Morgunblaðið - 15.10.2011, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Allar líkur eru á því að stjórnvöld
takmarki hversu miklar gjaldeyris-
skuldbindingar mega vera á efna-
hagsreikningi innlendra banka þeg-
ar gjaldeyrishöftin verða afnumin.
Þetta sagði Már Guðmundsson,
seðlabankastjóri, í ræðu á ráðstefnu
Efnahags- og framfarastofnunarinn-
ar í síðustu viku um kreppuviðbrögð
og notkun ríkisábyrgða.
Már lýsti jafnframt þeirri skoðun
sinni að meðan samevrópskt eftirlit
með bönkum sem starfa þvert á
landamæri á Evrópska efnahags-
væðinu væri með núverandi hætti
væri rétt að takmarka starfsemi
banka frá smærri ríkjum Evrópu
sem hafa eigin gjaldmiðil með bein-
um hætti þar sem þeir hafa ekki jafn
trúverðugan lánveitenda til þrautav-
ara og bankar frá stærri ríkjum.
Í ræðu sinni sagði Már að ein-
hverjir kynnu að líta á takmarkanir á
skuldbindingum íslenskra banka í
öðrum myntum sem áframhaldandi
gjaldeyrishöft en bætti því við að
hann liti á þetta sem eðlilega var-
úðarráðstöfun.
Inntakið í ræðunni var sá lærdóm-
ur sem draga má af bankahruninu
hér á landi haustið 2008. Már sagði
að rekja mætti þann ofvöxt sem
hljóp í íslenska bankakerfið á árun-
um fram að hruni til eftirfarandi
þátta: Aðildar Íslands að EES,
einkavæðingar bankanna í hendur
mjög áhættusækinna fjárfesta, lág-
vaxtaumhverfis á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum og tilhneigingar ís-
lenskra stjórnvalda til þess að taka
upp bæði alþjóðlegar og samevr-
ópskar reglur á fjármálamarkaði án
gagnrýni og tillits til sértækra
áhættuþátta hér á landi.
Brotalamir á hinu sameiginlega
efnahagssvæði Evrópu
Már dró hinsvegar víðtækari
ályktanir af uppgangi og hruni ís-
lensku bankanna og færði rök fyrir
því að reynsla þeirra sýndi brotalam-
ir á starfsumhverfi banka á hinu
sameiginlega efnahagsvæði. Hann
sagði að bankar gætu ekki keppt á
sanngirnisgrundvelli á efnahags-
svæðinu á meðan evrópskt eftirlit
með bönkum sem starfa þvert á
landamæri í Evrópu væri ekki víð-
tækara en raun bæri vitni. Hægt
væri að koma til móts við þetta með
því að krefjast þess að bankar frá
smærri ríkjum sem hafa sinn eigin
gjaldeyri hefðu hærra eiginfjárhlut-
fall en aðrir bankar.
Jafnframt benti Már á þá leið að
gerður yrði greinarmunur á bönkum
á evrusvæðinu: Annarsvegar yrði
um að ræða banka sem störfuðu að
stærstum hluta á heimamarkaði og
eftirlit með þeim yrði í höndum við-
komandi stjórnvalda sem takmörk-
uðu starfsemi þeirra í öðrum ríkjum;
innistæður þeirra yrðu tryggðar í
gjaldmiðli heimalandsins og viðkom-
andi seðlabanki væri lánveitandi til
þrautavera. Hinsvegar væri um að
ræða evrópska banka sem störfuðu
þvert á landamæri og lytu eftirliti
samevrópskra stofnana og væru
hluti af evrópsku innistæðutrygg-
ingakerfi og að Evrópski seðlabank-
inn yrði þeirra lánveitandi til þrau-
tavara.
Gjaldeyrisskuldbindingar
banka verði takmarkaðar
Seðlabankastjóri vill takmarka erlend umsvif banka eftir gjaldeyrishöft
Morgunblaðið/Ernir
Seðlabankastjóri Már Guðmundsson segir líklegt að erlendar skuldbind-
ingar íslenskra banka verði takmarkaðar eftir að höftin verða afnumin.
Stjórnmálamenn hér á landi virð-
ast telja að þeirra greiðasta leið til
vinsælda sé að gagnrýna bankana.
Þetta segir Monica Caneman,
stjórnaformaður Arion banka, en í
ársskýrslu Samtaka fjármálafyrir-
tækja, sem kom út í gær, eru
stjórnformenn bankanna inntir
álits á helstu ógnum og tækifær-
um sem steðja að íslenskum fjár-
málafyrirtækjum um þessar
mundir.
Caneman segir í svari sínu að
sérstakar aðstæður ríki á íslensk-
um fjármálamarkaði í dag.
Skuldastaða heimila og fyrirtækja
sé erfið og uppi sé krafa um
skuldalækkun ákveðinna hópa.
Hún bendir á að ríkið leiki stórt
hlutverk á fjármálamarkaðnum
sem eigandi tveggja af stærstu
lánveitendunum á íbúðalánamark-
aði, Íbúðalánasjóðs og Landsbank-
ans, en þessar tvær stofnanir hafi
tekið með ólíkum hætti á skulda-
vandanum. Í þessu ljósi kann
gagnrýni stjórnmálamanna á
bankana í sumum tilfellum að vera
varhugaverð og hætta á því að
skynsemi ráði ekki för í mótum
starfsumhverfis fjármálafyrir-
tækja.
Tækifæri til hagræðingar
Caneman segir helstu tækifæri
fjármálafyrirtækja í dag felast
fyrst og fremst í að ljúka sem
fyrst úrvinnslu mála sem tengjast
gömlu bönkunum og skuldavanda
viðskiptavina. Hún bendir á að
fjármálafyrirtækin muni ekki geta
beint kröftum sínum í réttan far-
veg fyrr en viðskipti þeirra séu
komin á rétta braut. Ennfremur
bendir hún á að tækifæri til frek-
ari hagræðingar liggja í banka-
kerfinu hér á landi.
ornarnar@mbl.is
Stjórnmálamenn gagnrýna
bankana til að afla sér vinsælda
Stjórnarformaður Monica Canem-
an, stjórnarformaður Arion.
Samkvæmt Bloomberg-fréttaveit-
unni er allsherjar björgunaráætlun
vegna skuldakreppunnar á evrusvæð-
inu farin að taka á sig mynd. Sam-
kvæmt fréttum felur áætlunin meðal
annars í sér að eigendur grískra rík-
isskuldabréfa taki á sig enn meiri af-
skriftir en rætt hefur verið um til
þessa, endurfjármögnun evrópska
bankakerfisins og aukningu á stærð
evrópska björgunarsjóðsins sem og
aukningu á útlánaheimildum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins handa Evrópuríkj-
um. Samkvæmt Bloomberg vinna
embættismenn nú að þessum tillög-
um en þær eiga að vera tilbúnar fyrir
leiðtogafund Evrópusambandsins
þann 23. október næstkomandi. Fái
þær brautargengi þar verða þær svo
teknar til umræðu á leiðtogafundi
tuttugu helstu iðnríkja heims í nóv-
emberbyrjun. Þær eru strax farnar
að vekja hörð viðbrögð og hafa til að
mynda þýskir bankar nú þegar mót-
mælt hugmyndum um að bönkum
verði gert skylt að þiggja endurfjár-
mögnun eins og rætt hefur verið um.
ornarnar@mbl.is
Björgunaráætlun
tekur á sig mynd
Rætt um nýjar björgunaraðgerðir
● Matsfyrirtækið Standard & Poor’s
lækkaði lánshæfismat spænskra
stjórnvalda í gær úr einkunninni AA í
AA-. S&P fylgdi þar með í kjölfar
matsfyrirtækisins Fitch sem lækkaði
lánshæfiseinkunn stjórnvalda í Madríd
í síðustu viku. Lækkunin er rökstudd
með vísan í versnandi hagvaxtarhorfur,
mikið atvinnuleysi og óvissu um fjár-
magnskostnað spænskra stjórnvalda.
Ákvörðun var tilkynnt á sama tíma og
hagtölur kyntu undir efasemdir um að
stjórnvöld nái markmiðum fjárlaga
ársins. S&P segir að líkur séu á að
stjórnvöld nái ekki markmiðum fjár-
laga meðal annars vegna versnandi
fjárhagsstöðu sveitarstjórna og hér-
aðsstjórna.
Lánshæfi Spánar lækkar
● Fyrirtækið ALUCAB ehf. áformar að
reisa álkaplaverksmiðju í Reyðarfirði
samkvæmt frétt Austurgluggans í gær.
Fyrirtækið hefur sótt um lóð á álvers-
reitnum og fengið samþykki bæjaryf-
irvalda. Samkvæmt auglýsingu í Lög-
birtingablaðinu var fyrirtækið stofnað
hinn 25. júlí sl. og samkvæmt auglýs-
ingunni er tilgangur þess „vinnsla áls og
annarra málma/efna með það að mark-
miði að framleiða kapla og aðra leiðara.
Þórður Snorri Óskarsson er fram-
kvæmdastjóri ALUCAB ehf. en hann er
jafnframt framkvæmdastjóri ráðgjaf-
arfyrirtækisins Intellecta ehf. og starf-
aði áður sem starfsmannastjóri Eim-
skips, framkvæmdastjóri KPMG sem og
Norðuráls. Stjórnarformaður ALUCAB
ehf. er Kristján Börkur Einarsson, einnig
starfsmaður Intellecta ehf.
Álkaplaverksmiðja rís
í Reyðarfirði
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.
+/+-01
++2-.3
3+-21,
34-,3
+1-202
+3/-,+
+-.0//
+/+-15
+,0-+1
++,-5/
+/3-.+
++2-1,
3+-.2/
34-,/
+1-...
+3/-/1
+-,423
+/3-2
+,0-53
3+.-25/,
++,-05
+/3-/,
++.-4/
3+-,4+
34-5.
+1-.0,
+30-32
+-,415
+/3-/.
+54-41
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Við lok erindis síns sagði Már
að saga fjármálahrunsins á Ís-
land í tengslum við hina al-
þjóðlegu fjármálakreppu væri
flókin og viðamikil og að
sagnaritunin mundi taka ára-
tugi ef ekki aldir. Már sagði við
áheyrendur sína að hægt væri
að treysta því að Íslendingum
færist sú sagnaritun betur úr
hendi en það að stjórna og
hafa eftirlit með alþjóðlegri
bankastarfsemi.
Bankasagan
ÍSLENDINGAR, BANKAR
OG SÖGUARFURINN
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.isAko „Good Luck“
Kimmidoll
á Íslandi
Ármúla 38
Sími 588 5011
Sendiráð Finnlands óskar eftir
að leigja 3ja herbergja íbúð
helst með húsgögnum og bílastæði í Reykjavík, á svæði 101
eða 107, mögulega á 105 eða 103 frá og með
1. nóvember. Óskum eftir langtímaleigu, að minnsta kosti ár.
Tilboð í netfangið rey.sanomat@formin.fi
eða í síma 5100 100.