Morgunblaðið - 15.10.2011, Page 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011
Yndislegt barn er
borið til grafar. Bak við
það er sorg sem öll
þjóðin tekur þátt í.
Hvers vegna? Vegna
þess að orsök þessarar
jarðarfarar er að mínu
mati að þjóðin sem slík
gætti ekki að velferð
þessa barns og varð líf
þess svo erfitt að það
treysti sér ekki til að
lifa því.
Að mínu mati má segja að þetta
hafi verið sjálfsvíg sem var afleið-
ing af gáleysi þeirra stofnana sem
barnið átti að vera öruggt hjá og
höfðu það hlutverk lögum sam-
kvæmt að vera liður í að koma því
til manns og um leið að gæta að ör-
yggi þess. Í mínum hugarheimi er
það allra göfugasta og mikils-
verðasta starf mannsins að koma
barni til manns. Allir sem koma að
þessu hlutverki bera ábyrgð og það
er engin afsökun til fyrir að koma
að þessu starfi með ábyrgðarleysi
og kærleiksvöntun. Því miður hefur
fjöldi barna og unglinga gengið í
gegnum hreint „helvíti“ vegna
slæmrar meðferðar frá lífs-
förunautum sínum. Fyrir mér er
engin afsökun til fyrir þær stofn-
anir sem virðast ekki geta gætt að
velferð þeirra barna sem þeim er
trúað fyrir. Mig tekur það sárt að
margir virðast ekki horfa eingöngu
á sorg þeirra sem missa barn á vo-
veiflegan hátt en reyna að bera í
bætifláka fyrir þá opinberu aðila
sem virðast hafa brugðist. Á meðan
svo er tekið á málum er ekkert lag-
að en reynt að réttlæta vinnubrögð
sem ekki bera árangur til að upp-
ræta einelti og vanlíðan barna í
ábyrgð skóla, sveitarfélaga og ríkis.
Mér virðist þjóðfélag okkar vera
siðblint og getulaust á mörgum
sviðum. Barn sem er skyldað til
menntunar og gæslu á vegum ríkis
og sveitarfélaga á skilyrðislaust
rétt á að komast áfram í virðingu
og kærleika. Það er glæpur að það
verði skotspónn ofbeldis, andlegs
og líkamslegs. Skólastjórn og kenn-
arar bera ábyrgð á að barnið sé
verndað í þeirra umsjá og ef þau
eru ekki fær um það og geta ekki
tekið á málum eru sveitarstjórnir
með ábyrgð á að koma að málum.
Ef þær geta ekki heldur valdið
starfi sínu þá er ríkið með ábyrgð á
öllum þessum starfsstéttum. Ég
vona að allar þessar stofnanir rísi
upp og stöðvi þetta ferli í eitt skipti
fyrir öll. Ég trúi ekki að óreyndu
að margt af þessu ábyrgðarfólki
haldi áfram að vera meðvirkt og að
ekki séu til svo margir ábyrgir
kennarar og stjórnendur innan
þessara stofnana að ekki sé hægt
að uppræta þessi ofbeldisverk sem
hafa leitt fjölda einstaklinga til
sjálfsvígs og eða til skerts lífs til
æviloka. Brettum upp ermar, allir
sem einn, sem berum ábyrgð á
uppeldi barna þessa lands. Setjum
þau lög og reglur sem koma í veg
fyrir eineltisglæp. Ég bið þjóðina
að rísa nú upp og krefjast bóta í
þessum málum. Við hljótum að
vera þess umkomin að berjast við
þá siðblindu og getuleysi sem er
því miður í of mörgum stofnunum í
dag gagnvart einelti á börnum.
Þeir sem eru vald-
ir að einelti, hvort
sem það eru börn,
unglingar eða full-
orðnir, eiga að víkja
úr skóla og frá öðr-
um stöðum ef þeir
taka ekki ábend-
ingum um að stöðva
eineltið. Sem betur
fer eru til skólar og
aðrar stofnanir sem
taka mjög vel á
þessum málum. Ég
óska þeim innilega til hamingju og
vona að allir skólar og stofnanir
sem bera ábyrgð á börnum geti
sinnt sínu starfi í framtíðinni án
þess að barn í þeirra umsjón beri
skaða af.
Foreldrar og nærættingjar þess
barns sem nú var borið til grafar
bera óbærilega sorg. Ég vona að
öll þjóðin sameinist um að styðja
þau og að Guð gefi að hægt sé að
koma í veg fyrir að þau sligist und-
an þessari miklu sorg.
Ég stóð við hlið vinafólks míns í
baráttu þess vegna eineltismáls
drengs í 8. bekk í grunnskóla. Það
bar engan árangur að biðja um
hjálp fyrir barnið þó beðið væri um
hana hjá skólastjórn, skólaskrif-
stofu og afrit bréfa væru send til
menntamálaráðuneytis. Þetta gekk
mjög nærri barninu sem missti
hæfni sína til lærdóms. Eftir vetur-
langa baráttu var afráðið að setja
það í Tjarnarskóla og þar náði
barnið aftur upp hæfileikum sínum
til náms. Bæði var þetta dýrt fyrir
aðstandendur og einnig var það
mikill sársauki fyrir barnið að
missa af góðum félögum til margra
ára. Var þá baráttan tekin upp aft-
ur og farið í borgarstjórn til að fá
hjálp. Þar var reynt að taka upp
málið og skólayfirvöld beðin um að
fara yfir það en ekkert gekk. Var
þá gripið til þess ráðs að senda
grein til Morgunblaðsins sem vakti
mikla athygli og út frá því bauð
sjónvarpsstöðin ÍNN að taka á
málinu með fulltrúum frá skóla-
skrifstofu, félagi skólastjóra,
hverfaskrifstofu félagsmála, full-
trúa barnsins og menntamálaráðu-
neyti. Þetta hafði þau áhrif að
skólayfirvöld tóku við sér og unnið
var með skynsemi að málum sem
enduðu þannig að barnið fór í sinn
hverfaskóla sem stóð vel að málum
eftir þetta. Þessi einstaklingur er
mjög vel staddur í dag, ekki síst
skólalega og félagslega. Þetta segir
að fjölmiðlar hafa mikil völd. Ég
ákalla þá um hjálp við að koma
þessum málum í gott horf. Ég bið
ykkur að koma ekki að því með
röfli eða ati sem aðeins gerir illt
verra. Finnið lausnir með yfirvöld-
um.
Einelti
Eftir Selmu
Júlíusdóttur
» Brettum upp ermar
allir sem einn, sem
berum ábyrgð á uppeldi
barna þessa lands.
Setjum þau lög og
reglur sem koma í veg
fyrir eineltisglæp.
Selma Júlíusdóttir
Höfundur er skólastjóri Lífsskólans,
Aromatherapyskóla Íslands ehf.
Einnig er hún rithöfundur.
Undanfarið hefur
mikið verið rætt um
hugsanleg kaup Kín-
verjans Huang Nubo
á landareigninni
Grímsstöðum á Fjöll-
um. Margir hafa velt
fyrir sér hvort hann
geti þá eignast alla
landareignina eða
megi eingöngu
byggja þar hótel.
Það er engin nýlunda
að Kínverjar vilji eiga og reka
hótel hér á landi því að þannig
geta kínverskir ferðamenn, sem
heimsækja Ísland, greitt kín-
verskum eiganda hótelsins fyrir
gistinguna. Kínverskar ferðaskrif-
stofur geta líka komið með sína
ferðamenn með skipi til Íslands,
eins og t.d. Norrænu, látið þá aka
um Ísland í hópbíl, sem er í eigu
kínversks aðila hér. Einnig geta
þeir líka haft með sér kínverskan
leiðsögumann svo að hvorki þurfi
að greiða íslensku rútu-fyrirtæki
né íslenskum leiðsögumönnum
laun. Ekki er beinlínis hægt að
segja að þetta efli íslenska ferða-
þjónustuaðila.
Ef tilboð þessa kínverska auð-
jöfurs verður samþykk kemur
ósjálfrátt í hugann hvort hann
muni þá fá kínverskan arktitekt
til að teikna hótelið. Einnig hvort
sá arkitekt muni þá teikna það
samkvæmt kínverskri stefnu, sem
kallast Feng Shui og er um 3000
ára gömul. Vitað er að margir
bandarískir hóteleigendur (og nú
einnig evrópskir) láta
teikna sín hótel eftir
þeirri stefnu til að fá
gesti, sem aðhyllast
Feng Shui-stefnuna.
Hún felst m.a. í því að
meiri áhersla er lögð
á bogadregnar línur
en beinar línur eða
hvöss horn. Útidyr
hússins eiga t.d. að
snúa í austur því að
þar kemur sólin upp.
Höfðalag rúmanna á
að snúa í suður og
eldhúsið í austur.
Eins og margir vita hafa hin
ýmsu lönd heimsins ákveðna
„ótrú“ á margs konar tölum, lit-
um o.fl. Lengi hafa Íslendingar
haft ótrú á tölunni 13, sem á að
boða eitthvað neikvætt. Það gera
líka Bandaríkjamenn og margar
fleiri þjóðir og margir bandarískir
hóteleigendur sleppa því tölunni
13 á sínum hótelherbergjum og
hafa enga 13. hæð. Kínverjar hafa
hins vegar ótrú á tölunni 4 og
hafa margir kínverskir hóteleig-
endur því ekki herbergi nr. 4 og
enga 4. hæð. Þeir vilja því heldur
ekki gista í herbegi nr. 4 á öðrum
hótelum. Þegar farið er í viðskipti
við Kínverja er mikilvægt að
kynna sér fyrirfram siði þeirra og
venjur.
T.d. hafa litirnir hvítt og svart
neikvæða merkingu í þeirra huga
og því ekki æskilegt að viðsemj-
endur eða aðrir gefi þeim gjafir
með þeim lit. Einnig er óráðlegt
að gefa þeim klukku (það gæti
táknað dauða), en rauði liturinn
táknar hins vegar hamingju og
velgengni. Ekki er heldur ráðlagt
að gefa þeim vasaklút að gjöf því
að það gæti verið fyrirboði um
sorg. Einnig er sagt að Kínverjar
telji meira hreinlæti felast í því
að skyrpa á göturnar heldur en
að snýta sér í vasaklút og láta
hann og svo í eigin vasa ... með
innihaldið innaní.
Í ágúst árið 2006 var eftirfar-
andi frétt í Morgunblaðinu:
„Vegna sívaxandi fjölda Kínverja,
sem ferðast úr landi, hefur sið-
menningarnefnd kínverska
Kommúnistaflokksins beðið þá
Kínverja, sem ferðast til útlanda,
að gæta að mannasiðum sínum til
að verða heimalandinu ekki til
skammar. Þeir eru m.a. minntir á
að fara ekki úr skónum í flug-
vélum, sem þeir ferðast með, ekki
ræskja sig með látum og hávaða
á almannafæri, ekki tala of hátt í
farsíma og hvorki hrækja sé
reykja á götum úti.“
Þeir íslensku stjórnmálamenn,
sem nú ætla að ræða við þennan
Huang Nubo, ættu að kynna sér
siði og venjur Kínverja í við-
ræðum og viðskiptum. Enda þótt
Kínverjar séu vanir þéttbýli vilja
margir þeirra ekki láta þann, sem
þeir eru að tala við, koma of ná-
lægt sér (proximics). Sá, sem ætl-
ar að afhenda Kínverja nafn-
spjaldið sitt, ætti því ekki að hafa
þröngt nærrými þ.e. ekki að
ganga of nálægt viðkomandi...
heldur standa beint fyrir framan
hann/hana, rétta fram nafn-
spjaldið með báðum höndum og
þannig að það snúi beint að við-
takandanum.. ekki sjálfum sér.
Síðan á sá/sú, sem afhendir
spjaldið, að hneigja sig fyrir þeim
kínverska. Best væri að hafa upp-
lýsingar um eigin starfsemi í
svart-hvítu á framhlið nafn-
spjaldsins, en á bakhliðinni gull-
litaðan texta á mandarín-
kínversku. Sá litur táknar að þú
berir virðingu fyrir þeim, sem þú
gefur nafnspjaldið.
Rétt er að taka fram að of-
anskráð er ekki endilega algild
regla enda hafa flestar þjóðir
ólíkar skoðanir á flestum hlutum.
Til dæmis má nefna að það eru
ekki allir Íslendingar, sem hafa
ótrú á tölunni 13. Og sennilega
eru ekki allir Kínverjar, sem
endilega kjósa eða vilja hafa rýmt
nærrými. Er ekki líka fróðlegt að
vita að Kínverjar kalla Ísland
„Bingdao“?
Kínversk fyrirtæki
á Íslandi
Eftir Birnu G.
Bjarnleifsdóttur
Birna G.
Bjarnleifsdóttir
» Þeir íslensku
stjórnmálamenn,
sem nú ætla að ræða
við þennan Huang
Nubo, ættu að kynna
sér siði og venjur
Kínverja í viðræðum
og viðskiptum.
Höfundur er fv. fagstjóri
Leiðsöguskólans í MK,
núverandi eldri borgari.
–– Meira fyrir lesendur
:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR
GEFUR:
SÉRBLAÐ
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað Vertu
viðbúinn
vetrinum
föstudaginn
21.október
Vertu viðbúinn vetrinum
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA
Fyrir kl. 16, mánudaginn
17. október.
www.gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Óska eftir einbýlishúsi til leigu til tveggja ára, möguleiki á framlengingu,
helst utan höfuðborgarsvæðisins t.d. Reykjanesið, Mosfellsdalurinn, Kjósin
eða Kjalarnesið. Leiga greidd fyrirfram. Verður að vera leyfi fyrir hund.
Lágmark 3 svefnherbergi.
Svör óskast send á box@mbl.is merkt „Einbýlishús“.
Einbýlishús óskast til leigu
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar um-
ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til
að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréf-
um til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst
og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo
sem fundi og ráðstefnur.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins.
Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn
úr felliglugganum. Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru
á aðra miðla eru ekki birtar.
Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn
að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er not-
að er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
Móttaka aðsendra greina