Morgunblaðið - 30.09.2011, Síða 14

Morgunblaðið - 30.09.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Skákdeild Fjölnis heldur í þriðja sinn hið vinsæla Skákmót Árna- messu í Stykkishólmi. Mótið er að venju ætlað efnilegum og áhuga- sömum skákkrökkum. Mótið í ár verður laugardaginn 1. október og hefst kl. 13:00 stundvíslega og því lýkur kl. 16:30. Teflt verður í grunnskólanum Stykishólmi. Vegleg verðlaun verða veitt í lok skákmótsins auk þess sem sig- urvegarar í hverjum flokki fá eign- arbikar. Líkt og áður er þátttak- endum boðið upp á að taka rútu fram og til baka á mótsstað. Skrán- ing er með tölvupósti á skak- samband@skaksamband.is. Árnamessa er haldin til minn- ingar um Árna Helgason félags- málafrömuð í Stykkishólmi. Árnamessa Laugardaginn 1. október, milli 13.00 og 16.30, efna Alþjóðleg ung- mennaskipti (AUS) til hátíðar í Ráð- húsi Reykjavíkur í tilefni 50 ára af- mælis samtakanna. „Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) fagna því að 50 ár eru liðin frá því fyrstu skiptinemarnir/sjálf- boðaliðarnir flugu út í hinn stóra heim til að upplifa spennandi dvöl í öðru landi. Á þessu hálfrar aldar tímabili hafa hundruð Íslendinga farið utan með samtökunum og annar eins fjöldi erlendra ung- menna komið til Íslands,“ segir í frétt frá samtökunum. Þá gefa Samtökin út bók sem lýs- ir sögu samtakanna og lífsreynslu nokkurra sjálfboðaliða erlendis. Loks stendur AUS fyrir ljós- myndasýningu í Þjóðmenning- arhúsinu. Hátíð haldin í tilefni 50 ára afmælis AUS Sunnudagskvöldið 2. október kl. 20 verður fótboltamessa í Selfoss- kirkju. Þar verður fagnað glæstum árangri Selfyssinga á knattspyrnu- vellinum á liðnu sumri. Úrvalsdeildarlið karla og kvenna mæta til messunnar og liðsmenn að- stoða við lestra. Allur tónlistarflutningur verður í höndum Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu og Ómars Guðjónssonar. Prestur verður sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Allir eru velkomnir. Fótboltamessa Konfúsíus- arstofnunin Norðurljós og Kínversk- íslenska menn- ingarfélagið halda fyrir- lestraröð í til- efni 40 ára af- mælis stjórnmála- sambands Íslands og Alþýðu- lýðveldisins Kína. Arnþór Helgason flytur erindið „Stiklur um samskipti Íslendinga og Kínverja frá 1760 til 2000“ í dag, föstudag, í Lögbergi 102 í HÍ, kl. 13:20-14:20. Arnþór fjallar aðallega um menningarsamskipti, en stjórnmál og viðskipti ber einnig á góma. Öllum opið og án endurgjalds. Samskipti Íslend- inga og Kínverja Arnþór Helgason STUTT STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Veiði er nú lokið, eða er um það bil að ljúka, í laxveiðiánum með nátt- úrlegum laxastofnum. Margir lax- veiðimenn hafa talað um lélega lax- veiði, og miða þá við síðustu sumur, en Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpa- stöðum, sem heldur utan um viku- legar veiðitölur á vef Lands- sambands veiðifélaga, segir í pistli með nýjustu aflatölum að engu að síður séu horfur á að nú líði að lokum fjórða aflahæsta stangaveiðisumars í þekktri sögu laxveiða hér á landi. „Svona kröfuharðir erum við orðnir eftir síðastliðin þrjú met- veiðiár,“ segir Þorsteinn. „Að vísu er enn ekki útséð um hvort sumarið verður aflahærra, 2007 eða 2011. Á því veltur hvort þetta verður fjórða eða fimmta besta veiðiárið,“ segir hann og telur líklegt að lokatölur ættu að verða um 57.000 laxar. „Þetta var alvöru skot“ Á Vesturlandi hækkuðu veiðitölur sums staðar nokkuð í liðinni viku, í ánum þar sem enn var veitt, og mun- aði þá mestu um að loksins hækkaði vatnið í ánum eftir afskaplega þurrt sumar. Lokakippurinn var þó hvað bestur í Laxá í Kjós þar sem vel á annað hundrað laxar veiddust síð- ustu veiðidagana, og var áin þó nán- ast óveiðandi suma þeirra vegna flóða. Óskar Páll Sveinsson var við veiðar ásamt félögum sínum í bresk- um kastklúbbi og má segja að þeir hafi fengið bingó - fyrstu haustrign- ingarnar. „Þetta eru mjög flinkir veiðimenn og við fengum á milli 110 og 120 fiska á sex stangir, laxa og sjóbirt- inga yfir þrjú pund,“ segir Óskar Páll og bætir við að þar á meðal hafi verið þrír tíu punda birtingar. „Þetta var alvöru skot og síðasta daginn, þegar áin var að falla eftir flóð þann næstsíðasta, komu milli 50 og 60 laxar á land. Það vantaði alls ekki lax í Kjósina í sumar, það vantaði bara vatnið.“ Erfiðar aðstæður Haustlægðirnar hafa flykkst til landsins síðustu daga. Þær hafa komið hreyfingu á sjóbirtinginn í Skaftafellssýslum og hafa veiðimenn víða veitt ágætlega. Viðmælandi var í holli sem veiddi vel í Tungufljóti í Skaftártungum en þar var birting- inn þó bara að finna í skilum árinnar og Ása-Eldvatns. Góð veiði hefur líka verið í Eldvatni, þar sem holl fékk á dögunum um 40 birtinga og átta laxa, og í Fitjaflóði í Grenlæk. Ragnar Johansen í Hörgslandi segir að veiðin í Vatnamótunum í Skaftá hafi þó liðið fyrir mikið vatn og skolað. „Aðstæður hafa verið mjög erfiðar en þó hafa menn náð allt að 24 fiskum. Það er ekkert bingó, eins og við höfum séð síðustu haust, en það er enn tími til stefnu; bestu veiðidag- arnir á liðnum árum hafa verið þriðji og tíundi október,“ segir Ragnar og bætir við að meðalvigtin nú sé sú besta sem hann hafi séð. „Vantaði ekki lax í Kjósina, það vantaði bara vatnið“  Fyrstu haustlægðirnar örvuðu veiðina  Verður fjórða eða fimmta besta lax- veiðiárið  Ágætis sjóbirtingsveiði í Skaftafellssýslum og góð meðalvigt Stór haustlax Óðinn Helgi Jónsson hampar 102 cm löngum hæng sem hann veiddi í vikunni í Ármótunum í Hrúta- fjarðará. Viðureignin tók um fimmtíu mínútur en laxinn tók túpu í „haustlitunum“. Veiði lýkur í Hrútu í dag. Aflahæstu árnar Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Staðan 28. september 2011 Heimild: www.angling.is Lokatölur 2010 6.210 6.280 4.043 2.279 2.777 2.065 2.235 3.760 1.978 1.178 1.961 1.164 1.170 1.493 1.046 Veiðin 21. sept 4.388 4.140 2.290 2.134 2.032 2.016 1.912 1.825 1.526 1.373 1.219 1.150 990 1.066 911 Ytri-Rangá & Hólsá (24) Eystri-Rangá (18) Miðfjarðará (10) Norðurá(15) Blanda(16) Selá í Vopnafirði (8) Langá (12) Þverá - Kjarrá (14) Haffjarðará (6) Breiðdalsá (8) Grímsá og Tunguá (8) Elliðaárnar (4) Laxá í kjós (10) Laxá í aðaldal (18) Hofsá & Sunnudalsá (10) * Veiði lokið 4.599 4.275 2.364* 2.134* 2.032* 2.017* 1.934* 1.825* 1.526* 1.420 1.313 1.150* 1.112* 1.067 956* Sýningin MATUR-INN verður haldin á Akureyri í fimmta sinn um helgina. Hefð er orðin fyrir sýningunni á tveggja ára fresti og síðast, árið 2009, komu á milli 12 og 14 þúsund gestir. Reiknað er með öðru eins nú. Sýningarbásar í Íþróttahöll- inni á Akureyri eru fleiri en á síðustu sýningu og sýn- ingasvæðið stærra. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og undir- strikað að um er að ræða sölu- sýningu og því hægt að gera góð kaup hjá sýnendum, að sögn að- standenda. Sýningin er haldin af félaginu Mat úr Eyjafirði í góðu sam- starfi við Þingeyska matarbúrið og Matarkistuna Skagafjörð. Að baki þessum félögum standa matvælaframleiðendur stórir sem smáir, veitingaaðilar, ferða- þjónustufyrirtæki, verslanir- og þjónustufyrirtæki. Keppt verður í matreiðslu á eldhússvæði sýningarinnar. Til að mynda munu þjóðþekktir ein- staklingar spreyta sig á laxarétt- um, matreiðslumenn munu keppa um besta makrílréttinn, bakarar glíma við eftirrétti og loks munu veitingahús keppa í flatbökugerð. Á sýningunni verða sýningarbásar fyrirtækja og matarmenningarfélaga, mark- aðstorg þar sem t.d. hægt verð- ur að kaupa ferska haust- uppskeru og sultur margs konar. Samhliða sýningunni verður húsbúnaðarsýning í anddyri Íþróttahallarinnar og á laugar- daginn verður kveikt upp í ris- agrilli úti fyrir þar sem hefst sólarhringsgrillun á nauts- skrokk. Hann verður síðan tilbú- inn á sunnudag og gefst þá gest- um tækifæri til að bragða á herlegheitunum. Sýningin verður opin frá kl. 11 til 17 á laugardag og sunnu- dag. Norðlenskur matur í hávegum  Ókeypis aðgangur að sölusýningu Matur-INN Frá sýningu Matar úr Eyjafirði á Akureyri fyrir tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.