Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011 ✝ Kristín ÞuríðurJónasdóttir fæddist á Húsavík 26. mars 1927. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 9. október síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Jónas Helgason bóndi á Grænavatni og kona hans Hólm- fríður Þórðardóttir. Systkini Kristínar eru 1) Árni f. 26. sept- ember 1916, d. 12. mars 1998, maki Jóhanna Ingvarsdóttir f. 13. apríl 1916, d. 16. mars 1998. 2) Þóroddur f. 7. október 1919, d. 27. ágúst 1994, maki Guðný Páls- dóttir f. 18. júlí 1924, d. 23. febr- frítíma sinn jafnframt til að kenna börnum, bæði í Kinn, Mý- vatnssveit og Reykjadal, nótna- lestur og orgelleik. Á árunum 1968-1994 vann hún á skrifstofu Kísiliðjunnar við Mývatn og bjó í Helluhrauni í hinu svonefnda Kísilþorpi, er myndaðist í sam- bandi við starfsemi verksmiðj- unnar. Að starfsævi lokinni flutti hún til Akureyrar og bjó til dauðadags í íbúð sinni í Tjarn- arlundi 14. Kristín var organisti við Skútustaðakirkju 1970-94 og var hún þriðji ættliðurinn sem annaðist orgelleik við kirkjuna samfleytt í hundrað og fjórtán ár, en afi hennar, Helgi Jónsson var organisti þar frá 1880 og fað- ir hennar frá 1908. Eftir að hún flutti til Akureyrar tók hún virk- an þátt í félagslífi aldraðra þar í bæ og söng með kór félagsins allt fram á síðustu ár. Útför Kristínar verður gerð frá Skútustaðakirkju í dag, laug- ardaginn 15. október 2011 og hefst athöfnin klukkan 14. úar 2007. 3) Helgi f. 8. febrúar 1922, maki Steingerður Sólveig Jónsdóttir f. 8. maí 1932. 4) Jak- obína Björg, tví- burasystir Krist- ínar, f. 26. mars 1927, maki Trausti Eyjólfsson f. 19. febrúar 1928. Krist- ín ólst upp við al- menn sveitastörf á Grænavatni og hafði þar búsetu og athvarf fram á fullorðinsár. Hún stundaði nám við Samvinnu- skólann í Reykjavík og lauk það- an prófi 1946. Kristín vann hjá KEA í nokkur ár að námi loknu, var síðan við Mjólkursamlag KÞ á Húsavík í nokkur ár og notaði „Nei Doddi minn, endurnar lenda ekki, þær setjast á vatnið en það eru flugvélarnar sem lenda.“ Við stóðum við suður- gluggann í stofunni á Græna- vatni, ég fimm ára gamall og kominn í sveit hjá afa og ömmu og Stínu, Helga og Steingerði og naut þarna í eitt fyrsta sinn til- sagnar Stínu, en ekki í það síð- asta. Við deildum herbergi hennar á vesturloftinu mörg sumur og sú nærvera var góð fyrir lítinn dreng langt að heiman, enda minnist ég þess ekki að hafa nokkurn tímann haft heimþrá. Stína kunni líka að vekja áhuga og skilning á ólíkum við- fangsefnum. Ég horfði yfir flekk- inn sem átti að rifja með hrífum og virtist það óleysanlegt verk. Flekkurinn var örugglega stærri en fótboltavöllur, alla vega hálfur völlur og heyið blautt og þungt. Það var óravegur þvert yfir flekkinn og ég sá ekki að okkur miðaði neitt þó margar ferðir væru farnar fram og til baka. Þá leysti Stína mig undan kvölinni og merkti skák fyrir mig svo ég mátti snúa við á undan öllum hin- um og stormaði suður eftir flekknum. Lauk glaður og hreyk- inn við skákina mína. Takk Stína mín fyrir þetta veganesti, þú kenndir mér hvað það er mik- ilvægt að stýra verkefni á já- kvæðan hátt. Stína vildi að ég lærði nótur og að spila á orgelið en ég man hvað það var erfitt að sitja við orgelið og spila fingraæfingar á meðan allir hinir krakkarnir voru úti í sólskininu. Tími org- elæfinganna stóð þó ekki lengi yfir. Stína sá að það lá ekki fyrir mér að verða „organisti“ og leysti mig frá þeim. Hins vegar fann hún aðra hillu þar sem ég virtist geta orðið liðtækur þó falleinkunn fengist fyrir frum- raunina. Það var fermingarveisla Ella inni í Gamlabæ, hann er tveimur árum eldri en ég og afi settist við orgelið. Stína stillti mér upp með konunum sem sungu millirödd, það myndi hæfa mínu raddsviði og svo voru Fjár- lögin sungin. Eftir veisluna til- kynnti hún mér að ég væri ekki samkvæmishæfur, ég kynni hvorki lög né texta og sest var við að læra Fjárlögin. Takk Stína mín fyrir það. Með því gafstu mér veganesti sem leiddi mig til kórsöngs er hefur verið stór þáttur og mikill gleðigjafi í lífi mínu allar götur síðan. Alltaf stóð heimili Stínu mér opið eftir að hún fluttist frá Grænavatni, fyrst hjá henni og ömmu Fríðu í þorpinu í Reykja- hlíð og síðan í Tjarnarlundinum á Akureyri. Helst var að henni fyndist ég koma of sjaldan og stoppa stutt, jafnvel þó ég gisti nokkrar nætur í röð. Undanfarna mánuði var minn- ið aðeins farið að daprast en hún var þó enn sjálfbjarga í íbúð sinni og ætlaði heim aftur eftir mjaðmaliðsaðgerðina, en hjartað varð fyrir áfalli. „Þau segja að þetta sé nú allt á réttri leið, en svo get ég nú líka bara farið,“ sagði hún við mig þegar ég sat hjá henni á sjúkrahúsinu viku fyrir andlátið. Það lá samt ekki fyrir þá að segja upphátt: „Þakka þér Stína mín fyrir allt og allt,“ í huganum var það gert, en ég færði henni fréttir og kveðjur frá dætrum mínum Huldu Björk og Hörpu Kristínu, sem heitir í höfuðið á Stínu; Stínu sem var mér í raun svo miklu meira en aðeins frænka. Hvíl þú í friði. Þóroddur F. Þóroddsson Dagurinn rann upp með skini og skúrum, sólblettum á sundum og dökkum skýjum á endalausu flögri um óræðan geim. Úti um allar eyjar var mannfólkið önn- um kafið við að ganga frá eftir göngur og réttir, dagur djúpra lita og jafnframt síðasti dagurinn hennar Stínu. Stínu, sem var alveg sér á parti og var föðursystir mín og margra annarra og móðursystir barnahópsins hennar Jöggu, tví- burasystur sinnar. Hún var okk- ur afar náin, og við, börn systk- ina hennar, áttum hug hennar allan, ekki síst þeir Grænavatns- drengir og svo Doddi hálfbróðir okkar Ingvars og Fríðu. Á bernskuárum okkar á Breiðu- mýri dvaldi hún oft hjá okkur, einkum að vetrarlagi þegar ill- fært var yfir Mývatnsheiðina og hún átti frímánuð frá vinnunni í Mjólkursamlaginu – sat einhvers staðar nálægt okkur öllum, saumaði út, spjallaði og hló, kenndi okkur nóturnar, fingra- setningar og æði margt annað með ákveðni, kærleika og mild- um, smitandi hlátri. Fleiri okkar frændsystkin- anna fengu síðar meir að skríða undir verndarvæng hennar er svo bar undir og ætíð – einnig nú í sumar – tók hún á móti okkur í gættinni með dillandi hlátri og feginsglampa í augum. Lengi vel lét hún ekki á sjá, var hin síunga og stálminnuga, er fræddi okkur um ætt og uppruna og reyndi að leiða okkur fyrir sjónir hve mik- ilvægt væri að við treystum frændsemisbönd og héldum sam- bandi hvert við annað – vissi ná- kvæmlega um afkomendur hvers og eins, hvað hver væri að sýsla, hélt mikið upp á jákvæðu hliðar okkar allra og lét jólakortin og myndirnar af öllum fallegu börn- unum liggja frammi, svo við gæt- um fræðst og glaðst með henni. Ég kom nokkrum sinnum til Stínu í sumar og þá þegar var ljóst að hún hafði látið verulega á sjá og gæti varla tekist á við lífið ein og sér mikið lengur. Vafalítið hefur svo verið um hríð og ég veit hve vel þið studduð við bakið á henni, Jónas, Þórður, Árni, Ingvar og fjölskyldur ykkar allra. Hennar vegna þakka ég innilega fyrir tíma ykkar, alúð og fyrirhöfn. Dagurinn 9.10.’11 hófst fyrir minn part á ferð um Vogey, til Gæsadals og út að Tröllkonuf- ingri, og meðan skýin dönsuðu þykk og þung við þrautseiga sól- argeisla á endalausu hafi, tísti lít- ill sími í brjóstvasa með skila- boðum þess efnis, að Heiðrún Hödd, dótturdóttir Jöggu, hefði alið litla stúlku á Landssjúkra- húsinu í Þórshöfn og að báðum heilsaðist vel. „Fyrsta frænka þín, Þóra,“ sagði Martin, „sem fæðist í Færeyjum“. Þetta hefði Stínu langömmu- systur aldeilis fundist fréttir og henni mun þykja vænt um að við minnumst þessa litríka dags á okkar eigin hljóðláta hátt, höld- um áfram að styðja við bakið hvert á öðru og leiðum alla þá litlu fætur sem leggja leið sína út í lífið – að við munum og hugsum og sjáum til þess að engu sé lok- ið. Þóra Þóroddsdóttir. Kristín Þuríður Jónasdóttir ✝ Hulda Guð-mundsdóttir fæddist í Reykja- vík 15. október 1919. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 23. september síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru Vigdís Ein- arsdóttir frá Öl- versholti, Rangárvallasýslu, f. 1891, d. 1971 og Guðmundur Þórðarson frá Rauðnefsstöðum, Rang- árvallasýslu, f. 1892, d. 1963. Systkini hennar voru Einar Öl- ver, f. 1917, d. 1939 og Brynja, Hulda; Björk, f. 1954 gift Guð- mundi Brynjólfssyni og eiga þau 2 börn, Hjalta og Bryn- hildi, barnabörnin er 4. Hulda ólst upp í Reykjavík, gekk fyrst í Miðbæjarskóla, síðan í Aust- urbæjarskóla sem þá var ný- stofnaður og seinna stundaði hún nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 16 ára gömul. Hún var mikil fimleika- og skíðakona á sínum yngri árum. Eftir að hún út- skrifaðist úr Kvennaskólanum vann hún hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Lengst af starfaði hún með manni sínum en þau ráku Efnalaugina Gylli. Eftir að þau hættu rekstri og eftir lát hans vann hún í borð- stofu á Landspítalanum í Reykjavík en lét af störfum 75 ára. Hulda var jarðsungin frá Dómkirkjunni 14. október 2011. f. 1922, d. 1962. Hulda giftist 23. nóvember 1946 Hjalta Guðnasyni, f. 1910, d. 1980. Foreldrar Hjalta voru Jóhanna Mar- grét Þorláksdóttir, f. 1883, d. 1944 og Guðni Þorláksson, f. 1881, d. 1914. Dætur Huldu og Hjalta eru: Mar- grét, f. 1947, búsett í Vín- arborg, gift Peter Medek og eiga þau tvær dætur, Astrid og Helgu, barnabörnin eru 2; Vig- dís, f. 1948, var gift Steingrími Gunnarssyni, dóttir þeirra er Komið er að kveðjustund. Kæra föðursystur mína man ég frá frumbernsku minni. Vegna þess að allt frá fæðingu minni lagði hún sig fram með gjafmildi og kærleika að hlúa að og gleðja barnssálina. Þær minningar eru vel geymdar en ekki gleymdar. Trúmennska og samviskusemi voru henni í blóð borin. Dugnað- ur, sjálfsbjargarviðleitni og að gera fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín voru hennar aðals- merki. Sem ung stúlka æfði hún fimleika, ferðaðist um fjöll og firnindi ýmist gangandi, á skíðum eða hestum. Ferðalög vítt og breitt um heiminn voru henni gegnum tíðina gleðigjafi og hafði hún frá mörgu að segja þegar heim var komið, og ekki síður á ævikvöldi við eld minninganna. Hulda og eiginmaður hennar Hjalti bjuggu allt sitt hjónaband að Hallveigarstíg 8 í Reykjavík og héldu þar rausnarheimili. Eft- ir lát Hjalta bjó Hulda áfram á Hallveigarstígnum eða allt þar til hún flutti í Sóltún fyrir ári. Þar leið henni vel og hún hélt and- legri reisn til síðasta dags. Á Hallveigarstíg fæddust og ólust upp dæturnar þrjár, sem eru foreldrum sínum góður vitn- isburður um þann kærleika og umhyggju sem ríkti á heimilinu. Mínar bestu samúðarkveðjur til allra sem syrgja og sakna. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Erla. Vegna mistaka féll niður birting minningargreinar um Huldu Guðmundsdóttur 14. október 2011. Morgun- blaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. Hulda Guðmundsdóttir Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is Grand erfidrykkjur • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. ✝ Elskuleg móðir okkar og amma, HAFDÍS EDDA EGGERTSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, Strikinu 4, Garðabæ, andaðist á líknardeild Landspítalans laugar- daginn 8. október. Bálför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 17. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning Ljóssins, 0130–26–410420, kt. 590406-0740. Eggert Kristinn Helgason, Sigurrós Inga Sigurbergsdóttir, Berglind Heiða Sigurbergsdóttir, Isabella Dís Neuman, Ragnar Þór Axelsson, Hafþór Örn Axelsson. Þjónusta allan sólarhringinn Íslenskar kistur og krossar Hagstætt verð Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, SIGRÍÐUR PÁLÍNA ERLINGSDÓTTIR frönskukennari frá Bjargi við Sundlaugaveg, lést á Landspítala Landakoti miðvikudaginn 12. október. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 21. október kl. 13.00. Páll Erland, Eyrún Ólafsdóttir, Axel Pálsson, Íris Pálsdóttir. ✝ Yndisleg móðir mín, dóttir, systir og barna- barn, STELLA RAGNA EINARSDÓTTIR, varð bráðkvödd á heimili sínu í Hollandi að morgni miðvikudagsins 12. október. Míra Katrín Abbas Stelludóttir, Ásta Gunnarsdóttir, Gunnar Óðinn Einarsson, Guðrún Ragna Valdimarsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORLÁKSDÓTTIR frá Hofi í Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 13. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 17. október kl. 13.00. Eiríkur Þ. Einarsson, Anna Gísladóttir, Óskar S. Einarsson, Kristrún Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN REBEKKA KRISTINSDÓTTIR þjónusturáðgjafi, Rekagranda 8, Reykjavík, frá Fögruvöllum, Hellissandi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 12. október. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 22. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Karitas á vefsíðunni Karitas.is. Brimrún Höskuldsdóttir, Ragnar Arnarson, Heiðrún Höskuldsdóttir, Guðjón P. Hjaltalín, Kristín Höskuldsdóttir, Sverrir Örn Björnsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.