Morgunblaðið - 15.10.2011, Síða 2
BAKSVIÐ
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Við erum sérstaklega að leita að
verkfræðingum og fólki í bygging-
ariðnaðinn en það er hægt að fá störf
við næstum hvað sem er í Noregi,
t.d. í heilbrigðisgeiranum, tækni-
geiranum, við kennslu og margs
konar þjónustu,“ segir Ragnhild
Synstad, EURES-ráðgjafi í Noregi.
Störf innan fjármálageirans og í
markaðsmálum séu þó mjög umset-
in, segir hún.
EURES, evrópsk atvinnumiðlun,
og Vinnumálastofnun stóðu í gær
fyrir starfakynningu í Ráðhúsi
Reykjavíkur en þar kynntu m.a.
norsk fyrirtæki og bæjarfélög laus
störf og EURES-ráðgjafar frá Bret-
landi, Danmörku, Noregi, Þýska-
landi, Svíþjóð og Belgíu kynntu at-
vinnutækifæri í viðkomandi löndum.
Þetta er í áttunda sinn sem
Vinnumálastofnun og EURES
standa að kynningu af þessu
tagi en að sögn Drafnar Har-
aldsdóttur, verkefnisstjóra
EURES og ráðgjafa, hafa
að jafnaði um 1.500 manns
sótt kynningarnar.
„Okkar starf er að
veita fólki ráðgjöf og
svara þeim spurningum sem það
hefur um t.d. vinnumarkaðinn, al-
mannatryggingar og fleira. Hvar
vanti leikskólakennara, hvar sé
hægt að fá vinnu við sjávarútveg og
fleira af þessu tagi,“ segir Ragnhild.
Gott vinnusiðferði
Hún segir að Norðmenn hafi
sloppið vel út úr fjármálakreppunni
sem skók heiminn og mikill upp-
gangur sé í landinu. „Vinnumarkað-
urinn er mjög góður. Atvinnuleysið
er aðeins um 2,7% og efnahags-
ástandið er gott, vextir lágir og al-
mennt mikil velmegun,“ segir hún.
Ragnhild segir norska atvinnu-
rekendur leita víðar eftir vinnuafli
en á Íslandi og svo dæmi séu tekin
séu Svíar einnig eftirsóttir starfs-
kraftar í Noregi.
„Það sem gerir vinnuafl frá Norð-
urlöndunum eftirsótt er tungumála-
þátturinn, tungumálið er mikilvæg-
ur lykill að vinnumarkaðnum.
Margir Íslendingar kunna skandin-
avískt mál og það gerir þá að eft-
irsóttu vinnuafli. En þeir eru líka
þekktir fyrir að hafa gott vinnusið-
ferði og fyrir að vera hæfir starfs-
kraftar. Þá auðveldar líka margt
hvað menning landanna er lík,“ seg-
ir Ragnhild.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Út vil ek Fjöldi fólks kynnti sér starfsmöguleika í Noregi og víðar á starfakynningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
Gnótt starfa í boði í Noregi
Norsk fyrirtæki og bæjarfélög leita eftir starfsfólki Hægt að fá vinnu við
næstum hvað sem er Skandinavískt tungumál lykill að vinnumarkaðinum
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Þetta er alltaf svona einhvern veginn
svífandi yfir vötnunum. Þótt það sé
endalaust sagt að þetta séu óskyld
mál, aðgreind mál, ESB-umsóknin og
þetta,“ segir Árni Þór Sigurðsson,
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs og formaður utanrík-
ismálanefndar Alþingis, spurður um
tengslin á milli umsóknar íslenskra
stjórnvalda um inngöngu í Evrópu-
sambandið og Icesave-deilunnar.
Tekið er fram í nýrri stöðuskýrslu
Evrópusambandsins um umsókn Ís-
lands sem kom út fyrir helgi að Ice-
save-deilan sé enn óleyst og ljóst að
litið er svo á í Brussel að ein forsenda
þess að af inngöngu landsins í sam-
bandið geti orðið sé að fundin verði
ásættanleg lending í deilunni.
Ítrekað hefur
komið fram í máli
ráðamanna Evr-
ópusambandsins,
síðan umsóknin
um inngöngu í það
var send inn sum-
arið 2009, að um
óskyld mál væri að
ræða og sama hafa
forystumenn rík-
isstjórnarinnar
sagt af ýmsu tilefni. Hins vegar hefur
hvað eftir annað komið fram í
skýrslum sambandsins um umsókn
Íslands að lending í Icesave-deilunni
sé nauðsynleg til þess að Íslandi verði
veitt innganga í það.
„Það er örugglega hægt að færa
sterk rök fyrir því að þetta séu alger-
lega óskyld mál þannig séð en þau
hafa snertifleti og snertiflöturinn er
auðvitað EES-samningurinn,“ segir
Árni. Þannig stæðu Íslendingar eftir
sem áður frammi fyrir því að þurfa að
takast á við Icesave-málið vegna að-
ildarinnar að EES jafnvel þótt um-
sóknin um inngöngu í Evrópusam-
bandið lægi ekki fyrir.
Fylgir í pakkanum
„Þetta þýðir að það getur verið
ágreiningur um skuldbindingar okk-
ar og þá er reynt að finna lausn á því,
en þær sem eru í EES-samningnum
yrðu náttúrlega að færast yfir í ESB-
dæmið. Það er sá vinkill sem þeir
taka,“ segir Árni.
Fyrir vikið muni það fylgja með í
pakkanum þegar farið verði að ræða
við Evrópusambandið um þá við-
ræðukafla í tengslum við umsóknina
sem hafi með þetta mál að gera, verði
það enn óleyst þá.
Verður að lenda Icesave
Árni Þór
Sigurðsson
Evrópusambandið lítur á Icesave-deiluna sem EES-mál
sem lenda þurfi áður en Ísland geti gengið í sambandið
Flugfreyjur
höfnuðu nýgerð-
um kjarasamn-
ingi félags síns
við Samtök at-
vinnulífsins fyrir
hönd Icelandair.
Voru atkvæði um
samninginn talin
í gær.
Aðeins átta at-
kvæðum munaði
en 60% þeirra 414 sem voru á kjör-
skrá tóku þátt í atkvæðagreiðsl-
unni. Af þeim sögðu 119 já við
samningnum en 127 vildu hins veg-
ar fella hann.
Að sögn Kristínar Bjarnadóttur,
varaformanns Flugfreyjufélags Ís-
lands, verður næsta skrefið í kjara-
deilunni að skipa nýja samn-
inganefnd áður en lengra verður
haldið.
Þetta er í annað skipti í þessari
samningalotu sem flugfreyjur fella
kjarasamning. Hafði félagið frestað
boðuðum verkfallsaðgerðum þegar
skrifað var undir samninginn sem
felldur var í gær.
Að öllu óbreyttu hefst því
tveggja daga verkfall flugfreyja
hinn 24. október næstkomandi og
allsherjarverkfall 7. nóvember.
gudni@mbl.is
Flugfreyj-
ur felldu
samning
Ætla að skipa nýja
samninganefnd
Kristín
Bjarnadóttir
Rafmagnslaust
varð töluvert víða
á sunnan- og vest-
anverðu landinu í
gærkvöldi vegna
eldingaveðurs.
Verulega var
dregið úr fram-
leiðslu stóriðju á
suðvesturhorninu
um stund á meðan
Brennimelslína I
var úti. Eldingu sló niður í hana og
hún aftengdist flutningsnetinu. Þá
slógu hitaveitudælur Orkuveitu
Reykjavíkur út og truflanir urðu í
Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun.
Eldingar ollu
truflunum á
stóriðju
Raflínur Eldingu
laust niður í línu.
„Við erum alltaf að leita að hæfu og vel mennt-
uðu fólki,“ segir Cees Schouwenaars, fulltrúi
Dresser-Rand í Noregi, en fyrirtækið starfar inn-
an olíu- og gasgeirans og framleiðir m.a. gas-
hverfla fyrir rafala og miðflóttaaflsþjöppur.
Hann segist sérstaklega vera að leita eftir
verkfræðingum, m.a. til að sinna tæknilegu eft-
irliti, en einnig eru tvö störf laus í fjárreiðudeild
fyrirtækisins.
„Við höfum verið að ráða fólk frá t.d. Indlandi
og Serbíu og víða að í Evrópu,“ segir Schou-
wenaars en í Noregi starfa 200 manns hjá
fyrirtækinu frá 24 þjóðlöndum. „Það er
alltaf erfitt að finna hæfileikaríkt fólk
og ef við finnum bara einn starfsmann
hérna er það heimsóknarinnar virði.“
Gott fólk vandfundið
VANTAR VERKFRÆÐINGA
„Ég hef verið frekar heppinn en er orðinn leiður á þess-
um endalausu hlaupum eftir vinnu alltaf,“ segir Ár-
mann Birgisson múrari, sem var að eigin sögn mættur
á kynninguna til að „sjá hvernig landið liggur“.
Ármann starfar nú fyrir verktaka en gerir ráð fyrir
því að verða verkefnalaus á ný eftir um tvær vikur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemur á kynningu
af þessu tagi. „Þetta hefur verið þannig að ég
hef misst vinnuna en svo hefur eitthvað dott-
ið inn um leið og ég er búinn að vera á kynn-
ingu,“ segir hann. Hann viti af verkefnum í
Stafangri en einnig sé hann að skoða at-
vinnumöguleika í Kanada. Ármann segist
ætla að byrja á því að fara einn út og
sjá svo til í framhaldinu hvort hann
flytur fjölskylduna með sér.
Leiður á hlaupunum
SKOÐAR ATVINNU Í NOREGI OG KANADA
Hádegisfundur | Allir velkomnir - frír aðgangur
Matvælaframleiðsla
morgundagsins
- verður nóg af mat fyrir íbúa jarðar?
mánudagur 17. október
kl. 12:00-13:30
Fyrirlestrarsalur Íslenskrar
erfðagreiningar, Vatnsmýri.
Fundurinn fer fram á ensku
Nánari upplýsingar á www.bondi.is
Fyrirlesari: Julian
Cribb, höfundur
bókarinnar „The
Coming Famine:
The global food
crisis and what
we can do to
avoid it“