Morgunblaðið - 30.09.2011, Page 44
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Ashton Kutcher svaf hjá annarri
2. Vísbendingar um hrottalega árás
3. Pitt grét er hann baðst afsökunar
4. Börn Jacksons horfðu skelkuð á
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Gullkistan skemmtir á
Kringlukránni um helgina. Ásgeir
Óskarsson, Gunnar Þórðarson, Jón
Ólafsson og Óttar Felix Hauksson
tína upp úr kistunni gamla gullmola
rokksögunnar.
Gullkistan leikur á
Kringlukránni
„Ég teikna
stjörnu“ er annað
lagið sem hljóm-
sveitin Hjálmar
sendir frá sér af
væntanlegri
breiðskífu. Plat-
an, sem kemur út
í nóvember, nefn-
ist Órar og inni-
heldur 10 ný lög en platan er þeirra
fimmta hefðbundna hljóðversskífa.
Lagið má nálgast á tonlist.is og ómar
nú í útvarpi einnig.
Hjálmar gefa út
„Ég teikna stjörnu“
Rokksveitin Hetjur, sem hefur
m.a. á að skipa þeim Vilhjálmi
Goða Friðrikssyni og
Snorra Barón Jónssyni,
ætlar að snúa í gang í
haust og spila lög aðila
eins og Guns ’n Roses,
Whitesnake, Journey,
Deep Purple, Dio og
Skid Row. Hljóm-
sveitin leikur á
Gauknum
föstudaginn
21. október
Rokksveitin Hetjur
ríður um héruð
Á laugardag Suðvestan hvassviðri með skúrum eða rigningu, en
úrkomulítið norðaustanlands. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður
á daginn. Hiti 5 til 10 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 15-23 m/s, og skúrir vestan-
lands, en hægari austantil og rigning með köflum. Hiti 4 til 14 stig,
svalast nyrst.
VEÐUR
Ólafur Þórðarson stýrir
Fylkismönnum í síðasta
skipti á morgun þegar Fylk-
ismenn taka á móti FH-
ingum í lokaumferð Pepsi-
deildarinnar í knattspyrnu.
Morgunblaðið hefur eftir
heimildarmönnum sínum
að Fylkir ætli ekki að
framlengja samning
sinn við Ólaf. Ekki er
ljóst hver tekur við en
nokkur nöfn hafa verið
nefnd. »1
Ólafur stýrir Fylki
í síðasta sinn
Reiknað með einvígi
Vals og Fram í vetur
Íslandsmeistarar FH unnu í gærkvöldi
fyrsta leik sinn í N1-deildinni í hand-
knattleik karla þegar þeir þeir lögðu
Akureyringa, 24:20, í Íþróttahöllinni
á Akureyri. Heimamenn byrjuðu leik-
inn af krafti en FH-ingar tóku öll völd
í síðari hálfleik. HK og Valur unnu
einnig í fyrsta sinn á keppnis-
tímabilinu þegar þau fengu Gróttu og
Aftureldingu í heimsókn. »2
Meistarar FH sóttu sig-
ur í greipar Akureyringa
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ég vil gera allt sem í mínu valdi
stendur til þess að vera hérna,“
sagði Þórunn Erna Clausen, söng-
og leikkona, við nemendur í
Menntaskólanum í Kópavogi í gær-
morgun í tilefni Alþjóðlega hjarta-
dagsins.
Þórunn áréttaði við unga fólkið að
heilablóðfall gerði ekki endilega boð
á undan sér og þó að flestir væru
værukærir og hugsuðu með sér að
þeir væru ekki í hættu gætu allir
fengið hjartasjúkdóma. Einnig ungt
fólk. Hún hefði til dæmis fengið
heilaáfall fyrir tveimur og hálfu ári
vegna meðfædds hjartagalla og eig-
inmaðurinn Sigurjón Brink eða
Sjonni hefði fallið frá vegna heila-
áfalls snemma á líðandi ári, en hann
var aðeins 36 ára. Þau hefðu verið
vel á sig komin, hraust og ekki verið
í áhættuhópi, en hann hefði dáið og
hún verið hætt komin.
Svimi einkenni
Heilsusamlegt líferni er alltaf af
hinu góða og reglulegt eftirlit með
heilsunni skiptir miklu máli.
Þórunn sagði krökkunum að hún
hefði fundið fyrir miklum svima og
átt erfitt með að standa í fæturna.
Hins vegar hefði hún alltaf verið
mikið hörkutól og því ekki látið
svimann slá sig út af laginu. Samt
hefði henni ekki staðið alveg á sama
og hringt í móður sína. Meðan á
samtalinu hefði staðið hefði tungan
lamast og hún misst málið. „Ég vissi
nákvæmlega hvað hafði komið fyrir
mig og hugsaði: Ég er 33 ára gömul.
Af hverju er ég að fá heilablóðfall?“
Hún sagði að fólk ætti að gera ráð-
stafanir við slíkar aðstæður. Fólk
ætti líka að vera meðvitað um ein-
kennin því rétt við- brögð
gætu bjargað manns-
lífi.
Þórunn sagðist hafa
lært mikið af áföllunum. Hún hefði
örugglega fundið fyrir hjartagall-
anum alla tíð en ekki hlustað. Hún
hefði farið í hjartaaðgerð og væri
stálslegin eftir, gæti gert allt og
væri störfum hlaðin.
Lagið „Aftur heim“ eftir Sjonna
og Þórunni var framlag Íslendinga
til Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva í Düsseldorf í Þýska-
landi í maí. Þórunn minnti á að boð-
skapur lagsins væri sá að lífið væri
ekki endalaust. Því mætti ekki
gleyma og mikilvægt væri að sýna
góðvild. Alltaf. Hún hefði fengið við-
vörun og þau Sjonni hefðu tekið
mjög mikið mark á henni. „Við átt-
um rosalega góðan tíma saman,“
sagði hún.
Hjartahlýja og góðsemi
Rétt viðbrögð
geta bjargað
mannslífi
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Alþjóðlegur hjartadagur Þórunn Erna Clausen greindi nemendum frá reynslu sinni í tilefni dagsins.
Alþjóðlegur hjartadagur var í gær. Hjartavernd, Hjartaheill,
Heilaheill og Neistinn standa að deginum á Íslandi og
ákváðu samtökin að höfða til ungs fólks í ár með það í
huga að hjarta- og æðasjúkdómar byrja oftar en ekki að
grafa um sig á unga aldri en með heilbrigðum lífsháttum
má verjast þeim. Samtökin fengu Menntaskólann í
Kópavogi og Seljaskóla í samstarf með sér og var
viðamikil dagskrá í skólunum í gær. Þórunn Clausen
ræddi um reynslu sína, nemendum var boðið upp á
blóðþrýstingsmælingu og farið var yfir helstu
áhættuþætti æðakölkunar og kransæðasjúkdóma.
„Hreyfing er lykilatriði góðrar heilsu,“ sagði Bylgja
Valtýsdóttir hjá Hjartavernd við ungmennin.
Hreyfing lykilatriði heilsunnar
HJARTADAGUR Á ÍSLANDI OG UNGT FÓLK
Íslandsmót kvenna í handknattleik
hefst í kvöld með innbyrðis leikjum
þeirra fjögurra liða sem spáð er fjór-
um efstu sætunum í vetur. Morgun-
blaðið kynnir í dag þau tvö lið sem
flestir reikna með að berjist um titl-
ana á komandi tímabili, Val og Fram.
»4
MMeira á mbl.is