Morgunblaðið - 30.09.2011, Síða 7

Morgunblaðið - 30.09.2011, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins. Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Tökum bleikan bíl! Undirritaður var samstarfssamn- ingur í gær um að koma á nýrri iðn- grein; námi í plastsmíðum við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, FNV. Verkefnið felur í sér undirbúning á námskrám og aðstöðu hjá FNV til að hægt verði að kenna þessa nýju iðn hér á landi. Auk FNV koma að verkefninu Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Den Jydske Haandverkerskole í Dan- mörku og Salpaus Further Educa- tion í Finnlandi. Verkefnið er styrkt af menntaáætlun Evrópu- sambandsins, Leonardo. Aðrir þátt- takendur eru sveitarfélagið Skaga- fjörður, Sigurjón Magnússon ehf. í Ólafsfirði, Siglufjarðar-Seigur ehf. á Siglufirði og stoðtækjafyrirtækið Össur hf. Stefnt er að því að fá nám- ið samþykkt sem fullgilda iðngrein. Styrkur menntaáætlunarinnar nemur um 36 milljónum króna. Ingileif Oddsdóttir, skólameistari FNV, og Ágúst Indriðason á skrif- stofu menntaáætlunar ESB á Ís- landi rituðu undir samninginn. Samið um nýtt nám í plastiðn  Námið verður í FNV á Sauðárkróki Plastiðn Skrifað undir samstarfs- samning um námið í gær. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Íbúðalánasjóður hyggst ganga til samninga við byggingafyrirtækið Eykt um að ljúka við utanhússklæðn- ingu á blokkunum tveimur við Vinda- kór 2-8 í Kópavogi, sem sjóðurinn eignaðist á uppboði í fyrravetur. Sjóðurinn reyndi að selja blokkirnar í vor og fékk nokkur tilboð í þær en ekki náðust samningar um sölu. Blokkirnar verða aftur boðnar til sölu þegar Eykt sér fyrir endann á verkefninu. Framkvæmdir við blokkirnar hafa legið niðri frá því snemma árs 2008 þegar byggingafélagið sem reisti þær lagði upp laupana. Þá var að mestu búið að klæða aðra blokkina að utan en lengra er í land í hinni blokk- inni. Blokkirnar eru því að hluta óvarðar fyrir vatni og vindum og aug- ljóslega er hætta á að þær skemmist af þeim sökum. Alls eru 54 íbúðir í blokkunum tveimur og eru þær óvenjustórar, oft um 150 fermetrar og upp úr. Ágúst Kr. Björnsson, sviðsstjóri eignasviðs Íbúðalánasjóðs, segir að eftir að ljóst varð að blokkirnar yrðu ekki seldar á grundvelli tilboðanna frá því í vor hafi stjórn sjóðsins ákveðið að láta ljúka við að klæða þær að utan. Óskað hafi verið eftir til- boðum í verkið og hafi átta borist. Það lægsta var frá Eykt, upp á 237,7 milljónir, og felur það í sér bæði kostnað við vinnu og efni. Tilboðs- fjárhæðin er 81,4% af kostnaðaráætl- un. Ágúst á von á að framkvæmdir hefjist á næstu dögum. Ágúst segir að þótt sjóðurinn þurfi að ráðast í framkvæmdir vegna sumra fasteigna sem hann hefur tek- ið yfir séu þau verkefni ekkert í lík- ingu við það sem þurfi að gera við Vindakór. Semja við Eykt um Vindakórsblokkir Morgunblaðið/Ómar Ríkiseign Áttu að verða lúxusíbúðir.  Íbúðalánasjóður samdi ekki um sölu á blokkunum tveimur í vor  Hæsta kauptilboð var 857 milljónir  Kostar 237 milljónir að ljúka við klæðninguna  Aftur auglýstar þegar sér fyrir endann á verkinu Knattspyrnu- deild Fylkis í samvinnu við ORA hefur undanfarin 15 haust boðið upp á síldarveislu í Fylkishöllinni fyrir síðasta heimaleik meist- araflokks karla. Veislan verður haldin í 16. sinn á morgun, laug- ardag, og hefst klukkan 12:00 en auk síldar verður plokkfiskur á boð- stólum. Á sama tíma verður opnuð sýning í samstarfi við Sögunefnd Fylkis á gömlum ljósmyndum af Fylkismönnum í leikjum í gegnum tíðina. Leikur Fylkis og FH í Pepsi- deildinni hefst síðan kl. 14:00 en Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, tilkynnir gestum byrjunarlið í saln- um fyrir leik. Lokahóf Fylkis verður síðan á sama stað um kvöldið. Fylkismenn bjóða í síld og plokkfisk Fylkir Bikarmeist- ari 2002.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.