Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 23

Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Alþingi hefur óneit- anlega átt glæstari daga. Mælingar sýna að virðing almennings og traust til okkar al- þingismanna er í al- geru lágmarki. Ég tek það alvarlega og veit að við þingmenn ger- um það allir. Birtingarmynd um- ræðna á Alþingi er ekki sú að þar fari fram lýðræðisleg skoðanaskipti, heldur hafa þær yfirbragð karps og rifr- ildis. Það er ekki gott því samræður ólíkra aðila um úrlausn mála er einn af hornsteinum lýðræðisins. Einnig er viðhorfið þannig að ef þingmenn ólíkra stjórnmálaflokka greinir á er talað um að menn sýni óbilgirni og þeir séu fastir í pólitískum skot- gröfum. Ef stjórnarandstaðan lýsir sig andsnúna málum frá ríkisstjórn- inni og heitir því að berjast gegn þeim með öllum tiltækum ráðum eru ásakanir um málþóf, tilgangslaust þvaður og tímaeyðslu fljótar að skjóta upp kollinum. Á hinn bóg- inn er það svo reyndar líka þannig að ef flokk- arnir ná saman um málamiðlun þá hrópa menn um hrossakaup og samtryggingu. Mikilvægt hlutverk stjórnarandstöðu Umræðan um sept- emberþingið hefur fengið á sig þennan blæ og margvíslegar fréttir fluttar af því að stjórnarandstaðan, og þá aðallega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi tekið þing- ið í gíslingu tilgangslauss málþófs. Fyrir okkur átti væntanlega ein- ungis að vaka skemmdarfýsn og ein- beittur vilji til þess að koma rík- isstjórninni frá völdum. Ég skal vissulega játa það að fátt vildi ég frekar en að koma ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá völdum. Ekki einungis vegna þess að hún veldur ekki verkefninu, heldur vegna þess að það hlýtur að vera markmið okkar allra í stjórnmálum að komast í þá aðstöðu að geta haft áhrif á stjórn landsins. En þar til það markmið næst hef ég og aðrir þing- menn í stjórnarandstöðu því mik- ilvæga hlutverki að gegna að berjast gegn lagabreytingum og stjórn- arstefnu sem okkur þykir ganga gegn hagsmunum Íslands og Íslend- inga. Til þess höfum við ákveðin verkfæri samkvæmt þingsköpum og þeim beitum við þegar okkur þykir mikið liggja við. Hvenær liggur mikið við? Það liggur mikið við þegar for- sætisráðherra hefur uppi áform um að taka af Alþingi valdið til þess að ráða skipulagi stjórnarráðsins, sjálf- um sér til handa. Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins var andsnúinn þeirri breytingu. Með ítarlegri umræðu á septemberþinginu tókst okkur í stjórnarandstöðunni að afstýra því og standa þar með vörð um Alþingi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var alfarið á móti frumvörpum sjáv- arútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, eins og reyndar langflestir sem hafa tjáð sig um þau mál. Okkur í stjórnarand- stöðunni tókst að koma í veg fyrir þá illa ígrunduðu lagasetningu með því að ræða þau mál lengi og mál- efnalega fyrir þinglok í sumar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var andsnúinn því að lögfesta gjald- eyrishöft í landinu til ársins 2016 án nokkurrar áætlunar um hvernig af- nema ætti höftin á annað borð. Okk- ur ofbauð sú aðferðafræði sem rík- isstjórnin bauð upp á, þar sem m.a. átti að gera alla Íslendinga að glæpamönnum ef þeir ekki skiluðu erlendri skiptimynt til Seðlabankans að utanlandsferð lokinni. Þess vegna settum við á langar ræður og okkur tókst í það minnsta að stytta hafta- tímann, tryggja að unnið verði að raunhæfri áætlun um afnám haft- anna og náðum út allri vitleysunni sem minnti meira á Austur- Þýskaland kaldastríðsáranna en vestrænt lýðræðisríki árið 2011. Ég get haldið áfram og talað um Icesave-umræðurnar og hverju þær náðu fram, sem og langar umræður sem afstýrðu vanhugsuðum breyt- ingum á stjórnarskránni og margt fleira. Punkturinn er þessi: Með hagsmuni lands og þjóðar að leið- arljósi mun ég alltaf taka slaginn þótt það taki tíma á Alþingi, mér ber skylda til þess og það er mitt hlut- verk sem þingmaður í stjórnarand- stöðu. Ég held hins vegar að það væri hægur vandi að breyta þessu verk- lagi – ef allt talið um samráð væri ekki bara tal heldur raunverulegt samráð, ef forgangsraðað væri eftir því hvort mál væru brýn eða mik- ilvæg og ef við hefðum það á tilfinn- ingunni að það væri raunverulegur vilji til að breyta. En til þess þarf líklega að skipta um stjórn í þessu landi. Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur »Með hagsmuni lands og þjóðar að leið- arljósi mun ég alltaf taka slaginn þótt það taki tíma á Alþingi Ragnheiður Elín Árnadóttir Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Karp, rifrildi eða lýðræðisleg umræða? Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Ban Ki-moon heimsótti nýlega tvö af aðild- arríkjum SÞ, Sal- ómonseyjar og Kiribati á Kyrrahafi. Tilvist þeirra sem þar búa er ógnað af hækkandi sjávarborði í kjölfar loftslagsbreytinga. Í ræðu í háskólanum í Sydney eftir heimsóknina mælti hann skýr aðvörunarorð, sem fallið hafa í skugga umræðunnar út af harðnandi fjármálakreppu. „Stað- reyndirnar eru ljósar: Losun gróð- urhúsalofts eykst og milljónir manna þjást af afleiðingum lofts- lagsbreytinga sem eru í fullum gangi. … Umfram allt verður að tengja þær saman við aðrar aðsteðj- andi áskoranir, eins og vatnsþurrð, orkuskort, heilbrigðismál, fæðu- öryggi og þörfina fyrir aukin áhrif kvenna.“ Hann minnti á að þessa dagana nær íbúatala jarðar sjö milljarða markinu og sjálfbær þróun ætti að vera efst á dagskrá alþjóða- samfélagsins. Í desember verður haldinn í Durban í Suður-Afríku 17. ársfundur ríkja lofts- lagssamningsins og þar ræðst hvort sam- komulag tekst um bindandi samkomulag áður en Kýótóbókunin rennur út í árslok 2012. Ósjálfbært kerfi Farsæl skipan efna- hagsmála er ein af þremur meginstoðum hugmynda um sjálf- bæra þróun. Síðasti áratugur er til marks um að mannkynið er stöðugt að fjarlægjast það markmið að ná tökum á efnahagsþróun og af- leiðingum hnattvæðingar fjármagns og framleiðslu. Bilið breikkar stöð- ugt milli ríkra og fátækra í iðnríkj- um og þeim fjölgar ört sem hnepptir eru í fátæktargildru í þróunar- löndum. Blindur markaður og sókn í gróða án nokkurs tillits til afleiðinga ræður för. Ákall ráðamanna er hvar- vetna á hagvöxt án tillits til þess hvernig hann er fenginn og nið- urstaðan er bóluhagkerfi eins og það sem sprakk í andlit heimsbyggð- arinnar með fjármálakreppunni haustið 2008. Henry Paulson fjár- málaráðherra Bush-stjórnarinnar, fyrrum æðsti maður hjá Goldman Sachs samsteypunni, mótaði við- brögðin með því að láta dæla ómæld- um opinberum fjármunum til bjarg- ar bönkum og öðrum fjármála- fyrirtækjum. Nú eru forystumenn Evrópusambandsins í örvæntingu sinni að fara inn á sömu braut. Á mannamáli er þetta að kasta bjarg- hring til gjaldþrota kerfis á kostnað almennings. Sjálfbær þróun heyrist vart nefnd á nafn þessa dagana, loftslagsmál eru aukaatriði hjá þeim sem ráða för, fólkið á Kiribati má deyja drottni sínum. Neysla og atvinnustig Ákallið sem nú hljómar frá valda- mönnum austanhafs sem vestan er að ná verði upp hagvexti til að koma í veg fyrir stöðnun, hamla gegn at- vinnuleysi og samdrætti í fram- leiðslustarfsemi. Engin marktæk viðleitni er til að draga lærdóma af hruninu 2008 eða taka ríkjandi efna- hagskerfi til endurskoðunar frá grunni, meðal annars að greina á milli sjálfbærrar og ósjálfbærrar starfsemi. Hin hagsýna húsmóðir á ekki upp á pallborðið í slíku kerfi, hvað þá að tillit sé tekið til umhverf- isáhrifa og félagslegra þátta. Tekjur hins opinbera hafa í æ ríkari mæli verið tengdar neyslusköttum og samdráttur á neyslu þrengir að tekjuöflun í sameiginlega sjóði og dregur úr samfélagsþjónustu. At- vinnuframboð er síðan önnur hlið á sama teningi, minni eftirspurn ýtir undir samdrátt og atvinnuleysi og félagsleg vandamál sem því fylgir fara vaxandi. Í Evrópusambandinu er alvarlegust staðan meðal ungs fólks, þar sem atvinnuleysi 25 ára og yngri er tvöfalt hærra en heildar- meðaltal, t.d. yfir 40% á Spáni þar sem ástandið er verst. Evrópusamband í uppnámi Ekki er langt síðan reynt var að draga upp þá mynd af Evrópusam- bandinu að þar hefðu menn fundið lykilinn að farsælli framtíð með stöð- ugleika, félagslegt réttlæti og um- hverfisvernd að leiðarljósi. Evr- ópskir sósíaldemókratar gengu á sínum tíma fram fyrir skjöldu að ryðja brautina fyrir „frelsin fjögur“ þar sem frelsi fjármagnsins var efst á blaði. Jacques Delors var forseti framkvæmdastjórnar ESB 1985- 1994 á þeim tíma þegar Maastricht- sáttmálinn var mótaður en með hon- um og Amsterdam-sáttmálanum 1997 var lagður grunnur að evru- myntsamstarfinu. Nú er Delors í hópi þeirra sem telja Evrópusam- bandið standa á brún hengiflugs og sér það eitt til ráða að aðildarríkin framselji efnahagslegt fullveldi sitt til Brussel. Sá var líka kjarninn í boðskap núverandi forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, Manuel Bar- roso, til Evrópuþingsins sl. miðviku- dag: Myntbandalaginu verði nú að breyta í efnahagspólitískt bandalag. Jafnframt boðaði hann skatt á fjár- magnshreyfingar, en dagurinn var ekki liðinn þegar forsætisráðherra Breta bað hann um að gleyma þeirri tillögu. Eftir mánuð eiga lausnir til bjargar evrunni og heimsbúskapn- um að liggja á borðinu. Hætt er við að lítið ráðrúm verði til að tengja þær leiðarvísi um sjálfbæra þróun sem Ban Ki-moon telur brýnasta verkefnið. Atburðir síðustu vikna hafa leitt í ljós að innviðir Evrópu- sambandsins eru allt aðrir en þeir sem reynt hefur verið að halda að al- menningi, hér sem annars staðar. Er það þetta Evrópusamband sem meirihluti Alþingis óskaði eftir aðild að fyrir tveimur árum? Eftir Hjörleif Guttormsson » Síðasti áratugur er til marks um að mannkynið er að fjar- lægjast það markmið að ná tökum á afleiðingum hnattvæðingar fjár- magns og framleiðslu. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Vítahringur óhafandi efnahagskerfis Alþjóðlegur hjartadagur Í tilefni gærdagsins gengu nemar í Menntaskólanum í Kópavogi að Listasafni Kópavogs og mynduðu þar hjarta sem tákn þess að þeir hugsi um hjartað. Sigurgeir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.