Morgunblaðið - 30.09.2011, Síða 36
36 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ÆTTI AÐ GETA SKÝLT
MÉR FYRIR AFTAN ÞETTA TRÉ
ÞEGAR FRAM
LÍÐA STUNDIR
KALLI
SAGÐI AÐ ÉG
MÆTTI KASTA
NÚNA
GOTT OG VEL... SVO ÞÚ SÉRT
MEÐ MERKIN Á HREINU:
1 ÞÝÐIR FAST KAST,
2 ÞÝÐIR LAUST OG
3 ÞÝÐIR SNÚNINGSKAST
VEISTU HVAÐ? ÞÚ ERT FREKAR SÆTUR!
ÉG LÆRÐI SNEMMA Á
LÍFSLEIÐINNI AÐ ÉG GÆTI
EKKI STÓLAÐ Á NEINN NEMA
SJÁLFAN MIG!
ER ÞAÐ EKKI
VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ÁTT
BARA EINN GÓÐAN
STÓL?
ÉG ÆTLA AÐ BÚA
TIL LISTA YFIR ALLT ÞAÐ
SEM MIG LANGAR AÐ
GERA ÁÐUR EN ÉG DEY
KOMAST AÐ
ÞVÍ HVAÐ MIG
LANGAR TIL AÐ
GERA
MAGNÚS OG BÖRNIN KOMA FRAM
Í RAUNVERULEIKAÞÆTTI
MAGNÚS
KEPPANDI
Í FYRSTU HÉLT ÉG AÐ
ÞAÐ MYNDI VERA AUÐVELT AÐ
SMÍÐA GO-KART BÍL
VIÐ FÉLAGARNIR BJUGGUM
TIL ÓFÁA ÞEGAR VIÐ VORUM
YNGRI. MAÐUR ÞARF BARA
SPÝTUR, DEKK OG VÉL ÚR
SLÁTTUVÉL
HVERNIG
SETJUM VIÐ
ÞETTA SVO
SAMAN, AFI?
ÉG ER EKKI ALVEG
VISS, JÓI FÉLAGI MINN
SÁ ALLTAF UM ÞAÐ
FINNST ÞÉR MIAMI EKKI
FALLEG BORG PETER?
ALLT
ER FALLEGT
ÞEGAR ÉG ER
MEÐ ÞÉR
VERST
AÐ ÉG FINN
EITTHVAÐ
SLÆMT Á MÉR
NÚ ÞARF ÉG
BARA AÐ LOKKA
HANN TIL MÍN...
...SAMA HVAR
HANN ER!
Tölvukennsla er
ekki það þarfasta
Þeir sögðu frá því í
fréttum, og voru með
neyðarástandssvipinn
á sér á meðan, að tölv-
ur í reykvískum
grunnskólum hefðu
ekki verið endurnýj-
aðar svo og svo lengi.
Þetta var víst alveg
ómögulegt ástand.
Mætti ég hins vegar
láta í ljós þá skoðun, að
skólarnir ættu hið
snarasta að draga úr
tölvukennslu sinni en
reyna fremur að
kenna börnum og unglingum að gera
sig skiljanleg á íslensku. Skólarnir
þurfa ekki að kenna krökkum á tölv-
ur. Börn lifa fyrir tölvur, enda þær
bráðum eina leiktækið sem þau mega
nota án þess að vera með hjálm. Mun
brýnna er að kenna þeim að tala rétt
mál, orða hugsun sína á móðurmálinu
svo sómi sé að. Þar stefnir í raunveru-
legt neyðarástand. Fólk kemur nú í
stríðum straumum úr skólakerfinu og
fallbeygir vitlaust eða alls ekki, staf-
setur rangt, þekkir fá orðatiltæki en
misskilur þau sem það þó þekkir, og
þannig mætti áfram telja. Sögu lands
og þjóðar þekkir það næstum í engu.
Almenn grunnþekking, af því tagi
sem áður þótti nauðsynleg hverjum
þeim sem vildi teljast menntaður
maður, finnst nú varla hjá ungu fólki.
En það er afar lipurt á tölvu, getur
hlaðið niður stolinni
tónlist á leifturhraða og
telur sig eiga kröfu til
þess að hvergi sé kennt
neitt „erfitt“ en allir fái
háar einkunnir. Allt
kennsluefni skal vera á
einföldu máli, með
mörgum myndum og
aðgengilegt á netinu.
Aldrei má þurfa að
fletta upp í bók. Orða-
bækur vill þetta fólk
ekki sjá, alfræðibækur
enn síður. Wikipedia er
þessu fólki bæði mark-
tæk og nægileg heim-
ild. En eftir því sem
fleiri og fleiri kunna
minna og minna eykst skyldusöng-
urinn um hve skólakerfið sé „frá-
bært“ og „fagmennskan“ ógurleg.
Reyndar segja spekingarnir sjaldn-
ast að skólarnir séu góðir. Nei, á
stirðmálstímum er auðvitað sagt að
þar sé „unnið frábært starf“. Vanda-
málið í íslensku skólakerfi er ekki að
grunnskólarnir séu ekki með allra
nýjustu tölvurnar. Vandamálið er
fremur að menn koma út ófróðir, óta-
landi og óstafsetjandi. En allt þetta
fólk sem hefur ekki grunnþekkingu,
fallbeygir vitlaust og misskilur orða-
tiltæki, hvar ætlar það að hasla sér
völl í framtíðinni? Varla getur það allt
orðið fréttamenn á Ríkisútvarpinu?
Lúinn borgari.
Ást er…
… besta meðalið.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa/myndlist kl.
9, bingó kl. 13.30.
Árskógar 4 | Smíði/útsk. kl. 9.
Boðinn | Vatnsleikf. kl. 9.15 (lok. hóp.).
Bólstaðarhlíð 43 | Handav., kaffi.
Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14. Ef
næg þátttaka fæst verður námsk. í fram-
sögn. Skrán./uppl. í félagsmiðstöð.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist Gullsmára á mán. kl. 20.30, Gjá-
bakka á mið. kl. 13, fös. kl. 20.30. Gleði-
gjafarnir í Gullsmára kl. 14. Opið hús í
Gullsmára 1. okt. kl. 14. Úlfar Þormóðs-
son og Viðar Hreinsson lesa úr nýjum
bókum, Elín Kroyer les gamanmál. Tóm-
as Axel og hljómsveit.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur sun. kl. 20, Klassík leikur.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.20, málm/silfursm. kl. 9.30/13, jóga
kl. 10.50, félagsvist kl. 20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður og jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, leik-
fimi kl. 10.30. Gleðigjafarnir kl. 14.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9/11, félagsvist FEBG og
námsk. í leðursaumi kl. 13, fullbókað.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Kaffispjall í krók kl. 10.30. Jóga
kl. 11. Spilað í krók kl. 13.30. Syngjum
saman kl. 14.
Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9,
prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30,
spilasalur op. frá hád., kóræf. kl. 12.30,
nýir fél. velkomnir. Þri. 4. okt. kl. 9 hefst
glerskurður. Fös. 7. okt. kl. 13 hefst bók-
band.
Hraunbær 105 | Handav. kl. 9. Haust-
litaferð 5. okt. Farið kl. 12.30. Ekið um
Þingvelli o.fl. Kaffi í Þrastalundi.
Hraunsel | Tréskurður kl. 10, leikfimi í
Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13, biljard í
kjallara Hraunsels.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10.
Vinnustofa kl. 9 án leiðb.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið
8.50. Gönuhlaup/thaichi kl. 9. Lista-
smiðjan kl. 9; myndlist. Gáfumannakaffi
kl. 15. Hæðargarðsbíó kl. 16. Handav/
prjónahorn kl. 9 á mán.
Íþróttafélagið Glóð | Markaður og
Glóðargaman í Gjábakka 1. okt. kl. 13.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun laug-
ard. sölusýn. á handverki kl. 13-16 á
Korpúlfsstöðum.
Norðurbrún 1 | Myndlist/útsk. kl. 9.
Vesturgata 7 | Kaffi/dagblöð kl. 9,
enska kl. 10.15, tölvukennsla kl. 12.30,
sungið v/flygil kl. 13.30, tölvuk. frk. kl.
14.15, dans kl. 14.30. Enska kl. 10.15. Fé-
lagsmiðstöðin verður 21 árs 3. okt. Boð-
ið í kaffi frá kl. 9-10.30. Námsk. í
spænsku, framh., hefst 5. okt. kl. 9.15, f.
byrj. kl. 10.45. Námsk. í trésk. hefst 5.
okt. kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja. Leir-
mótun/handav. kl. 9. Morgunst. kl. 9.30,
bingó kl. 13.30. Píanóleikari óskast einu
sinni í viku, uppl. í s. 411-9450/ 822-
3028.
Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30.
Bjarni Stefán Konráðsson yrkirfallegt ljóð undir yfirskrift-
inni: Orð verða ljóð:
Orðin þau á mig leita
óróleg, stór og smá.
Ég reyni þeim ró að veita
og raða sem best ég má.
Og orðin þau verða að óði
hvar una þau dável sér.
Og í þessu litla ljóði
liggja þau fyrir þér.
Guðjón Torfi Guðmundsson sendi
Vísnahorninu línu í tilefni af vísu
sem birtist í Vísnahorninu 25. júlí:
„Þá datt mér í hug ein sem ég lærði
fyrir margt löngu, líkast til um
þann tíma sem „gervi“frjóvganir
kvenna voru að byrja.
Hún er svohljóðandi:
Fyrst er sæðið sett í glas
síðan dælt með sprautum.
Meiri tækni, minna þras
menn eru að verða að nautum.
Ekki veit ég hver höfundurinn
er.“
Jósefína Dietrich er óvenju hag-
mælt af ketti að vera. Enda hefur
hún enga minnimáttarkennd yfir
uppruna sínum:
Mannfólk hefur málið sitt
og mælir stundum ljóð,
samt er litla malið mitt
miklu betra hljóð.
Og það vex henni ekki í augum
að yrkja sléttubönd:
Kvæða hnoðu væna vatt
vafða kynngi fræða.
Gæða sléttu böndin batt
bærði stýrið læða.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af „gervi“frjóvgunum