Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
Mött og hlýleg
áferð með
LADY PURE COLOR
NÝTT
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Þingmenn úr stjórnarandstöðu munu
ekki gegna formennsku eða varafor-
mennsku í nefndum Alþingis en ný
lög um þingsköp gera ráð fyrir þeim
möguleika.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, for-
maður þingflokks sjálfstæðismanna,
segir að ástæðan sé m.a. sú að flokk-
arnir hafi verið ósammála um hversu
mörg slík embætti ættu að koma í
hlut stjórnarflokkanna annars vegar
og stjórnarandstöðu hins vegar.
Miklar breytingar séu í vændum á
þingstörfum og talið hafi verið betra
að leggja ágreining um þetta mál til
hliðar á meðan reynsla kemst á þær.
Ragnheiður Elín bendir á að eng-
inn ágreiningur sé um hversu marga
fulltrúa þing-
flokkar eigi að
hafa í hverri
fastanefnd Al-
þingis, um það
fari eftir svo-
nefndri d’Hondt-
reglu um hlut-
fallskosningar. Í
nýju þingskapa-
lögunum sé aftur
á móti ekki fylli-
lega ljóst hversu mörg formanns- og
varaformannsembætti eigi að koma í
hlut stjórnarandstöðu og hversu
mörg í hlut stjórnar. Um þetta verði
að gilda skýr regla til að tryggt sé að
hið sama gildi, óháð því hver sé í
stjórn eða í stjórnarandstöðu. Ragn-
heiður Elín segir aðspurð að það séu
ákveðin vonbrigði að ekki hafi náðst
samkomulag um skiptinguna. Á hinn
bóginn borgi sig ekki að ana að breyt-
ingunni, enda skili hún ekki árangri
ef ágreiningur sé um skiptingu emb-
ætta. Formenn og varaformenn
nefnda gegni lykilhlutverki við að
koma málum á dagskrá og afgreiða
úr nefndum. Formennska megi ekki
verða enn eitt bitbeinið í pólitískum
skotgrafahernaði. „Það hefur enginn
áhuga á því,“ segir hún.
Breyta þarf hugarfari
Víða á Norðurlöndunum er hefð
fyrir að formenn og varaformenn
komi úr röðum stjórnarandstæðinga.
Ragnheiður Elín bendir á að þar sé
mun meiri hefð fyrir að samstaða ná-
ist um pólitísk deilumál. „Það er ekki
nóg að gera breytingar á nefndaskip-
an, það þarf líka að breyta hugarfari.“
Bíða með formennsku
Stjórnarandstaðan fær ekki formennsku í þingnefndum
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Símahlustun er eitt þeirra úrræða
sem embætti sérstaks saksóknara
nýtir sér í rannsóknum sínum, og
samkvæmt gögnum sem vísað var í á
Alþingi í sumar hefur nýtt sér til hins
ýtrasta. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur borið við að
upptökur hafi verið leiknar fyrir aðra
en þá sem ræða saman í viðkomandi
símtölum við skýrslutökur, og að þeir
sem hlerað var hjá hafi fyrst frétt af
því hjá mönnum í skýrslutökum. Sér-
stakur saksóknari segir að í lögum sé
mælt fyrir um hvernig tilkynningu
um símahlustun skuli háttað og gætt
er að því eins og hægt er.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, segist í samtali við Morg-
unblaðið ekki geta tjáð sig um ein-
stök mál. Þegar kemur að umræddu
úrræði þurfi hins vegar að gæta vel
að settum reglum. „Ákveðnar reglur
liggja fyrir um það hvernig viðkom-
andi er tilkynnt þetta. En það er hins
vegar mat rannsóknaraðilans í hvaða
röð aðilar eru teknir fyrir sem varða
efni símtalsins. Þar af leiðandi er
tæknilega mögulegt að ekki séu allir
látnir vita á sama tímamarkinu.“
Í lögum um meðferð sakamála er
að finna ákvæði um umrædda til-
kynningu. Þar segir að þegar aðgerð
sé lokið skuli lögreglustjóri sjá um að
þeim sem aðgerði beindist að „sé til-
kynnt um aðgerðina svo fljótt sem
verða má, þó þannig að það skaði
ekki frekari rannsókn málsins.“
Einnig segir í lögunum að skilyrði
fyrir símahlustun séu m.a. þau að
ástæða sé til að ætla að upplýsingar
sem skipt geta miklu fyrir rannsókn
máls fáist með þeim hætti. Ólafur
segist á ný ekki getað tjáð sig um ein-
stök mál „en aftur á móti geta þessi
úrræði verið mjög haldgóð sönnunar-
gögn í málum, sérstaklega þegar
menn tjá sig ekki opið um sakarefn-
ið.“
Ósýnileg út á við
Lítið hefur heyrst af gangi rann-
sókna embættisins að undanförnu og
dregur Ólafur ekki fjöður yfir ósýni-
leika sérstaks saksóknara. „Því er
ekki að neita að þegar við erum í
gögnum erum við ekki mjög sýnileg.
Sú vinna sést ekki mikið út á við þó
svo að unnið sé af gríðarlegu kappi
við að ljúka rannsóknum mála.“
Hann segist ekki geta upplýst hve-
nær ákærur í stærri málum líti dags-
ljósið, enda eigi aðilar máls rétt á því
að fá þær upplýsingar fyrst. „Þá er
það einfaldlega þannig að þessi mál
eru þannig vaxin að þau soga til sín
mikla vinnu áður en endapunktur
fæst í þau. Það gildir um rannsóknir
þessara mála um allan heim. Við er-
um ekki sér á parti með það.“
Spurður hvort ekki farið
mikill tími í að hlusta á sam-
töl manna sem fengist hafa
með hlerunum segir Ólafur
marga verkliði taka langan
tíma. „Menn
reyna að koma
upp verklagi
með þeim
hætti að
það sé
gert án
þess að of mikill tími fari í það. Þetta
er hluti af því gagnamagni sem við
erum með í málum. Við erum með
fjöldamörg skjöl sem hald hefur ver-
ið lagt á, tölvupósta, heimasvæði og
fleira sem þarf að fara yfir og það
hleypur á mjög stórum stærðum.“
Þrátt fyrir allt segir Ólafur að
vinnan sé á áætlun. „Í heildina eru
hóparnir á áætlun. Þó að fyrstu áætl-
anir hafi gert ráð fyrir skemmri tíma
í gagnayfirferð hafa þær áætlanir
verið uppfærðar og gerð raunhæfari
markmið. Það er margt í þessum
rannsóknum sem verið er að gera í
fyrsta skipti hér á landi. Mjög erfitt
var því að áætla tíma í upphafi en við
erum að ná tökum á því.“
Spurður um hvað sé verið að vinna
í fyrsta skipti nefnir hann til að
mynda nýungar við vinnslu úr sím-
gögnum.
Heyrði af símahlerun eftir
skýrslutöku annars manns
Sérstakur saksóknari segir að lögum sé fylgt þegar kemur að tilkynningu
Hleranir
» Í svari innanríkisráðherra
við fyrirspurn Gunnars Braga
Sveinssonar í sumar kemur
fram að árið 2009 fékk emb-
ætti sérstaks saksóknara 19
heimildir til símahlerana.
» Á árinu 2010 fóru heimild-
irnar hins vegar upp í 72 og
voru þær jafn margar og hjá
embætti lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu það árið.
» Þær voru svo 15 frá janúar
til 27. maí sl.
Morgunblaðið/Ómar
Ísland getur skip-
að sér í fremstu
röð á alþjóðavett-
vangi sem grænt
hagkerfi, með
áherslu á hreina
náttúru, sjálf-
bæran orkubú-
skap, nýsköpun
og menntun til
sjálfbærni. Þetta
er ein af helstu
niðurstöðum nefndar Alþingis um
eflingu græna hagkerfisins.
Nefndin leggur áherslu á að um-
hverfisvernd og atvinnusköpun séu
ekki andstæður. Þvert á móti sé um-
hverfisvæn atvinnustarfsemi væn-
legasta og að öllum líkindum skyn-
samlegasta leiðin til að skapa
verðmæti í framtíðinni.
Í skýrslu nefndarinnar eru til-
greindar 48 tímasettar aðgerðir sem
stjórnvöld eru hvött til að ráðast í.
Meðal annars er lagt til að efnt verði
til fimm ára átaks um að laða til
landsins græna erlenda fjárfestingu
og að tekin verði upp sérstök
mengunargjöld sem verði nýtt til að
endurgreiða kostnað við úrbætur í
umhverfismálum viðkomandi at-
vinnugreinar. Þar með skapist ný
störf um leið og dregið verði úr álagi
á umhverfið.
Vill gjöld á
mengandi
starfsemi
Tillögur um eflingu
græns hagkerfis
Nefndin vill sjálf-
bæran orkubúskap.
Sjónvarpað og út-
varpað verður
beint frá setningu
Alþingis á morg-
un og hefjast út-
sendingar á RÚV
kl. 11. Sjálf setn-
ingarathöfnin
hefst kl. 10.30
með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni. Fimm mínútur
yfir 11 er ætlunin að þingmenn
gangi úr kirkju yfir í þinghúsið. For-
seti Íslands setur þingið og forseti
Alþingis flytur ávarp. Hlé verður
gert á þingsetningarfundi kl. 11.35
og fundur hefst að nýju kl. 12.30 er
fjárlagafrumvarpinu verður dreift
og kosið í þingnefndir.
Búast má við fjölda fólks á Aust-
urvöll á morgun en svonefndur Sam-
stöðuhópur fyrir Íslendinga hefur
boðað tónleikahald frá kl. 10-15, í
samráði við Hagsmunasamtök heim-
ilanna sem ætla að afhenda forsætis-
ráðherra 30 þúsund undirskriftir.
Þingsetning
í beinni
Um síðustu mánaðamót sam-
einaðist efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra embætti sér-
staks saksóknara, en ríkis-
stjórnin samþykkti frumvarp
þess efnis á vormánuðum.
Spurður hvernig gangi í nýju
sameinuðu embætti segir Ólaf-
ur Þór Hauksson, sérstakur sak-
sóknari: „Það kom yfir gríðar-
legur fjöldi mála en það komu
ekki yfir til okkar nema sjö
starfsmenn af fjórtán. Þannig
að við fengum málafjöldann en
færri í áhöfn en fyrir voru og
samt var búið að benda á að
meira þyrfti til.“
Í byrjun mánaðar var tilkynnt
að 85 mál myndu færast frá
efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra til embættis sér-
staks saksóknara. Af þessum
85 málum eru 79 til meðferðar í
deildinni og sex fyrir dóm-
stólum.
Ólafur segir að það verði
nokkurt átak að koma málum í
gott horf „en við erum
með þetta verkefni
og munum taka á
því eins og öðru
sem fyrir okkur
er lagt“.
Fjöldi mála
en færri með
EFNAHAGSBROTADEILDIN
Ólafur Þór
Hauksson