Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Nýjar atvinnuleysistölur fyrir
september sýna að fækkað hefur í
hópi langtímaatvinnulausra milli
mánaða. Óvarlegt er þó að draga þá
ályktun að umskipti séu að eiga sér
stað. Karl Sigurðsson, sviðsstjóri hjá
Vinnumálastofnun, hefur ekki tæm-
andi skýringar á þessari fækkun nú,
sem er nokkru meiri en á sama tíma
í fyrra, en að hluta til sé þó áreið-
anlega um árstíðabundna fækkun að
ræða. Að einhverju leyti gætu líka
úrræði fyrir atvinnulausa á borð við
aukin námstækifæri átt hér hlut að
máli.
Viðbúið er að stór hópur fólks
sem hefur verið án atvinnu í langan
tíma missi bótarétt sinn á næsta ári
og þurfi að leita eftir fjárhagsaðstoð
sveitarfélaganna. Greinilegt var á
nýafstaðinni fjármálaráðstefnu
sveitarfélaga að sveitarstjórn-
armenn hafa miklar áhyggjur af
þessu. Frá 2006 hefur fjárhags-
aðstoð sveitarfélaga aukist um 62%.
Sveitarfélög þurfa að öllum lík-
indum að búa sig undir að ríflega
1.000 einstaklingar, sem eru að
missa rétt til atvinnuleysisbóta eftir
langtímaatvinnuleysi, muni á næsta
ári bætast í hóp þeirra, sem þurfa á
fjárhagsaðstoð að halda.
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
segir að fá þurfi nákvæmari upplýs-
ingar frá Vinnumálastofnun áður en
hægt er að segja fyrir um fjölgunina
með vissu. „En okkur sýnist að það
séu yfir þúsund manns sem koma
inn á fjárhagsaðstoð sveitarfélag-
anna á næsta ári,“ segir hann.
Þótt dregið hafi úr langtíma-
atvinnuleysi í seinasta mánuði eru
enn ríflega 2.000 manns á atvinnu-
leysisskrá sem hafa verið atvinnu-
lausir í tvö ár eða lengur.
„Sveltitími“ í þrjá mánuði
Forsvarsmenn sveitarfélag-
anna vilja að bótatímabil atvinnu-
leysisbóta verði lengt í a.m.k. fjögur
ár og helst í fimm. Bæði ASÍ og for-
svarsmenn sveitarfélaga gagnrýna
breytingu sem stjórnvöld leggja til í
fjárlagafrumvarpi næsta árs um að
eftir að þriggja ára samfelldu bóta-
tímabili lýkur falli bætur niður í þrjá
mánuði. Tímabundin heimild til at-
vinnuleysisbóta í fjögur ár verði
framlengd með þessum takmörkum
frá áramótum, og á að spara með því
tæpar 800 milljónir.
Þetta hefur ekki mælst vel fyrir
og tala forsvarsmenn á vinnumark-
aði um þessa þrjá mánuði sem
„sveltitíma“ bótaþega, sem missa
bætur í þrjá mánuði og þurfa vænt-
anlega margir að sækja um fjár-
hagsaðstoð til sveitarfélaga.
Ólafur Darri Andrason, hag-
fræðingur ASÍ, segir mjög sérstaka
hugmyndafræði búa þarna að baki.
,,Við höfum ekki tekið undir þetta,“
segir Halldór, sem lagði á það
áherslu á fjármálaráðstefnunni að
mestu varðaði nú „að varna stjórn-
lausri fjölgun þeirra sem sækja fjár-
hagsaðstoð til sveitarfélaga“.
Halldór vill endurskoða lögin og
tryggja jafnræði í framkvæmd með-
al fólks á landinu öllu og skoðað
verði hvort binda eigi fjárhags-
aðstoðina mun ákveðnari skilyrðum
t.d. um þátttöku í vinnumarkaðs-
úrræðum, námi eða vímuefna-
meðferð.
Þarf að spýta í lófana
Yfir 60% þeirra sem eru á at-
vinnuleysisskrá hafa verið án at-
vinnu í hálft ár eða lengur. Menn eru
uggandi yfir atvinnuástandinu þegar
líður á haustið, að sögn Ólafs Darra.
Erfiðlega hefur gengið að koma fjár-
festingu í gang. „Menn þurfa virki-
lega að spýta í lófana.“
Spá því að 1.000 fleiri
þurfi fjárhagsaðstoð
Morgunblaðið/Kristinn
Með vindinn í fangið Yfir 11 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá og útlit
fyrir að tölur um fjölda atvinnulausra muni hækka þegar líður á haustið.
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áfjár-málaráð-stefnu
sveitarfélaganna
sem haldin var í
vikunni hélt Stein-
grímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra því fram að
auðvitað yrðu allir „óskaplega
fegnir ef við færum að geta
klárað þetta mál og það þarf að
gera það. Ég tel að það sé ekk-
ert óskaplega mikið verk.“ Í
þessum orðum sínum var Stein-
grímur að vísa til sjávarútvegs-
ins og framtíðar hans, svo sér-
kennilega sem það hljómar, og
sagðist mundu geta klárað
verkið á þremur vikum fengi
hann að ráða því einn eins og
hann vildi.
En hvers vegna hljómar það
sérkennilega að Steingrímur
tali með þessum hætti um sjáv-
arútveginn? Jú, það vill svo til
að vandi sjávarútvegsins, og þar
með sjávarbyggðanna út um
landið og efnahags landsins í
heild sinni, er heimatilbúinn og
að fullu og öllu leyti á ábyrgð
ríkisstjórnar Samfylkingar og
Vinstri grænna.
Sjávarútvegurinn var sú at-
vinnugrein sem stóð einna best
þegar ríkisstjórnin tók við
snemma árs 2009, en í stað þess
að fagna stöðu greinarinnar
ákvað hin nýja stjórn að ráðast
að henni og veikja hana eftir því
sem nokkur kostur væri. Allt
frá þeim tíma hefur sjávar-
útvegurinn, sjálf grunnstoð ís-
lensks efnahagslífs, verið í upp-
námi vegna
fullkominnar óvissu
um framtíðina.
Þetta hefur haft
þær afleiðingar að
ekki er ráðist í nýj-
ar fjárfestingar í
greininni og þar með tapa þeir
sem annars gætu unnið þau
verk, sem og viðskiptavinir
þeirra og svo koll af kolli. Þjóð-
félagið allt hefur stórtapað
vegna hinnar skaðlegu stefnu
ríkisstjórnarinnar að umbylta
sjávarútvegi landsins með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum.
Og við þessar aðstæður,
þennan heimatilbúna vanda,
leyfir fjármálaráðherra sér að
flytja ræðu á fundi sveitarfélag-
anna, sem mörg eiga um sárt að
binda vegna þessarar stjórn-
arstefnu, og halda því fram að
„auðvitað væru allir óskaplega
fegnir ef við færum að geta
klárað þetta mál“. Og hann bæt-
ir því við að fengi hann alræð-
isvald þá gæti hann klárað mál-
ið á þremur vikum.
Staðreyndin er sem betur fer
sú að til að leysa þetta heima-
tilbúna vandamál þarf ekki að
færa Steingrími alræðisvald og
það þarf ekki einu sinni að bíða í
þrjár vikur. Það tekur ekki
nema augnablik fyrir rík-
isstjórnina að lýsa því yfir að
hún hafi fallið frá þessari
skemmdarverkastarfsemi, ef
það er í raun rétt sem Stein-
grímur segir, að það „væru allir
óskaplega fegnir“ að klára þetta
mál.
Heimatilbúinn vandi
sjávarútvegsins
væri fljótleystur ef
viljann skorti ekki}
Augnabliksverk
Sænsk stofnunsem sérhæft
hefur sig í öryggis-
málum gaf nýlega
út skýrslu sem
snerti öryggishags-
muni Íslands. Niðurstaða stofn-
unarinnar var sú að sá mik-
ilvægi málaflokkur væri
hornreka hjá íslenskum yfir-
völdum. Fréttamaður ræddi við
Össur Skarphéðinsson af þessu
tilefni, svo sem eðlilegt var. En
ekkert var á því að græða.
Össur malaði eitthvað froðu-
kenndum frösum en þar kom
ekkert fram sem gagn var að.
Það lagaðist ekki þótt Össur
vitnaði í sjálfan sig, utanrík-
isráðherrann, í þriðju persónu
og þeir tveir virtust að mestu
sammála um að allt væri í fín-
asta lagi.
En í lok samtalsins þegar
himinhrópandi var orðið að ráð-
herra málaflokksins hafði ekk-
ert vitrænt fram að færa kom
eins og jafnan allra meina bótin
eina og sanna: Við erum í aðild-
arviðræðum við ESB og gangi
þær eftir er allur vandi úr sög-
unni. Össur sagði raunar nýlega
af öðru tilefni: „Aðildin að Evr-
ópusambandinu er
eina framtíðarsýn
okkar.“ Mönnum
var auðvitað aðeins
brugðið í fyrstu eða
allt þar til þeir átt-
uðu sig á að „okkar“ í þessu
sambandi gat ekki vísað til þjóð-
arinnar.
Össur Skarphéðinsson var
auðvitað og augljóslega að
árétta rétt einu sinni að Sam-
fylkingin hefði ekki neina fram-
tíðarsýn í neinu máli aðra en þá
sem felst í því að selja drjúgan
hluta fullveldis landsins til Evr-
ópusambandsins. Og þegar
hann er tekinn tali um atriði
sem eru efst á blaði hjá öllum
sjálfstæðum og fullvalda þjóð-
um, á hann ekkert svar, enga
hugsun, engan undibúning ann-
an en þennan eina og sama:
Vandamálið verður úr sögunni
þegar við erum komin í ESB.
Og víst er manninum vorkunn.
Það fer ekki framhjá honum
hvernig öll vandamál Grikkja
hurfu úr sögunni um leið og
þeim var hleypt inn í hin helgu
vé. Allir vita hvernig fór fyrir
staðnum sem um þúsundir ára
var kallaður vagga lýðræðisins.
Ráðherrar alls stað-
ar úti á þekju og vísa
öllu í allra meina bót}
Allra meina bót
E
inelti, þar sem barn verður end-
urtekið fyrir munnlegri áreitni
eða valdbeitingu, er örugglega
ein erfiðasta lífsreynsla sem barn
getur orðið fyrir á sinni skóla-
göngu.
Nýleg dæmi sýna að það er nauðsynlegt að
allir, foreldrar, kennarar, ráðamenn og sam-
félagið í heild sinni, leggist á árarnar og vinni
gegn einelti.
Auðvitað er meira en að segja það að ætla sér
að koma alveg í veg fyrir einelti. En við verðum
að hafa í huga að það er sama hversu lág pró-
sentan er. Hlutfall þeirra sem þurfa að þola ein-
elti hlýtur alltaf að vera of hátt. Því að á bak við
tölurnar eru börn og ungmenni sem líður illa í
skólanum.
Á vefsíðu Olweusar-verkefnisins gegn einelti
kemur fram að í upphafi framkvæmdar Olweusar-
áætlunarinnar dró úr einelti um rúman þriðjung að með-
altali samkvæmt könnun frá 2003, í þeim skólum sem þá
tóku þátt í áætluninni. Í könnun frá 2005 segir síðan að
dregið hafi úr einelti um 25% frá því að fyrri könnunin var
framkvæmd. Þar voru samt að meðaltali um 7,5% nem-
enda í 4.-10. bekk lögð í einelti. Og um 70% nemenda urðu
fyrir einelti af hálfu eins eða tveggja til þriggja nemenda.
Sumir í eitt ár eða eða lengur.
Það væri áhugavert að vita hvernig staðan í einelt-
ismálum er í dag og hvernig Olweusar-áætlunin og aðrar
áætlanir gegn einelti virka. Í viðtölum við suma þolendur
eineltis kemur fram að slík áætlun var við lýði
innan skóla en allt kom fyrir ekki. Það er þá
skólastjórnenda að kanna hvað virkar ekki og
hvar hefði mátt gera betur. Auðvitað gildir það
sama í rekstri skóla og í öðrum rekstri. Það
eitt að setja fram áætlun sem er falleg á blaði
er ekki nóg. Það þarf að framfylgja slíkri áætl-
un markvisst og gæta þess að starfsfólk skól-
ans, jafnt kennarar sem aðrir kunni og geti
brugðist við í tíma, áður en í óefni er komið.
Í Olweusar-könnuninni frá 2005 kemur fram
að yngstu börnin líti á skólalóðina sem hættu-
legasta á meðan í eldri bekkjum eru það gang-
arnir. Í báðum tilfellum eru börnin utan skóla-
stofunnar og því ekki alltaf sjálfgefið að
fullorðnir verði vitni að eineltinu.
Á vefsíðu Olweusar segir að dómstóll í
Gautaborg í Svíþjóð hafi úrskurðað að einelti
gegn skólabarni væri mannréttindabrot. Óviðunandi væri
að starfsmenn skóla segðust ekki hafa vitað af eineltinu,
þegar hegðunarmynstur benti greinilega til niðurlægjandi
framkomu annarra nemenda við barnið.
Það væri áhugavert að vita hvort gerð hefði verið ein-
hver greining á áhrifum eineltis síðar á lífsleiðinni á lífs-
gæði þeirra sem fyrir því verða. Það er þekkt að í sumum
tilvikum eru afleiðingarnar oft á tíðum það miklar á sálarlíf
fólks að það á erfitt með að fóta sig í lífinu síðar meir. Með
því að vinna að því að fyrirbyggja einelti erum við því einn-
ig að draga úr kostnaði fyrir þjóðfélagið vegna tapaðra
vinnustunda, lyfja- og lækniskostnaðar. sigrunrosa@mbl.is
Sigrún Rósa
Björnsdóttir
Pistill
Við getum gert eitthvað
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Óformleg könnun bendir til að
42% þeirra sem þurfa á fjár-
hagsaðstoð sveitarfélaga að
halda í dag eigi ekki rétt á at-
vinnuleysisbótum. Ætla má að
þarna sé að hluta til um náms-
menn að ræða en einnig fólk
sem misst hefur bótarétt eftir
langtímaatvinnuleysi og fleiri.
„Við höfum áhyggjur af því að
þarna sé um hóp að ræða, sem
gæti verið að festast inni í kerfi
fátæktargildru,“ segir Halldór
Halldórsson, formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Um helmingur þeirra sem eru
á atvinnuleysisskrá hefur ein-
göngu lokið grunnskólaprófi en
ætla má að um þriðjungur starf-
andi Íslendinga á vinnumarkaði
hafi ekki lokið framhaldsnámi að
loknum grunnskóla. „Það sem
skín út úr öllum þessum tölum
er að þeir standa höllustum fæti
sem eru með minnstu mennt-
unina,“ segir Ólafur Darri Andra-
son, hagfræðingur ASÍ.
Festast í fá-
tæktargildru
FJÁRHAGSAÐSTOÐ