laðað fram mikla snerpu með lítilli líkamsorku, og kom þar fram í hnotskurn sann- kölluð klassísk list þess að „fela“ listina. Svanasöngur Sibeliusar? Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbn Mozart: Sinfónía nr. 39. Sibelius: Ta- piola. Janácek: Sinfóníetta. Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Stjórnandi: Gennadíj Rosdestvenskíj. Fimmtudaginn 22.9. kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Eggert Aðalgestastjórnandinn Rosdestvenskíj stýrði SÍ fimmtudaginn sl. Ég er eiginlega kominn á þáskoðun að Let EnglandShake PJ Harvey sé bestaplata ársins. Það þarf a.m.k. eitthvað mikið að gerast til að því áliti mínu verði hnekkt. Platan er í raun og sann löng hugleiðing mann- eskju um land sitt og samfélag; hvað það hefur gert henni og meðbræðrum hennar og -systrum og hvaða þýðingu það hefur í huga hennar. Flutning- urinn allur er ekkert minna en rosa- legur, undir allri framvindu er óræð- ur tilfinningahiti, söngur Harvey og mögnuð tónlistin hrífa mann með sér og maður finnur sterkt að þetta er greinilega flytjandanum afskaplega mikilvægt, það er greinilega verið að reyna að koma einhverju hjartans máli til skila, líkt og um nokkurs kon- ar uppgjör sé að ræða. Svona slær þetta Íslendinginn þannig að þið get- ið ímyndað ykkur hvaða hughrifum þetta getur komið í gang hjá Eng- lendingunum sjálfum. Harvey ákvað að dýpka verkefnið enn frekar með því að láta gera myndband eða nokkurs konar ör- mynd við hvert og eitt lag. Upp- runalega stóð til að gera heimild- armynd um gerð plötunnar en samstarf hennar og ljósmyndarans Seamus Murphys, sem sá um leik- stjórn, þróaðist hægt og bítandi út í þessar öllu listrænari áttir. Murphy er margverðlaunaður frétta- ljósmyndari, hefur m.a. einbeitt sér að stríðshrjáðum svæðum, og eru ör- myndir þessar hans fyrstu skref í kvikmyndagerð. Örmyndir á frekar við en mynd- bönd þar sem áferðin stígur rækilega út fyrir þann ramma sem við eigum að venjast úr hefðbundnum tónlistar- myndböndum. Murphy ferðaðist um þvert og endilangt England til að safna efni og hann skreytir hvert og eitt lag með ljóðrænum stemmum, hvort heldur frá ökrum eða ströndum eða fólki á gangi um götur, og reynir með því að byggja undir umfjöllunar- efni hvers lags. Ljósmyndir hans koma þá einnig við sögu. Þessar myndir eru hver annarri líkar, svipað tempó í gangi og ekkert kemur á óvart þannig séð. Reynsluleysi Murp- hys á þessu sviði virðist honum fjötur um fót í einhverjum tilfellum. Lögin eru svo brotin upp með myndskeiðum þar sem tónlistarmaðurinn sjálfur sést spila parta úr lögunum, ýmist einn eða með hljómsveit sinni, og eru þeir partar til muna áhugaverðari en landslagsrammarnir, þó að allt vinni þetta saman á endanum. Fyrir for- fallna aðdáendur eingöngu. England, ó England … Listamaðurinn Magnað verk PJ Harvey, Let England Shake, er dýpkað með tólf örmyndum sem eru fyrstu skref Seamus Murphys í kvikmyndagerð. RIFF: Háskólabíó og Norræna húsið Let England Shake bbbnn Leikstjóri: Seamus Murphy. Aðal- hlutverk: PJ Harvey, liðsmenn sveitar hennar og England. Bretland, 2011. 75 mínútur. Flokkur: Tónlistarmyndir. ARNAR EGGERT THORODDSEN KVIKMYNDIR Bandaríski leikarinn Sean Penn átti þátt í því að tveir bandarískir ferðamenn voru látnir lausir í Íran miðvikudaginn sl. eftir tveggja ára vist þar í fangelsi. Penn ræddi við forseta Venesúela, Hugo Chavez, og bað hann að þrýsta á forseta Ír- ans, Mahmoud Ahmadinejad, um lausn mannanna, skv. frétt Reuters. Reuters Öflugur Leikarinn Sean Penn. Penn kom að lausn tveggja fanga Kortasalan í fullum gangi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.