Morgunblaðið - 30.09.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.09.2011, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Tíska & förðun SÉ RB LA Ð Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 14. október 2011. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna veturinn 2011 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 10. október. MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur Förðun Krem Umhirða húðar Ilmvötn Brúnkukrem Neglur og naglalakk Fylgihlutir Skartgripir Nýjar og spennandi vörur Haust- og vetrartíska kvenna Haust- og vetrartíska karla Íslensk hönnun Fullt af öðru spennandi efni Amur-tígrisynjan Íris lætur vel að sjö vikna gömlu af- kvæmi sínu í Royev Ruchey-dýragarðinum í Krasnoy- arsk í Rússlandi. Íris eignaðist þrjá hvolpa í byrjun ágúst en amur-tígrisdýr eru í útrýmingarhættu. Íris hugsar vel um hvolpinn sinn Reuters Fáir voru á ferli í Hong Kong í gær- morgun eftir að viðvörun um áttunda stigs fellibylinn Nesat var gefin út. Íbúar voru hvattir til að halda sig heima og var skólum, fyrirtækjum, fjármálamörkuðum og höfnum lokað auk þess sem almenningssamgöngur lágu niðri. Vitað er um þrjú dauðsföll en um fimmtíu manns þurftu að yfir- gefa heimili sín eftir að prammi losn- aði í úfnum sjónum og skall á nálæg- um sjóvarnargarði. Hátt í 300 flugferðum á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong var frestað eða aflýst. Síðdegis var fellibylsviðvörunin lækkuð niður í stig þrjú en þegar veðrið var hvað verst mældist vind- hraði yfir 33 m/s. Bíða björgunar á húsþökum Nesat olli manntjóni og mikilli eyðileggingu þegar hann gekk yfir Filippseyjar á þriðjudaginn. Að minnsta kosti 35 manns létust og 45 er enn saknað. Fárviðrið og úrhellis- rigningin sem fylgdu Nesat ollu miklum flóðum, m.a. í höfuðborginni Manila þar sem byggingar eru marg- ar hverjar hálfar á kafi. Árlega ganga um 20 fellibylir yfir Filipps- eyjar, margir hverjir mannskæðir, en Nesat þykir með þeim verstu í ár, aðallega vegna þess hve mikla úr- komu hann hafði í för með sér. Björgunarsveitir nota gúmbáta og kanóa til að komast að þeim svæðum sem urðu hvað verst úti. Fjöldi fólks hefur síðustu daga beðið björgunar á þökum húsa sinna en að sögn lög- regluyfirvalda er aðallega um karl- menn að ræða sem vildu vernda hús sín og neituðu að yfirgefa þau þegar stormviðvörun var gefin út. Þá eru flestir þeirra sem er saknað veiði- menn sem hunsuðu viðvaranir og héldu út á sjó skömmu áður en felli- bylurinn gekk yfir. Áætlað var að hreinsunarstarf myndi taka marga daga en óvíst er hve miklu það mun skila því óttast er að fellibylurinn Nalgae gangi yfir landið um helgina. ylfa@mbl.is Nesat veldur mik- illi eyðileggingu Reuters Manila Fellibylurinn Nesat olli miklum flóðum á Filippseyjum.  Búist við öðrum fellibyl um helgina lifað í fartesk- inu.“ Dlamini og Dlamini- Manaway eru barnabörn Mand- ela og seinni eiginkonu hans Winnie Mandela. Amuah er stjúp- dóttir Makaziwe Mandela, sem forsetinn fyrrverandi eignaðist með fyrstu eiginkonu sinni. Framleiðendurnir vildu ekki gefa upp hvað hinum fjölskyldumeðlim- unum fyndist um þættina en sögðust telja að þeir hefðu barist fyrir rétti barna sinna til að feta eigin brautir. Engum sögum fer af því hvort hinn aldni Mandela muni birtast í þátt- unum. ylfa@mbl.is Suður-Afríkubúar fá á næsta ári tækifæri til að öðlast innsýn í líf fjöl- skyldu Nelsons Mandela, fyrrver- andi forseta landsins, þegar raun- veruleikaþáttur með þremur barna- börnum hans í aðalhlutverki fer í loftið. Þær Zaziwe Dlamini-Mana- way, Swati Dlamini og Dorothy Ad- joa Amuah, sem eru á aldrinum 27- 34 ára, segjast ætla að sýna hvernig það er að vera sjálfstæðar nútíma- konur í Suður-Afríku. Í tilkynningu frá framleiðendum þáttarins segir að fylgst verði með lífi kvennanna sem menntuðu sig í Bandaríkjunum en lifa hinu ljúfa lífi meðal ríka og fræga fólksins í Jóhannesarborg. „Stelpurnar ólust kannski upp er- lendis en þær kusu allar að koma aft- ur heim til Suður-Afríku með allt það besta sem þær hafa lært og upp- Barnabörn Mandela með raunveruleikaþátt Nelson Mandela  Vilja veita áhorfendum innsýn í líf sjálf- stæðra nútímakvenna í Suður-Afríku Fresta þurfti flugi flugfélagsins SAS á sunnudaginn um sex klukkustundir vegna þess að ann- ar flugmaðurinn reyndist drukk- inn. Að sögn norska blaðsins VG neitaði flugstjóri vélarinnar að halda af stað fyrr en búið væri að senda nýjan flugmann frá Noregi. Vélin var á leiðinni frá London til Oslóar. Samkvæmt reglum má flug- maður hjá SAS mest vera með 0,2 prómill af áfengi í blóði átta tím- um fyrir flug. Það þýðir að áfengisneysla er bönnuð sólar- hring fyrir brottför. Flugmann- inum, sem braut reglurnar, hefur verið vikið tímabundið frá störf- um. Drykkja flugmanns olli töf Reuters SAS Flugvél félagsins tafðist um sex tíma vegna drykkju flugmanns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.