Morgunblaðið - 30.09.2011, Page 12
BAKSVIÐ
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Ljóst er að engin samstaða er á með-
al fulltrúa stjórnarflokkanna í sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarnefnd Al-
þingis um það hvernig halda eigi á
málum varðandi stóra frumvarpið
svonefnda til heildarendurskoðunar
á lögum um stjórn fiskveiða.
Skiptast þeir að minnsta kosti í
þrennt í afstöðu sinni til málsins.
Frumvarpið var sem kunnugt er
lagt fram á Alþingi í maí síðastliðn-
um og urðu mikil átök í þinginu um
málið auk þess sem hörð gagnrýni
kom fram á það í umsögnum frá bæði
hagsmunaaðilum og sérfræðingum.
Fór svo að lokum að ákveðið var að
taka frumvarpið af dagskrá þingsins
sem fól í reynd í sér að það var dreg-
ið til baka. Frumvarpinu var í fram-
haldinu vísað aftur til meðferðar í
sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd
þingsins.
Einungis á þeirra vegum
Samþykkt var á fundi sjávarút-
vegs- og landbúnaðarnefndar 29.
ágúst síðastliðinn, eftir að allar um-
sagnir um frumvarpið höfðu endan-
lega skilað sér, að þær yrðu sendar
Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráð-
herra, ásamt bréfum frá einstökum
nefndarmönnum eða hópum þeirra
þar sem afstöðu þeirra til frum-
varpsins væri lýst.
Formaður og varaformaður
nefndarinnar, Lilja Rafney Magnús-
dóttir og Ólína Þorvarðardóttir,
sendu í gær bréf og greinargerð til
sjávarútvegsráðherra í samræmi við
samþykktina, en þau gögn voru þó
einungis send á þeirra eigin vegum
og þannig hvorki í nafni annarra full-
trúa í nefndinni né stjórnarflokk-
anna, Samfylkingarinnar og Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs.
Vilja endurrita frumvarpið
Fram kemur í bréfi Lilju Rafneyj-
ar og Ólínu til sjávarútvegsráðherra
að þær leggi meðal annars til að
horfið verði frá hinum svokallaða
byggðapotti og að strandveiðar verði
gefnar frjálsar í skilgreindri strand-
veiðihelgi að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. Þá verði skerpt á mark-
miðssetningu og útfærslu á tak-
mörkunum framsals aflaheimilda,
allur afli verði boðinn upp á innlend-
um markaði og að skilið verði milli
veiða og vinnslu.
Ennfremur vilja þær að opnuð
verði gátt á milli nýtingarsamninga
og leigupotts þannig að handhafar
nýtingarsamninga eigi þess kost að
bjóða í aflaheimildir í leigupotti og
kvótalitlar útgerðir eigi þess kost að
bjóða í nýtingarsamninga. Þá bjóð-
ast þær til þess „að endurskrifa
frumvarpið með aðstoð tilkvaddra
sérfræðinga í umboði ráðherra“.
„Þetta eru athugasemdir sem við í
raun og veru gerðum strax í upphafi
á meðan frumvarpið var í vinnslu.
Megnið af þeim,“ segir Ólína. Hún
segir að þær hafi fengið stuðning í
velflestum umsögnum sem borist
hefðu um frumvarpið. Þá hafi hún
sjálf og Lilja Rafney gert fjölmarga
fyrirvara við frumvarpið þegar það
var tekið út úr þingflokkum stjórn-
arflokkanna og lagt fram fyrr á
árinu. „Þannig að við í raun og veru
samþykktum bara að það yrði lagt
fram og lagt inn í þingið til þess að
koma vinnunni á einhvern rekspöl,“
segir Ólína.
Nýtt frumvarp verði smíðað
Björn Valur Gíslason, þingflokks-
formaður VG og fulltrúi í sjávarút-
vegs- og landbúnaðarnefnd, sendi
sjávarútvegsráðherra eigið bréf þar
sem fram kemur gagnrýni á þá
ákvörðun að funda ekki í nefndinni
um þær umsagnir sem bárust og
kalla ennfremur ekki umsagnaraðila
fyrir nefndina.
Björn Valur segir ennfremur að í
ljósi umsagna um frumvarpið og
hans eigin fyrirvara við málið þegar
það var til umræðu á Alþingi telji
hann „rétt að frumvarpið í heild sinni
verði ekki lagt fram að nýju. Ég tel
jafnframt að smíða þurfi nýtt frum-
varp til laga um stjórn fiskveiða sem
hafi það að markmiði að uppfylla þau
meginmarkmið sem fram koma í
samstarfslýsingu ríkisstjórnarflokk-
anna um sjávarútvegsmál.“
Þá segir Björn Valur að nýtt frum-
varp eigi að hans áliti að byggjast á
þeim niðurstöðum sem náðust í svo-
kallaðri sáttanefnd sem skilaði nið-
urstöðum sínum fyrir ári.
Samleið með minnihlutanum
Ljóst er að mikill samhljómur er á
milli afstöðu Björns Vals til þess
hver næstu skref eigi að vera varð-
andi frumvarpið og Einars K. Guð-
finnssonar og Jóns Gunnarssonar,
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarnefnd, og
Sigurðar Inga Jóhannssonar, full-
trúa Framsóknarflokksins. Fram
kemur í bréfum fulltrúa beggja
flokka til sjávarútvegsráðherra að
hefja þurfi vinnu við nýtt frumvarp
þar sem niðurstöður sáttanefndar-
innar verði lagðar til grundvallar.
Þá segir ennfremur m.a. í bréfi
Einars og Jóns að setja eigi ákvæði í
stjórnarskrá um að auðlindir Ís-
landsmiða verði skilgreindar sem
þjóðareign. Veita megi einstakling-
um og lögaðilum heimild til afnota á
þeim gegn gjaldi sem renni í ríkis-
sjóð. Slík afnotaheimild njóti vernd-
ar sem óbein eignarréttindi. Þá verði
gerðir nýtingarsamningar við núver-
andi fiskveiðiréttarhafa. Tryggt
verði að tímalengdin stuðli að lang-
tímahugsun og arðbærri fjárfestingu
í sjávarútvegi. Fyrir afnotaréttinn
komi gjald til ríkisins.
Engin samstaða í nefndinni
Fulltrúar stjórnarflokkanna í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd ósammála um breytingar á stjórn
fiskveiða Samhljómur með þingflokksformanni VG og fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar
Morgunblaðið/RAX
Frumvarp Stóra kvótafrumvarpið, sem sjávarútvegsráðherra lagði fram á Alþingi sl. vor, er afar umdeilt, jafnt inn-
an þings sem utan. Þannig sagði forsætisráðherra í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að frumvarpið væri um margt gallað.
Sjávarútvegsmálin
» Engin samstaða er á meðal
fulltrúa stjórnarflokkanna í
sjávarútvegs- og landbún-
aðarnefnd Alþingis um stóra
frumvarpið um stjórn fisk-
veiða.
» Formaður og varaformaður
nefndarinnar hafa sent sjávar-
útvegsráðherra tillögur að
breytingum á frumvarpinu en
einungis í eigin nafni.
» Mikill samhljómur er með
afstöðu þingflokksformanns
Vinstri grænna og fulltrúa
sjálfstæðismanna og fram-
sóknarmanna um næstu skref í
málinu.
Ólína
Þorvarðardóttir
Björn Valur
Gíslason
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
„Að mínu mati er þetta útspil einfaldlega spreng-
hlægilegt og ekki hægt að taka þetta alvarlega. Lilja
Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir eru
manna ólíklegastar til þess að leiða einhverja sátt um
fiskveiðistjórnunarmál,“ segir Einar K. Guðfinnsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins í
sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis.
Einar segir að greinargerð formanns og varafor-
manns nefndarinnar sem send var sjávarútvegsráðherra
í gær, þar sem kallað er eftir breytingum á frumvarpinu,
sé áfellisdómur yfir frumvarpinu eins og það leggi sig og
málinu í heild „vegna þess að þær tvær komu með bein-
um hætti að undirbúningi málsins og voru sérstakir ábyrgðarmenn þess á
undirbúningsstigum þess“.
„Það hins vegar sýnir hversu hraklegt þetta mál er allt saman að það
skuli nú vera þannig komið fyrir þessu frumvarpi að ekki einu sinni for-
maður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar sem undir-
bjuggu málið treysta sér lengur til þess að verja það og þá virðist mér blasa
við að það sé enginn lengur sem reynir að mæla þessu frumvarpi bót sem
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ætlaði að keyra í gegn og gera
að lögum í vor,“ segir Einar. Það eina sem hægt sé að gera í stöðunni sé að
leggja frumvarpið til hliðar og byrja upp á nýtt og þá á grundvalli niður-
stöðu sáttanefndarinnar svonefndrar.
Enginn mælir frumvarpinu lengur bót
Einar K.
Guðfinnsson
„Það kom nú bara í ljós í vor að þetta frumvarp væri
ótækt. Illa undirbúið og illa ígrundað. Það var ekki hægt
að átta sig á því hver væri tilgangurinn með því,“ segir
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar-
flokksins og fulltrúi flokksins í sjávarútvegs- og land-
búnaðarnefnd Alþingis, um stóra frumvarpið svonefnda
um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og greinar-
gerð formanns og varaformanns nefndarinnar um það
til sjávarútvegsráðherra.
Sigurður segir að það hafi enda komið í ljós í áliti sér-
fræðinefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði til þess
að leggja mat á frumvarpið að nefndin hafi „tætt frum-
varpið niður og staðfesti þá afstöðu okkar að það ætti einfaldlega að vísa
málinu aftur til ráðherra og beina þeim tilmælum til hans að halda áfram
vinnu við breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu á grundvelli sáttanefnd-
arinnar sem hann skipaði á sínum tíma“.
Lagt er til í bréfi Sigurðar til sjávarútvegsráðherra fyrir hönd Fram-
sóknarflokksins að skipaður verði samráðshópur „allra hlutaðeigandi og
vinni í sátt og samlyndi að því að finna þessari mikilvægustu atvinnugrein
okkar Íslendinga viðeigandi skipulag. Niðurstaðan ætti að vera með þeim
hætti að sem víðtækust sátt náist um sjávarútvegsstefnuna og að atvinnu-
greinin búi við stöðugleika“.
„Illa undirbúið og illa ígrundað“
Sigurður Ingi
Jóhannsson
„Það er mjög gagnrýnisvert að ekki hafi verið fundað
um þessar umsagnir í sjávarútvegs- og landbún-
aðarnefnd. Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Atli Gísla-
son alþingismaður sem sæti á í sjávarútvegs- og land-
búnaðarnefnd Alþingis.
Hann er ósáttur við það fyrirkomulag sem samþykkt
var á fundi nefndarinnar í lok ágúst sl. að einstakir
fulltrúar í nefndinni eða hópar fulltrúa myndu koma
sjónarmiðum sínum varðandi stóra frumvarpið svo-
nefnda um breytingar á stjórn fiskveiða og umsagnir
sem borist hafa um það á framfæri við Jón Bjarnason
sjávarútvegsráðherra bréfleiðis í stað þess að fundað
væri með hefðbundnum hætti í nefndinni um málið. Atli sat ekki umrædd-
an fund. Þá sé ennfremur ámælisvert að formaður og varaformaður sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarnefndar komi fram sem slíkir í máli sem ekki hafi
verið tekið til umræðu á vettvangi nefndarinnar.
Þá gagnrýnir Atli að þær Lilja Rafney og Ólína hafi boðist til þess í bréfi
sínu til sjávarútvegsráðherra að endurskrifa frumvarpið, nokkuð sem sé á
könnu ráðuneytisins að gera enda um stjórnarfrumvarp að ræða. Þau um-
mæli feli einfaldlega í sér vantraust í garð sjávarútvegsráðherra.
Lýsa vantrausti á sjávarútvegsráðherra
Atli Gíslason
„Það er augljóst af lestri þessarar greinargerðar að það
er ekki tekið neitt tillit til þeirra athugasemda sem hafa
komið fram varðandi áhrif frumvarpsins á sjávarútveg-
inn og á þjóðarhag. Það er alveg skautað framhjá þeim,
það er alveg augljóst,“ segir Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs-
manna (LÍÚ), um greinargerð formanns og varafor-
manns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis
til sjávarútvegsráðherra.
„Ef eitthvað þá gera þessar tillögur vont frumvarp
ennþá verra vegna þess að þarna er meðal annars lagt
til að tekinn verði ennþá stærri hlut af aflaheimildum
fyrirtækjanna. Síðan er gert ráð fyrir því, án þess að það sé neitt skil-
greint, hvort það eigi að dragast frá aflamarki eða vera veiði umfram
veiðiráðgjöf, að handfæraveiðar verði stórauknar sem er ávísun á tuga
þúsunda tonna veiði,“ segir Friðrik.
Hann segir það alveg ljóst að fyrirliggjandi frumvarp stjórnarflokkanna
geti ekki orðið grundvöllur að endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hér
við land. Það færi því best á því að leggja frumvarpið til hliðar og hefja þá
vinnu á nýjum grunni.
Vont frumvarp yrði gert ennþá verra
Friðrik J.
Arngrímsson