Morgunblaðið - 30.09.2011, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.09.2011, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 –– Meira fyrir lesendur MEÐAL EFNIS: Fjölskyldubílar Umhverfisvænir bílar Rafbílar Atvinnubílar Jeppar Nýjustu græjur í bíla Staðsetningarbúnaður Varahlutir Dekk Umferðin Bíllinn fyrir veturinn Þjófavarnir í bíla Námskeið Ásamt fullt af öðru spennandi efni PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 3. október. Bílablað SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um fjölskyldubíla, atvinnubíla, jeppa, vistvænabíla og fleira föstudaginn 7. október Dominique Strauss-Kahn, fyrrver- andi yfirmaður Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, hitti í gær Tristane Banon á tveggja tíma fundi á lögreglustöð í París í Frakklandi. Banon, sem er guðdóttir annarrar eiginkonu Strauss-Kahns, sakar hann um að hafa reynt að nauðga sér árið 2003 þegar hún var rúmlega tvítug. Henni var á sínum tíma ráðlagt að kæra at- vikið ekki. Banon sagði frá reynslu sinni í sjónvarpsþætti árið 2007, þó án þess að nafngreina Strauss-Kahn. Hún lýsti honum sem „óðum simpansa á fengitíma“ og sagðist hafa þurft að verjast honum með kjafti og klóm. Hún kærði ekki atvikið fyrr en í maí á þessu ári, eftir að Strauss-Kahn var ákærður fyrir að hafa þvingað herbergisþernu á hóteli í New York til kynmaka. Framhaldið ákveðið Fundurinn fór fram án lögmanna þeirra en hinsvegar voru lögreglu- menn viðstaddir. Að sögn Henri Leclerc, eins lögmanna Strauss- Kahns, stóðu bæði hann og Banon fast við sínar frásagnir af því hvað gerðist fyrir átta árum. Spurður hvort Strauss-Kahn hefði beðist af- sökunar, svaraði Leclerc: „Hann hefur ekkert gert sem þarf að af- saka.“ Lögreglan hefur þegar yfirheyrt um 20 vitni og átti fundurinn í gær að marka lok rannsóknar hennar á mál- inu en nú er það í höndum saksókn- ara að ákveða framhaldið. Hann get- ur ákveðið að engar forsendur séu til þess að gefa út ákæru, að fyrning- arfrestur sé liðinn eða að ákæra beri Strauss-Kahn. Banon, sem er rithöfundur og blaðamaður, segir Strauss-Kahn hafa lokkað sig inn í tóma íbúð í Par- ís á þeim forsendum að hann ætlaði að veita henni viðtal vegna bókar sem hún var að skrifa. Strauss-Kahn hefur viðurkennt að hafa gert hosur sínar grænar fyrir henni, en neitar að hafa beitt ofbeldi og hefur höfðað mál á hendur henni fyrir ærumeið- ingar. Banon segir að falli saksóknari frá málinu muni hún höfða einkamál. ylfa@mbl.is Strauss-Kahn þvertekur fyrir nauðgunartilraun  Tristane Banon stendur föst á sínu Reuters Strauss-Kahn Ræddi við Banon í tvo tíma á lögreglustöð í gær. Perugia. AFP. | Morðmál á Ítalíu hef- ur undanfarin fjögur ár verið fjöl- miðlamatur um allan heim. Á mánu- dag er von á úrskurði vegna áfrýjunar Amöndu Knox, sem gefið er að sök að hafa myrt meðleigjanda sinn, Meredith Kercher, í bænum Perugia fyrir fjórum árum. Er Knox kvendjöfull eða saklaust fórnar- lamb? „Það er mögulegt að hér hafi ver- ið gerð mistök. Enginn er óskeik- ull,“ sagði Carlo Dalla Vedova, verj- andi Knox, í gær í dómsalnum í háskólabænum Perugia þar sem morðið var framið. Vedova fordæmdi „ævintýralegar lýsingar“ sem ákæruvaldið hefði dregið upp af morðinu og sagði að endurskoðun réttarmeinagagna, sem hefði kynt undir efasemdum um greiningu á lífsýnum, hefði hjálpað vörn hennar. Eldhúshnífur, sem sagður var morðvopnið, passaði ekki við skurðina á líki Kercher og á hon- um væri heldur ekki að finna lífsýni hennar. Hnífurinn fannst í íbúð kær- asta Knox og fundust lífsýni úr Knox á honum. Sagði Vedova að ekki væri hægt að líta á hnífinn sem morðvopnið. Þið verðið að sýkna „Það eru engar sannanir, þið verðið að sýkna,“ sagði hann við kviðdómendur að viðstaddri Knox. Verjandinn sakaði einnig fjöl- miðla um að setja upp eigin dómstól í máli Knox þar sem byggt hefði ver- ið á æsilegum upplýsingum um kyn- líf hennar og persónu. Knox „hefur verið krossfest og niðurlægð á al- menningstorginu … Það hefur verið valtað yfir hana og henni nauðgað“ með óprúttnum fréttaflutningi, sagði hann. „Djöfulleg“ sál Ákæruvaldið hefur sagt að á bak við hlédrægt yfirbragð Knox leynist „djöfulleg“ sál. Það hefur lýst henni sem lostafullri og hirðulausri. Hún hafi notað eiturlyf og stundað sam- kvæmislífið, komið með ókunnuga menn heim til sín til að stunda kynlíf og gert sambýlisfólki sínu lífið leitt með því að skilja eftir titrara og nærfatnað á glámbekk. Giulia Bongiorno, lögmaður Raf- faele Sollecito, fyrrverandi kærasta Knox, sagði fyrr í þessari viku að saksóknararnir væru gagnteknir af að Knox væri tálkvendi í líkingu við aðalpersónu 19. aldar skáldsögunn- ar Venus im Pelz eftir austurríska rithöfundinn Leopold von Sacher- Masoch, sem masokismi er kenndur við. Fjölskylda Knox lýsir henni hins vegar sem ástríkri stúlku, sem elski íþróttir og hafi í samtölum við móð- ur sína verið stolt af vináttunni við Kercher. Leiðari í dagblaðinu The New York Times um málið árið 2009 bar yfirskriftina „Sakleysingi á erlendri grund“. „Hvernig á ég að hafa verið fær um slíkt ofbeldi,“ spurði Knox með- an á áfrýjuninni stóð. „Hvernig gæti ég hafa framið slíkt illvirki gagnvart vinkonu minni?“ Saksóknararnir segja að Kercher hafi verið myrt þegar hún neitað að taka þátt í kynlífsleik með Knox, þá- verandi kærasta sínum, áðurnefnd- um Sollecito, og innflytjanda að nafni Rudy Guede. Hún fannst nán- ast nakin í blóði sínu og hafði verið skorin á háls. Á líkinu voru mar- blettir og mörg stungusár. Ákæru- valdið heldur því fram að Knox hafi valdið hnífnum eða einum hnífi af fleiri á meðan tveir aðrir í herberg- inu héldu Kercher. Laug í fyrstu yfirheyrslu Ekki hjálpaði málstað Knox að í fyrstu yfirheyrslunni eftir morðið laug hún vísvitandi og reyndi að koma því á saklausan mann. Lög- maður mannsins, sem hún bar röng- um sökum, sagði fyrr í vikunni að sál Knox hefði tvö andlit,. „Önnur hliðin er eins og engill, góð og um- hyggjusöm, á vissan hátt eins og dýrlingur, hin er eins og kvendjöfull, djöfulleg, satanísk og grimm og vill fara út á ystu nöf í hegðun. Sú Am- anda kom fram 1. nóvember 2007.“ Knox segir hins vegar að hún hafi verið yfirheyrð af mikilli hörku án þess að lögmaður væri viðstaddur og þess vegna hafi hún logið. Í annarri yfirheyrslu að næturlagi rétt eftir morðið, þá einnig án lög- fræðings, sagði hún að hún hefði verið í húsinu þegar morðið var framið og öskur Kercher leituðu enn á sig. Knox var dæmd í 26 ára fangelsi árið 2009. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist hafa verið heima hjá kærasta sínum, Sollecito, þegar morðið var framið 1. nóvember 2007. Hún áfrýjaði dómn- um. Les Dostojevskí og Hemingway Knox hefur nú setið í fangelsi í fjögur ár. Að sögn ítalsks þing- manns, Rocco Girlanda, sem gaf út bók byggða á samtölum við hana, hefur Knox varið tímanum í að lesa bækur eftir Dostojevskí og Hem- ingway og biðjast fyrir. Í viðtölun- um segir hún að sig dreymi um frelsi og kveðst vilja verða túlkur eða rithöfundur. Hún elski náttúr- una og langi til að verða móðir. Knox er frá Seattle í Bandaríkj- unum. Hún kom til Ítalíu í sept- ember árið 2007 til að vera í eitt ár við háskólann í Perugia, sem er vin- sæll hjá erlendum stúdentum. kbl@mbl.is Morðingi eða saklaust fórnarlamb?  Morðmál á Ítalíu vekur heimsathygli  Ákæruvaldið vill þyngja refsingu Amöndu Knox sem dæmd var fyrir að myrða meðleigjanda sinn  Verjandinn segir að Knox hafi verið krossfest og niðurlægð Reuters Fyrir rétti Bandaríski námsmaðurinn Amanda Knox, sem sökuð er um að hafa myrt Meredith Kercher, kemur í réttarsalinn í Perugia á Ítalíu í gær. Áfrýjun Knox » Búist er við því að dómur falli í máli Knox eftir helgi. Verði dómur undirréttar stað- festur á hún þess kost að áfrýja einu sinni enn. » Knox var dæmd í 26 ára fangelsi á fyrsta dómstigi. Í áfrýjuninni krefst verjandi hennar sýknunar. Ákæruvaldið krefst að dómnum verði breytt í lífstíðarfangelsi. » Nokkrar bækur hafa verið gefnar út um morðmálið. Í þeim eru meðal annars dregn- ar fram brotalamir á rannsókn- inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.