Morgunblaðið - 30.09.2011, Síða 35
DAGBÓK 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
Sudoku
Frumstig
3 1 9
5 2 6
1 6 9 5 3
5 8 1
7 6
3 2 8
9 8
3
7
8 7 9 1
3 7
7 9 5 6
3 6 1
2 6 3
1 9
2
1 8
5 7
4 1 3
6 9
8
3 8 7
1 6 8
7 2 5
5 4
6 8 1
2 3
4 6 7 3 9 5 2 8 1
5 1 2 4 8 7 9 6 3
3 8 9 6 2 1 4 7 5
9 2 6 8 5 4 3 1 7
8 3 1 2 7 9 5 4 6
7 4 5 1 3 6 8 2 9
2 7 3 5 6 8 1 9 4
6 5 4 9 1 2 7 3 8
1 9 8 7 4 3 6 5 2
3 9 6 2 8 1 4 5 7
7 2 5 3 4 9 8 6 1
1 8 4 5 7 6 3 2 9
4 7 3 6 9 8 5 1 2
5 6 9 1 2 4 7 3 8
8 1 2 7 3 5 9 4 6
2 5 8 4 6 7 1 9 3
6 4 7 9 1 3 2 8 5
9 3 1 8 5 2 6 7 4
7 4 1 6 9 5 3 8 2
5 3 2 8 4 1 7 6 9
9 8 6 3 2 7 1 5 4
6 1 8 9 5 3 4 2 7
4 5 7 2 1 8 6 9 3
2 9 3 4 7 6 5 1 8
8 2 5 7 6 4 9 3 1
3 6 4 1 8 9 2 7 5
1 7 9 5 3 2 8 4 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 30. september,
273. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Kostið kapps um að kom-
ast inn um þröngu dyrnar, því margir,
segi ég yður, munu reyna að komast
inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.)
Landsmenn hafa ekki haft yfirmiklu að fagna í þjóðmálunum
undanfarin misseri en gleðin skiptir
miklu máli og KR-ingar sem aðrir
hljóta að dást að árangri Vesturbæj-
arfélagsins, sem er ekki aðeins Ís-
lands- og bikarmeistari í efstu deild
karla í fótbolta í ár heldur einnig tvö-
faldur meistari í efstu deild karla í
körfubolta. Slíkt leika ekki mörg fé-
lög eftir nema kannski Barcelona á
Spáni og Víkverji óskar KR-ingum til
hamingju með árangurinn.
x x x
KR-ingar tryggðu sér Íslands-meistaratitilinn í fótbolta um
liðna helgi, en á morgun sækja KR-
ingar Valsmenn heim. Vonandi sýna
stuðningsmenn meistaranna heima-
mönnum virðingu á 100 ára afmæl-
isári Vals. Einhverjir stuðningsmenn
KR hafa sagt að gaman hefði verið að
fá bikarinn afhentan á Hlíðarenda á
þessum tímamótum en það er óþarfa
gorgeir. Í uppeldisstefnu KR er lögð
áhersla á að taka sigri án hroka og
sýna mótherjunum kurteisi. Það á
ekki síst við um leikmenn í efstu deild
og stuðningsmenn hvers félags.
x x x
Fylkismenn stóðu í KR-ingum áKR-vellinum sl. sunnudag og
fóru greinilega óánægðir inn í klefa
að leik loknum. Ólafur Þórðarson,
þjálfari Fylkis, er kappsfullur maður
en einnig sannur íþróttamaður og
hann sýndi það í verki þegar hann
kom aftur út með leikmenn sína til að
klappa meisturunum lof í lófa við
verðlaunaafhendinguna.
x x x
Heimir Hallgrímsson, þjálfariÍBV, er líka gull af manni. „Það
er ekki hægt að vera á móti KR með
mann eins og Rúnar Kristinsson sem
þjálfara,“ sagði hann eftir að meist-
aratitill KR var í höfn. Hann bætti
við að KR-ingar væru vel að titlinum
komnir enda verið með hann í hönd-
unum í allt sumar. Heimir Guð-
jónsson, þjálfari FH, tók í sama
streng og óskaði Rúnari vini sínum
sérstaklega til hamingju. Þetta eru
allt miklir íþróttamenn og góðar
fyrirmyndir. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 flótti, 8 nefnt, 9 ill-
um, 10 ferskur, 11 deila, 13
hreinir, 15 beinpípu, 18 súlu,
21 skarð, 22 skotvopn, 23
ávinningur, 24 íþróttagrein.
Lóðrétt | 2 hirðusöm, 3 ör-
lög, 4 jórturdýr, 5 skrökvar,
6 geigs, 7 lítill, 12 kropp, 14
kyn, 15 gangur, 16 óþétt, 17
dökkt, 18 snjódyngja, 19
spretti upp, 20 mylsna.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt 1 ræfil, 4 helft, 7 kotið, 8 nötra, 9 ann, 11 akir, 13 hana,
14 urðar, 15 form, 17 æfur, 20 hak, 22 ljúfa, 23 rætin, 24 róaði,
25 morði.
Lóðrétt 1 rækta, 2 fatli, 3 læða, 4 hann, 5 letja, 6 tjara, 10 naðra,
12 rum, 13 hræ, 15 fílar, 16 rjúfa, 18 fætur, 19 rengi, 20 hali, 21
króm.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sterkur stokkur. A-NS.
Norður
♠Á753
♥KG6
♦ÁK42
♣ÁK
Vestur Austur
♠G1042 ♠KD96
♥D98 ♥Á743
♦D875 ♦G109
♣43 ♣D10
Suður
♠8
♥1052
♦63
♣G987652
Suður spilar 6♣.
Austur opnaði á Standard-tígli og
vestur teygði sig í spaðasvar. Norður
doblaði, austur hækkaði í 2♠ og suður
blandaði sér í umræðuna með 3♣.
„Hvað eru eiginlega margir punktar í
þessum stokki?“ hugsaði norður, en sá
svo af hyggjuviti sínu að suður hlyti að
eiga einspil í spaða og langan lauflit.
Og stökk í 6♣. Útspil: ♠G.
Það má deila um sagnvisku suðurs,
en spilamennska hans var óaðfinn-
anleg. Hann drap á ♠Á og trompaði
spaða. Notaði svo innkomur blinds á
♣Á-K til að trompa spaða tvisvar í við-
bót. Spilaði ♦Á-K og stakk tígul. Þar
með var undirbúningi lokið fyrir þving-
un á vestur í rauðu litunum. Suður
kláraði laufin og vestur neyddist til að
fara niður á ♥D aðra, þannig að ♥10
heima varð úrslitaslagurinn.
30. september 1966
Sjónvarpið hóf útsendingar.
Dagskráin hófst með ávarpi
Vilhjálms Þ. Gíslasonar út-
varpsstjóra. Eftirvænting var
mikil og daginn eftir sagði
Morgunblaðið: „Auðar götur í
Reykjavík, bíóin og skemmti-
staðir hálftómir, erfitt að ná í
leigubíla.“ Fyrst í stað var
sjónvarpað tvo daga í viku,
tvær til þrjár klukkustundir í
einu. Starfsmenn voru um
þrjátíu.
30. september 2005
Norska söngkonan Sissel
Kyrkjebö hélt tónleika í Há-
skólabíói og „söng sig inn í
hug og hjarta Íslendinga“, að
sögn Morgunblaðsins. Meðal
annars söng hún Á Sprengi-
sandi og Sofðu unga ástin mín.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Hjördís Bára Andrésdóttir fagnar tvítugsafmæli
sínu í dag. Þó svo hún hafi náð þeim áfanga að
mega samkvæmt lögum kaupa áfengi hvort sem er
í Vínbúðinni eða á krám og knæpum eru slíkar
veigar fjarri hennar huga í dag. Hún hyggst halda
upp á afmælið í faðmi fjölskyldu og vina og bjóða
upp á kökur og kaffi. Ástæðan fyrir því að hún
skálar ekki þennan afmælisdaginn er sú að Hjör-
dís Bára ber barn undir belti og ekki er nema um
mánuður þar til áætlað er að það komi í heiminn.
Og raunar er ekki talað lengur um það því Hjördís
Bára og Ástþór Tómasson, unnusti hennar og
barnsfaðir, vita fyrir víst að um strák er að ræða. En þó svo þau hafi
ákveðið nafn á drenginn verður því haldið leyndu þar til honum verð-
ur formlega gefið nafn við viðeigandi athöfn.
Hjördís er borin og barnfædd á Eskifirði og segir haustið leggjast
vel í sig. Hlýtt hafi verið undanfarna daga fyrir austan og allt að
fimmtán gráðu hiti í gær. Það komi henni vel enda fátt annað að gera
en slaka á þegar svo langt er liðið á meðgönguna, og jafnvel fara í
stutta göngutúra. En í dag fer þó mestur tími í að undirbúa kökuboðið
og taka á móti gestum.
Hjördís Bára Andrésdóttir er tvítug í dag
Kökuboð fyrir þá nánustu
Hlutavelta
Guðbjörg, Gunnar
Hrafn, Axel Óli, Daní-
el, Alex Leó, Arnar
Freyr og Hrannar
héldu tombólu fyrir
utan Nettó á Salavegi.
Þau söfnuðu 6.737
krónum sem þau hafa
afhent Rauða krossi
Íslands. Á myndina
vantar Arnar Frey og
Hrannar.
Flóðogfjara
30. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 1.44 -0,0 7.55 4,4 14.11 0,1 20.16 4,2 7.34 19.03
Ísafjörður 3.52 -0,1 9.54 2,4 16.20 0,0 22.11 2,3 7.40 19.06
Siglufjörður 0.05 1,4 6.08 0,0 12.26 1,5 18.27 0,0 7.23 18.49
Djúpivogur 5.03 2,5 11.23 0,1 17.23 2,2 23.31 0,2 7.03 18.32
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Finndu þér áhugamál því þá er mögu-
leiki á að kynnast nýju fólki og allt verður
auðveldara. Láttu allar óþarfa áhyggjur lönd
og leið og einbeittu þér að augnablikinu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Einhver sem skiptir miklu máli mun lað-
ast að þessum mikla eldmóði þínum. Reyndu
að hafa hemil á eyðslunni.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Dramatíkin í vinnunni heldur þér við
efnið. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenn-
ingu sem þú átt skilið. Láttu engan þvinga þig
til að gera eitthvað sem þú vilt ekki.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það gæti tekið þig smástund að skilja
hvenær einhver þarfnast hjálpar þinnar. En
líklegt er að áþekk viðhorf tengi ykkur.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Taktu við því sem aðrir eru svo góðir að
gefa þér. Erfiðleikar eru alls staðar og þeir
eru til þess að sigrast á þeim.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Vertu óhræddur við að opinbera hug-
myndir þínar því þér gæti verið fengur að
þeim. Hristu af þér slenið og haltu áfram.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Sæktu mál þín af festu en gakktu ekki á
rétt annarra því það leiðir aðeins til erfiðleika.
Gerðu þetta skemmtilega sem þig hefur lengi
langað til að gera.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er líklegt að þú rífist við
systkini þín eða nágranna í dag því allir vilja
halda fast við sínar skoðanir.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þið verðið hugsanlega beðin um
að taka á ykkur aukna ábyrgð. Láttu það eftir
þér að gera eitthvað skapandi því það mun
veita þér mikla gleði.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Notaðu daginn til þess að brjóta
niður hindrun sem þú hefur reist af sjálfs-
dáðum. Stundum þurfum við bara á því að
halda að hugsa málin í ró og næði.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Til að samband gangi verða báðir
aðilar að leggja sitt af mörkum. Segðu já við
manneskju sem þú hittir en mundu að enginn
er annars eign.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Passaðu þig á hinnu kláru elítu! Hún
ber ekki virðingu fyrir þeim sem hún er
ósammála, og er þröngsýn að því leytinu til.
Fylgdu eðlisávísuninni varðandi ákveðið mál.
Stjörnuspá
Gullbrúðkaup
Efstasundshjónin Sigríður Guð-
mundsdóttir og Oddur Möller eiga
fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í
dag, 30. september. Deginum eyða
þau á Spánarströndum í faðmi ætt-
leggs.
Frú Sigríður
Helgadóttir frá
Hofi í Vopnafirði
verður níræð á
morgun, laug-
ardaginn 1. októ-
ber. Hún tekur á
móti vinum og
ættingjum í fé-
lagsheimili tannlækna, Síðumúla
35, kl. 16. Sigríður afþakkar gjafir,
en framlag til nauðstaddra í Afríku
myndi gleðja hana.
90 ára
1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6
5. Bd3 O-O 6. h3 Rbd7 7. Be3 e5 8. dxe5
Rxe5 9. Rxe5 dxe5 10. Dd2 c6 11. O-O
Rh5 12. Had1 Be6 13. Bh6 Rf4 14. Bxf4
exf4 15. Dxf4 De7 16. e5 Had8 17. Re4
Kh8 18. Rf6 Bxf6 19. exf6 Dc5
Staðan kom upp á Norðurlandamóti
öldunga (60 ára og eldri) sem lauk fyrir
skömmu í húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur. Sture Gustafsson (2027)
frá Svíþjóð hafði hvítt gegn Norð-
manninum Bård Standal (1883). 20.
Dh6 Hg8 21. Bxg6! og svartur gafst
upp enda staðan að hruni komin eftir
21… fxg6 22. Hxd8. Á morgun, laug-
ardaginn 1. október, fer fram barna- og
unglingamótið Árnamessa en það hef-
ur verið haldið undanfarin ár í Stykkis-
hólmi. Nánari upplýsingar um mótið er
að finna á www.skak.is.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.